Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐK) ILaugardagnr 1. ágnst 1942. JÓN BLÖNDAL: jUjrijðnbloðið Ú%etaxtCu Atþý»ofio* kcriim ■Itstjóri: Stotin rjetonwa ttjtetjóm og afgreiSsla i Al- þýðuiióattiu TiS Hverfiagötu i&æoar ritstjórnar: 4901 cg 4302 Slmar afgreiðslu: 4900 og 4908 Vt rí! | lausasðlu 23 aura. Alþj- jpreutstHÍðjau h. L Misstjðriin lætnr nnáan sfffa. YFIRLÝSINGAR Ólafs Thors, forsætisráðherra, sem frá er sagt á öðrum stað hér í blaðinu, vekja mikla at- hygli alls almennings þessa dag- ana, Einkum hljóta Alþýðu- ílokksmenn að fagna sumum atriðum þessara yfirlýsinga, því að með þeim er nú bert orðið, að ríkisstjórnin hefir nú loks eéð sig tilneydda að láta undan kröfum alþýðunnar í landinu, þeim kröfum, sem Alþýðu- flokkurinn hefir harðast barizt fyiár. Forsætisráðherrann lýsti því yfír, að stjórnin hefði nú á- k /eðið að beita heimild laganna frá 1941, um að leggja 10% út- flutningsgjald á fisksöluna í Englandi. En hér er um að ræða leið, sem Alþýðuflokkurinn hef- ir fyrir löngu lagt til að farin yði. Strax og hinn óvænti og gífurlega mikli stríðsgróði fór að safnast inn í landið, á hend- ur stórútgerðarmanna, varaði Alþýðuflokkurinn við þeirri hættu, sem af slíkum gróða gæti stafað, þvi að hann gæti orðið ein höfuðorsök geysilegrar dýr- tíðer, enda varð sú raunin á. Alþýðuflokkurinn krafðist skattlagningar á* stórútgerðina, sem var skattfrjáls í upþhafi stríðsins, eins og menn muna. Eftir langa baráttu fékkst það knúið fram, að skattfrelsi út- gerðarinnar var afnumið, en þó aðeins þannig, að hinn illræmdi tapsfrádráttur fylgdi í kjölfar- ið. En jafnframt benti Alþýðu- flokkurinn á, að takmarka yrði stríðsgróðann jafnóðum með útflutningsg j aldi. Þessi tillaga var eitur í bein- um stríðsgróðamannanna og Sjálfstæðisflokksins, en þó kom þar, að alþingi heimilaði stjórn- inni að innheimta slíkt gjald. En það varð brátt Ijóst, að Framsóknar- og Sjálfstæðisráð- herramir ætluðu að virða þessa heimild að vettugi, og hefir Jakob Möller trássazt við að gera það til þessa. Eina ráðstöf- un dýrtíðarlaganna 1941, sem þessir herrar létu svo lítíð að framkvæma strax, var að inn- heimta 10% álag á tekjuskatt, af því að það kom niður á al- menningi í landinu. Stríðs- gróðamennimir fengu að vera í friði með auð sinn. Eina ráðið, sem Framsóknar- og Sjálfstæðisráðherramir hafa séð til að koma í veg fyrir aukn ingu dýrtíðarinnar, var það að velta öllum byrðunum yfir herðar alþýðunnar og launa- stéttanna. Þess vegna voru út- Afstaða til afurðaverðs f lelð AlÞýðmflokksins heSðl verið Frh. ÞEGAR snemma á árinu 1940, þegar auðséð var að dýrtíðin var að magnast hér á landi, hófust umræður. um það innan Alþýðuflofcksins, hvernig ætti að stemma stigu fyrir vexti dýrtíðarinnar. Voru brátt allir á einu máli um það, að fyrst og fremst ætti að nota hinn gífur- lega gróða af ísfisksölunum til þess að halda niðri verðlaginu innanlands, með svo kallaðri verðjöfnun. Hefir Klemenz Tryggvason hagfræðingur í út- varpserindi kallað þessa leið óbeina gengishækkim, enda em verkanir hennar að ýmsu leyti mjög svipaðar og beinnar geng- ishækkunar. , Við Jónas Guðmundsson rit- uðum siunarið 1940 alhnargar greinar um þeíta mál í Alþýðu- blaðið og lögðum til að lagt yrði á útflutningsgjald til þess -að halda niðri verðinu á innlend- um afurðum. En haustverðið á nýju kindakjöti var ákveðið 2.42 kr. á móti 1.45 árið áður. Var það 68% hækkun; en á sama tíma hafði kaupgjaldj að- eins hækkað um 19—27%, og var engin von til að launþegar vildu una þessu hlutfalli. Hvemig þessi verðjöfnun var hugsuð má sjá af eftirfarandi tilvitnun úr ritstjórnargrein úr Alþýðublaðmu haustið 1940: „Hvernig framkvæmd verð- jöfnunarinnar gæti fariö fram er bezt að hugsa sem ákveðið dæmi, og er þá saltkjötið nær- tækast, enda sú varan, sem sjálf- ' sögðust er að reynt verði að not- færa sér mest á innlenda mark- aðinum eins og ástatt er, og því fyx-st og fremst ástæða til að verðjafna. Gerum ráð fyrir að um 600 tonn þurfi að saita og selja af saltkjöti á innlendum markaði. Til þess að bændur fái sæmilegt verð íyrir þessa framleiðslu þarf nú að greiða kr. 2,54 fyrir kíló- ið að því er kjötverðlagsnefnd telur. í_ fyrra var söluverð salt- kjötsins kr. 1,48. Ef hækkun saltkjötsins frá þvi í fyrra hefði flutningsgjöld og tollalækkanir ekki framkvæmd, heldur dembt kaupkúgunarlögum og launa- dómi á alþýðuna. En launastétt- irnar risu upp undir forystu Alþýðuflokksins og veltu ó- skapnaðinum af sér. Og nú sér stjómin að tilræðið hefir mis- heppnazt. Hún lýsir yfir, að gerðardómurinn skuli afnum- inn og útflutningsgjald inn- heimt. íslenzk alþýða og launastétt- ir! Með þessu hafið þið unnið sigur í mikilsverðum málum. Höldum áfram undir forystu Alþýðuflokksins og knýjum ríkisstjómina til að framkvæma fleira af kröfum okkar. *** verið ákveðLn sú sama og mjólk- urinnar, eða um 40%, hefði hún þegar verið mun meiri en kaup- uppbót verkamanna. Hefði þá saltkjötsverðið verið nú kr. 2,07. Vantar iþá til 47 aura á hvert kg. og þyrfti að greiða það úr verðjöfnunarsjóði. Mundi þá samtals þurfa til að verðhæta. 600 tonn af saltkjöti um 282 þús. krónur. Á sama hátt. mætti verðjafna nýtt kjöt, mjólk, kartöflur, rófur, saltfisk, skyr og nýjan fisk, en þetta eru þær matvörur, sem almennihgur þarf sér til lífsframfærslu." Alþýðusambandsþingið, seiu kom saman haustið 1940, tók dýxtíðarmálin' til rækilegrar at- hugunar og umræðu og sam- þykkti mjög ákveðnar tillögur í þessum málum. Um verðjöfn- unina segir í ályktun stjórn- málanefndar (nóv. 1940): „Að leggja sérstakan skatt á söluverð afurða, sem seldar eru til útlanda með stríðs- gróða eða þá útflytjendur (f ramleiðendur), sem selja afurðir sínar á erleSndum markaði og sé honum varið til þess að Iækka verð á inn- lendum afurðum, sem seldar eru til neyzlu innanlands. Ráðstafanir séu gerðar til þess að jafnan séu til nægar birgðir af þeim í landinu til þess að fullnægja þörfum landsmanna.“ Og í ályktun verkalýðsmála- nefndar segir svo m. a.: „Þingið lítur svo á, að unnt hefði verið að koma í veg fyrir að verðlag hækkaði jafn mikið og raun hefir á orðið, einkum síðustu mánuðina, og telur ibrýna nauðsyn til bera, að gera nú þegar röggsamleg- ar ráðstafanir til þess að lækka verðlagið og halda dýrtíðinni í skefjum t. d. með afnámi nabsynjaskatta, há- marki flutningsgjalda, full- komu verðlagseftiriiti og myndun verðjöfnunarsjóðs til lækkunar á verði inn- lendra afurða til neyzlu í landinu.“ í dýrtíðarfrumvarpi Alþýðu- flokksins, sení lagt var fyrir þingið 1941, var haldið fast við þessa sömu leið, að nota strfðs- gróðann til þess að bæta bænd- um upp hinn aukna tilkostnað þeirra og gefa þeim aukna hlut- deild í hinum mikla stríðsgróða þjóðarinnar, eins og m. a. má sjá af eftirfarandi tilvitnun úr greinargerð frumvarpsins: „Hvað snertir innlendar neyzluvörur er ætlazt til, að fyrst og fremst sé höfð hlið- sjón af þeirri aukningu kaup- gjalds og annars framleiðslu- kostnaðar, sem orðið hefir síðan stríðið hófst, en þó auð- vitað tekið tillií til þess, ef verð á einhverjnmi vörtun hefir verið óeðlilega lágt eða hátt í stríðsbyrjún og þá einnig tíl þeirrar anknihgar, sem orðið hefir á þjóðartekj- uuum síðan stríðið Bóíst:“ Ég ætla, að þessar tilvitnanir ur hihum- opinbem tillögum Al- þýðuflokksins í dýrtíðarmálun- um sýni, að rógur Framsóknar- manna og annarra um það, að Alþýðuflökkurinn. hafi viljað sitja yfir hlut bænda og ekki unnað þeiim kjarabota^ eru al- gerlega ómaklegar og ósannar, enda hefði það verið í fullu ó- samræmi við stefrin þess f lokks. i fortíð og nútíð. Hitt er annað mál, að Alþýðu- flokkurinn hefir haldið uppi mótmælum gegn óhæfilegum hækkunum á afurðaverði, sem launþegunum sé bannað að vinna upp með kjarábótum, eins og Farmsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn und- anfarin ár hafa reynt að koma í veg fyrir. $ En nú kunna bændur að ; spyrja: Var ekki aiveg sama fýrir okkur hvor leiðin var far- I in;. leið verSjöfnunarinrar, sem : AJþýðuflokkurinn benti á, eða j Framsókn og Sj álfstabisf lokk- urinn ákváðu að fara? Hefði fyrri leiðin skki líka skapað verðbólgu? Og má okkur ekld á sama standa um verðbólguna? j Ég skal nu Ieltast við að svara þessum spurningum. Bæði bændur og launþegar vita, að mestur hluti verShælík- ananna á laiidbúnaðarafurðum fér til þess að greiða hækkað kaupirjald og annan tilkostnað, og að rnestur hluti kauphækkan- anna fer til þess að greiða liækk- aðan framfærslukostnao vegna hins hækkaða vöruvorðs. Svika- mylla. dýrtíðarinnar íekur mest af ágóðanum. Ef leið Alþýðufloliksins hefði verið fárin, hefði sá hluti kaup- hækkananna, sem fór eingöngu í það; að bera uppi hækkað af- urðaverð, verið umflúinn, og bændur hefðu þvi getað fengið meira í sinn hlut en eUa. 1'En hvaðan kemur mismumir- inn? spyrja menn máske. Frá strfðsgróðanum. Þessi lausn málsins hefði auðvitað verið gerð á kostnað stríðsgróða- mannanna, í stað þess að Fram- sokn vildi leysa málið á kostnað launastéttanna. En jafnvel þótt útkoman hefði verið jafngóð fyrir bænd- ur af því að fara verðhækkunar- leiðina til þess að byrj a með, þá á hún og þær kauphækkanir, sem hlutu að fara í kjölfar hehn- (Frh. á 6. síðu.) IiALDSBLÖÐIN leggja mikla stund á það þessa dag- ana að sannfæra fólk um það, að í raun og veru sé ekki um neitt auðvald eða íhald að ræða hér á landi. Ólafur Björnsson segir, að eignastéttin hafi engin hags- munasamtök með sér, og Vísir sagði í fyrradag, að íslendingar séu svo frjálslyndir, að íhalds- samir menn þrífist varla og sé því í raun og veru ekkert íhald til! Betur að satt væri. Máli sínu til sönnunar segir blaðið meðal annars: „Er það út af fyrir sig athyglis- vert fyrirbrigði, að allir flokkar hafa sameinazt um að ríkið reisti og ræki ýms fyrirtæki, t. d. póst og síma, sem ríkið hefir einkarétt á, og svo önnur fyrirtæki, sem ein- staklingunum er heimilt að keppa við, t. d síldarverksmiðjur ríkis- ins.“ Það er sízt að furða, þótt Vísi, jafn rótgrónu íhaldsblaði finn- ist það lofsvert frjálslyndi hjá íhaldinu, að það skuli ekki fjandskapast gegn því, að ríkið reki póst og síma! Hitt er ann- að mál, að öllum þorra manna mun finnast þetta lítið til að hæla sér af. * Það má segja um íhaldsblaðið „Storm“, að „betri er belgur en bam“, því að forráðamönnum Sjálfstæðisflokksins mun stund um finnast biaðsnepill þessi ó- þarflega kjöftugur um það, sem gerist á sjáHstæðisboimilinu. Nýlega lýsir blaðið ástandinu innan flokksins rajög átakan- lega, í hvatningu sinni til sjálf- stæðismanna fyrir næstu kosn- ingar. Þar segir svo: „Smárígur og kritur innan flokksins vérður því að hverfa og flokkurinn verður að ganga heill og óskiptur að þessum geysilega þýðingarmiklu kosningum. Og hann verður að ganga að þeim ineð forsjálni og atorku. Hann verður að nota vel þenna stutta tíma sem eftir er til þeirra og frambjóðendurnir mega ekki liggja á meltunni fram til síðustu stund- ar, enda þótt andstæðingamir gangi berserksgang og unni sér engrar hvíldar. Og hann verður að nota blaðakost sinn vel. Ritfær- ustu mennimir verða að beita penna sínum, e n meðalmennskan að hverfa. Og hann má ekki þola þaö að flokknum séu bakaðar ó- vinsældir með því að ívihiað sé I einstökum mörrnum eða ; téttum. | Klíkuhugsunarhíátturinn verður að hverfa, en í þess stað að koma j frjáls, djarfmannleg einurð og vel- j viljuð en skörp gagnrýni á því, sem miður er í fari flokksins og forustumanna hans.“ „Kritur“, „klíkuhugsunar- háttur“ o. fl., falleg lysing á „bandaríki allra stétta“! Og „meðalmennskan“ verður að hverfa af ritvellinum. Veslings Valtýr, Jón, Árni og Kristjánl Laun heimsins eru vanþakfc™ læti!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.