Alþýðublaðið - 05.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.08.1942, Blaðsíða 6
V 6 MJÞmmmLjmm Miðvikadagux’ 5. ágiist 1M2> „Lýðræðið“ Framh- af 4. síöu. fara, hverjir ráða framboðun- um, það eru samtök undir for- ustu kommúnista. En ef nú samt sem áður ein- hverjir skreiddust inn á Sovét- þingið, án þess að vera nægi- lega trúir eða á réttri línu, þá hefir 49. gr. stjórnarskrárinnar að geyma öryggisráðstafanir, til þess að koma þeim óþægu eða ranglínumönnum burtu, þar segir svo: „Forseti Æðstaráðs Sov- étríkjanna hefir það hlut- verk: . ... f. að veita ein- , stökum þjáðfulltrúum lausn frá störfúm og tilnefna aðra í þeirra stað milli þinga Æðstaráðs Sovétríkjanna og eftir tillögum forseta þjóð- fulltrúaráðs Sovétríkjanna, en öðlast verða slíkar ráð- stafanir samþykki Æðstaráðs Sovétrikjanna eftir á.“ Auk þess hefir Æðstaráðið einnig það hlutverk; „að túlka gildandi lög Sovétríkjanna og gefa út tilskipanir“ (b—liður) og nema úr gildi úrskurði og fyrirskipanir þjóðfulltrúaráðs- ins (e-liður). Þannig er þessu fyrir komið í Sovétríkjunium, tsamkvæmt stjórnarskránni og í allri fram- kvæmd: 1. K.ommúnistaflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, er má starfa í þessu ríkja- sambandi. 2. Kommúnistar stjórna öllum félögum og samtökum. 3. Kommúnistar einir og félög og samtök undir stjórn þeirra, hafa einir málfrelsi, prentfrelsi, fimda- og sam- komufrelsi. 4. Kommúnistar og samtök þéirra ráða einir hverjir eru í kjöri til þings. 5. (Fámennir forystuhópar kommúnista (Æðsta ráðið) getur sett þingmenn af og skipað aðra í þeirra stað, túlkað gildandi lög og gefið út tilskipanir, og numið úr gildi úrskurði og fyrirskip- anir. 6. Josep Stalin er mestráðandi eða jafnvel einráðandi í kommúnistaflokki Sovét- ríkjanna. Það verða ekki með rökum neinar brigður á það bornar, að í Sovétsambandinu er fullkomið og skefjalaust einræði, sem ér algerlega andstætt hugtaki okk- ar norrænna manna um lýð- ræði. íslenzkum kommúnistum væri skynsamlegast og eðlileg- ast að viðurkenna þetta af- dráttarlaust, en halda í stað þess fram, líkt og Ólafur Björns son hagfr., að ekki sé hægt að framkvæma sósialismann með öðrum hætti. En þar eru jafn- ajða^mei^n á öðru máli. Þeir telja það ósamrýmanlegt jafn- aðarstefnunni að framkvæma hana og viðhalda með einveldi, ofbeldi og ófrelsi, þar skilur á milli. Á þingi brezka Alþýðuflokks ins í maí s. 1., flutti forseti Al- þjóðasambands jafnaðarmanna hinn frægi; gamli hollenzki jafnaðarmannaforingi, Camille i Rússlandi. Huysmans, ávar.p, þar sem hann sagði meðal annars: „Ef vér trúum á alþjóða- hyggju, þá trúum vér einnig á MANNRÉTTINDJ. En vér lýsum yfir, og leggjum á- herzlu á það, að stjórnmála- leg og fjárhagsleg nýsköjrun heimsins, ÁN FRELSIS, verður aldrei samþykkt af nokkrum• jafnaðarmanni.“ Frelsið og mannréttindin, eru fegurstu einkenni jafnaðar- stefnunnar. En þau vantar al- gerlega í hugarheimi auðvalds- og einræðishyggjunnar. Þess- vegna vilja jafnaðarmenn af- nema auðvaldsskipulagið, og úti loka einræðið og ofbeldið í hverri.mynd, sem það birtist. Fáein orð um Finna og Tanner. Þjóðviljinn og íslenzkir kommúnistar yfirleitt hafa, sér- staklega frá því í desemberbyrj un 1939, naumast átt nógu klúr smánar- og skammaryrði, er ekki þætti viðeigandi að nota mn finnsku þjóðina og jafnaðar mannaforingjann Tanner. Allir lýðræðissinnir og jafnaðar- menn á Norðurlöndum harma það sérstaklega, að lega og af- staða Finnlands, ásamt ofríki og ofbeldi Rússa, skyldi hafa leitt þessa ágætu menningarþjóð til tímabundins og takmarkaðs sahnstarfs við Hitltírs Þýzka- land_ í yfirstandandi styrjöld. Og engir harma það meira en finnskir jafnaðarmenn. En erfða óvinurinn í austri réð þar mestu um. Árás Rússa á Finna í byrjun des. 1939 verð- ur aldrei varin, með nokkurri sanngirni eða réttlæti. Og þeg- ar þeim þætti hins rússnesks- finnska stríðs lauk, með miklu landtapi Finna, ógurlegum blóðsúthellingum og gífurleg- um fjárhagsfórnum af þeirra hálfu, reyndu Finnar til hins ítrasta að halda gerða friðar- samninga. En alltaf voru stöðug ar hótanir í þeirra garð af hálfu Rússa. í júní 1941, rétt áður en síðara stríðið brauzt út á millí þessara ríkj a; var svo að orði komizt í kommúnistablaðinu Pravda í Moskva, að Finnland ætti að afnema af yfirborði jarðarinnar, sem sjálistætt ríki. Var nokkuð undarlegt þó Finn- ar gripu til vopna og verðu sig? Þeir einir, sem eru .blind- aðir af ofstæki kommúnista og’ Rússadýrkun, verja ágengni og ofþeldi Rússa gegn Finnum. í aðalmálgagni finnskra jafn- aðarmanna, ;Suomen Sosial- demokratti, segir í ritstjómar- grein um síðustu áramót, að stríð Finna væri háð í ferföld- um tilgangi: að vernda til hins ýtrasta frelsi finnsku þjóðarinn ar, að vernda lýðræðið í land- inu, til þess að geta haldið á- fram félags- og fjárhagslegri þróun í áttina til fullkomins þjóðskipulags, og að halda fast við samvinnu og samband Finn lands við hin Norðurlandaríkin. Undir þetta taka allir finnskir jafnaðarmenn. Og allir jafnað- armenn á Norðurlöndum óska einskis frekar en að Finnar geti framkvæmt öll þessi atriði. Og svo er það Tanner. Hann hefir staðið í fyllkingarbrjósti fhmskra j afnaðarmanna og þjóð ar sinnar um langt skeið. Hann er einn af vitrustu og beztu alþýðuleiðtogum á Norður- löndiim. Hann er ágætur þegn síns lands, fullkominn lýðræðis sinni og ein af stýrkustu stoð- um norrænnar samvinnu, bæði meðal alþýðuflokkanna og norrænu þjóðanna. Hann hefir afrekað stórvirki fyrir finnska alþýðu, sem lögfræðingur og stjómmálamaður, varið rétt- indi hennar og sótt fram til margra sigra. Hann er auk þess einn af heimsins þekktustu samvinnumÖnnum, forseti al- þjóðasamb. samvinnumanna og forstjóri hins fræga Elanto- samvinnufélags í Finnlandi, er hefir haft ómetanlega þýðingu fyrir éfnalega og menningar- lega viðreisn finnskrar alþýðu. Og í því sambandi dettur mér í hug saga, er hihn kunni sænski samvinnumaður og rit- stjóri Thorsten Odhe (höfund- bókarinnar „Moderna Island“), sagði af ferð sinni frá Rúss- landi, er hann hitti þar rúss- neskan samvinnufrömuð. Odhe sagði honum .að henum fyndist samvinnuhreyfingin, eins og yf irleitt aðrar greinar alþýðu- hreyfinganna é Norðurlöndum vera miklu fullkomnari og betri þar en í Rússlandi. Rússinn svar aði blátt áfram, að það kæmi sér ekki á óvart. Ennþá ættu Rússar eftir langa baráttu, til þess að ná þeim ágæta árangri, er alþýðuhreyfingin á Norður- löndum, í öllum sínum mynd- um hefði þegar náð. Og sinn þátt í þeirri þróun hefir Tanner átt. Þess vegna eru íslenzkir kommúnistar þess allra síst um komnir, að bera hann látlausum brigzlum, á þeim örlágaríku og erfiðu tímum, er nú geisa yfir land hans. En hann rnun standa jafn réttur eftir sem áður. Sag- an fellir síðan sinn dóm, og þeim dómi þarf Tanner ekki að kvíða. En það er annar finnskur mað ur er ekki mun fá sama dóm. Það er finnski kommúnistinn Kuusinen. Hann hefir dvalið lengi í Rússlandi. Og þegar Rússar réðust inn í Finnland veturinn 1939, stofnaði Kuusin en finnska leppstjórn í hinum hernumda hluta Finnlands. Sú stjórn stóð að vísu ekki lengi. En hann var á góðum vegi þá, að vinna sér álíka sæti á spjöld um sögunnar, eins og Quisling hefir gert 1 Noregi. En örlögin björguðu honum, að minnsta kosti í bráðina. Og þögnin er hið eina skjól, er hann og hans líkar hafa. Stefán Jóh. Stefánsson. Hernumdu þjóðirnar (Frh. áf 5. síðu.) - hægt er að læra af allri reynslu. Við erum ekki svo heimskir, að við gerum okkur í hugarlund, að í höfðum okkar sé stjórn- málavizka allra tíma saman komin. Sé það svo. að við verð- urn að sækja eitthvað í Austur- veg, geta þeir þar margt áreið- anlega lært margt að Vestuf- löndunum. En fyrri reynsla mannkynsins hefir kennt okkur, að í mannlegu samfélagi verður bræðalagstilfinningin að vera sterk, og eins hitt, að öryggi þjóðanna sé því aðeins tryggt, að hjá þeim ríki þjóðskipulag hinna frjálsu borgara, sem eru jafnir fyrir lögunum. En póli- tísk reynsla hefir líka kennt okkur, að bræðralag og frelsi verða aðeins fullkomnuð með fjárhagslegu öryggi, — og það er hið sameiginlega markmið okkar, mannlegur þroski og al- þjóðafriður. Skilyrðislaust stríð. En nú einbeitum við okkur að þeim viðfangsefnum, sem fyrir liggja. Þegar þessi orð eru töl- uð, í maílok 1942, hefir stríðið staðið í meira en tvö ár. Og mitt í þessu skilyrðislausa stríði get ég tekið undir orð; sem sögð voru af presti og jafnaðar- manni og túlka tilfinningar allra hinna undirokuðu þjóða. „Ef Hitler gerði innrás í hel- víti, mundura vér öll styðja djöfulmn og hjálpa honum!“ Þar sem ég tala fyrir hönd margra hefi ,ég reynt að segja það eitt, sem við hugsum allir. Ég vona, að ég hafi verið nægi- lega orðvar til þess að særa engan, en nægilega skýr til þess að þið skiljið mig. Frelsi, jafnrétti, fcræðralag. Félagi okkar, Pólverjinn, Adam Ciolkosz, hefh: nýlega minnt okkur á það í einni af greinum sínum, að fyrir 150 árum síðan hafi þjóðirnar á meginlandinu litið á Frakkkmd sem merkishera frelsis og þjóð- félagsumbóta. Nú, segir hann, er England komið í stað Frakk- lands. Ég er viss um, að þessi orð vinar míns eru sönn, því að nú eru allar þjóðir okka sann- færðar tun það, að kjörorð frönsku byltingarinnar — frelsi jafnrétti og braaiðralag,-á eftir að vera' lýðræðislegur raunveruleiki, — með forystu ykkar og sameiginlegu átaki okkar allra. Hringið i síma 490 og gerist áskrifendur að AlÞýðubMinn. Auglýsið i Alþýðublaðinu. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. liður í hagsmunabaráttu eigna- stéttarinnar á íslandi. * Ritstjóri Þjóðólfs var svo sem kunnugt er, ákafur Fram- sóknarmaður til skamms tíma, þótt nú hafi slétzt illa upp á vinskapinn. í síðasta blaði Þjóðólfs segir þessi gamli Framsóknarmaður: „Foringjar Framsóknarflokksins hafa. læst átthagafjötrunum að einjnkjunum, sem heyja vonlausa baráttu inn til dala og úti um annes á hrjóstrugum, lítt ræktuð- um jörðum. Þeir haía varið opin- ,beru fé til að reisa stórbyggingar á þessum stöðum, leggja þangað vegi og síma, jafnvel til að reisa nýbýli á berum holtum og órækt- uðum ihóum. Þessar óhreyfanlegu eignir hafa neglt einyrkjana fasta í einangruninni og fátæktinni, — neytt þá til að bjargast á opinber- um styrkjum og meinað þeim öll bjargráð, hversu sem kynni að blása í hinum búsældarle,gri hlut- um landsins, þar sem leggja ber grundvöll að landhúnaði framtíð- arinnar: Kappræktuðum sam- byggðum velmegandi bænda, er búa að öllum þeim skílyrðum, er landið hefir bezt að bjóða: Auð- ræktanlegri mold, jarðhata, raf- magni frá fallvötnum, öruggum og greiðum samgöngum við aðal- markaðsstaðina.“ Þetta er nú dómur ritstjóra Þjóðólfs um landbúnaðarpóli- tík síns gamla flokks, HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. vinnu — én ég vil, að þaö sé tek- ið upp þegar loksins er hægt að byrja á að fullgera hitaveituna. Það er öllum fyrir beztu — öllum til gleði, hagsbóta og ánægju. ÞAÐ ER SAGT, að við ís- lendingar höfum lfert léleg vinnu brögð síðustu árin. Eg veit ekkert um það, hvað hæft er í því. En ég veit það, að ef verkamennimir finna það, að þeir séu að vinna fyrir heildina — og allir sjá, að hitaveitan er hagsmunamál allra bæjarbúa, þá er hægt að setja meiri hraða í þessa vinnu en ýmsa aðra. YELJA MENN EKKÍ athuga þetta? Við þurfum að koma hita- veitunni úpp á sem allra stytztum tíma — og það væri sannarlega gaman að slá öll íslenzk vinnumet í sambandi við þetta ágæta mál, sem búið er að dragast svo herfi- lega lengi að framkvæma til fulls. „FERÐAKONA“ skrifar méfr: „Út af ummælum þínum um verð á veitingum við Hvítárbrú, vil ég taka fram, að ég fór norður á Ak- ureyri um miðjan júlí með áætl- unarbíl, og kom við á Hvítárbrú, og fékk morgunkaffi, og var það ólíkt betra en maður áttí annars að venjast. Kaffi eða mjólk gat hver fengið eftir vild og með því reglulega gott og fallega fram- reitt smurt brauð, sem hver gat borðað af nægju sína, því hvert fatið af öðru var borið inn — líka mikið af góðum kökum, áleit ég þetta fullkomna máltíð, og kostaði kr. 4,00 — og er sízt dýrara en alls staðar annars staðar og ólíkt betra og fjölbreyttara en maður á á venjast á gististöðum úti um land.“ Hannes á horninu. Vil kaupa notaðan hnakk og beizli. Upplýsingar í síma 5239.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.