Alþýðublaðið - 24.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1942, Blaðsíða 3
FÖshídagtu- 24. júlí 1942. ALÞÝÐUBLADIÐ Suður- Rússland Á kortinu sést Rostov við Don, ofarlega til hægri. Stalingrad sést ekki á kortinu, en stendur við hnéð á Volgu, þar sem stytzt er milli Don og hennar. Zymljanskaja, sem nefnd er í fréttunum, stendur við Don, miðja vegu milli Rostov og Stalingrad. Orastan við E1 Alamein er enn I algleymingi. Áhlaup og gagnáhlaup skiftast á, en Bretar halda öllum stöðvum síhum. FREGNIR FRÁ LONDON seint í gærkveldi sögðu, að orrustan við E1 Alamein í Egiptalandi héldi áfram á 50 km. löngum vígstöðvum frá Miðjarðarhafsströndinni suður að Quattaralægðinni. Áhlaup og gagnáhlaup skiptast stöðugt á, en Bretar og sam- veldishersveitir þeirra hafá haldið öllum stöðvum, seni þeir tóku fyrsta dag orrustunnar. Ruweisathæðin, sem mest hefir verið harizt um á miðjum vígstöðvunum, er alveg á valdi hinna indversku og nýsjálenzku hersveita, þó að þýzku hersveitirnar hafi gert þar hvert áhlaupið eftir annað. flerflDtninoar Banda rikjamanna í lofti fara ðrt vaxandi. Vlugvélar, sem geta flutt 100 vel útbúna hermenn. Waghington, 23. júlí. Tl/T EÐ tvennu móti er nú ver- ið að vinna bug á eða minnka skipatjón Bandamanna af völdum kafbáta: Annað er að byggja fleiri skip, sem Amer- íkumenn gera nú, hitt er að sökkva óvinakafbátum, sem am- eríkski og brezki flotinn sjá um. George hershöfðingi sagði í dag, að einnig væri hægt að nota herflutningaflugvélar, sem hafa reynzt vel. Ameríka á nú eina 70 smálesta herflutninga- flugvél, sem getur borið meira en 80 smálesta byrði eða 100 vel útbúna hermenn. George hershöfðingi, yfir- maður herflutningaflugvéla- ráðsins, segir að nú séu fluttar loftleiðis 10 sinnum meiri birgð- ir en fluttar voru í verzlunar- tilgangi frá öllum flutninga- flugvélafélögum í heiminum fyrir stríð. Herdeildir og birgð- ir er hægt að flytja loftleiðis til Norðar á vígstöðvunuiy, nær ströndinni, við E1 Eisa, eiga Ástralíumenn og Suður-Afríku- menn í höggi við ítali og hefir viðureignin borizt þar langar leiðir til og frá. Syðst eða lengst uppi í landinu, við Quattara- lægðina, sækja brezkar her- sveitir fram. Svo mikið ryk er í loftinu yf- ir orrustuvellinum suður af E1 Alamein, að erfitt er að fljúga yfir honum, segir í fregnunum frá London í gærkveldi. Engu að síður eru flugvélar Breta, svo og ameríkskar flugvélar, stöðugt á ferli þar og hafa unn- ið öxulherjunum mikið tjón. í loftárásum, sem Bretar gerðu á flugvelli Þjóðverja við Fuga og E1 Daba fyrir helgina, telja þeir sig hafa eyðilagt hvorki meira né minna en 100 óvinaflugvélar. hvaða staðar sem er á jörðinni. Flugvélar af þessari gerð er hægt að búa til í fjöldafram- leiðslu. Þær eru svar við tjón- inu af völdum kafbátanna, því þær fljúga langt fyrir ofan elda úr loftvarnabyssum- óvinanna. Stjórn flutningafélagsins verður bráðlega eins árs. Á þeim tíma höfum við aðeins misst Vá% af þeim flugvélum, sem fluttar hafa verið frá Kana- da og Bandaríkjunum. Tvær stórorustur samtímis milli Rostov og Stalingrad. Þjóðverjar segjast hafa * rofið varnarlinu Riissa skammt anstan við Rostov Komnir einnig suðaustur að Don 180 km. frá Stalingrad. Æ ÐISGENGNAR ORRUSTUR geisa nú í næsta ná- grenni Rostovborgar. Þjóðverjar tilkynntu í gær, að þeir væru komnir suðaustur yfir Don á stóru svæði fyrir austan Rostov, hefðu rofið varnarlínu Rússa þar og væru komnir að úthverfum sjálfrar horgarinnar. Þetta hef- ir að vísu ekki verið staðfest af Rússum, en viðurkpnnt er í fréttum frá þeim í gær, að ógurleg skriðdrekaorrusta geisaði við Novocherkask við Don, 30 km. norðaustur af Rostov, og önnur samtímis við Zymljanskaja, einnig við Don, en miklu norðar og austar eða um miðja vegu milli Rostov og Stalingrad, 180 km. frá hvorri. Eru Þjóðverjar því komnir þarna lengra austur á bóginn áleiðis til Stalingrad en nokkurn óraði fyrir af fréttum síðustu daga samtímis þvx, sem Rostov er nú þegar í yfirvofandi hættu. Vafalaust er talið að Rostov muni nú vera rammbyggilega víggirt og Rússar gera allt til- þess að verja hana til þess ýtr- asta, svo þýðingarmikil stöð sem hún er á leiðinni til olíu- lindanna í Kákasus. Því að frá Rostov liggur aðalj árnbrautin þangað suður eftir, en hliðar- lína liggur út frá henni alllangt sunnan við Rostov norðaustur til Stalingrad. Liggja því sam- gönguleiðirnar til Kákasus um báðar þær borgir, sem Þjóð- verjar ógna nú. Álitið er að Þjóðverjar muni hafa um eina milljón manna í sókninni suðaustur á bóginn milli Rostov og Stalingrad. Hins vegar er ekki vitað neitt um það, hve mikið lið Rússar hafa til varnar. En í fregn frá Wash- ington í gærkveldi var fullyrt, að Rússar hefðu enn ekki telft frám varaliði sínu á þessum slóðum. Sjálfir viðurkenna Rú-ssar, að ástandið við Rostov sé mjög al- varlegt, en fullyrða, að borgin verði aldrei upp gefin. Svipaða yfirlýsingu gaf Ilja Ehrenburg í útvarpinu í Moskva í gær. Við efri Don eru Þjóðverjar í vörn hjá Voronezh eins og undanfarna daga, og halda Rússar því fram, að þeir eigi þar nú ekki nema um tvennt að velja: að hörfa aftur vestur yf- ir Don, eða láta gereyða her- sveitum sínum á austurbökk- um hennar. , / Ný kveðja í Noregí. Blaðið Stockholms-Tidningen skýrir svo frá, að Norðmenn hafi nú tekið upp nýja kveðju. Krossleggja þeir fingurna, þeg- ar þeir heilsast og segja: „Ágúst“. Þetta hefir farið mjög í taugar nazista, og segja þeir, að Norðmenn, sem þannig heilsist, séu að gefa í skyn, að innrás verði gerð í ágúst. Innrásarher Aneríkn nanna ð Norðnr- !i stækkar. Stér sklpalest með her og vopn ný- komin þangað. O TÓR SKIPALEST, sem ^ liafði þúsundir ameríkskra hermanna og hergögn fyrir þá innanborðs, er nú nýkomin til Framhald á 7. síðu. Brezkir falihlifarher nenn á snðvestnr- strönd Noregs? Dularfall skemmdar verk við Egersund. Moskva hernxir, að Þjóð- verjar haldi uppi könnunarflugi við suðvesturströnd Noregs bæði dag og nótt vegna við- burða, sem þar hafi nýlega gerzt. Það var skotið á þýzka her- menn, sem áttu að hjálpa til að slökkva bruna í grennd við Egersund, og sagt er að margir þeirra hafi verið særðir eða drepnir. Enn fremur er sagt, að norsk- ir ættjarðarvinir hafi, með hjálp brezkra fallhlífarher- manna, kveikt í miklum timbur- birgðum, sem þar voru, og sprengt skotfærageymslu í loft upp. Þýzku yfirvöldin hafa heitið 10 þúsund króxxa verðlaunum fyrir að hafa upp á þeim, sem valdir hafa verið að þessum verkum, og þau hafa enn frem- ur tilkynnt, að þeir, sem upp- vísir verði að því, að skjóta skjólshúsi yfir „fjandmenn þýzka hersins“, verði tafarlaust skotnir. í vikunni, sem leið, á járn- brautarlest, hlaðin vopnum, að hafa verið eyðilögð einnig í grennd við Egersund. Alvarlegnstu augnablik olriðarins nú fram undan. Orð Anthony Edens í ræðu, sem hann flutti í Nottingham í gærkvðldi. A NTHONY EDEN, utanríkismálaráðherra Breta, sagði í ræðu, sem hann flutti í ráðhúsinu í Nottingham í gærkveldi, að Bretar sæju nú fram á alvarlegustu augna- blik ófriðarins. En þeir hefðu hingað til staðizt alla erfið- leika, og þeir myndu gera það áfram þar til fullur sigur væri unninn. Eden sagði, að eftir þetta stríð myndi enginn geta sagt það, að Bretar væru lítil þjóð, sem hefði dregið sig inn í sína skel og brugðizt skyldu sinni í stríðinu. Þeir hefðu þvert á móti lagt allt í hættu. Þeir hefðu ekki hlaðið upp vopnum heima fyrir, held- ur sent þau og alla þá hermenn, sem skiprúm hefði verið fáan- legt fyrir, til vígvallanna víðs vegar um heim. Um f jórir fimmtu allra þeirra vopna, sem framleidd væru á Englandi, væru tafarlaust send þaðan. Eden sagðist hafa ástæðu til að ætla, að Bretar framleiddu nú meira af hergögnum í hlut- falli við fólksfjölda, en nokkur önnur þjóð í heiminum. Eden minntist einnig á við- fangsefnin eftir stríðið og sagði, að reynslan frá árunum eftir síðustu heimsstyrjöld sýndi, að það nægði ekki, að vinna stíð- ið. Það væri eins nauðsynlegt að vinna friðinn með því, að fyr irbyggja atvinnuleysi, útrýma fátækrahverfunum og skapa öll- um lífvænleg kjör. Framleiðsl- an er nú komin á það stig, sagði Eden, að það er engin ástæða til að nokkurn mann í heiminum vanti, það, sem hann þarfnast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.