Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ álfað að gerðardómurinn verði nÞjéðln heflr neitað að sætta slg við lðgin“. .'....♦-.. - . ■ ÓlaturThors játaði igær fuílkominn málef nasigur Alþýðuflokksins RÍKISSTJÓRNIN leggur fyrir alþingi frumvarp til laga xun afnám gerðardómsins.“ Það „.. verður að viðurkenna þá staðreynd, að þjóð- in hefir neitað að sætta sig við þau lög. Verður því að taka afleiðingunum af þessu og afnema þau lög.“ „Höfuð ábyrgðina á afnámi laganna bera hvorki komm- únistar, sem upp á síðkastið hafa róið undir kaupkröfum »é heldur Framsóknarflokkurinn, sem með Hermann Jónas- son í broddi fylkingar, réðist aftan að lögunum, heldur, að svo miklu leyti sem stjómmálaflokki verður um kent, % Alþýðuflokkurinn, sem hvatskeytlegast og með mestri þrautseigju hefir ráðist á lögin.“ Þessar yfirlýsingar gaf Ólafur Thors forsætisráðherra í aðal- málgagni ríkisstjórnarinnar í gær. Með þessu játar forsætisráð- herrann, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins, full- kominn ósigur gerðardómsstjómarinnar og jafnframt algeran málefnasigur Alþýðuflokksins. Þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisfloklturinn, með Hermann Jónasson og Ólaf Thors í broddi fylkingar, rufu stjóm- arsamvinnuna síðast liðinn vetur með setningu bráðabirgðalag- anna um gerðadóm, lögbindingu kaups og bann við samningum milli launastéttanna og atvinnurekendanna, þá sagði Alþýðu- flokkurinn það fyrir, að þannig myndi fara. í yfirlýsingu þeirri, sem Stefán Jóh. Stefánsson, þáverandi * félagsmálaráðberra fekk, fyrir náð, birta í útvarpinu að kvöldi þess 8. janúar síðast liðins, eftir að ráðherrar Framsóknar- og íbalds höfðu flutt þar ræður, en honum neitað að skýra afstöðu Alþýðuflokksins, var á.það bent, að lögin væm ekki einungis óréttlát og óframkvæmaanleg heldur stríddu þau á móti réttar- meðvitund þjóðarinnar. Og í yfirlýsingu, sem þingmenn og mið- stjóm Alþýðuflokksins gáfu út daginn eftir, segir, að Alþýðu- flokkurinn myndi „á grundvelli laga, lýðræðis og þingræðis beita sér ákveðið fyrir afnámi bráðabirgðalaganna og styðja á allan lög- legan hátt málstað þeirra launþega, sem lögin bitna á.“ Alner vtamnsttfðviiii á Akranesi » B®r. Samkomulag tókst ekki milii verka- manna og atvinnurekenda. 1 "■ -.—.--- P NGINN VERKAMAÐUR á Akranesi mætti til vinnu -*-J sinnar í gærmorgim og var því alger vinn«stöðvun hjá öllum atvinnurekendum á Akranesi. Ástæðan fyrir þessu var sú, að samkomulag tókst ekki í fyrra kvöld milli fulltrúa verkamanna og fulltrúa at- En höfundar þessara fá- dæma kúgunarlaga létu sér ekki segjast. Þeir þóttust ör- uggir. Framsóknarhöfðingjam- ir höfðu brotið allt samkomu- lag margsinnis með því að hækka landbúnaðarafurðir upp úr öllu valdi. Og Ólafur Thors taldi sig geta verndað stríðs- gróðann. Hann hafði neitað að framkvæma heimildirnar, sem alþingi hafði gefið ríkisstjórn- inni um útflutningsgjald á sjávarafurðir og lækkun farm- gjalda, og taldi sig fullfæran til þess að láta með lögbind- ingu kaupgjaldsins mestan þungann af vaxandi dýrtíð fijdd Ijrlr vðrobif- reiðar hækbar. Bo aðeios í dagvinoo. ÖRUBÍLAjSTÖÐIN ÞRÓTTur tilkynnti í gær nokkra hækkun á taxta sínum. í dagvinnu hækkar taxtinn um 92 aura um tímann, úr kr. 8,68 upp í kr. 9,60. Eftirv. lækkar hins vegar um 3 aura á tímann ht kr. 10.88 í kr. 10.85. Nætur og helgidagavinna stendur í stað. Er taxtinn fyrir bifreið- arnar í þeirri vinnu kr. 11,85 á klukkustund. lenda á bökum launastéttanna. En spádómar leiðtoga Alþýðu flokksins hafa rætzt svo,að höf uðandstæðingar hans verða að viðurkenna það opinberlegá og játa sig sigraða. Og það er ekki nóg með það. Um leið og Ólafur Thors gefur yfirlýsingu um, að stjóm hans muni leggja fyrir alþingi frumvarp um .afnám laganna, tilkynnir hann, að út- flutningsgjald verði sett á ís- fisk og skuli nota það til að halda niðri dýrtíðinni. Þetta er annar sigur Alþýðu flokksins. Eitt aðalatriðið í til- lögum hans um ráðstafanir gegn dýrtíðinni var einmitt útflutn- ingsgjald. En Ólafur Thors neitaði, og með honum allur flokkur hans. Það er ekki meira en mánuður síðan að forsætis- ráðherrann sagði í stjóm- málaumræðunum í útvarpinu: „Þjóðin stendur öll í þakkar- skuld við mig jyrir að hafa ekki orðið við kröfum Alþýðu- flokksins um útflutningsgjald á sjávarafurðir.“ Það má ef til vill segja: Batn andi manni er bezt að lifa. En óneitanlega er það dálítið hart fyrir stjómmálaforingja og for sætisráðherra, að þurfa þannig að játa fullkominn ósigur sinn, algera blindu sína um þýðing- armestu málin og skammsýni sína um aðalmálin, sem afkoma Framhald á 7. síðu. vinnurekenda. Allir verkasenn i Mnarfirði hafa 8 stonda vinnndag. Folikomið samræmi á hjorum verkamanna. HAFNFIRSKIR verka- MENN hafa orðið á undan Reykvíkskuan verkamörmum. Að vísu hafa margir reykvíksk- ir veríkamenn fengið viður- kenndan 8 stunda vinnudag með óbreyttu kaupi, en all- margir eru þó ekki enn búnir að fá þetta fram. Hins vegar hafa allir hafn- firsSjjtr verþamenn nú fengið þetta fram. Um daginn fengu verkamenn bæjarins og við höfnina 8 stunda vinnudag við- urkenndan og ýmsar aðrar mikils verðar kjarabætur, en nokkrir starfshópar voru þá eftir. Þeir hafa nú einnig feng- ið það fram. Síðastir voru ketilheinsunar- mennirnir, en þeir eru þó nokkuð fjölmennir. Þeir báru fyrir nokkru fram eftirtaldar kröfur. v 1. Dagvinnutími verði stytt- ur niður í 8 vinnustundir, mið- að við 10 vinnustundir. (Greitt sé sama kaup fyrir 8 vinnu- stundir og greitt var fyrir 10 vinnustundir, eða kr. 25.00 í grunnkaup fyrir 8 dagvinnu- stundir). 2. Unnar verði tvær eftir- vinnustundir daglega, þegar þfm jstóra feetilreinsujn efr að ræða og greiðist þær með 50% álagi á dagvinnukaup. Sé um skyndihreinsun að ræða á verkamaður, er fer í ketil, kröfu á minnst 10 vinnu- stundum, þótt skemmri tími sé unninn og greiðist þær 10 klukkustundir með taxta, er fellur yfir þann tíma, sem unn- ið er á. Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í gær, höfðu verka- verkamenn á Akranesi skrifað atvinnurekendum bréf, þar sem þeir fóru fram á að dag- vinna yrði stytt niður í 8 klst. úr 10, að eftirvinna byi-jaði 2 stundum fyrr en áður, og yrði greidd með 50% álagi. Atvinnurekendur höfðu fyr- ir nokkru gengið inn á nokkr- ar kjarabætur, en verkameim vildu ékki sætta sig við minha nú en að fá vinnutímann. stytt- an og að auki þær bætur, sem að ofan getur hvað eftirvinn- una snertir. Á fundinum, sem fulltrúar beggja aðila höfðu með sér kl. 6 í fyrrakvöld buðu atvinnu- rekendur að borga 25% hækk- un á það kaup, sem áður gilti, en þeir töldu sig ekki geta fall- izt á að stytta vinnutímann, eða að breyta eftirvinnukaup- inu. Slitnaði þar með upp úr samkomulagstilraununum í bili að minns ta kosti. Verkamennirnir ákváðu því, strax í fýrrakvöld að mæta ekki til vinnu sinnar hjá at- vinnurekendum — og enginn mætti því í gærmorgun. í gærdag kl. 1 komu svo verkamennirnir allir saman á fund til að ræða mál sín. Ríkti alger eining á fundinum — og er alveg fyrirsjáanlegt, að verkamennirnir vinna fullkom- inn sigur í þessari deilu. 3. Að næturvinna hefjist kl. 8 síðdegis og greiðist hún ásamt helgidagavinnu með 100% álagi á dagvinnukaup. Þessar kröfur voru allar sam- þykktar og hefir þannig kom- ist á fullkomið samræmi um kjör allra hafnfirzkra verka- manna. Skal þetta gilda frá 20. júlí. Ríður nú mest á því fyrir hafnfirzkra verkamenn og aðra sem fá fram lengi þráðar kjara- bætur, að vemda þær og auka heldur við þær en hitt. Laugardagur 1. ágúst 1942» Sigifirzkir verka- menn fð 25°jo kanp gjaldshækknn. Samvinnnfélag fs- firðinga hækkar kanpið énmbeðið. Sigluf. í gærkveldi. Frá fréttarit. Alþýðubl. . AMIZT hefir um 25% kaupgjaldshækkun hjá siglfirzkum verkamönnum yfirleitt. Tókust þessir samningar endanlega í gær. Það flýtti mikið fyrir þessari kauphækkun verka- mannanna á Siglufirði, að Samvinnufélag ísfirðinga, sem Finnur Jónsson, veitir forstöðu, hækkaði kaup- gjaldið um 25% hjá verka- mönnunum, sem hjá því vinna. Var það gert án þess, að verkamennirnir færu þess á leit að fyrrabragði. Er þessi kauphækkun hjá Samvinnufélagi ísfirð- inga varð kunn, tóku verka- menn á öðrum vinnustöðv- um sig saman og fóru fram á sömu kauphækkun. En at- vinnurekendur vildu ekM ganga að kröfunni, buðu þó síðar 20% hækkun, en verkamenn slógu ekki af og samþykktu atvinnurekend- urnir þá kröfuna. BilaHntipjófniðir og lögreglae. Nií ber minraa á biff- reiðapjéfnaði. ENGIR bifreiðaþjófnaðir hafa verið framdir nú um nokkwrt skeið. Virðast menn- hafa fengið ótta við slíka þjófnaði. Hins vegar ber enn töluvert á því, að stolið sé vara hlutum úr bifreiðum, enda er það nokkru hættuminni verknv- aður. Nýlega var brotizt inn í bif- reiðaviðgerðaverkstæði við Ás vallagötu og stolið þaðan nýj- um bifreiðabörð með felguna og öllu saman. Lögreglunni var strax til- kyrrnt um þjófnaðinn og tókst henni tiltölulega fljótt að ná í þjófinn. Eins og áður hefir verið bent á hér í blaðinu, stafa þessir þjófnaðir á hlutum til bifreiða fyrst og fremst af því, að mik- ill hörgull er á þeim. En lögreglan leggur mikla áherzlu á að koma upp um þessa þjófnaði og verður sæmi lega ágengt. Konan með örið heitir framhaldssýningin 6 Gamla Bíó. Aðalhlutverkin leika Dennis O’Keefe og Judith Ande»- son. Auðugasti maður heimsius, heitir myndin, sem Gamla Bfí sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Jean Arthur, Robert Cunning og Charles Coburn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.