Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. ágúst 1942. ALÞYÐUBLAÐK) s Louis Mountbatten og hinar brezku víkingasveitir hans. ÞAÐ var Winston Ghurchill, sem gaf víkingasveitunum ensku nafnið. Þessar sé-rstoku hersveitir voru myndaðar eftir Dunkirk-oirustifna. Churchill kallaði þessu naíni skæruhópa Búanna í Búastríðinu, sem hann tók sjálfur þátt í. Það voru illa æfðar, en vel útbúnar, sveitir 300—400 Búa, sem tóku minna tillit til hermannlegrar snyrti- mennsku en þess, að skaða og drepa enska hermenn. Það var heldur engin sérstök snyrtimennska yfir fyrstu brezku víkingasveitunum, starfi þeirra og fyrsta foringja. Það var Sir Roger Keys, flotafor- ingi, roskinn maður, sem getið hafði sér frægð fyrir árás á kaf- bátahöfn í Zeebrúgge í fyrri h.eimsstyrjöldinni. Hann stofn- aði nú fyrstu víkingasveitirnar og æfði þær í Skotlandi. Menn ihans voru blátt áfram árásar- menn, sem áttu að skjóta naz- isttmi skelk í bringu, safna upp- lýsingum og gera óvinunum þá bölvun, sem hægt var. í hálendi Skotlands hlutu liðs menn og foríngjar sömu hörðu æfinguua. Allt voru þetta sjálf- boðaliðar, sem verið höfðu að minnsta kosti átján mánuði í venjulegri herþjónustu. Flestir eru þeir úr brezka hernum, en Ifka eru þar nokkrir . Kanada- menn og Ástralíumenn. Að því er bezt verður vitað, hafa engir sjáKboðaliðar frá Bandaríkjun- um verið teknir. Víkingasveit- irnar eru frjálslegar og sjálf- stæðar einingar í hinum brezka her. Til að auka sjálfstæðis- kennd víkinganna eru þeir látnir kaupa sér sjálfir mat og sjá sér fyrir húsnæði. Þeir verða að kunna að veiða, klæða sig rétt og elda mat. Þeir verða að kunna að læðast um í fjölliun, skógum og ökrum, án þess að eftir þeim sé tekið. Tak- ist einhverjuxn svo klaufalega á slíkum æfingum, að eftir hon- um sé tekið, þegar hann er að læðast, fær hann munnlega á- minningu. En komi það fyrir aftur, er skotið ofan við höf- uðið á honum, og komi það fyrir í þriðja sinn, flýgur kúla rétt við nefið á honum. Þetta segja þeir að kenni sér fljótt að fara varlega. En fyrst og fremst verða vík- ingamir að læra að drepa menn. Þeir eiga að gera það hljóðlega. Eftirlætisvopn þeirra er langur, beinn hnífur, tvíeggjaður og ibeittur sem rakhnífur, og er borinn í skeiðiun. Þeir brýna vopn sín sjálfir og kunna vel að fara með hnúajárn með göddum. Þeir kunna jiu-jitsu. Þeir berjast hrottalega og lengi hver við annan á æfingum og beinbrjóta stundum hver annan. Eigi þeir að taka þátt í næturárásum, lita þeir hendur og andlit og eru í svörtum klæð- um, sumpart til að leyna, sum- part til að vekja ógn og skelf- ingu. Þjálfun víkingasveitanna hef- ir haf t mikil áhrif á allan brezka 'herinn, og einjstök atriði úr henni liafa verfð tekin upp í æf- ingakerfi enska hersins. Jafnvel í gömhi varðsveitunum hef ir ver ið hætt að leggja eins mikla stund á reglubundið hergöngu- lag, en æfingar undir raunveru- legar orrustur tekna í staðinn. Pandaríkj amenn hafa líka lært nofekuð af þeim. Menn úr Bandaríkjaflotanum hafa kynnt sér aðferðir víkingasveitanna og komizt að raun um, að þar er er margt' líkt og í aðferðum flotans. Af ástæðum, sem ekki eru kunnar, skipti Churchill skyndi- lega um yfirstjórn víkinga- sveitanna í fyrra. Sir Robert Keys fékk lausn, en Lord Louis Mountbatten kom í stað- inn. Ef til vill var aldursmunur þessara tveggja manna nægileg ástseða; lávarðurinn er fjörutíu og eins árs og 28 árum yngri. Sir Roger varð hinn versti og sagði, að skrifstofuherrarnir í hermálaráðunytinu hefðu rutt sér úr vegi til þess að fá tangar- hald á hinum sjálfstæðu vík- ingasveitum. En Mountbatten lávarður hefir nú töghn og hagldimar, hvað sem gamli maðurinn segir. Og til þess að hann gæti haft ítök í ölkutt þremur aðaldeild- um hersins, var hann nýlega hækkaður úr því að vera com- modore upp í flotaforingjatign og fékk háa heiðurstitla bæði í lofther og landher. Svo alhliða herforingjatign hafa engir aðr- ir en frændur hans, George VI. og bræður hans þrír. . Louis lávarður er að ætt, og uppeldi maður flotans. Haim er skyldur og tengdur mörgum konungsfjölákyldum í Evrópu, líka þeim, sem enn sitja að völd- um. Móðir hans var Viktoría prinsessa af Hessen, en amma hennar var Viktoría drottning. Faðir hans var Louis Alexander prins af Battenberg, Þjóðverji, sem varð enskur rkisborgari 1868 og var í flotanum í 51 ár og yfirflotaforingi þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út. Þeg- ar stríöið var byrjað fannst Bretum þýzka nafnið Batten- berg óviðfeldið, og ári eftir að Louis lávarður, þá 14 ára gam- all, var orðinn nýliði í flotanum, dró Louis prins sig í hlé frá flotastjóminni. 1917 þýddi hann nafn sitt á ensku og kallaði sig Mountbatten. 'Louis var sem nýliði á tveim- ur f laggskipum Beatty s f lotafor- ingja (Lion, Queen Elizabeth). Konunglegt ætterni hans hefir áreiðanlega ekki flýtt fyrir hon- um að hækka í tigninni; mið- skipsmaður var hann 1916 og lágtsettur liðþjálfi þegar stríð- inu lauk. Þegar núverandi heimsstyrj- öld hófst, var Louis lávarður yfirmaður fimmtu tundurspillá- flotadeildar. Þrem mánuðum seinna lenti fánaskip hans, hinn nýi tundurspillir Kelly, á tund- J $ s s £ Víkingar ganga á land. Mountbatten. urdufli í Norðursjónum. Louis lávarður gat komið skipi sinu heim og fékk sér annað fána- skip, þar til búið var að gera við Kelly. í maímánuði skaut kafbátur tundurskeyti að Kelly. Louis lávarði og skipshöfninni tókst að koma skipinu heim. f nóvember 1940 var skipshöfn- in komin um borð í tundurspill- inn Javelin. Þá stjórnaði Louis lávarður árás á þrjú þýzk árás- arskip. Á flóttanum skutu þýzku orrustiiskipin tundu^skeytum. Tvö þeirra lentu á Javeliq. En ennþá kom Louis lávarður skipi sínu til hafnar. Nú tók Louis lávarður við Kelly, sem búið var að gera við tvisvar sinnum, og fór með harm suður í Miðjarðarhaf. 23. maí 1941 var hann með Kelly í orr- ustunni um Krít. í það sinn korn hann skipi sínu ekki heilu til hafnpr. Steypiflugvél réðst á Kelly og hann sökk á 70 sekúndum. Louis lávarður og fáeinir af mönnum hans kom- ust undan. Standandi á björgun- arfleka lét hann menn sína hrópa húrra fyrir Kelly. Með Kelly missti hann tvo dýrmæt- ustu muni úr eigu sinni, vindla- kveikjara úr silfri frá frænda sínum, hertoganum af Windsor, (Frh. á 7. síðu.) Hvað er að frétta um sfldina? —- Spurningum rignir yfir blöðin, en enginn fær svar. — Bréf frá útgerðar- manni um sfldarfréttaleysið. 1-7 VAÐ ER AÐ FRÉTTA um síldina? Hvcmig er veiðin? Hvað er Ólafur Bjamason kominn hátt? Er hún feit? Hvar fæst það, sem veiðist? Hveraig: er veðrið á miðnnum? Svona spitrningnm rignir yfir okknr, sem vinnum við blöðin. En við vitum ekkert, fáum engar fréttir, okkur er bannað að skýra frá síldarfréttum, við vitum ekkert hvort nokkur veiði er eða mikil. ÞETTA GETUR allt verið gott og blessað. Herstjórnin veit bezt hvað hagkvæmast er í slíkum mál- um. Henni er kunnugast um það hvað pað er. ™m bezt kæmi óvin- um banda -'a’ a að vita héðan af íslandi. Það er ekki með gíöðu geði að við þegjum um síldina núna, því að allt eiru fréttir. Það eru lika fréttir þó að engin síld veiðist. Um þetta leyti hafa síldar- fréttirnar verið vinsælustu frétt- imar í meira en heilan áratug. „tÍTGERÐARMAÐUR“ skrifar mér um þetta í gær. Hann segir: „Mér er sagt að herstjómin hafi óskað eftir því að blöðin segðu ebki fréttír af síldveiðunum. Okk- ur kemur það illa að ekkert skuli vera á þær minnzt og áfelllst ég þó ekki Möðin og eiginlega heldur i faerstjóraina. En ég spyr: Er ekki hægt að hafa einhverja aðra aðferð til að ná sama árangri?“ ,MÉR SKILST að blöðin megí ekki segja fró síldarfréttunum vegna þess að blöðin geti borizt vestur um haf og þaðan til stöðva, sem andstæðingar bandamanna gætu fengið fréttir frá. Ég gæti að minnsta kosti vel trúað því að þannig Iægi í málinu. Aðalatriöið er því ekki það, að íslenzk blöð birti ekki síldarfréttir, heldur hitt, að íslenzk blöð berist ekki til útlanda." „MÉR FINNST ÞVÍ, að rýmka ætti til um leyfi fyrir fréttaflutn- íngi, en stöðva híns vegar flutning á íslnnzkum blöðum vestur um haf. Ég býst ekki við því að blöðin hafi svo marga kaupendur í Amer- íku, að þetta sé neitt til tjóns fyrir þau. Hins vegar er það til hags fyrir þau að geta skýrt okkur heimamönnum frá helztu fréttum. Eg leg þgví til að íslenzk blöð verði ekki; send út að sinni, en síldarfréttabannið verði upphafið þegar í stað.“ ÉG HEFI EKKI þekkingu á því, hvort gerlegt er að framkvæma þessa tillögu útgerðarmannsins. En. það kotrtar að minnsta kosti ekk- ert að koma henni áleiðis til þeirra, sem þessum múlum ráða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.