Alþýðublaðið - 30.07.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.07.1942, Blaðsíða 6
ALÞÝmjBLAÐIÐ Sprenging. Það bar við fyrir nokkru í Ástralíu( þegar ameríkskir her- menn voru það að heræfingum, að mikil sprenging varð í bát einum, sem var í þann veginn að fara yfir á. Myndin sýnir mennina kastast í loft upp, en þeir meiddust eftir að- i stæðum mjög lítið. Báturinn sprakk í spón. Jón Guðmundsson, Keflavík. Um blfrelðarslysið mllli Garðs og Lelru 15. þ.m. ............. ♦ ■ ■ Bifreiðin var stórgolluð og bifreiðar- stjórinn hafði ekki réttindi. 6 Borgir stríðsins. STRÍÐIÐ hefir mörgu breytt, snúið ýmsu við frá því sem var á friðartímum. Borgir, sem áður voru lítt þekktar, hafa komið fram á sjónar- sviðið og aðrar hafa horfið svo að segja í gleymsku. Sum ar hafa aukizt stórkostlega að íbúatölu og mikilvægi, svo að þær verða vart taldar sömu borgir og þær voru fyr- ir stríð. SLÍKAR BORGIR eru margar í heiminum nú á dögum. Við skulum byrja á Lassabon, höfuðborg Portúgal. Spánn er í rústum, svo að borgin er vesturhlið meginlandsins. — Þar mætast njósnarar Breta og Þjóðverja, þar koma flótta- menn hvaðanæva og þar er mikið af auðugum, heimilis- lausum flækingum. Það er ekki hægt að fá herbergi í gistihúsi, þótt gull og gim- steinar séu í boði. Portúgal, eina landið á meginlandinu, sem hefir stöðugar sam- göngur við Ameríku, græðir á tá og fingri, sennilega meira en nokkur önnur þjóð, að ís- lendingum undan'skildum. TÖKUM AÐRA BORG. Til dæmis Seattle á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna. Þar er ein af miðstöðvum amer- íkska flugvélaiðnaðarins og íbúatala borgarinnar hefir aukizt úr 350 000 í 500 000 á hálfu ári. Verkamennimir ganga um göturnar með kaup ið sitt í umslagi í vasanum. Ef þeir nenna ekki að troð- ast, komast þeir ekki í kvik- myndahús, í veitingahús, ekki til söngleika og flestar munaðarvörur fást ekki leng- ur. NÆSTA BORG er New Delhi, höfuðborg Indlands. Þar ganga dökkir indverskir stjórnmálamenn um með hvítar skikkj ur um öxl, þar ganga enskir og ameríkskir herforingjar með gylta borða og stjörnur, þar eru vellauð- ugir indverskir prinsar með túrbana á höfðinu og gim- steina um hálsinn. Þar koma verkfræðingar, sendimenn, sérfræðingar fyá London og Washington, þar er Wavell, herforinginn með gleraugað. Ferðamenn geta ekki fengið herbergi í gistihúsum. Þeir sofa í tjöldum í forgörðum þeirra. REYKJAVÍK ER NÆST. Þar spígspora nýfermdir drengir um göturnar, japlandi am- eríkst tyggigúmmí, með barðastóra hatta og spýta á eftir heiðarlegu fólki. Þeir eiga troðin veski af rauðum seðlum, það er kaupið fyrir síðasta mánuð, sennilega horfið eftir viku. Þar, sem áður óku fjórir til fimm bíl- ar á dag eftir götu, aka nú fjörutíu til fimmtíu. Áður var ein sýning á dag í kvik- myndahúsunum, nú eru þær fjórar og alltaf fullt hús. Einkasalan fær 150 bifreiðar.' Umsækjendurnir eru 1200! ÓTT ég fái að líkindum úr máli þessu skorið hjá sakadómara, langar mig til að láta almenning vita um or- sök hins hörmulega og víta- verða slyss, er átti sér stað, er bifreið frá Steindóri ók út af veg inum milli Garðs og Leiru laug- ardaginn 15. júlí síðastliðinn. Kona mín var í þessari bifreið með tvö börn okkar. Konan slasaðist mikið og stórhættu- lega, þannig, að ekki varð annað séð, en að hún mundi missa annan fótinn og verða örkumla alla ævi, en böm okkar sluppu með minni háttar áverka. Ann- ars slösuðust þarna meira og minna ellefu eða tólf manns og sumir hættulega, þó að enginn ÖNNUR HÖFUÐBORG, Was- hington. Þar er enginn iðnað- ur, engin stórverzlun. Borgin er aðeins byggð fyrir stjórii- ina og það, sem henni er þörf á. íbúunum fjölgar, hús- næði vantar. Menn sofa þrír og fjórir í hverju herbergi, og forstjórar sitja undir skrifstofustúlkunum, til þess að spara skrifstofurúm. ÞANNIG ER ÞAÐ um allan heim. Stríð er stríð! yrði fyrir jafn hroðalegum á- verka og kona mín. Ég hefi nú átt tal við flesta þá, er í bifreið þessari voru frá því hún fór úr Reykjavík og þar til hún valt um. Öllum ber sam- an um, að bifreiðin hafi verið í svo lélegu ásigkomulagi, að ekkert vit hafi verið að senda hana í svona ferðalag, enda kom það í ljós á leiðinni til Keflavíkur, að tvisvar stanzaði bifreiðin. í annað sinn varð að ýta henni til þess að hún feng- ist í gang; í hitt sinnið varð að láta annan bíl draga hana í gang, og sýnir það bezt í hvaða ásigkomulagi vél bifreiðarinnar hefir verið; enda höfðu farþegar það á orði við bifreiðarstjórann, að það mætti mikið vera, ef hann kæmi öllum heim til sín. Reynslan varð nú sú, er öllum er kunn. Það er ekki svo, að þetta hafi verið eina bifreið Steindórs, er í ólagi var á þessari leið eða þennan dag, því að önnur var á sömu leið og losnaði undan henni eitt hjólið á leiðinni til Keflavíkur, en fyrir eftirtekt bílstjórans, sem líklega getur borið það nafn, tókst að stöðva bílinn áður en slys yrði af, eða áður en hjólið varð alveg laust við bifreiðina. Eftir þessu voru <■ j aðrir hlutar bifreiðanna og þó ^ sérstaklega þeirrar, er valt um S koll eða var velt um koll, eins j og flestum dettur í hug að álíta, sem voru í bifreiðinni, svo og þeirn, sem slysstaðinn hafa séð. Því að þar, sem bifreiðin valt, er vegurinn að heita má jafnslétt- ur holtinu, er hann liggur á, eða um 25—30 cm. hæst vegarbrún- in og er smágrýtt urðarholt fyrir utan veginn. Hefði því verið vandalaust og hægðarleik- ur að láta bifreiðina renna út í móann, þar sem sýnilegt er, að bæði hjól bifreiðarinnar hafa verið búin að renna fyrir utan vegbrún, áður en veltan varð, um 30 metra leið. Menn munu nú segja: Er þetta Steindórs sök? Af hverju spyr maðurinn svona? Sennilega hefir bifreiðin ver- ið í skoðunarfæru standi. Um það skal ég ekki dæma eða upp lýsa hér. Það getur bílaeftirlit- ið. Hitt er svo annað mál, að bíl- stjóri sá, er ók bifreiðinni, hefir engin réttindi til þess. Lögreglan í Keflavík hefir tjáð mér, að við réttarrannsókn þar, sem bíl- stjórinn helzt ekki taldi nauð- synlega, hafi hann lagt fram ökuskirteini fyrir hinu minna bifreiðarprófi eða skírteini til að stýra vörubifreið, þó eftir að hafa neitað fyrst að hafa skír- teinið á sér. Sjá nú allir, hversu harðsnúinn „bílakóngur“ Stein- dór er, að senda í sérleyfisferða- lag tuttugu og tveggja manna bifreið í því versta ástandi, sem hugsast getur um sérleyfisbif- reiðar. Og svo að bæta gráu of- an á svart með því að láta rétt- indalausan mann stýrá bifreið- inni. Því að ég tel það engan vafa, að Steindór hafi vitað, að maðurinn var réttindalaus, enda hefir mér verið tjáð, að maður þessi hafi verið búinn að aka fleiri ferðir en þessa og hafi ný- lega verið kominn úr langferð á öðrum bíl; en um það er mér samt ókunnugt, annað en það, sem mér er sagt. Hitt er svo annað mál, að maður þessi, er bifreiðinni stýrði, er að allra dómi, er hann þekkja, hinn mesti glanni og klaufi, enda kemur það bezt í ljós á orðum þeim, er hann hafði við mann, er hitti hann fyrstur, strax að afstöðnu slysinu, er þeir töluðu um tildrög þess: „Blessaður vertu! .Það kom fát á mig!“ Enda sýnir framkoma hans það við þá, er-ekki urðu fyrir slysi, að það var ekki verið að hugsa um líðan þeirra né velferð; til dæmis varð starfsstúlka sú, er hjá okkur hjónunum er, og var í bílnum, er slysið vildi til, að sitja í tvo tíma úti í móa með dóttur okkar, sjö mánaða gamla, í rigningu og kalsa veðri, og hefði orðið að sitja máske allan daginn, ef ekki hefðu hjón úr Keflavík sent henni bíl, er þau fréttu, hvernig komið var. Bíl- stjórinn þurfti fyrst að hugsa um að rétta bílinn við og aka honum til baka, áður en hugs- að var um að koma farþegum, sem ekki meiddu.^ „ heim, og voru þó nógir bílar til staðar í Garði, steinsnar frá. Keflvíkingar og Suðurnesja- menn! Ég béini orðum mínum að endingu til yðar.Er það ekki skilyrðislaus krafa ykkar, að sérleyfishafar hafi bíla og bíl- Fimmíudagur 30. júli 1942. IHtOtfiLttlWWJR ARNI JÖNSSON. IUJUAHII.J Bæjarbúar! Sendið mér fatnað yðar þeg- ar þér þurfið að láta pressa eða kemiskthreinsa. Reynið viðskiptin. Fatapressnn P. W Biering Smiðjustíg 12. í Nýkotnið: Kven-náttfÖt — -náttkjólar — -undirföt HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. fjörleg skráma í hnakkanum. Hins vegar var maðurinn órór og hafði orðið fyrir vægu taugaáfalli." „ÞAR SEM SJÚKLINGURINN þurfti ekki sérstakrar slysahjálpar við og læknirinn taldi harrn vel flutningsfæran á annað sjúkrahús, var ákveðið, að hann skyldi fluttur á ameríkska spítalann. Sétuliðið hefir líka óskað þess við Lands- spítlann, að hermenn væri ekki teknir þar inn, néma brýna nauð- syn bæri til. Manninum var gefið morfín, og svo fluttur á Laugarnes- spítala, þar sem her Bandaríkj- anna hefir sjúklinga sína.“ stjóra í því fyllsta standi, sem hægt er? Eða viljið þið bíða þangað til þetta endurtekur sig? Nei. Eg veit, að ég tala fyrir munn ykkar flestra, þegar ég segi: Við viljum, að sérleyfis- ferðirnar verði teknar af Stein- dóri og við krefjumst þess. Því þó svo að ekki hafi orðið slys vegna lélegra farartækja hans fyrr, þá er það sérstök heppni, því yfirleitt hafa bílar hans ver- ið svo lélegir, að til slíks hefði oft mátt ætlast, sérstaklega á bílum þeim, er hádegisferðina hafa haft. Stöndum nú saman, krefjumst nýs sérleyfishafa og betri bíla, bíla, sem fara á rétt- um farartíma og manns, er sér- leyfisferðirnar hefir, sem ekki er dóni og kemur fram eins og farþegarnir séu hundar, en ekki menn. Að endingu þetta: Ég ætla mér ekkí að fara út í blaðadeil- ur við Steindór Einarsson. Til þess hefi ég hvorki tíma né þekkingu, heldur vildi ég með grein þessari vekja eftirtekt manna á því, sem akeði og skeð getur, ef það gæti dregið úr slysahættu. Jón Guðmtmdsson. p. t. Reykjavík, 27. júlí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.