Alþýðublaðið - 31.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.07.1942, Blaðsíða 8
8 ALÞÝPUBLAPtP ¦¦.............................¦-¦<¦»¦ >~ Fíistadagur 31. jolf 1942. T 7" ORIÐ 1551 sendi Danakon- V ungur herskip hingað' til lands, meðál annars í þeim til- gangi að handtaka Jón biskup Arason og sonu hans} þvt að jréttin um aftöku þeirra haust- ið áður hafði þá ekki enn bor- izt til Danmerkur, Pétur Plade (Palladius) Sjálandsbiskup sendi um leið 2 bréf til íslands, annað til klerka í Hólabiskups- dæmi, en hitt til klerka í Skál- holtsbiskupsdæmi. Sýna þau vel þann þunga hug, sem ráða- menn í Danmörku um þær mundir báru til Jóns biskups. í 'bréfinu til Hólaklerka segir m. a. svo: ,^/Lér sárnar það af öllu hjarta, svo sannarlega hjálpi mér guð almáttugur, að þér hafið svo lengi átt sannan varg fyrir biskup, sem ekkert hefir lært annað en að tæta og rífa sundur sauði Jesu Christi — þctnn blindaða og vesala Jón Arason, sem ekki hefir numið nærri eins mikið og aumur neðstibekkingur eða pilthnokki í skólanum hérna. Ekki eitt ein- asta barn er hér í þessum skóla, hafi það verið hér i eitt ár und- ir tilsögn skólameistara, að ekki sé það betur að sér en sá, sem þér kállið biskup. Ó, drottinn dýrðarhár! Slíkur biskup hæfir svínum, en. ekki mönnum." * FANTAHNÍFUR er fyrstur í smjör. E1 *NGLENDINGAR kunna »¦*-* ekki að búa til kaffi eins og Þjóðverjar búa til kaffi," segir í þýzku blaði. Blaðið hefir rétt fyrir sér. Hér á landi þurfum við kaffi til að búa til kaffi. (Punch). BJÖRN á Skarðsá skrifar svo um síra Svein Símon- arson í Holti i Önundarfirði: ,JIann var sérdeilis prest- mann og yfirgekk velflesta menn í hegðan og skikk, svo vel drukkinn sem ódrukkinn." ? HITLER er sagður vera að rita bók, sem á að koma út eftir dauða hans. Vér bíðum bókarinnar með óþreyju. (Punch). andi þrám hennar. Hjá henni var ástin leiftrandi bál, sem skipti mestu máli í lífinu, en hann leit á ástina sem þægilega og nauðsynlega ráðstöfun for- sjónarinnar, málefni, sem ó- þarft var að býsnast yfir frem- ur en klæðaburði og þess hátt- ar. Berta vildi ¦< ekki láta sér skiljast, að hér var skaplyndi hans einu um að kenna. Hún ákærði hann fyrir að elska sig ekki, og einbeitti sér að því að efla ást hans. En hún var svo stórlynd, að henni fannst það niðurlæging, að ást hennar skyldi vera svo miklu heitari en hans. Hún hafði elskað hann í blindni í sex mánuði, en nú voru augu hennar að opnast, en hún neitaði að horfast í augu við staðreyndirnar, hún vildi ekki sjá annað en það, sem hún óskaði eftir að sjá. En sannleikurinn ruddi sér samt til rúms í sál hennar, og nú greip hana skelfingin við það, að Eðvarð elskaði hana ekki lengur eða hefði ef til vill aldrei elskað hana. Hin gamla, ákafa ást togaðist á við nýja haturstilfinningu. Hún taldi sjálfri sér trú um, að hjá sér gæti ekki verið um neitt með- alhóf að ræða, hún varð annað- hvort að elska heitt eða hata heitt. En nú mundi barnið koma og breyta þessu öllu saman. Nú skipti það ekki miklu máli, hvort Eðvarð elskaði hana eða ekki, það var ekki eins sárt að hugsa um sviknar vonir og það hversu tignun hennar á eigin- manninum hafði hrakað. Henni f annst litlar hendur sonar henn- ar þegar vera farnax að brjóta hvern á fætur öðrum hlekkj- anna, sem tengdu hana við mannsinn. Þegar hana grunaði fyrst, að hún væri barnshaf- andi fylltist hún fögnuði og stolti, en líka gleði yfir því, að frelsisstund hennar nálgaðist. En þegar grunurinn varð að vissu, og Berta sannfærðist um, að hún væri þunguð, fölskvuð- ust ^tilfinningar hennar á ný. Tilfinningar hennar voru líka alltaf óstöðugar eins og mjöll á ápríldegi. Henni fannst hún vera veikburða og hjálparþurfi og þráði styrk frá manni sínum og gat ekki annað en sagt hon- um það. Einmitt daginn, sem hún hafði verið sém harðorð- ust við hana, hafði hún þráð það hvað mest, að hann tæki hana í faðm sér, og segðist elska hana. Það þurfti svo lítið til að vekja hina dofnándi ástríðu hennar, hún þráði hjálp hans og gat ekki lifað án ástar hans. Vikurnar liðu og Berta var hrærð yfir þeirri breytingu, sem varð á framkomu Eðvarðs, en varð það augljósara vegna þess hve hann hafði verið kæru- laus áður. Hann leit á hana sem sjúkling, sem þyrfti nærgætni við. Hann var mjög góður við haiia og gerði márgt fyrir hana. Og þegar læknirinn minntist á eitthvert góðgæti, sem yki mat- arlystina, reið Eðvarð óðara til Tercanbury eftir því. Hann var líka mýkri og þægilegri í fram- komu sinni við konu sína en áð- ur hafði verið. Eftir nokkurn tíma krafðist hann að fá að bera hana upp og of an stigana, og þótt dr. Ramsay segði, að það væri alveg óþarft, vildi Berta, að hann héldi því áfram. Henni þótti svo gott að hvíla sem lítið barn í sterkum örm- um hans og henni þótti yndis- legt að halla sér að brjósti hans. Og þegar veturinn kom og það var of kalt að aka úti, hallaði Berta sér út af við gluggann og horfði tímum saman á álmtrén, sem nú voru blaðlaus og dapur- leg. Hún horfði á skýin, sem sigldu um himininn frá hafi; og friður ríkti í huga hennar. Dag nokkurn eftir nýjárið kom Eðvarð ríðandi heim á hlaðið. Hann nam staðar fram- an við gluggann, sem Berta sat við og veifaði svipunni. — Hvernig lízt þér á nýja hestinn minn? hrópaði hann. En í sömu svifum fór klárinn að prjóna og gekk aftur á bak aftur í beð í garðinum. — Kyrr, lagsi,, hrópaði Eð- varð, — svona nú, engan gaura- gang, kyrr! ^ Hesturinn prjónaði enn og ' £9 nýja mú Draagahðslik (Beware Spooks); hressiléga fjörug ogí fynd- in skemmtimynd. Aðalhlutverk leikur hinn óviðjafnanlegi skopleikari. Joe E. Brown fflBB 1 ifll OAMLA BfÖ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. i I (The Devil and Miss Jones) Amerísk kvikmynd eftir Norman Krasna tekin af R. K. O. Radio Pictures Aðalhlutverkin leika: Jean Arthur Robert Cummings Charles Coburn Sýnd kl. 7 o 9. Framhaldssýning 3^é—%Vi KONAN MED ÖRJD Bannað fyrir börn innan 12 ára. lagði kollhúfur. Eðvarð fór þá af baki og teymdi hann til Bertu. — Þetta er nú meiri ói-abelg- urinn! Líttu bara á hann! , Hann klappaði folanum á bringuna og rennilegan hálsinn. — Ég er nýbúinn að kaupa hann, sagði hann. — Ég ætla að láta hann inn í hesthús, svo kem ég inn. Að fáum mínútum liðnum kom Eðvarð inn til konu sinnar. Reiðfötin fóru honum vel, hann var rösklegur og nærri því höfðinglegur útlits. Hann var mjög ánægður yfir kaupunum. — Þetta er folinn, sem kast- aði Arthur Branderton af sér þegar við vorum saman í síð- ustu viku. Arthur gengur halt- ur síðan, snerist um öklann. Hann segir, að þetta sé mesta "TwLwrux/nozct, TðFBAMOLABnB „Enginn getur komið í veg fyrir það," sagði álfurinn, há- tíðlegur á svipinn. „Alls eng- inn, töfrarnir eru syo sterkir. Jafnvel álfakonungurinn getur ekki hindrað það, að Halli breytist í hænu, eða breytt hon- um aftur í dreng, ef hann hefir á annað borð breytzt í hænu!" Hanna fór að gráta.. Halli reyndi að gráta líka, en sér til mikillar skelfingar heyrði hann, að hann grét ekki, heldur gagg- aði. Hann óskaði þess af heilum hug, að hann hefði spurzt nán- ar fyrir um þenna brjóstsykur, áður en hann keypti hann. Hanna lagði hendurnar um hálsinn á bróður sínum og reyndi að hugga hann. Hún sá, að það var að byrja að vaxa rauður kambur undir gullnu lokkunum hans./Og hún sá engin ráð til að komast fram úr þessum vandræðum. „Getur nokkur bent mér á mann, sem Halli getur snúið sér til og fengið ^bót á þessum ó- sköpum?" spurði hún. „Vísið þið mér á einhvern margfróðan m'ann, sem ég get farið til." „Við skulum nú sjá," sagði álfurinn íbygginn. „Maður heitir Fróði fjölkunnugi. Hann á heima hinum megin við Gul- hól. Svo er það Finna f jölvitra. Hún á heima í kjallaranum hjá Fróða f jölkunnuga. Ef þau geta ekki hjálpað ykkur, getur það enginn." „En hvernig kemst ég til Fróða fjölkunnuga?" spurði Hanna. /,Ég skal fá fuglinn Græn til að fljúga með ykkur," sagði litli feiti maðurinn. Hann tók blístru upp úr vasa sínum og blés þrisvar í hana. Þegar hann hafði blásið í hana í síðasta sinn, heyrðist mikill vængja- þytur, og einkennilegur grænn HflDASldt örn kemit upp á vagn Dum- artins, þegar Tóní er búm. að brjóta spegilinn með skamm- byssuskoti. Tóní: örn er kominn vel áleiðis til stýrishússins, bar sem Dumartin hefir Lillí sem gísl. Tóní: Þetta ætti að halda at- bygli gamla geharskeggsins á réttum stað! örn: Jæja, ungfru haminja, bara að þú fylgdlr mér nú dá- lítið lengur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.