Alþýðublaðið - 31.07.1942, Page 6

Alþýðublaðið - 31.07.1942, Page 6
e ALiÞÝÐUBLAÐfÐ ____________ Föstudagur 31. júlí 1942. Kairo. EGYPTAR ERU EKKI í stríði, þótt hersveitir Rommels séu komnar langt inn í land þeirra. Þeir, sem í borgunum við Níl búa, sýna enn engan ótta eða kvíða fyrir framtíð- inni, þeir láta sem ekkert sé þótt hættan sé nú komin inn í forsalinn. KAIRO ER ÖNNUM kafin . borg...... Þar þjóta • brezkir og ameríkskir her- foringjar um og þar búa mörg hundruð erindreka úr öllum hornum heims. En þótt hersveitir óvinanna, sem all- ur þessi skari er að berjast við, séu aðeins 100 km. frá hafnarborginni Alexandríu, hefir ekki borið minnstu vit- und á örvinglan eða flótta- hug. Fólkið hefir alla tíð ver- ið svo sannfært um að Auch- inleck takist að stöðva Rommel — eða það hefir ver ið og er svona 'óvenjulega kærulaust. ÞÓTT HERSVEITIRNAR berj- ist á hæðunum við el Ala- mein, hafa Egyptar nógan tíma til hvers kyns hátíða- halda og viðhafnar. Fyrir nokkru, þegar enn var ekki séð, hvort Rommel yrði stöðvaður, héldu íbúamir í þorpinu Mena stórhátíð í skuggum pyramidanna í til- efni af því, að einn ungur og efnilegur maður úr þorpinu var að kvænast. Það var ber- sýnilegt, að þeim var Romm- el ekki ríkari í huga en Na- poleon. HINAR STÓRU verzlanir í Kairo starfa, rétt eins og á friðartímum. Bak við af- greiðsluborðin standa snotrar stúlkur, — og bjóða við- skiptavinunum allt mögulegt, ilmvötn, silkisokka og hvað eina, óþekkt í öárum stríðs- löndum. Á Saint James hó- telinu má sjá Breta og Ame- ríkumenn í hópum koma inn, setjast við borðin og taka ríkulega til matar. Þeir borða kryddaðar steikur, sem ekki hafa sézt í Englandi síðan á tímum Chamberlains. Þeir vita varla hvað skömmtun er. KAIRO ER FJÖRUG borg, þar sem hermenn og herstúlkur skemmta sér að kvöldinu til og þjónar með rauðar kollur. á höfðinu ganga irm beina En það er ekki erfitt að sjá merki stríðsins. Á nætumar aka langar raðir af sjúkra- vögnum gegnum borgina. Þeir eru með særða hermenn frá vígstöðvunum, sem flutt- ir verða á sjúkrahúsin í borg inni. Öðru hverju koma her- menn, skítugir, þreyttir og svangir úr vesturátt. Þeir hafa verið í bardögunum í eyðimörkinni og segjast með réttu eiga hvíld í borginni skilda. Svo hverfa þeir eftir nokkra daga aftur til víg- vallanna. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun BÍna ungfrú Jóna Ásmundsdóttir, Hverfisgötu 58 og Jóhannes Siff- urðsson frá ísafirði. Skipasmíðar dag og nótt. skipasmíðastöðvum Bandaríkjanna er unnið dag og nót . Hér sést ein þeirra upplýst um S miðnætti. $ S Dýrt ðarmðlin Framh. af 4. síðu. En allar þessar tilraunir til þess að skammta launastéttun- um annan rétt en framleiðend- um hlutu að stranda; ekki að- eins af því að þær væm rang- látar, heldur vegna þess, að undir þær vantaði allan grund- völl, þar sem stríðsgróðinn var látinn flæða yfir landið, at- vinnurekendurnir græddu svo óskaplega, að saihkeppni þeirra um vinnuaflið (sem líka að nokkru leyti var í þjónustu setu- •liðsin) 'hlaut smám saman að hækka allt kaup, svo að því héldu engin bönd, eins og einnig orðið raun á. Þetta sögðum við Alþýðuflokksménn strax; þegar gerðardómslögin voru sett, — lögin voru ekki aðeins ranglát, heldur einnig Leimskuleg — reynslan hefir staðfest það, að við höfðum á réttu að standa. í næstu grein mun ég ræða um það, bivernig farið hefði, ef leið sú í dýrtíðamálunum, sem Alþýðuflokkurinn beitti sér fyr- ir, hefði verið farin. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. svo mikið, sem verða vill á spari- sjóði, án þess að verða þar með ,,kapitalisti“. — Og í þjóðfélagi sósíalis maer það vel hugsanlegt að verkamenn og aðrir þjóðfélags- borgarar eigi tugi þúsunda króna á sparisjóðum, en þeir geta ekki orðið „kapítalistar" af því enginn möguleiki er þar á því að eignast framleiðslutækin og láta aðra vinna fyrir sig við þau, til þess þannig að „ávaxta fé sitt": græða á vinnu annarra." Eftir þessu geta menn átt „svo mikið sem verða vill“ í bönkum, með öðrum orðum verið margfaldir milljónamær- ingar, án þess að verða kapítal- istar, að dómi kommúnista. Það er orðið nokkuð vítt til veggja í kommúnistamusterinu! Er kannske verið að sýna háttvirt- um kommaframbjóðendum, DðoárdalQriDD Framh. af 5 s.íðu. arfarslegar og fjárhagslegar kröfur, sem erfitt er að gera á milli, rísa upp. 1919 voru þrjá- tíu ný landam. ákveðin í Aust- ur-Evrópu og mikið um þau rætt og samið, en um tuttugu og fjögur þeirra a. m. k. var barizt. Oft voru) landakröfuxtnar syo miklar, að varla var hægt að tala um landamærakröfur. Transylvania, sem Ungverja- land og Rúmenía deildu um 1919, var nærri því eins stór og Rúmenía, sem krafðist hennar, og stærri en Ungverjaland, sem varð að sleppa henni. Fyrir 140 árum síðan var ekkert sjálfstætt ríki, sem byggðist á þjóðemisástæðum, til 1 Donórdalnum, og yfirleitt ekki í Austur-Evrópu. Öllu landi var skipt milli stórra og víðáttumik- illa keisaradæma. Á tímabilinu milli 1804 til 1919 hrundu þessi keisaradæmi að mestu leyti, og í staðinn komu ekki færri en fimmtán sjálfstæð ríki, byggð á grundvallarreglu þjóðem- anna. Á síðustu fimm áram hef- ir helmingur þessara ríkja verið þurrkaður burt. Sum hafa ná- grannar þeirra, stórveldin, hreinl. gleypt og lagt undir sig. Öðrum hefir verið leyft að, tóra að nafninu til sem leppríki og undirríki. Og þótt það sé látið heita svo, að tilvera þeirra bygg- ist á þjóðemisrétti, er það þjóð- erni, sem þau þykjast byggja á, ólíkt því, sem lagt var til grundvallar 1919. Síra Ámi Sigurðsson er í sumarleyfi um þessar mundir. sem bera álitleg útsvör, nær- gætni? Sumir þeirra eiga víst „tugi þúsunda á sparisjóðum“, — en „láta þeir ekki aðra vinna fyrir sig“ líka? HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) framtío sinni eða þjóðarinnar. í kosningum verðlauna þeir lygi og róg, en snúa bakinu við alvörunni, starfinu og rökunum. Þeir gleypa hrá slagorðin og kjamsa á. í>eir eru að eyðileggja sjálfa sig.“ ,;OG HANA NÚ,“ sagði kerling- in um leið og hún stakk hnífnum í síðu hinnar kerlingarinnar. Þetta eru meiri skammírnar. En ef mað- ur heflar þessa ræðu svolítið, er þá ekki einhvern kjarna að finna innst inni í henni. Ég hefi verið að hugsa um það síðan í gær —- og viljið þið ekki hugsa líka um það svolitla stund? ÉG HEFI EKKI sagt, að Guð- mundur Hlíðdal hefði of stranga stjóm á starfsfólki sínu. Ég var að finna að slæmri reglu á póstaf- greiðslustöðum utan Reykjavíkur. Ég bað um umbætur og gat þess að þeirra mætti vænta, því að sagt væri að Guðmundur Hlíðdal væri stjórnsamur, enda væri slíkt gott hjá forstjórum, ef stjófnsemin væri þá ekki aðeins naglaskapur í garð starfsmanna. — En þannig stjórna að minnsta kosti sumir forstjórar. „ÁRNÝ“ SKRIFAR og er voða- lega reið: „Jæja, þá er mjólkin hækkuð enn, og virðist hugsana- gos Sveinbjarnar „prests“ hafa orðið nú einna ógurlegast í sam- anburði þó við gosin undanfarið. Nú kem ég með þá tillögu, að al- ménningúr sýni þann hugsana- þroska að kaupa alls enga mjólk í nokkra daga, nema handa börnum og sjúklingum. Ég tel þessa leið vel færa og sé ekki annað sjálf- sagðara en að reyna hana.“ „TÖKUM NÚ RÖGG Á OKKUR á þenna hátt og sýnum Sveinbirni, að við > kærum okkur ekki um þessi marggutluðu og súru „guð- spjöll“ hans fyrir uppsprengt verð. Og þannig mætti fara að með fleiri fæðutegundir á íslenzkum markaði, ef máttur samtakanna og heilbrigðrar hugsunar væri fyrir hendi.“ ÞETTA ER ÓSANNGJARNT, en má þó koma fram. Ekki held ég að „Árný“ mín eigi marga já- bræður í þessu efni — og hefir hún oft skrifað mér betri bréf og af meiri skynsemi. „LESANDI" SKRIFAR; „Morg- j unblaðið er búiS áð vera að velta | Jén á Laxamýri sextngnr í dag. S EXTUGUR er í dag Jón Helgi Þorbergsson á Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Jón er fæddur á Helgastöðum í Réykjadal mislingasumarið 1882, sonur Þorbergs Hall- grímssonar Þorgrímssonar frá Hraunkoti, og konu háns, Þóru Hálfdánardóttur Björnssonar frá Öndólfsstöðum Einarsson- ar prests að Arnarvatni Hjalta sonar. Jón leitaði sér ungur búfræðimennlunar í Noregi og Skcílandi og dvaldist erlendis þrjú ár og fór utan. þrem sinn- um eftir það til frekari fræðslu. Hann vann hjá Bún- aðarfélagi íslands í 10 ár frá 1909-—1919, sem ráðunautur í sauðfjárrækt og ferðaðist þá 5 vetur samfleytt nálega um all- ar sveitir landsins til þess að leiðbeina bændum og hvetja þá til umbóta í vali og hirð- ingu sauðfjár. Á þeim árum kom hann á skipulagðri haust- sýningu hrúta um allt land. — Ennfremur kom hann því til leiðar, að bændur komu upp sundþróm í húsum sínum til sauðfjárböðunar, og taldi að eigi ynnist að fullu bugur á fjárkláðanum með öðram hætti. Hann varð yfirullarmats maður á Suðurlandi er ullar- matið hófst 1916. Átti sæti á Búnaðarþingi um mörg ár, stóð fyrir umbótum á Búnað- arfélagi Garða- og Bessastaða- hrepps, en það félag kom á fyrstu garðávaxtasýningu hér á landi. Hann átti frumkvæði að stofnun félagsins Landnám í Reykjavík 1924, sem vann að skipulagningu nýbýlaræktar umhverfis Reykjavík, — átti frumkvæði að stofnun Búnað- arsambands Suður-Þingeyjar- sýslu 1928 og er formaður þess enn í dag, hof 1915 baráttu fyr ir því að farið yrði að flytja dilkakjötið frosið á enskan markað. Jón Þorbergsson hóf búskap vorið 1917. Keypti hann þá jörðina Bessastaði og bjó þar í 11 ár. Sléttaði hann þar 36 dagsláttur í túni. Árið 1928 keypti hann jörðina Laxamýri og hefir búið þar síðan. Jón hefir ritað og gefið út nokkur rit um áhugamál sín í búnaðarefnum og nokkur smá- rit um stjórnmál auk fjölda greina í blöð og tímarit. Hann var um skeið einn af útgefend- um búnaðarritsins Freys. Jón er kvæntur Elínu Vig- fúsdóttur frá Gullberastöðum í Lundareykjadal og eiga þau sex börn. öllu mögulegu fyrir sér í mörg ár — og kemst aldrei að neinni nið- urstöðu um neitt. Nú sé ég að einn öf rijhöfundum Þjóðólfs er líka farinn að velta fyrir sér.“ „HVERS VEGNA komast þessir menn aldrei að neinni niðurstöðu? Mér líkar betur við fá orð í fullri meiningu. Þau segir þú. Þú ert ekki alltaf að þessum déskotans vangaveltum.“ „MANGE TAK,“ segir danskur- inn og íslenzkir almúgamenn, þeg ar kemur fát á þá — og þeir vilja sýnas tuppskafnari en þeir eru. Hannes á horaina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.