Alþýðublaðið - 06.08.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.08.1942, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. ágúst 1942. ALÞYÐUBtAfHÐ 5 ROUSSEAU, kenningar BGAR, Frakkar gáfust upp fyrir tveim ,árum, tóku Vichymemiimir burtu áletrun- ina, eem venjulega hafði stað- ið á öllum opinberum bygging- umr Frelsi, jafnrótti, bræðra- lag. Þessi setning er frá dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar, og maðurinn, sem mótaði hana í iiug samtíðar sinnar var Rousseau. Þessi þrjú orð fela í sér meginatriði lýðræðisins, og á sttmdu sigursins munu hinir frjáisu Frakkar hefja þau aftur til vegs og virðingar. Enn þá er þetta hugsjónin, sem keppa ber að og því hafa þessi orð í sér eggjun fólgna. Er hægt að gefa þeim nútíma merkingu, sem hæfir hinu margbrotna lífi ald- ar vorrar? Við skulum athuga, hvort liin fræga bók Rousseaus um þjóðíélagsmál stenzt prófið. f raun og veru olli hún byltingu í hugarfari manna, og án henn- ar hefði franska stjómarbylt- ingin tekið aðra stefnu. Hún átti aðeins í samkeppni við eina aðra bók um vinsældir, en það var hin fræga bók Voltaires um heimspeki. Allir hugsandi menn á þeim tíma urðu að lesa aðrahvora þessa bók eða báðar. Allir ræðumenn í franska þing- inu vitnuðu í hana. Leiðandi hugsuðir þeirrar aldar urðu að taka afstöðjm með heaml eða móti. Og þegar hún kom fyrst út árið 1762, varð að prenta hana á Hollandi og smygla henni sem forboðnum ávexti til Frakklands. Þegar 'byltingin sigraði var höfundur hennar grafinn við hlið Voltaires. Það væri nokkuð djúpt tekið í árinni, ef sagt væri, að Rouss- eau og Voltaire hefðu talað Frakka út í byltinguna. Fjár- hagslegt vald franskrar milli- stéttar hafði aukizt mjög um aldarskeið, en hún hafði ekki tilsvarandi pólitískt vald. Svo sauð upp úr, þegar slæm upp- skera og harður vetur fylltu götur Parísar hungruðum verka mönnum, og konungurinn varð að játa, að fjárhirzla ríkisins væri tóm. En mennirnir, sem réðust á BastilluAa voru ekki hinir sömu og lásu Rousseau. Það, sem Rcusseau hafði gert, vaí að afvopna forréttindastétt- ina. Hinn veiklyndi og vingjarn- legi konung hafði lesið hann og ennfremur aðalsmennirnir og aðalsfrúmar. Árangurinn varð sá, áð á fyrstu dögum bylting- arinnar fl|eyg(5u þeir, frá sér lénsherraforréttindum sínum í einhverskonar göfugmennsku- kasti. Voltaire hafði kennt, að grimmd væri fyrirlitleg og dramb hlægilegt. Hann hafði barizt ævilangri baráttu fvrir málfrelsi og borgaralegu frelsi. En hann var enginn lýðræðis- sinni. Hann byggði allar vonir sínar á hinum menntuðu harð- stjórum aldar sinnar, Friðrik mibla og Katrínu Rússadroín- ingu, sem dáðust að ritum hans. En á jafnrétti hafði hann enga trú. Hnn jafnvel efaðist um um það, hvort ætti að kenna verkafólki að lesa. Seinna á ævi sinni, þegar hann komst að raun um, að úrsmiðir í Genf hans og lásu bækinvhans, féllst hann á, að faglærðir verkamenn fengju menntun, en algengt verkafólk mætti enga menntun fá. Persónuleiki og lií Rouss- eaus er alls ólíkt Voitaire. Hann var aldrei gestur þjóðhöfðingja og gat aldrei lánað þeim pen- inga, eins og Voltaire gerði. Hann var bláfátækur maður alla ævi og vann fyrir sér með því að afrita nótur fyrir fáeina franka á dag. Hann skorti hið töfrandi andríki Voltaires. Hann var munaðarlaus og óhamingju- samur í æsku og að mestu leyti sjálfmenntaður. Skapgerð hans var því jafn klofin og skapgerð Voltaires var heil. í hinni frægu bók sinni „Contrat social“ mixmist hann Genfarhorgar í æsku sinni. Hún hafði elcki, þegar hann mundi eftir henni, vikið langt frá jafhréttishugsjónmni. Bændur og iðnaðarmenn fengu að ráða sér sjálfir. Hann lýsir hinum hugsandi úrsmiðum, sem hann þekkti í æsku sinni. Það voru alltaf hlaðar af bókum meðal verkfæranna á vinnuborð um þeirra. En sannlei’kurinn var sá, að Genf átti ekki skilið hrifningu hans. Genfarbúar skipuðu hinum opinbera böðli að brenna hina hættulegu bók Rousseaus. Það er fjarri því að titill bókarinnar gefi hugmynd um frumleika hennar. Sú hugsun sem felst í honum hafði oft látið á sér bæra í meira en öld. En Rousseau hellir nýju víni í gamla belgi. Hinn þjóðfélagslegi samningur eða sáttmáli átti alls ekki að vera milli almennings og stjórnendanna,s heldur al- mennings sín á milli og hann átti að tryggja jafnrétti þeirra. Með einni setningu varpar Rousseau fyrir borð allri ein- staklingshyggju átjándu aldar- innar. Auðvitað datt honum aldrei í hug, að fólk myndi koma saman og gera undirrit- aðan og innsiglaðan samning. Það, sem hann er að reyna að skilgeina, er sá andi, sá sið- ferðisgrundvöllur og sú félags- lega samvizka, sem að lokum muni gera mennina frjálsa. í þessu þjóðfélagi frjálsra manna, sem njóta jafnréttis, lúta menn engu æðra valdi, þeir hlýða að- eins sjálfum sér. En það þurfti mikla dirfsku til að segja annað eins og þetta á Frakklandi á því herrans ári 1767. „Ríkið það er ,ég,“ sagði Lúðvík fjórtándi. í þjóðfélagi Rcuss- eaus gat sérhver borgari grobb að af hinu sama. Ef til vill finnst mönnum þetta vera innantómt gaspur. En Rousseau skýrir enn þá bet- ur við hvað hann á. Hann á við það, að við eigum sjálfir að ræða og samþykkja lög vor á opimberum fimdum, þar sem allir borgarar eru viðstaddir til að greiða atkvæðl, svo sem sið- ur var í borgalýðveldunum hér áður fyrr. Ef við eigum að verða varir við bræðralagstil- bækur. finningu gagnvart samborgur- um okkar, verða þeir að vera nágrannar okkar, sem við þekkj um mjög vel. Slíkt ^egir hann, að ekki sé hægt nema í smáum j ríkjum. Heimsveldi hneigist jafnan að harðstjórn og ein- ræði. Það er auðvelt að rekja margt af því góða, sem af byit- j ingunni leiddi, til Rousseaus og hugsjóna hans, en líka margt af villum hennar, en þið viljið ef til vill fremur athuga hvern arf vér hluíum eftir hann. Her- óp hans var: frelsi og jafnréíti, en hvað átti hann við með því? Ef þið lesið Contraí social eftir hann mun ykkur furða á því, hvernig hann notar orðið „frelsi.“ Samtíð hans leit á frelsið sem eitthvað óvirkt, neikvætt. Ríkið ætti ekki að skipta sér af því hvernig menn verzla, prenta rita eða trúa. Hjá Rousseau er frelsið eitt- hvað virkt. Menn eru frjálsir og ráða sér sjálfir. Frelsið birt- ist í umgengni okkar við sam- borgara okkar í þjóðfélagi, sem við erum einráðir í. Ef við þurfum að berjast, megum við ekki láta leigða hermenn berj- ast fyrir okkur. Þessi kenning hans varð til þess að þjóðher- inn var stofnaður, og byrjaði sigurferil sinn við Valmy. En harm telur það mestu mistök að löggjöf sé framkvæmd af þmg- fulltrúum. Englendingar halda skrifar liann, að þeir séu frjáls þjóð. Þeir eru það líka á kjör- daginn, en þegar hann er liðinn er frelsi þeirra þorrið. Hann ræðir mikið um þetta efni. En hann leysir málið á alltof ein- faldan hátt. En menn munu minnast hvernig jöfnunarmenn- irnir vildu leysa vandann með- an á borgarastyrjöldinni stóð, með árlegum þingum og rétti til að kalla þá fulltrúa heim, sem lenda á viMigötum. Það er líkt hugmynd Rousseaus. Hann sagði, að frelsið yrði að vera virkt, við yrðum að stjórna okkur sjálfir. Og þótt hann vildi að ríkið væri sterkt, eru hug- myndir hans umþjóðfélagið svo ólíkar hugmyndum nazista og himnaríki og helvíti. Þá eru það jafnréttishug- myhdir Rousseaus. Hann viður- kenndi það auðvitað, að menn- irnir væru misjafnir að gáfum og kröftum. Hann átti aðallega við það, að menn yrðu að vera jafnréttháir í ríkinu. Engar sér- réttindastéttir. En hvað þá um efnahagsmunin o Rousseau var ekki jafnaóarmaður í fjárhags- legum skilningi, þótt sumir lærisveinar hans væru það. Öld stórframleiðslunnar var þá ekki runnin upp. En hann sagði, að enginn mað- ur mætti vera svo ríkur, að hann gæti keypt annan mann, og enginn svo fátækur, að hann yrði að selja sjálfan sig. Án þessara skilyrða getum við ekki ö’ðlazt fullt frelsi. Auð- æfi voru einkum jarðeignir á (Frh. á 6. síðu.) Það kom fyrir nýlega í helli skammt frá Portland í Oregon, Bandaríkjunum, að 16 ára gamall piltur varð undir 1500 punda kletti. Tókst að ná honum undan farginu, en hann dó af sárum sínum. Meðan verið var að bjarga honum, reykti hann sígarettur. Bréf frá skrLfstofumanni um hitaveituvinnuna og til- lögu mína í gær. Bréf frá reiöubúnum rithöfundi. StCRIFSTOFUMAÐÍJR“ skrif- ar: „Eg er hririnn af iillögu þinni um að setja hraða í fram- kvæmdir hitaveitunnar, Ioksins þegar efniít kemur. Aðalatriðið er vitanlega, að vet amennimir taki upp keponi um mest vinnuafköst, því að á þeim hvílir fyrst og íremst framkvæmd verksins." „EG HVGG, að verkamenn í?éu fúsir til að gera þetta. Það væri þeim líka til mikils sóma — og nú er enginn vinnuskortur. Þegar hitaveitan er búin, geta þeir strax farið í aðra vinnu — og vitanlega ekki síður til hagsbóta fyrir verkamennina að bitaveitan verði fullgerð hið fyrsta.“ „EN SVO VIL EG bera fram nýja tillögu. Ég vil leggja til, að við skrifstofumenn tökum okkur nú skóflu og haka í Iiönd nokkur kvöld og vinnum í hitaveitunni af miklu kappi.“ „FLESTIR hættum við að vinna kh ö. Kl. 6.30 gætum við mætt til yinnunnar og unnið í 3 tíma — til kl. 9.30. Við getum líka sett kapp í okkur. Það er aðeins m* ’Ösynlegt ' að bærinn fái verkstjóra sína til þess að stjórna oxkur við vinn- una. Við gætum afkastað niiklu verki, ef við leggjumst á eitt.“ „ÞAÐ VÆRI reglulega gaman, ef hægt væri að setja dálítið „fútt“ í þessar hitaveitu- framkvæmdir og vitanlega getum við það, sem byggjum þessa borg og eiguin að njóta heita vatnsins, ef við erum nógu viljug og skiln- ingsgóð. Slíkt afrek myndi verða eitt helzta og glæsilegasta atrið- ið í sögu þessa merkilega fyrir- tækis.“ EINHVER DCLARFULLUR ná- ungi ritar mér skemmtilegt bréf í gær og birti ég það til þess að láta lesendur mína sjá á hverju þeir geta átt von. Bréfið hljóðar svo: „Nú um nokkurn tíma hefi ég keypt Alþýðublaðið vegna dálkanna þinna. Þessir dálkar eru nokkuð góðir á böflum, en þó eru þeir misjafnir, eins og margt ann að. Það er annars eitt, sem ég finn að þér. Þú ert svo misjafn. Það er að segja, dálkarnir eru svo misjafnir og takmarkaðir að efni. Það er eins og þig vanti verk- efni, eða er það aðeins vegna þess, að þú tékur aðeins við bréfunum, sem þér berast, en ert ekki á staðn um þar, sem eitthvað er að ger- ast?“ „EG VIL BÆTA þetta hjá þér, og frá og með deginum í dag er ég fastur starfsmaður hjá þér, og tek við fyrirskipunum frá þér. Annars þarft þú að fá þér fleiri starfsmenn, menn, sem vinna hin misjöfnu störf, einn úr hverjum stað eða atvinnugrein þá stækkar sjóndeildarhringurinn og þú færð betra yfirlit yfir það sem gerist í bænmn og eins það, sem aflaga fer,“ „ÞÚ MÁTT EKKI taka þetta þannig, að ég sé að skipuleggja einhverja GESTAPO-þjónustu og vilji gera þig að Himmler. Síður en svo, en ég get orðið þér til gagns og þar með búið. Þú veizt ekki, hver ég er, en það er bara betra, og ráðningu minni getur þú ekki riftað, þó þú viljir. Meðan ég er í þjónustunni hjá þér, er ég .X12, það er táknræn tala fyrir mig, en sennilega ert þú ekki svo Frh.. á 6. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.