Alþýðublaðið - 23.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.07.1942, Blaðsíða 8
AMgjflMW-AOTE Pimmtudagur 23. jtiiS 1942. BÓLU-HJÁLMAR og Sig- urður Breiðfjörð munu hafa aðeins hitzt einu sinni á ævinni. Voru þá báðir á ferða- lagi í Húnavatnssýslu. Bólu- Hjálmarssaga segir svo frá samfundum þeirra: „Segir ekki af ferðum þeirra (þ. e. Hjálmars og konu hans, Guðnýjar), fyrr en þau koma að Stað í Hrútafirði. Þar var þá prestur Gunnlaugur Gunn- laugsson. Þórdís hér kona hans, Gísladóttir,, gáfuko7ia mikil. — Þar kom Hjálmar um hátta- tíma. Þá er Þórdís vissi, hver kominn var, fór hún til þeirra hjóna, og fagnaði þeim vel. Sagði mikíð gleðiefni fyrir sig að hýsa tvö skáld í nótt — því að Sigurður Breiðfjörð væri þar fyrir. Hann væri háttaður í stofurúmi, því að hann væri ferðlúinn. . . . Hjálmar gladdist við þetta: hann hafði lengi lang að til að sjá Sigurð. í stofunni voru rúm fleira en eitt. Var þeim Hjálmari og Guðnýju vís- að í rúm eitt hjá rúminu, sem Sigurður svaf í. Borð var hjá rúmunum. Setti Þórdís á það þriggja pela flösku, fulla -af brennivíni, og sagði, að þeir skyldu hressa sig á þessu, er þeir vöknuðu að morgni. Eigi gat Hjálmar sofnað. Fer hann þá að reyna að vekja Sigurð og tekst það loks. Segir hann honum nafn sitt. Þá mælti Sigurður: „Ekki vænti ég, að þetta sé Bólu-Hjálmar nafn- kunni?“ „Sá er maðurinn,“ segir Hjálmar. Er þar skjótast af að segja, að þeir vöktu alla nóttina við fjörugar samræður og minntust við flöskuna við og við. Daginn eftir fóru þeir ekki af stað fyrr en um miðj- an dag. Reið Sigurður á leið með Hjálmari ofan að Hrúta- fjarðará. Þar kvöddust þeir. En er Hjálmar var í ánni, kall- aði Sigurður eftir honum og kvað: „Sú er bónin eftir ein, ei skal henni leyna. Ofan yfir Breiðfjörðs bein breið þú stöku eina.“ Þá er Hjaimar kom yfir um, fór hann af baki. Þar var hrossatað. Hjálmar tók köggul, kastaði í ána og kvað: „Ef ég stend á eyri vaðs ofar fjörs á línu, skal ég kögglum kaplataðs kasta að leiði þínu.“ Skildi þar með þeim.“ — Það verðum við að haia. Og við þyrftum ekki að bera okkur illa, ef við ættum ekki við neitt sárara mótlæti að búa en það; — Já, en þið getið ósköp vel fengið brauð frá Tercanbury, sagði frú Ramsay, sem var allt af hagsýn. En þá fórnuðu þau bæði hönd um í skelfingu, presturinn og systir hans. — Þá mundi Andrew óðara fara sömu leiðina og hinir. Skömmu síðar tóku þær tal saman ungfrú Pála og prests- systirin. — Yður hlýtur að þykja af- ar gaman að sjá Bertu aftur, ungfrú Pála. — Nú ætlar hún að fara að hælast um, hugsaði Pála frænka með sjálfri sér. — Auðvitað er ég það, sagði hún upphátt. — Og það hlýtur að vera yð ur léttir að sjá hve allt geng- ur hér vel, sagði ungfrú Glov- er og horfði fast á Pálu, en varð ekki vör við neina hæðni í svipnum. — Já, það er yndislegt að sjá hjón svona hamingjusöm. Mér finnst það gera mig að betri manneskju að koma hingað og sjá hve þau tigna hvort annað, hélt hún áfram. — Hún er sem betur fer tröll heimsk, hugsaði Pála. — Já, það er mjög ánægjulegt, sagði hún þurrlega. Hún svipaðist um eftir dokt- ornum, og beið viðureignarinn- ar með spenningi. Því að þótt hún væri viss Um ósigur var hún ákveðin í þyí að láta ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnef- ana. Nú kom doktorinn. — Jæja, ungfrú Pála, þá eruð þér komin hingað til okkar aft- ur. Það gleður okkur öll að sjá yður. — En hve þetta fólk er inni- legt, hugsaði Pála, hálfgröm, því að hún þóttist vita, að þessi vinarkveðja doktorsins væri inngangur að árás. — Eigum við ekki að ganga út í garðinn? sagði hún. — Eg þykist vita, að þér viljið rífast við mig. — Ekkert mundi vera mér meiri ánægja, að ganga með yður í garðinum, á ég við, því að engum gæti dottið í hug að rífast við jafnhrífandi stúlku og þér eruð. — Hann mundi ekki vera svona kurteis, ef hann ætlaði sér ekki að vera ruddalegur á eftir, hugsaði hún. Mér þyk- ir vænt um, að yður þykir garð urinn skemmtilegur. — Craddock hefiir endurbætt hann svo vel. Það er gaman að sjá allt, sem hann hefir gert hér. Pála fann, að þarna var broddur, og hún leitaði að and- svari, en datt ekkert í hug, svo að hún tók þann kost að þegja. Hún var vitur kona. Þau gengu nokkur skref þegjandi. Þá sagði doktor Ramsay allt í einu. — Jæjia, ungfrú Pála, þér höfðuð rétt fyrir yður. Hún nam staðar og leit á hann. Honum virtist vera al- vara. — Já, sagði hann, — ég við- urkenni það fúslega, að mér skjátlaðist. Það er mikill sig- ur fyrir yður, finnst yður það ekki? Hann leit á hana og hló dátt. — Er hann að skopast að mér? spurði Pála sjálfa sig, og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún skildi hvorki upp né niður í doktornum og hugsun- um hans. — Svo að yður finnst óðalinu hafa farið fram? — Eg botna ekkert í hvernig einn maður getur afkastað svo miklu á jafnskömmum tíma. — Lítið þér nú bara á þetta allt saman! Pála frænka litaðist um með fyrirlitningarsvip. — Þótt Court Leys væri í niðurníðslu, var j það þó alltaf virðulegt, — en nú er allt þetta tildur komið. i — Kæra ungfrú Pála, fyrir- gefið mér þótt ég segi það, en óðalið var nú heldur tæplega | virðulegt. — En nú er það yfirlætislegt, það er ég óánægð með. Áður gátu allir séð, að ábúnaður Court Leys voru virðulegt fólk. Annað mál var það, að þeir héldu tæplega í horfinu, en það stafaði af höfðingsskap, því að þeir skáru ekki allt við negl- ur sér. Doktorinn maldaði í móinn. Hann sagði, að einbeittur mað- NtíA B(ð ffltslelsnéttiH {One night in th.e Tropics) j Bráðskemmtileg mynd með fallegum söngvum. Aðalhlutverkin leika: Allan Jones Nancy Neliy Robert Cummings og skoplejkararnir frægu ABKOT og COSTELLO Sýnd ki 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá ki. 11 f. h. ur vildi heldur algera fátækt en athafnaleysi og miðlungs- líf. Leys-ættin hefði að vísu verið höfðingslynd, en eytt um efni fram, keypt demanta, — þegar ekkert brauð var til, hald ið kónginum stórveizlur, — en nú væri Court Leys a ð verða vel setið höfuðból með fyrirmyndarbúrekstri. Ungfrú Pála tók þessu fálega, en doktorinn hló bara. GAMLA BfÖ IB Texðs-lðireglaD (Texas Rangers Ride Again)j JOHN HOWARD ELLEN DREW AKIM TAMIROPF Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Framhaldssýning kl. 3 V2-QV2. HÚRRA CHARLIE! Skopmynd með Leon Errol. — Eg viðurkenni það, að ég hélt, að illa mundi fara, sagði hann. — Og ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að hann mundi sóa eigunum hérna. En nú við- urkenni ég hiklaust, að Berta hefði ekki getað valið sér betri mann. Hann er prýðilegur fé- lagi, og enginn vissi, hvað í honum bjó, og enginn veit hve langt hann kemst. TOFBANOLARNIR VIÐ skulum ganga upp á Álfafell í dag,“ sagði Halli við Hönnu. „Það er svo langt síðan við höfum komið þangað, og við höfum aldrei skoðað það nógu vel.“ Af hverju er það kallað Álfa- fell?“ spurði Hanna. „Ætli það sé ekki af því að álfafólkið hafi búið þarna áður fyrr? Jú, Halli, við skulum fara þangað — það verður gaman!“ Svo héldu þau af stað bæði tvö. Það var laugardagur, og svo heppilega vildi til, að það var enginn skóli þann dag. Það var glaða sólskin, svo að ekki var ferðaveðrið amalegt. Þau fóru eftir mjóum stíg, sem lá í bugðum upp fellið. — Kanínur gæðgust á móti þeim fram úr holum sínum, og læ- virkjarnir sungu á trjágreinun- um. En brátt varð þeim full- heitt, og Hanna vildi helzt setj- ast niður og hvíla sig. „Við skulum ekki fara lengra eftir þessari götu, heldur skul- um við halda eftir mjóú göt- unni, þessari þarna,“ sagði hún og benti á hana með fingr- inum. ,,Og svo þegar við kom- um í skuggann þarna, skulum við setjast niður og hvíla okk- ur.“ „Þetta er bara örmjó gata fyrir kanínurnar,“ sagði Halli. „En það er sama, eitthvað hlýt- ur hún að liggja. Við skulum halda eftir henni!“ Svo héldu þau eftir þessum þrönga stíg og komu loks að birkitré með þéttum greinum, sem vörpuðu frá sér svölum skugga. Börnin fleygðu sér nið- ur í grasið og horfðu með að- dáun upp í limið. Það var blæjalogn og ekkert rauf hina djúpu kyrrð, nema lævirki heyrðist kvaka öðru hverju og músabróðirinn tísti: „svolítinn brauðbita, svolítinn brauðbita!" En svo heyrðu börnin annað hljóð — undarlegan suðandi hávaða. Það var ekki eins og suð í býflugu, heldur var það líkast því, að einhver væri að raula fjörugt lag. Finnst þér ekki eins og ein- hver sé að raula?“ spurði Halli Hfgiuiit Dumartin: Stattu þarna, svo „bjargvættur“ þinn skjóti ekki! Dumartin: Farðu irm í bílinn! Dumaxtin: Sá hlær bezt, .... Örn: Þú getur ekki gert þettal Dumartin: Get ég ekki?!!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.