Alþýðublaðið - 30.07.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.07.1942, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ GiíMbríiðkaup í dag. Pálína M. Sigurðardóttir og Guðmundur T. Eggertsson. „Freiaa - fiskf ars. Frá og með deginum í dag verður daglega nýlagað f isk- fars á boðstólum í eftirtölduin verzlunum: Baldur, Famnesvegi 29. Blanda, Bergstaðastræti 15. Drífandi, Laufásvegi 58. Drífandi, Kaplaskjólsvegi 1. Goðaland, Bjargarstíg 16. Guðjón Guðmundsson, Kárastíg 1. Jóhannes Jóhannesson, Grundarstíg 2. Kiddabúð, Bergstaðastræti 48. Kron, Skólavörðustíg 12. Kron, Vesturgötu 16. Kjötbúð Sólvalla, Sólvallagötu 9. Matardeildin, Hafnarstræti 5. Kjötbúðin^ Skólavörðustíg 22. Runólfur ívarsson, Vesturgötu 52. Sigurbjörg Einarsdóttir, Laugarnesvegi 50. Tómas Jónsson, Laugavegi 2. Tómas Jónsson, Laugavegi 32. Tómas Jónsson, Bræðraborgarstíg 16. Vitinn, Mánagötu 18. Von, Laugavegi 55. Húsmæður! Athugið/að „Freia“-fiskfars er eins vandað að samsetningu og hægt er. — „Freia“-fiskfars er hollur og ódýr matur. — Utsvðr - Dráttarvextir Minn 1. ágúst falla DRÁTTARVEXTI5& á FYRSTA HlDTá (*/5) útsvara tll bæjar" sjéðs Reykjavikur árið 1942. Athygli ATVIWNUREKENÐA og annara, sem ekki greiða útsvorin af* kanpi, er sérstaklega vakin á pessn. Skrifstofa borgarstjóra. Lðgtak Eftir kröfu Sjóvátryggingarfélags íslands h. f. og að undangengnum úrskurði, verða öll ógreidd brunabóta- gj.öld, sem féllu í gjalddaga 1. apríl s. 1., ásamt dráttar- vöxtum, svo og virðingarkostnaður, tekin lögtaki að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 28. júlí 1942. Björn Þórðarson. Auglýsið í Alþýðublaðinu. Fimmtttdagnr 30. júli 1942. \ Bærinn í dag.; Næturlæknir er í*órarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Reykjavikur- Apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25' Hljómplötur: Söngdansar. 20.00 Fréttir. 21.10 Upplestur: Þáttur úr leik- ritinu Pála, eftir Sigurð Eggerz (Höf. les.). 20.30 Minnisverð tíðindi (Bjöm Franzson). 20.50 Útvarpshljómsveitin: a) Johs. S. Svendsen: Fest-Po- lonaise. b) Sinding: Vals í G-dúr. c) Johs. S. Svend- sen: Romance. 21.25 Hljómplötur: Andleg tón- list. 21.50 Fréttir. — Dagskrérlok. Viðgerð á húsi Menntaskólans mun verða hafin einhvern næstu daga, og mun Guðjón Samúelsson húsa- meistari ríkisins hafa umsjón með verkinu. Búizt er við, að við gerðinni verði lokið svo snemma að hægt verði að byrja skólann á venjulegum tíma. Dráttarvextir af útsvörum. Fyrsti hluti (fimmtungur eða sjöttungur) af útsvörum þessa árs féll í gjalddaga 1. júni s.l. Þeir, sem eigi hafa greitt iþenna útsvars hluta fyrir 1. ágúst n.k. verða að greiða dráttarvexti af honum. Félag íslendinga í Kaupmanna- höfn hefir nýlega haldið samkomu þar. Flutti Steingrímur læknir Matthíasson þar erindi, Stefano Islandi söng nokkur lög, en Sess- elja Stefánsdóttir lék á flygel. Saga Kaupfélags Þingeyinga heitir nýútkomið rit eftir Jón Gauta Pétursson á Gautlöndum. Er bókin gefin út í tilefni af af- mæli Kaupfélagsins. " Margar myndir eru í ritinu af forvígis- mönnum félagsins ög starfsmönn- um þess og fremst í því er lit- mynd af Húsavík. Lárus Pálsson leikari las upp í fyrrakvöld í samkomuhúsinu á Akureyri úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stef- ánsson. Aðsókn var ágæt og var listamanninum prýðilega tekið. „Fákor“ efnir fil kappreiða 19. ágnsf H5STAMANNAFÉLAGIÐ „FÁKUR“ efnir til kapp- reiða á Skeiðvelliniun 19. ágnst næstkomandi, ef nægileg þátt- taka fæst. Þátttökima verður að tilkynna til Gunnars Bjarna sonar hrossaræktarráðimauts fyrir 11. ágúst. En sunnudaginn 9. ágúst efn ir félagið til skemmtiferðar í tilefni af 20 ára afmæli sínu og verður lagt af stað frá Skeiðvellinum við Elliðaár kl. 11 árd. Er í ráði að fara um Grafar- holtsheiði að Hafravatni. Það- an verður farið austan Elliða- vatns að Heiðmörk og heim- leiðis fyrir sunnan Vatnsenda- hæð. — Félagslíf. — Knattspycnufélagið Víkingur. Æfing í kvöld kl. 9 hjá 3. og 4. flokki. ANN 30. júlí 1892 voru þau Guðmundur Eggertsson og Pálína Sigurðardóttir gefin sam- an í 'hjónaband að Miðgörðum í Kolbeinsstaðahreppi. Þau eiga því í dag 50 ára hjúskaparaf- mæli. Þetta afmæli má teljast fremur fágætt, enda hefir það hlotið nafnið „gullbijúðkaup“. En til gullsins er oft jafnað um það, er dýrmætast þykir. Guðm. var sonur Eggerts Eggertssónar bónda í Miðgörð- um og konu hans Þorbjargar Kjartansd. Pálína var dóttir Sigurðar hreppstjóra Brands- sonar 1 Tröð og konu hans, Val- gerðar ljósmóður Pálsdóttur. Þau Guðmundur voru fyrsta árið í Miðgörðum, en reistu bú 1893 að Haukatungu. Þar bjuggu þau í- 12 ár. Árið 1905 fluttu þau að Tröð og bjuggu þar til ársins 1920, er þau brugðu búi og fluttu hingað til Reykjavíkur. Síðan hafa þau búið í húsi sonar síns á Freyju- götu 10. Þau Guðmundur og Pálína tilheyra þeirri kynslóð, sem segja má um að opnað hafi dyrnar fyrir nýrri öld. Öld, sem þrátt fyrir marga annmarka og ósigra hefir fært okkur bætt lífskjör og bjartari útsýn, fleiri starfssvið og frjálsara val verk- efna. Það er oft látið.í ljós, að þjóðin hafi sofið fast og verið lengi að vakna. En þegar sá 1 tími kemur, að síðari hluti 19. aldar heyri sögunni til, þætti mér líklegra að orð yrði gert á því, að 'þjóðin hafi verið fljót að vakna. Óþolinmóðir áhuga- menn gleyma þvi oft, að manns- ævin'er stutt í sögu þjóðanna. Það er vandi að gera sér ljósa grein fyrir erfiðleikum þeim, sem hamskipti hins nýja og gamla tíma sköpuðu. Víst er það, að fólk, sem nú er áttrætt, hefir unnið stórvirki. Búskapur þeirra Guðmundar og Pálínu gekk líka vel. Þau hafa víst aldrei sett sér það mark, að verða rík að fjármunum. En heimili þeirra náði öðru og æðra marki. Það varð orðlagt fyrir gestrisni; rausn og hjálpfýsi. Pálína lærði ljósmóðurstörf á ungum aldri og var ljósmóðir í Kolbeinsstaðahreppi frá árinu 1883 og til þess tíma, er hún flutti burtu, eða í 37 ár. Fyrir það starf varð hún afar vinsæl. Þvi auk þess sem henni tókst það hamingjusamlega, fékk hennar gjöfula hjarta og frá- bæra starfsorka að njóta sín í enn ríkara mæli. Á bammörg- um heimilum var erfið aðstaða ljósmóður. Á slíkum heimilum varð Pálína oft að taka að sér stjórn og störf, og ef eitthvað vantaði, var svo sem ekki mikill vandi að bæta úr þ.ví. Þá séndi hún bara heim til sín, og sendi- maðurinn kom með það; sem vantaði. Ekki þurfti þiggjand- inn heldur að hafa áhyggjur vegna kostnaðar slíkra hluta. Hún gat alltaf komið því svo fyrir, að þetta kostaoi sig ekk- ert; svo var það útrætt. Það var líka æði oft leitað til ljósmóð- urinnar sem læknis. Fram yfir aldamót var sveitafólk ekki að þjóta eina dagleið eða meira fyrir neina smámuni til læknis. Þegax ég, átta ára gamall, hjó í sundur nefið á mér niður í kinnar, _ þá skeyttu þær móðir mín það saman aftur, og það er ekkert verra nef eftir en áður. Og iþegar Eggert sonur hennar gekk úr axlarlið, þá fullþroska maður; var ekki læknir sóttur, heldur Pálína, hefi ég ekki séð rösklegri læknisaðgerð. Er mér kunnugt, að sá liður hefir ekki bilað síðan. Fyrir sína frábæru, móður- legu umhyggju fyrir öllum sem aðstoðar þurftu varð Pálína af- ar vinsæl. Það gleymdist held- ur ekki, að allar gjafirnar og öll rausnin hefir kostað mikið. Og sá kostnaður hlaut að hvíla að miklum hluta á herðum Guðmundar. Vegna starfs hús- freyjunnar útávið, hlaut það auðvitað að koma meira í henn- ar hlut að miðla gjöfum og góðum verkum, en við, sem bezt þekkjum, vitum, að ekki stóð á húsbóndanum að leggja þar sinn hlut til. Enda fundu það allir, sem nutu gestrisni þeirra, að höfðingslund og hjálpfýsi var þar öllu ráðandi. En bezt kom ljúflyndi þeirra í ljós meðal barna, því svo voru öll börn, er þeim voru samtíða, elsk að þeim, að fádæmi mun vera. Guðmundur er enn við góða heilsu, svo góða, að hann geng- ur til allra verka .og er mörg- um drýgri sem yngri eru. En Pálínu hefir nú nokkuð förlað í seinni tíð. Má það þó ekki merkja í skapi hennar, því að hún er jafn glöð og gamansöm sem fyr, og lætur sig miklu skipta alla hina mörgu vanda- menn sína og vini. Er því þeim hjónum bezt gert sem fyr, að heimsækja þau sem tíðast. Munu þau og fá margar heim- sóknir og heillaóskir á þessum merkilega heiðursdegi. Una þau nú vel hag sínum umvaf- in kærleika barna sinna, eru þau fjögur, öll hér í Reykjavík, Sigurður starfsmaður í Vinnu- miðlunarskifstofunni, Eggert, verkamaður hjá Reykjavíkur- höfn; Valgerður, kennari við Austurbæjarskólann og Ólafur Gísli tollvörður. B. K. SUNDHÖLLIN Frh. af 2. síðu. Mesta aðsókn á einum degi var 4. apríl síðastliðinn. Þá sóttu Sundhöllina samtals 1375 gestir. Er það met á ein- um degi, því að mesta aðsókn á einum degi hafði áður verið 1330. Mætið allir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.