Alþýðublaðið - 24.07.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.07.1942, Blaðsíða 6
< frá hásalelgonetadlBnl f Beykjavik. Skrásetning innanbæjarfólks, er telur sig vera húsnæðislaust 1. okt. n. k., fer fram í skrifstofu framfærslufulltrúa Reykjavík- urbæjar, Austurstræti 16, 2. hæð, dagana 24. og 25. þ. m., og verður skrifstofan opin fyrri daginn frá kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h., en seinni daginn aðeins frá kl. 10—12 f. h. — Eru þetta síðustu forvöð til að láta skrásetja sig. Húsaleigunefndin fi Reykjavlic. Nýinng við vinnsln bræðslnsíldar. (Frh. af 2. síðu.) „aquacide“, en það er mjög mikils virði með því að feitt síldarmjöl er lélegri markaðs- vara en magurt mjöl. Þórður Þorbjarnarson og Ingi Bjarnason hafa unnið að frekari tilraunum á Rannsókn- arstofu Fiskifélagsins og einnig í síldarverksmiðjum síðastliðið sumar, og fékkst þá nokkur reynsla um notagildi efnisins í verksmiðjurekstri. Þær verk- smiðjur, sem hagnýttu sér efn- ið, voru: Hjalteyrarverksmiðj- an, Rauðka á Siglufirði, Akra- nessverksmiðjan og Dagverðar- eyrarverksmiðjan lítilsháttar. Sýndi það sig að árangurinn varð svipaður eins og tilraunin hjá Ríkisverksmiðjunum hafði gefið vonir um. í fyrra var þó ekki að tala um fulla reynslu með því að síldin var óvenju mögur og veiði lengst af treg þannig, að vinnuskilyrði voru í bezta lagi. .Nú í sumar mun fást full reynsla í þessu efni, með því að veiði virðist mjög mikil, síldin óvenju feit og efnið er notað nú þegar af Hjalteyrarverksmiðj- unni og Rauðku, en Djúpavík- urverksmiðjan er í þann veginn að hefja notkun þess. Engir annmarkar hafa komið í ljós við notkun efnisins, enda hefir „aquacide“ lágan suðu- punkt og dreifist með gufunni upp úr ^ourrkaranum svo þess gætir ekki svo teljandi sé í af- urðunum. Um kostnað • við notkun „aquacide“ er það að segja, að samkvæmt útreikningi gerðum í fyrra reyndist kostnaður á mál .síldar með minnstu notkun 8.2 aurar, en með mestu notkun 2 lítrar „aquacide" í tonn síldar 65,6 aurar. Um einhverja hækk- un verður að ræða í sumar vegna hækkunar á farmgjöld- um, en hins vegar má sennilega draga verulega úr salti í síldina og væri það á hinn bóginn veru- legur sparnaður. Haldið verður áfram tilraun- um með notkun „aquacide“, en ekki er tímabært að ræða um þær frekar að svo komnu máli, eða þar til endanlegur árangur er fyrir hendi. En almennar á- lyktanir af reynslu þeirri, sem þegar er fengin, eru sem hér segir: 1. Við bræðslu á síld hefir . ,,aquacide“ greinilega „kóa- gúlerandi“ áhrif á fiskmauk- ið. Við það verður pressu- takan stinnari og vinna press- urnar þar með greiðara. 2. Við bræðslu síldar, sem er orðin það gömul og skemmd, að af leiði afkastarýrnun vinnsluvéla, tryggir blöndun með allt að 2%c „aquacide“ í hráéfnið aukin vinnuafköst, eftir atvikum, allt upp í full afköst. 3. Við bræðslu á síld, sem orðin er svo skemmd, að ekkert við- lit er að vinna hana á venju- legan hátt, er blöndun hrá- efnisins með „aiiuacide“ þýð- ingarlaus. 4. ,,Aquacide“ greiðir fyrir að- skilnaði olíunnar úr pressu- köku og dregur úr fituinni- haldi mjölsins. 5. „Aquacide“ virðist ekki hafa MUIWIUM Stefna og starfshætt ir Alfiiýðnflokbsfns. Framh. af 4. síðu. hófu alþýðuflokkarnir á hinum Norðurlöndunum sams konar samvinnu við frjálslynda vinstri flokka þar í löndum, með lik- um árangri. Um eitt mál hefir Alþýðufl. átt sérstakt og tíma- bundið samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn: um leiðréttingu á kjördæmaskipun landsins, bæði á árunum 1931—1934 og nú, árið 1942, og þá einnig með nokkrum stuðningi kommún- ista. Á nákvæmlega sama hátt fékk danski Alþýðuflokkurinn leiðréttingu á kjördæma- og kosningaskipun þar í landi, fyrir meira en aldarfjórð- ungi síðan, frekast með aðstoð íhaldsflokksins. en gegn vilja og baráttu vinstri manna. Á öðrum Norðurlöndum hef- ir það oft orkað tvímælis, innan alþýðuflokkanna, hve lengi ætti að hafa samstarf við frjálslynd- ari borgaraflokka þar í löndum. Leiðin hefir þó í öllum höfuð- atriðum verið farin á mjög líka lund og hér á landi, og með því fengist framkvæmdar stór- stígar umbætur á kjörum al- mennings. Alþýðuflokkurinn hér á landi hefir fylgt fordæmi og fyrir- myndum bræðraflokkanna á hinum Norðurlöndunum, og eins og þeir, unnið á grundvelli lýð- ræðis og þingræðis að stórfeld- um umbótum án þess þó nokkru sinni að missa sjónar á loka- markinu: framkvæmd jafnað- arstefnunnar. Og hvað sem all- ir andstæðingar Alþýðuflokks- ins til allra hliða kunna að segja hefir hann frá byrjun til þessa dags fylgt starfsaðferðum og stefnu þeirri, er norrænir jafn- aðarmenn hafa markað og bar- ist fyrir, með hinum ágætasta árangri og stórfeídum áföngum á leiðinni að lokamarkinu. Á þessum grundvelli á Al- þýðuflokkurinn áfram að vinna, ósleitilega og markvist með auknu starfi og upplýsingu, hvaða blekkingar, árásir og töfratónar, sem látnir verða hljóma allt í kring um hann. Síðar koma þeir tímar, er Al- þýðuflokknum verður þökkuð tryggð hans við lýðræði, rétt- lætið og umbæturnar. Og marg- ir þeir; er hafa látið blekkjast og láta áfram blekkja sig til andblásturs og árása, fara að skilja og sjá, hver er rétta leið- in til áframhaldandi þróunar þjóðfélagsins og framkvæmda jafnaðarstefnunnar. Það er hin norræna leið lýðræðisins. Stefán Jóh. Stefánsson. nein áhrif á mjöltöpin. 6. Rannsókn á afurðunum leiddi í ljós, að óbundið „formalde- hyd“ frá ,,aquacide“-vökvan- um varð ekki eftir í olíunni. Aftur á móti vottaði fyrir þvý í mjölinu, án þess þó að rýra gæði ’þess. 7. Notkun ,,aquacide“ við bræðslu síldar veldur engum skemmdum á vinnsluvél'um, og lykt sú, er efninu fylgir, er ekki það mikil, að til óþæg- inda sé fyrir vélgæzlumenn.“ FlóttiBD frá Malakka skaga. Framh. af 5 s.íðu. til Singapore. Ég sat uppi alla nóttina ög hélt á tvíburunum báðum sofandi sitt á hvorum handlegg. Við komumst á á- fangastaðinn fimm tímum síð- ar, hungruð þreytt og óhrein. Okkur var ekið í almennings- vagni að stórúm skóla, þar dvöldust allir flóttamenn, sem komnir voru frá Penang og Kedah. Við vorum 300, þarna var bara eitt baðherbergi fyrir kvenfólk og börn, og beint and- spænis annað fyrir karlmenn og drengi. * Þarna var ég í fjóra daga. Loftvarnamerki voru gefin tvisvar og þrisvar á nóttu og við hlupum ofan, höfðúmst við undir stiganum og á öðrum stöð- um, sem okkur f annst líklegir til að hlífa éitthvað.' Við heyrðum til flugvélanna og sáum þær, því að tunglskin var. Við heyrð um sprengjurnar dynja og loks heyrðum við smelli á þakmu upp yfir okkur. „Það er verið að skjóta á húsið hérna!“ hróp- aði einhver. Svo heyrðust sprengjur falla fjær. „Guði sé lof, þeir eru komnir framhjá.“ Svo æpti einhver: „Sjáið eld- inn!“ Olíugeymsla stóð í ljós- um loga. Klukkan fjogur byrj- aði næsta loftárás, og þá var bálið f-yrst að deyja út. Síðan komst ég á annað flótta mannahæli. Það hafði áður ver- ið japanskt gistihús, er stjórnin hafði nú tekið í sínar hendur. Eftir ' tíu daga komst ég til Ástraliu. Enn var okkur sagt, að flóttinn væri ekki fyrirskip- aður og við urðum að borga fargjald. Við vorum átta í tví- menningsklefa, fimm börn og þrír fullorðnir. Aðrir. sem urðu að láta sér nægja dýnur uppi á þilfari. Föstudagur 24. júlí 1942. Við urðum að standa í hala- rófu til þess að ná í mat handa börnunum og urðum að mát- reiða sjálf. Skipið var herflutn- ingaskip og á því fáir matsvein- ar. Það var skítugt, dimmt; og loftræsting afleit. Á skipinu voru 2000 manns, börn æpandi og skælandi, taugaslappar mæð ur hrópandi, öllu ægði saman, en allir reyndu að gera sem bezt. Allir nöldruðu, en þó vissu allir, að meira var ekki hægt að gera. Eftir sprengjuregn og lift- árásir síðustu vikna þráðum við Ástralíu ■ eins og að komast í Paradís! HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. stöðulitlar íhaldssálir. í þessum bæjum hafa hinar raunverulegu umbætur Alþýðuflokksins haft svo bein áhrif á hagi hinnar vakandi og raunsæju alþýðu, að hún lætur alls ekki blekkjast. Þetta er öllum verkalýð íslands mikið íhugunar- og lærdómsefni. Þar, sem kommúnistar hafa verið stór flokkur og áberandi, þar var- ar fólk sig á þeim. Þar, sem Al- þýðuflokkurinn hefir verið stór -flokkur og ráðandi, þar fær ekkert haggað við því fylgi, er hann hefir. Þetta er hinn mikli munur, sá munur, sem raunveruleikinn sýn- ir.“ Þetta eru íhugunarverð orð, þó að næsta hart megi teljast, að þurfa að benda mönnum á staðreyndir, sem lengi hafa legið í augum uppi, svo sem hin algera kyrrstaða, sem kommún- istar hafa leitt yfir verkalýðs- hreyfingúna bæði á Akureyri og í Vestmannaeýjum, þar sem þeir urðu fyrir löngu miklu stærri flokkur en Alþýðuflokk- urinn. En úrslit síðustu kosn- inga sýna, að þess er engin van- þörf að benda mönnum jafnvel á hinar augljósustu og nærtæk- ustu afleiðingar af sundrungar- starfi kommúnista hér á landi. Hveragerði — Reykjavík Leiðbeiningar fyrir farþega, sem vilja ferðast með aukaferð okkar á sunnudagskvöldum: Allir, sem vilja ferðast úr Hveragerði með aukaferð okkar kl.. 9 síðdegis á sunnudög- um, verða að kaupa farseðla á sérleyfis- stöð okkar í Reykjavík. Eftirleiðis verða aðeins sendar bifreiðar eftir því fólki, sem keypt hefir farmiða samkvæmt ofanrituðu. ivmwt SérleyflsMtreiðaafgrelðsla Stofadðrs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.