Alþýðublaðið - 24.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.07.1942, Blaðsíða 8
s SAGA SÚ, sem hér fer á eft ir, gerðisi skömmu eftir 1600, að því er Árbækur Espó- líns herma: „í þcnn tíma var Björn Grímsson málari uppi. Hann hélt hálfa Ámessýslu nokkur sumur. Hann var undarligur í háttum. Bar það til um hans framferðir á þessum misserum . .. ., að hann var staddur að Hlíðarenda í Fljótshlíð, og gjörði þá snjóleysingu mikla; heimti hann hest sinn úr húsi ákafliga og bað um fylgdar- mann; lézt eiga nauðsynjaer- indi þann dag til Höllu systur sinnar austur í Skógum, og komst um kvöldið yfir Markar- fljót og vatnsföll, er mönnum sýndust ófær, í regni miklu og leysingu, og til Skóga. Bað hann Höllu systur sína að búa sér til rúm í kirkjunni og senda sér þangað vinnukonu hennar til gamans, kvað það vera örlög sín að geta þá son, og mundi verða prestur, ef hann væri getinn í helgum tstað. Og er eigi getið, að hann væri kenndur við konu eftir né áður. Gekk þetta frdm, og varð konan bamshafandi, og ól son. Sá hét Þorsteinn, og var prest- ur seinna, og undarlegur sem faðir hans.“ * SKJÓTA mun verða til fugls áður en fái. * SÍRA Árni Helgason í Görð- um var mikill lærdóms- maður og annálaður kennari. Kenndi hann m. a. Grími Thom- sen, og mat Grímur hann mik- ils. „Það var eitt sinn í samtali við Helga lektor Hálfdanarson, góðan vin sinn, að Grímur brá á glens og sagði, að ekki væri mikið orðið varið í að heyra þá predika hérna prestana núna; það væri af, sem áður var, þeg- ar aðrir eins menn og Árni bisk- up í Görðum hefðij verið uppi, þá hefði verið komandi % kirkju. En lektor svaraði því svo, að aldrei hefði síra Árni verið mik- ill prédikari, „en hann hafði gott lag á að troða í tossa eins og þig.“ Er ekki annars getið en að Grimi hafi líkað svarið.“ * SVO FLÝGUR FUGL HVER sem hann er fiðraður. * ÞEIM dugir ekki dagur, sem drekka fram á nótt. AU»T»UBLAfM0 ........... p- Ungfrú Pála hefði bezt gefað túikað tilfinningar sínar með því að blístra stutt og fyrir- litlega, en bún lét sér nægja að lyfta augabrúnunum. — Og hvað segir fólkið hérna í nágrenninu um þetta allt sam- an, frú Branderton, frú Ryle, Hancocks-íólkið og allir hinir? — Eðvarð Craddock hefir unnið sér álit allra nágrann- anna. Öllum fellur vel við hann og ber hlýjian, hug til hans. Hann er óspilltur maður og hefir ekkert breytzt. Og þótt mér þyki það ekki sérlega skemmtilegt að játa það fyrir yður ,að mér hefir skjátlazt, þá fullyrði ég, að hann er réttur maður á réttum stað. Það er atbjyglisvert hvað fólk virðir hann mikils nú þegar. Ég get fullvissað yður um það, að Berta getur óskað sjálfri sér til hamingju með slíkan mann, þeir eru sannarlega ekki á hverju strái. Ungfrú Pála brosti, henni létti þegar hún heyrði, að hún var ekki vitlausari en fólk var flest. — Þá halda sjálfsagt allir, að þau séu hamingjusÖm eins og turtildúfur? — Já, og það eru þau líka, hrópaði doktorinn; — og ann- að dettur yður sjálfsagt ekki í hug. Ungrú Pála taldi það ekki skyldu sína að leiðrétta villur náungans, og gat því vel þagað yfir vitneskju, sem hún hafði öðlazt. — Ég? svaraði hún. — Ég tek þann kostinn að fylgja . meirihlutanum að málum. Með því vinnur maður sér álit fyrir gáfur og vizku. —• Hvort hjónanna haldið þér að ráði meiru? spurði hún. — Maðurinn auðvitað, eins og vera ber, svaraði hann. — Haldið þér, að hann sé greiridari, eða hvað. — O, nú talið þér í kvenrétt- indatón, sagði doktorinn í ávít- unarróm. — Jæja, en ég hefi verið ,að brjóta heilann um það í tuttugu og fimm ár, hvort miðlungs- kvenmaðurinn sér meira fífl en miðlungskarlmaðurinn. — Og hver er niðurstaðan? — Satt að segja get ég ekki gert upp á milli. — Hum! muldraði doktor Ramsaý, — Og hvernig kemur þetta heim við Craddockshjón- in. — Engan veginn, ég held ekki að Berta sé neitt flón. — Það gæti hún varla verið þar sem hún er svo lánsöm að vera frænka yðar. — Svona nú, doktor, enga gullhamra, svaraði Pála bros- andi. Þau höfðu ná lokið göngu sirini í garðinum og komu heim undið húsið og sáu, að frú Ramsay var að kveðja Bertu í dagstofunni. — Segið mér nú í alvöru, ungfrú Pála, sagði doktorinn. — Eru þau ekki fullkomlega hamingjusöm? Það halda allir. — Allir hafa alltaf rétt fyr- ir sér, svaraði Pála. — Og hver er yðar skoð- un? — Drottinn minn, hvað þér eruð eftirgangssamur! Eg held, doktor Ramsay, að í augum Bertu sé bók lífsins öll rituð skrautlegum viðhafnarstöfum, en í augum Eðvarðs sé hún páruð stórum, einföldum stöf- um, eins og stílabók. Haldið þér, að það geri þeim ekki erf- iðara að lesa þá bók saman? XIII. Hásumarið var tími, sem Berta hafði alltaf hlakkað til. Og nú fór Eðvarð að kenna henni tennis. Á hinum löngu kvöldum, þeg ar Craddock hafði lokið dags- verkinu og farið í Jétt flónels- föt léku þau lengi saman. — Hann var hreykinn af leikni sinni og fannst það auðvitað hefta sig, að þurfa að leika við byrjanda, en var þó yfirleitt þolinmóður og vonaðist eftir að Bertu mundi fara svo mikið fram, að gaman yrði að Ieika með henni. Henni þótti ekki eins gam- an að þessari íþrótt og hún hafði búizt við, hún var erfið, íþróttin, og ekki auðlærð. En ei að síður þótti henni gaman af því, að maður hennar var með í leiknum. Henni þótti vænt um, þegar hann var að leiðrétta mistök hennar og sýna ■££ nýja BM BiíaNflsoéída (One night in the Tropics) Bráðskemmtileg mynd með fallegum söngvum. Aðalhlutverkin leika: Alian Jones Nancy Nelly Robert Cummings og skopleikararnir frægu ABKOT og COSTELLO Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. h. henni, hvernig hún ætti að slá knöttinn. Hún dáðist að því, hve hann var gæflyndur og þolinmóður. Og þegar allt kom til alls voru þetta skemmtileg kvöld, en yndislegast fannst henni þó að hvíla sig í hæg- indastólnum úti á grasflötinni að loknum leik og láta þreyt- una líða úr limum sínum og þvaðra við mann sinn. Pála frænka hafði verið Festudagur 24. júlí 1942. Ríde Again) N HOWABD ELLEN I>REW AKIM TAMIROFF v Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Framhaldssýning kl. SVé-öVé. HÚRRA CHARLIE! Skopmynd með Leon Errol. neydd til þess að lengja dvöl sína. Hún hafði sagst ætla að fara í vikulokin, en Eðvarð hafði tekið lykilinn að geymsl- unni, þar sem töskurnar henn- ar voru geymdar og neitaði að láta hann af hendi. : — Nei, sagði hann. — Eg get ekki ráðið því, hvenær fólk kemur, en ég get komið í veg fyrir, að þáð þjóti strax burtu. Á þessu heimili verða allir að TÖFRAMOLARNIR og settist upp. ,,En hver getur það verið? Eg hef ekki séð neinn hér í grenndinni, hefir þú séð nokkúrn, Hanna?“ ,,Nei,“ sagði Hanna. „Við skulum hlusta.“ Svo lögðu þau hlustirnar við — en allt í einu hætti raul- i.ð, og hvell rödd fór að syngja undarlegan söng. Þau heyrðu hvert orð greinilega. Það, sem þeim fannst skrýtnast, var, að söngurinn var allur um alls konar góðgæti, eins og brjóst- sykur, súkkulaði, steinsykur, sætabrauð og fleira þess hátt- ar. „Hvað er þetta?“ sagði Hanna hálfsmeyk. Þetta er skrýtinn söngur, Halli. Hver getur verið að syngja?“ „Þetta ærir upp í mér sult- inn,“ sagði Halli. „Það væri ekki amalegt, að fá góðan brjóstssykur núna, eða held- urðu það, Hanna?“ Við skulum fara og vita, hver er að syngja,“ sagði Hanna, forvitin. „Það getur vel verið, að það sé álfur.“ Þau þustu á fætur og hlupu í áttina til runna, sem var þar nálægt, því að þaðan heyrðist þeim söngurinn koma. Þar fóru þau að líta í kringum sig og sáu þá undarlega sjón. Bak við runnann, í fells- hlíðinni stóð sælgætisbúð. Ekkert hús stóð nálægt henni. Hún var skrýtin og fornfáleg. Gluggarnir voru eins og í elztu kofunum í þorpinu, þar sem börnin áttu heima. Litla búðin hallaðist til annarrar hliðar- innar eins og hún væri þreytt, og reykháfarnir voru allir skakkir og skældir. Lítill, feitur maður stóð fyrir dyrum úti, og það var hann, sem var að syngja þennan und- arlega söng. Hann var að því leyti frábrugðinn venjulegum mönnum, að hann var með litla vængi á bakinu. Hann var í rauðum kyrtli og þröngum, — brúnum buxum. Á höfðinu hafði hann strýturriyndaða húfu með lítilli silfurbjöllu á ■fllAXÍlft /t CAN'T PO ANVTrí/NG' tPX 1 PLUG HtM Ot? TH£ THAILEZ, THAT^ T G/HL'5 PONS FOH! WfSSSBsL HS’S SHOOTtNGAT . !SCOPCHY/T’LL... /FOUO/V M£§ANP TNS NSXT > OF THSSS MLL F/NP LOPG/NG /N sryotte l/ttle 'frienp > xwM ^H£N TONt'S OJN G0£5 OFP W TUÉ STSU&á-S WITH WIL0UR,TH£ R£-ECH0IN6 cfaumde through THE HIU-S IMXEF PR. OtiVtARTINÍ THlNK’A POSSE HAS SURROUNPEP HIW... OtðKS.&?' TO COMB OUT, HE SHIBLDS HIM56LF WlTH H!S PRI50N6RS, ANP PurmS L£6 IN THE CLB, 5TART5 TO PRIV6 CFf. m Dumartin hleypur upp í bfl- ian og ekur af staS með Lillí, en skiluí' íkn eftír. Ðumeurtin: Ef þið eltið mig, jdeal þetta fara I via yktear! Tóni: Hann er að sjtjót* á -WL Tóní: Eg get ekkért gert. Ef ég skýt hann, er úti um stúlk- Uba í bflwiw!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.