Alþýðublaðið - 02.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.08.1942, Blaðsíða 6
6 Afmæli Noregskonnngs ALÞÝOUBLAÐIÐ Sunnudagur 2. ágúst 1942. Fræglr prófessorar Framh. af 5 s.íðu. sjómannaheimilin og sjómanna- hótelin; sjómannakirkjurnar, herdeildir þeirra á sjó og landi og allar stjórnarskrifstofumar. Hann hefir orðið hið lifandi ein- ingartákn allra Norðmanna þeirra, sem um þessa mundir heyja baráttuna utan landsteina Noregs. Samband konungs og stjórnar .og allra æðri starfs- manna hefir byggzt á gagn- kvæmum skilningi og trausti. Einstakir meðlimir stjórnarinn- ar, þar á meðal forsætisráðherr- ann; hafa setið í ríkisráði kón- ungs í sjö ár. Konungurinn hefir deilt örlögum þeirra í hlíðu og stríðu og er orðinn á- gætur vinur þeirra. Konungurinn hefir alltaf haft náið samband við þá, sem bar- áttuna heyja heima fyrir. Hann hefir lagt mikla áherzlu á að fá að tala við alla þá Norðmenn, sem komið hafa heiman að sem flóttamenn og hafa farið yfir Norðursjóinn eða komizt á ein- hvern annan hátt. Hann hefir líka við mörg tækifæri flutt út- varpsræður til þjóðar sinnar í Noregi. Fólkið heima hefir van- izt því í þrengingum sínum og söknuði undir nazistastjórninni, að sækja sér traust og ráðlegg- ingar í hin rólegu og festulegu orð konungsins. Hann hefir stöðugt vaxið í áliti þjóðarinnar og nafn hans eitt nægir til að efla mótspymuna gegn kúgur- unum. Hákon konungur er orð- inn hið sameiginlega tákn allrar norsku þjóðarinnar. Starf Hákonar konungs í Bretlandi er í beinu áframhaLii af starfi hans heima í Noregi. Án skrauts og viðhafnar ein- beitir hann sér að þeim störfum, sem fyrir honum liggja — þeim skyldustörfum sínum að vera á- samt ríkisstjórninni í fylking- arbrjósti í baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi og sjálfstæði. Líf hans er einfalt og óbrotið, og hann er til skiptis á ríkisráðs- fundum í London og viðstaddur óbrotnar móttökuathafnir í norska sendiráðinu, og þess á milli dvelst hann á heimili sínu úti í sveit. Hann er mjög önnum kafinn. Frístundum sín- um ver hann einkum til að lesa 'blöð. Hann fylgist mjög vel með í gangi styrj aldarinnar og með lestrinum aflar hann sér þekk- ingar bæði á norskum málum og alþjóðamálum. Hann hefir furðulega glögg- an skilning á stjórnmálum og hefir gefið ráðherrum sínum vinsamleg ráð, þegar vandi hefir verið á höndum, einkum í þeim vandamálum, sem skapazt hafa síðan 9. apríl 1940. Þær ráð- leggingar hafa orðið Noregi til ómetanlegs gagns. Þeir, sem eiga viðræður við konunginn, verða hrifnir af því, hvað hann er innilegur og laus við að vera hátíðlegur. Þeim verður það fljótlega ljóst, að hann er lát- laus maður, sem er fljótur að greina innantóm orð og hégóma frá alvörunni, og hefir óbeit á smjaðri og fláttskap. Hann er fastur fyrir og viljasterkur, en jafnframt hefir hann kímnigáfu og hefir alltaf gaman af góðu spaugi. En fyrst og fremst hefir Hákon konungur djúptækt sið- ferðiþrek til að ;bera*, og það er ef til vill sú sanna orsök þess, að hann er mikilmenni. ÁVARPIÐ (Frh. af 5. síðu.) eru^ heyja ef til vill frélsisbar- áttu sína með öðrum aðferðum. Vér höfum aðeins þessa einu leið. f dag þökkum vér kcnungin- um fyrir að hann hefir bent oss á hana. Einn sjálfstæðismað- UR sagði það í vor, all- hróðugur, eftir dr. Alexander Jóhannessyni, að tíminn myndi nú verða notaður meðan Sjálf- stæðismenn sætu að völdum. Nokkru síðar komu blöðin með þá fregn, að nú ætti að fara að vanda betur til háskóla- kennara en áður hefði verið. Var forsætisráðherrann, Ólafur Thors, búinn að gefa út reglu- gerð um hvernig ætti að velja háskólakennara, en hún er þannig, að veitingarvaldið er raunverulega tekið úr höndum þeirra, sem hafa það að lögum, og fengið í hendur háskólakenn- urunum, sem fyrir eru, og er mælt að fræðimennirnir Alex- ander Jóhannesson og Niels Dungal hafi ráðið mestu um 'þetta. Er almenningi nokkuð kunn fræðimennska dr. Alex- anders, en til skýringar á fræði- mermsku Dungals er saga sú, er hér fer á eftir: Árin fyrir stríðið voru Þjóð- verjar að reyna að vingast við ýmsar þjóðir, til þess að ná fót- festu í landi þeirra (meðal ann- ars við íslendinga). Var einn liðurinn í starfi þessu að bjóða fræðimönnum til Þýzkalands, til þess að halda þar fyrirlestra, og mæltu nazistavaldhafarnir þýzku svo fyrir við þýzkan há- skóla, að hann skyldi bjóða ís- lenzkum fræðimanni að halda tvo fyrirlestra við háskólann. Nú er það svo í Þýzkalandi, að það er siður þar, að þeir, sem eitthvað eru eða eitthvað geta, bera það utan á sér, að þeir séu miklir menn, þ. e. að þeir eru þeim mun merkilegri með sig, sem þeir eru frægari eða í meiri metorðum, og er þetta eitt af fegurstu blómum hernaðarand- ans þýzka. Þegar þetta er at- hugað, þarf engan að undra, að Þjóðverja rhéldu að Niels Dun- gal væri mesti fræðimaðurinn hér við háskólann. Var honum boðið að halda tvo fyrirlestra við þennan þýzka háskóla. Átti annar fyrirlesturinn að vera um ísland, en hinn um fræðigrein Dungals. En hvað skeður? Þeg ar þessi merkilegi fræðimaður er búinn að halda fyrri fyrir- lesturinn, þá afþakkar háskól- inn hinn síðari. Nú er það reyndar svo, að Þjóðverjar hafa í mörg ár vanizt þunnri súpu, og að háskólum þar hefir farið mjög hnignandi undir einræði nazista, enda hafa um 2000 vís- indamenn verið handteknir þar, eða verið reknir úr landi. En margir háskólar voru enn ekki nema að nokkru leyti á valdi nazista, og svo var um þenn- an. Þeir, sem honum réðu, vildu ekki eiga á hættu fyrir hönd hans andlega næringarsjúk- dóma, og álitu að landið, sem gert hafði þennan mann að há- skólakennara, væri bezt að hon- um komið sjálft. Þetta er nú sagan um hvernig herra Niels Dungal jók hróður íslands. En svo vikið sé aftur að því, sem grein þessi hófst á, að um leið og Ólafur Thors ákvað, að háskólakennarar, sem teknir yrðu í framtíðinni, yrðu að ganga undir próf hjá þeim Dun- gal og Alexander Jóhannessyni, þá gerði hann mann að nafni Ólaf Björnsson að háskólakenn- ara. Verður það ekki skilið á annan veg en þann, að forstjóri Kveldúlfs og ríkisstjórnarinnar j álíti að þessi nafni hans skari ! svo fram úr, að hann sé að minnsta kosti jafnsnjall Alex- ander og Dungal (og er satt að 1 segja ekki ólíklegt að svo sé). Hefir þessi Ólafur Björnsson ar í Morgunblaðið, og lætur þar með almenningi í té gott sýnis- horn af fræðimennsku sinni og rökvísi. Verður vísindamennska þessa nýja háskólakennara rædd í annarri grein. P- Verðlagsefíirlltið. Framh. af 4. síðu. að taka tillit til slíks, nema fylgjast mjög nákvæmlega með rekstri hverrar verzlunar, og auk þesjs gætu breyitingaír á veltunni orðið sitt hverjar hjá einstökum verzlunum, en á- lagningarákvæði yrðu að vera hin sömu fyrir alla. En ekki skaðar þó að gera sér grein fyrir áhrifum breytinga á veltunni í þessu sambandi, þ. e. a. s. fyrir því, að haldist álagningartalan óbreytt, en aukizt vörusala kaupmannsins, græðir hann meira en gert var ráð fyrir, þegar álagningartal- an var ákveðin, og öfugt. Niðurstaðan af þessu er því sú, að sé verðlagseftirlitið fram- kvæmt með því að ákveða há- markshundraðstöluálagningu, hlýtur viðleitni kaupmanna til þess að kaupa ódýrt að bíða hnekki, auk þess sem erfitt get- ur verið að komast að raun um rétt kaupverð, og eigi tekj- ur þeirra, sem verzla, að hald- ast óbreyttar, yrði að gera mjög tíðar breytingar á álagningar- tölunni, þ. e. a. s. þegar inn- kaupsverð vörunnar og velta verzlunarinnar yfirleitt breyt- ist, en hið síðast talda. er mjög erfitt í framkvæmd. Þessir gallar í þeirri aðferð, sem nú er aðallega beitt, eru þó svo þýðingarmilir, að engan veginn verður fram hjá þeim ^engið. Og þa8| má hiklaust telja beina brutto-álagningu miklu heppilegri þ. e. a. s. að ákveða beina (absolut) álagn- ingarupphæð á ákveðið vöru- magn, ákveðinn aurafjölda á sykurkílóið, ákveðinn krónu- fjölda á kolatonnið o. s. frv. Þá hætta þeir, sem verzla að hafa hag af dýrum innkaupum, breytingar á kaupverði vör- unnar hefðu þá engin áhrif á álagninguna, en það yrði hins vegar hagur hverrar verzlun- ar, að reksturskostnaður henn- ar yrði sem lægstur. Það sem sagt var hér að f ram- an um breytingu á veltunni, ætti að vísu við eftir sem áður. Aufkist vörusala kaupmanns, græðir hann meira en gert var ráð fyrir, þegar álagninsupp- hæðin var ákveðin og öfugt. Ykist sala ákveðinnar vöru yfirleitt í landinu, mætti lækka álagningarupphæð 'hennar, en þótt einstökum kaupmanni tækist að auka söluna á henni og hagnaðist á því umfram það sem gert var ráð fyrir, er ekkert við því að gera og raun- ar ekkert við það að athuga, megan sá gróði er ekki óhóf- legur og ágóði annarra af að verzla með sömu vöru hefir ekki aukizt svo, að ástæða sé til lækkunar á álagningarupp- hæðinni. Reyk|a vikarmétið s Fram og Vikiogar beyja fjrrsta leiUoi. AKVEÐIÐ er, að jélögin Fram og Víkingur heyi jyrsta knattspymukappleikinn, sem jram jer á Reykjavíkur- mótinu, sem hejst á jimmtu- dagskvöldið. Dómari verður Sigurjón Jónsson, en varadómari Þorst. Einarsson. Annar kappleikurinn fer fram á sunnudaginn kemur og keppa þá Valur og KR. Dóm- ari verður Guðjón Einarsson, en til vara Baldur Möller. Jón Norðfjörð, leikari, frá Akureyri er staddur hér í bænum. Mun hann bráðlega leggj- ast inn í Landakotssjúkrahús sér til heilsubótar. Hann dvelur nú við Hringbraut 50, sími 5530. Litfríð og ljóshærð, og létt undir brún, handsmá og hýreyg, og heitir .... Kominn heim Páll Slgnrðsson læknir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.