Alþýðublaðið - 26.07.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.07.1942, Blaðsíða 2
f ALÞY0UBUMMÐ Shaiurodagujf 2C. júlí 1942^ liálaar Biðrnsson i (ðrnm til Was- hington. Mœðir par solu ís- lenzkra afurda og fiaíiiimg nauðsynja hlngað. ÞEIR Hjálmar Björnsson og K. N. Lewis, fulltrúar am- eríkska landbúnaðarráðuneytis- ms, sem verið hafa hér á landi á vegum láns- og leigunefndar- innar, eru nýkomnir aftur til landsins úr stuttri ferð til Eng- lands. Þar áttu peir viðræður og gerðu samninga um sölu á ís- lenzkum afurðum til Englands samkvæmt láns- og leigulögun- ,um. Á leiðinni til Englands voru þeir félagar samferða þeim Mr. Gage og Mr. Anderson, sem einnig höfðu verið hér á veg- lim láns- og leigunefndarinnar. Áttu þeir í London viðræður við sendiherra íslands þar, Pét- ur. Benediktsson; enn fremur við brezka birgðamálaráðuneyt- ið og matvælaráðuneytið. Var þar gengið frá öllum samningum um sölu afurða ís- lands til Bretlands, að svo miklu leyti sem Bretum við- kemur. Hjálmar sagði við kom- una hingað, að Bretar hefðu við hann látið í ljós ánægju sína yfir því, hvernig afurðir íslend- (Frh. á 7. síðu.) Vestfirðingar bindast samtðknm nm virkjun Dpjanda i Arnarfirði. Fulltrúar úr öllum porpum vestra héldu fund um málið á ísafirði. Rannsókn verðnr hafin í næsta mánuði. —....' —... ■'^’ÍÐTÆK samtök hafa verið mynduð tíl að hrinda í ^ ~~ framkvæmd virkjun á Dynjandi-fossi í Arnar- firði. Hefir þetta mál verið í undirbúningi nokkurn tíma, og er gert ráð fyrir, að rannsókn á virkjun fossins fari fram í ágústmánuði. y Fréttaritari Alþýðublaðsins á ísafirði símaði blaðinu um þetta mál í gærkveldi eftirfar- andi: Nú í vikunni var haldinn fundur hér á ísafirði til að ræða um virkjun Dynjanda í Arnar- firði fyrir þorpin hér á Vest- fjörðum. Fundinn sóttu íulltrúar frá hreppsnefndum eftirtalinna þorpa: Patreksfirði, Bíldudal, Þingeyri, Suðureyri, Flateyri, Bolungavík, Súðavík, Hnífsdal og fulltrúar frá bæjarstjórn og rafveitustjórn ísafjarðar. Málið var mikið rætt á fund- inum og var samþykkt í einu hljóði að fela þriggja manna nefnd að láta fara fram verk- fræðilega rannsókn á virkjun L. v. á „Reykjanes" sðkk 1 — 2 mlnátum. Var þá 2 sjómilur út af Tjörnesi með 1000 mál í lestiuni. Menn bjorguðnst émelddir. ....— ♦' ----- LÍNUVIÐARINN „REYKJANES“ sökk skyndilega í fyrradag klukkan rúmlega 3, þar sem hann var að síld- veiðum um 2 sjómflur út af Tjömesi. Á skipinu munu hafa verið 18 menn, og björguðust þeir allir um borð í línuveiðarann „Ólaf Bjarnason“ frá Akranesi, sem var einnig að veiðum skammt þar frá, sem „Reykjanesið“ var, er það sökk. útum — og gátum við bjargað af dóti okkar. Fréttaritari Alþýðublaðsins á Akureyri hafði í gærmorgun tal af skipstjóranum á „Reykjanes- inu“, Ragnari Þorsteinssyni, en þá var hann alveg nýkominn til Hjalteyrar, ásamt skipshöfn sinni, en þangað flutti „Ólafur Bjarnason“ alla skipbrotsmenn- ina. Skýrði skipstjórinn svo frá: „Við voru mum það bil tvær sjómílur undan Tjömesi klukk- an rúmlega þrjú á föstudaginn. Við höfðum fyllt lqstarnar af góðri síld og vorum með, fulla nót við súðina. Vorum við að háfa aflann á þilfar skipsins. Skipið hallaðist nokkuð. Allt í einu fengum við á okkur all- mikinn sjó, nótin brast og skip- ið veltist um. Sáum við, sem vorum nær allir um borð, að hverju dró ög flýttum okkur í bátana, sem voru við skipshlið- jna. Mátti það ekki seinna vera, því að skipið sökk á 1—2 mín- engu Línuveiðarinn „Ólafur Bjarna son“ var að veiðum hinum meg- in við okkar nót -— og brugðu skipsmenn hans tafarlaust við okkur til hjálpar. Tóku þeir okkur um borð og fluttu okkur hingað til Hjalteyrar kl. 10 í morgun. Enginn okkar meidd- ist við þettá slys. Ég býst ekki við að sjópróf verði haldin fyrr en við komum heim til Reykja- víkur.“ . Þannig sagðist skipstjóranum frá. „Reykjanesið“ var járnskip, byggt 1922 og hét þá „Venus“. í fyrra fóru fram gagngerðar viðgerðir á því og var þá meðal annars sett í það Dieselvél. Skipið var 103 brúttó-smálestir að stærð. Eigandi „Reykjaness“ var Pétur Ó. Johnsen. fossins svo og að gera kostnað- aráætlun um virkjunina. Var á- kveðið að hreppsfélögin öll, svo og ísafjarðarbær, bæru sameig- inlegan kostnað af öllum undir- búningi þessa máls í hlutfalli við íbúatölur. Jafnframt var nefndinni falið að gera tillögur um skipulag væntanlegs félags- skapar um virkjunina. Hér er um stórkostlegt hagsmuna- og framfaramál allra Vestfirðinga að ræða, sem getur haft gífur- lega þýðingu fyrir íbúa þorp- anna, menningu þeirra og at- vinnua'fkomu. Þingmaður Vest- ur-ísfirðinga, Ásgeir Ásgeirs- son, hefir undanfarið unnið mjög að þessu máli. Alþýðublaðið hafði í gær tal af Höskuldi Baldvinssyni raf- magnsfræðingi í Rafmagnseft- irliti ríkisins. Sagði Höskuldur, að ákveðið væri að rannsóknir yrðu hafnar á virkjun Dynj- anda í næsta mánuði — og yrði þeim rannsóknum hraðað. Það er/ langt síðan um það var rætt að Dynjandi yrði virkjað- ur. Félagsskapur fékk erlenda verkfræðinga til að rannsaka alla möguleika fyrir 20—-25 ár- um, en niðurstöður þeirra rann- sókna eru ekki fyrir hendi hér, þar sem' það voru aðallega út- lendir menn, sem að þessu stóðu. Maður slasast á Hverfisgötu. Varð fyrlr blfrelð, semvarekið aftnr á bak út á gotnna. I GÆR kl. 11% frir hádegi GÆR kl. 11 y2 fyrir hádegi stæði Sveins og Geira á Hverfis- götu 78. Guðjón Þórarinsson, Rauðar árstíg 13, var á reiðhjóli.úd n götunni, en í sömu svifum var bifreið ekið ai'tur á þak út á gctuna frá bifreioaverkstæðinu. Guðjón Þórarinsson kastaðist af reiðhjólinu og lenti í grjobi á götunni. Sprakk herðablað hans hægra megin. Guðjón var fluttur í Lands-. spítalann og var þar gert að sár- um hans, en síðan var hann fluttur heim til sín. fiöiDm lokað vegna kveðjnatbafnar brezka sendiherrans V E G N A kveðjuathafnar brezka sendiherrans, Mr. Howard Smith, verður eftirfar- andi götum lokað: Hringbraut milli NjálsgÖtu og Laugavegar frá kl. 3,15 til kl. 4 e. h„ Laugavegi frá Hring- braut að Bankast^jæti, Banka- stræti að Kalkofnsvegi, Kalk- ofnsvegi og Faxagötu frá kl. 4 til 4,20. Vasabðkin er kom- in framl Tekst iðgregliumi að hafa upp á biIaÐlófunum? — . . ST MAfHJRINN, sem fann vasa bókina f yrir framan húsiS Becrgþórugata 17 morguninn eft- ir að bílhúm var stolið og hann skilinn eftir við þetta hús, kom með bókina til rannsóknarlög- reglunnar strax og hann hafði séð greinina hér í blaðinu. Lögreglan hefir því bókina undir höndum —- og mim hún gera sér góðar vonir um að henni takist að hafa uppi á bíla- þjófunum. Það eru oftast nær taldar nokkrar málsbætur, ef menn, sem brjóta eitthvað af sér, gefa sig sjálfir fram. Ættu þeir, sem hér voru að valdir, að gera þaðf áður en lögreglan sækir þá heim. Hanðknattleiksmót Ármanns heldur áfram í kvöld á íþrótta- vellinum og hefst klukkan 8. Er- það önnur umferð og keppa f.R. og Valur og Ármann og Víkingur.. Síra Garðar Svavarsson biður þess getið, að harm muni ekki verða til viðtals naestu 2—3 vikumar, vegna sumarleyfis. Útreikningnr nppbótafilgigsæta, Gnnnar Thoroddsen, en ekki Pétur Hannesson varð 11. tandkjðrinn. — -■» " —■- Landkjörstjórnin hélt fund í gær. ALuÞÝÐUFLOKKURINN fékk eitt uppbótarþingsætý Kommúnistaflokkurinn fjögur og Sjálfstæðisflokkur- inn sex. i Gurxnar Thoroddsen varð sjötti uppbótarþingmaður Sjálfstæðisflokksins, en ekki Pétur Hannesson, eins og þó hafði verið gert ráð fyrir. Munaði 1/10 úr atkvæði á þeim. Landkjörstjórn kom saman í gærmorgun hér í bsSnum til að reikna út og úthluta uppbótar- sætum til flokkanna. Samkvæmt yfirliti, sem land- kjörstjórn lét blaðinu í té, voru alls greidd 58 131 gild atkvæði á öllu landinu. Atkvæðin féllu þannig á flokkana: Alþýðuflokkurinn 8979 atkv. Framsóknarfl. 16033 — Kórrimúnistafl. 9423 — Sjálfstæðisfl. 22975 — Þjóðveldismenn 618 — Frjalsl. vinstrimenn 103 — Kjördæmakcsna þingmenn fengu ílokkarnir eihs og hér segir: Alþýðuflokkurinn 5, rramsóknarflokkurinn 20, kom- múnistaflokkurinn 2 og Sjálf- stæðisf lokkurinn 11. Samkvæmt þessu höfðu flokk arnir atkvæði að baki hverjum þingmanní eins og hér segir : Alþýðufl. 1795 4/5 atkv. Framsóknarfl. 801 13/20 — Kommúnistafl. 4711%. — Sjálfstæðisfl. 2088 7/11 — Álþýðuflokkurinn fékk einn landkjörinn þingmann, Sigur- jón Á. Ólafsson, og er hann 9. lándkjörinn. Varamaður hans er Barði Guðmundsson þjóð- skjalávörður. Framsóknarflokkurinn fékk engán landkjörinn. Kommúnistar fengu fjóra landkjörna. Sigfús Sigurhjart- arson (1. landkj.). ísleifur Högnason (2. landkj.). Áki Jak- obsson (4. landkj.). Steingrímur Aðalsteinsson (7. landkj.). Vara menn kommúnista eru og í þess- ari röð: Ludvík Jósefsson, Sig- urður Thoroddsen, Kristinn Andrésson og Árni Ágústsson. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex landkjörna: Sigurð Krist- iáncson (3. iandkj.). Garðar t'Þorsteinsson (6. landkj.). Gísli Sveinsson (8. landkj.). Eiríkur Einarsson (10. landkj.) og Gunnar Thoroddsen (11. land- kjörinn). Flestir höfðu talið að Pétur Hannesson, frambjóðandi flokksins í Skagafirði, yrði upp- bótarþingmaður fyrir ilokkinn. Á hlutfallstölu bafði hann töl- una 37,5%) en Gunnar Thor- oddsen varð hærri með töluna 37,6'/í . Varamenn Sjálfstæðismann- anna eru og í þessari röð: Pétur Hannesson, Þorleifur Jónsson, Árni Jónsson frá Múla, Friðrik Þórðarson, Björn Björnsson og Guðbrandur ísberg. Flokkaskipunin á alþingi verður því þannig: Alþýðuflokkurinn Framsóknarfl. fFrh. 6 þingm. 20 _ á 7. sfðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.