Alþýðublaðið - 31.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.07.1942, Blaðsíða 3
ýöstudagur 31. júlf 1942. ALt»ÝÐUBLAÐIÐ 3 ÞJéðverjar herða sóknlna tíft Stalftngrad, en Breíar árás gera mikla loft á Saarbrnckeo. Þjéðverjar segfast rfúVa járnbrant isaa trá Kanbasns tll Stallngrad. Tilkynna fall Proleterskaja við brautina. ÞJÓÐVERJAR aiíka nú sókn sína til Stalingrad um all- an helmmg og er það bersýnilegt, að þeim er áhuga- mál að ná þeirri borg á sitt vald áður en þeir sækja lengra suður, í Kaukasus. Vörn Róssa er á þessum slóðum haruari en nokkru sinni síðan sókn Þjóðverja hófst, og virðast þeir hafa haldið velli í krikanum á Don, og þýzku hersveitimar ekki hafa komizt að ánni á nokkrum stað. Sagði frá því í fréttum frá Moskva í gærkvöldi, að Þjóðverjar hefðu á ein- um stað brotizí til fljótsins, en innan skamms verið hraktir óðar aftur eftir öflugt gagnáhlaup Rússa. Neðar við Don saekja Þjóðverjar enn fram og tilkynna, að þeir hafi rofið járnbrautina til Stalingrad frá Kaukasus. Hafa þeir brotist yfir Don á enn einum stað milli Rostov og Zymljamskaya og tekið borgina Proletarskaja með áhlaupi. Borg þessi er við járnbrautina. Neðar við Don sækja Þjóð- verjar til borgarinnar Kushchevskaya, sem er við járn- brautina frá Rostov til Kaukasus. Hinar nýju sprengjuflug- vélar Breta geta borið margar smál. af sprengjum. — Myndin sýnir sprengjur, sem á að setja í 4ra hreyfla vél. 6000000 manns bætt við her Kínverja Hann er nú skip~ aðnp 26100000 manns. Úr New York Times. Chunglcing. — 6.000.000 her mönnum verður innan skamms bætt við kínverska herinn, svo að hann verður alls skipaður 26.000.000 mönnum. Þetta var jyrir nokkru tilkynnt af Cheng Chen-Y uen, yfirherjoringja þjálfunar kínverska hersins. — Verða hermenn þessir á aldr- inum 18 til 40 ára og auðugar fjölskyldur geta nú ekki leng- ur sloppið við herþjónustu með því að borga stórar fjár- upphæðir. Kínverjar hafa nú um 20 xnilljónir manna undir vopn- um. Þar af eru 5 milljónir, sem taka þátt í bardögum, 15, sem varalið eða eru í þjálfun. í hér uðum þeim, sem Japanir hafa tekið, eru hvorki meira né minna en 800.000 manns í smá skæruflokkum. Þegar þessir hermenn koma í kínverska herinh, verður svo komið, að 16. hver kínverji er í herþjónustu. Ef sömu hlutföll væru í Bandaríkjunum, væri her þeirra skipaður yfir 8 millj. manna. Hann hefir nú á að skipa rúmlega 4 mill. New York. — Japönskum tundurspilli hefir sennilega verið sökkt við Nýju Guineu, þar sem Japanir sækja nú til Moresby á landi. * London. — Tvítugur maður, sem vinnur (eða vann) í póst- húsi í Stokkhólmi, hefir verið rekinn úr stöðu sinni fyrir að rífa upp bréf, sem var skrifað að á að væri til Hitlers og Quislings. London, í gærkveldi. REZKI flugherinn hefir gert fyrstu árás sína á Saarbrúcken síðan haustið 1940. Var mikill fjöldi flug- véla sendur til árásarinnar og köstuðu þær mörgum smálest- um af sprengjum á hana. Saarbrúcken er mikilvæg námuborg, og eru þar mestu, kolanámur Þýzkálands. Miklir eldar komu upp í borginni, og var kastað á hana bæði eld og tundursprengjum. Auk nám- anna er Saarbrúcken eih mesta jámb rautarstöð, sem varð einnig fyrir mörgum sprengj- um. Bretar misstu í árásinni níu flugvélar. Kastljós voru sem engin í borginni, en nokkrar næturorustuflugvélar lögðu til atlögu við brezku sprengju- flugvélarnar. Munu Bretar hafa skotið nokkrar þeirra niður. — í allan gærdag gerðu flug- vélar Breta árásir á Norður- Frakklandi og misstu þeir alls 13 flugvélar, en skutu niður 7 fyrir Þjóðverjum. Þýzkar sprengjuflugvélar hafa undanfarnar nætur aukið árásir sínar á Bretland. Hefir þéim aðallega verið beint gegn Miðlöndum. Nokkurt tjón varð á Birmingham og nokkrir menn fórust. Samkvæmt fregnum, sem bárust frá hinum hemumda hluta Frakklands til Vichy í J gærkveldi, hafa 17 Frakkar ver ■ ið, hálshöggnir. Nánari atvik eru enn ekkz kunn. * London. — Vegir í Noregi eru nú svo uppteknir fyrir Þjóðverja, að áætlunarbifreið- ar fá ekki að hreyfa sig nema með leyfi Þjóðverja. Verða menn að fá sérstakt leyfi ti~ ð ferðast nokkuð út fyrir heima borgir sínair. London — Engar fréttir frá Egyptalandi, nema árásir flug- hersins á Tobruk. Einu skipi var sökkt, önnur löskuð. Fréttaritarar í Moskva segja svo frá, að orrustumar, sem nú geysa í krikanum á Den séu hmar ægilegustu, sem exm hafa verið háðar í Rússlandsstríðinu. Þar geysa stórkostlegrr skrið- drekaorrustur og tefla báðir aðilar fram gífurlegum fjölda skriðdreka. Loftorrustur eru háðar yfir vígvölluuum dag og nótt. Varalið hafa báðir sent til bardaganna í stórum stil og er því engin hvíld gefin, það fer til vígvallanna þegar í stað eftir að það kemur á staðinn. Fall Stalingrad væri alvar- legt áfall fyrir Rússa, sennilega alvarlegra en nokkurt áfall, jsem þeir hafá enn orðið áð t þola í vor. Enska blaðið Man- chester Guardian hefir sagt um borgina, r.ð missir hennar sé fyrir Rússa þurigbærari en missir Moskva. Ef borgin" fell- ur, eru herir Timoshenkós í Kaukasus skildir frá herjum Rússa í Mið- og Norður-Rúss- landi. Þar að auki er sennilega úti um flutninga á olíu til norðurherjanna og á miklum vistum og skotfærum til Kau- kasusherjanna. STALIN SKIPAR. Stalin hefir fyrirskipað herj um sínum að þeir verði að verja núverandi varnarlínur og megi ekki hopa skrefi lengra. Skipun þessi var prentuð í blaði rússneska hers ins, Rauðu stjöraunni, og segir þar: ,Ekki feti aftar! Þetta verð ur að gerast, á því byggist ör- yggi lands okkar, eyðilegging óvinanna og vissan um sigur.“ VORONEZH. Rússar hafa enn sótt fram á Voronezhvígstöðvunum og rek ið Þjóðverja úr tveim þorpum. Þrátt fyrir gagnáhlaup Þjóð- verja hafa þeir getað hrakið þá til baka. Þorp breoDd op meiin myrtir í Slðveoin. Mryllileff ést|ÓFn Þ]úðverja og Itala London, í gærkveldi. ÓTT MINNA FRETTIST af hörmungum þeim, sem þjóðir Júgóslavíu hafa orðið að þola, undir stjóm nazista, eru þær engu minni en hörmungar manna í Norður-Evrópu. Land ið er skipt milli ítála og Þjóð verja og má ekki á milli sjá, livorir hafa beitt hinar undir- Finnsbar her- sveitir berjast vig Don. ___ 4, RÉTTIR hafa borizt af því, að finnskar her- sveitir séu komnar til Don- vfgstöðvanna ög berjist þar með Þjóðverjum. Segja fréttaritarar frá þvf, að 722. deild úr finnska fót- gönguliðinu sé komin þang- að suðureftir og hafi þegar tekið þátt í bardögum með Þjóðverjum. Á finnsku vígstöðvunum er allt kyrrt, en vitað er, að þar eru allmargar þýzkar hersveitir og er á þessu ber- sýnilegt, að Þjóðverjar treysta ekki, að þeir semji ekki sérfrið, úr því að þeir senda lið til Finnlands en senda svo finnskar hersveitir til Rússlands. okuðu þjóðir meiri grimmd. Dr. Kreck, varaforsætisráð- herra júgóslavnesku stjórnar- innar í London hefir skýrt nokkuð frá þeim hörmungum, sem hafa þjáð landslýð þarha syðra. Skýrði hann frá því, ,að í hinum ítalska hluta, Sl'oven- íu, hafi 135 000 manns verið fluttir á brott eða kastað í fangelsi. Þá hafa hvorki meira né minna en 42 þorp verið brennd til grunna og 410 gísl- ar verið skotnir í landinu. Litlu er ástandið betra í hin- um þýzka hluta Slóveníu. Það- an hafa 160 000 manns verið fluttir eða þeir settir í fangelsi. Þar hafa 16 þorp verið brennd til ösku og 1064 verið skotnir. Venjulega skjóta Þjóðverjar alla íbúa þorpanna. Nokkrir Svíar, sem hafa ver- ið í Varsjá, hafa verið teknir höndum og fluttir til Berlínar. Hefir sænsku sendisveitinni þar verið fyrirskipað að veita alla mögulega aðstoð. Ekki er vitað, fyrir hvað menn þessár i hafa verið teknir fastir. S S S S s s s s s s * s $ s s s s s s \ í Rússar gera loftárás. Mynd þessi, sem var send frá Rússlandi til Ameríku, sýnir rússneskar flugvélar gérá loft árásir á þýzká flutningalest ...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.