Alþýðublaðið - 06.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.08.1942, Blaðsíða 6
Fixnmtudagur 6. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vantar verkamenn nú þegar. Jón Gantl Sími 1792. Hugheilar hjartans þakkir, fœrum við öllum okkar mörgu vinum og l andamönnum fjœr og nœr, fyrir kveðju, skeyti, blóm, gjafir og heimsóknir á fimmtiu ára hjúskaparafmœli okkar 30. júli s. I. Sérstaklega pökkum við okkar góðu sveitungum, Kolhrepp- ingum fyrir sína höfðinglegu gjöf. Þetta ásamt einlœgri vináttu og trygð á liðnu árunum þökk- um við ykkur af heilum hug. Pálína M. Sigurðardóttir. N S HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐEN Framh. af 4. síðu. aðra írambærilega menn innan Framsóknarflokksins er ekki að ræða en Jónas Jónsson og Her- mann, þótt flestir munu telja það með ólíkindum, að þessir menn séu kallaðir til forgöngu í sjálfstæöis- málum þjóðarinnar.“ í lok greinarinnar kemst blaðið þó að þeirri frumlegu niðurstöðu, að líklega muni Al- þýðuflokkurinn styðja Jónas til valda, ef Hermann velti honum ekki!! Framsýnir stió-nmála- spekingar þar. HANNES Á HORNINU (Frh. af 3. síðu.) klókur, að þú finnir út þýðingu hennar.“ VITANLEGA viðuþkenni ég ekki gagnrýnina. Menn gera það aldrei. En ég býð þennan „X 12“ velkominn í starfshópinn. Við sjá- um hvað hann getur. Eklú let ég hann til afreksverkanna, þennan unga, framgjarna — og að því er virðist velskrifandi kollega minn á öllum götuhornum. Hannes á horninu. Hnsoæðis* vandræðin. Framh. af 4. síðu. okkur 854 börn saman komin á einn stað. Tilvonandi borgara þessa þjóðfélags, sem það treyst y ir til að halda uppi menningu og þróun komandi mannsaldur. Hvernig er þá að þessari æsku búið? Hún lifir við þau kjör, margt af henni, að skólaganga sumra er mjög erfið sökum fjlarlægða (foreld'rarnir búa í lélegum sumarbústöðum utan bæjarins) eða ef til vill ómögu- leg. Á sumum heimilum, sem kúldrast verða í ótrúlega þröng um húsakynnum, er ekki hægt koma við almennstu hreinlætis- ráðstöfunum, svo Börnin geta vart'!sótt skóla af þeim sökum. Auk þess er hægt að ímynda sér þaii áhrif, sem stöðugjur flækingur milli húsa og milli fjölskyldna, sem skjóta skjóls- Ihúsi yfir þá vegalausu í það og það skiptið, hefir á böm. Sífellt vonleysi foreldranna og örvænt ing um að úr rætist gerir þessa litlu þegna án efa ekkert sér- lega hrifna af því þjóðfélagi, sem þau eru fædd til þess að lifa og starfa í. Guðmundur T. Eggertsson. Freuiuaötu 10 A. Rousseau. (Frh. af 5. síðu.) hans dögum. Hann sagði það sama og Wistantley grafari sagði á dögum Cromwells. Enginn mátti eiga meira land en það sem hann þyrfti til að lifa af. og ekki meira en hann gæti pæktað. Ekki stoðar að: halda því fram að byltingin, sem kom í fótspor Rousseaus, viðurkenndi þessa jafnaðarhug- sjón hans. Fjarri því. í kjölfar hennar komu stríðsgróðamenn og fjárglæframenn. En hún fékk bændum jarðeignirnar og þeim halda þeir enn. Bók hans setti því sín mörk á akra og víngarða Frakklands. Og þau mörk hefir jafnvel ekki Vichy- stjórnarfarið afmáð. Bílslysið (Frh. af 2. síBu.) upp Frakkastíg. Hljóp hann þá út úr bifreiðinni og inn í hina bifreiðina og náði strax valdi á henni. Um leið sá hann, að ofurlítið neðar hafði orðið slys, sem sá, er stolið hafði bifreið- inni, hafði ekki látið hindra sig. Hafði bifreiðarþjófurinn ek- ið þar á húsið TFrakkastígur 6A og brotið þar glugga. Hafði gamli maðurinn orðið milli húss ins og bifreíðarinnar og lá hann inni í glugganum og var þegar örendur. Þegar í stað var farið með bifreiðarþjófinn til lögreglunn- ar, en hann var svo drukkinn í gærkveldi, að ekki var hægt að yfirheyra hann. Lögreglan hefir óskað eftir því, að nafn hans verði ekki birt meðan ekki er hægt að taka skýrslu af hon- um. Reykjavíknr mótið byrjar f kvöld kl. 8. LelKnr milli Fram og Yikings. EYKJAVÍKURMÓTIÐ í knattspyrnu byrjar í kvöld. Hejst það með leik milli Fram og Víkings kl. 8. Bæði félögin hafa æft af miklu kappi undanfarið og mun Víkingur að minnsta kosti vilja hefna hinna greypilegu ófara sinna á íslandsmóitinu. Síldarverksmiðjur ríkisins.! Frh. af 2. síðu. flokksins, og Ingvar Pálmason, fyrir hönd Framsóknarflokks- ins. Það ár voru allar verksmiðj ur einstakra manna í fullum gangi og síldarsöltun sömuleið- is, en samt var augljóst, að'síld- arverksmiðjur þessar fullnægðu hvergi nærri þörfum skipaflot- ans. Samt komu eigi 'tillög ur fram á alþingi um aukningu ríkisverksmiðjanna fyr en ég flutti tillögu í sjávarútvegs- nefnd neðri deildar, á aukaþing inu 1933, um að reisa 2500 mála verksmiðju á Siglufirði. Þessi tillaga var afgreidd þannig, til samkomulags, að staður hinnar nýju verksmiðju var eigi ákveð inn á Alþingi, heldur látinn ó- ákveðinn, en með tillögum nefndar, sem skipuð var í mál- ið, var Siglufjörður talinn heppi legasti staðurinn. Verksmiðjan var því reist á Siglufirði og tók til starfa árið 1935. Enn kom í ljós, að verksmiðju afköstin voru of lítil. Ég kom í síldarverksmiðjustjórnina árið 1936, og gerðum við, þáverandi stjórnendur, Þórarinn Egilsson og Þorsteinn M. Jónsson, á þeim árum tillögur um nýbyggingar við ríkisverksmiðjurnar og leyfi handa einstökum mönnum til stækkunar, sem nam samtals 10—12 þúsund mála vinnslu á sólarhring, þ. a. m. höfðum við undirbúið nýja stækkun síldar- verksmiðjanna á Siglufirði og byggingu 2500 málaverksmiðju á Raufarhöfn, samkvæmt heim ildarlögum frá alþingi. Ég hefi síðan setið í verk- smiðjustjórninni og á öllum tím um átt þátt í því, ásamt með- stjórnendum mínum, að afköst síldarveksmiðja ríkisins hafa verið aukin. Sum árin, síðan síldarverksmiðjur ríkisins tóku til starfa hafa verið mjög erfið fyrir síldariðnaðinn þannig að verksmiðjur einstakra manna eða fyrirtækja hafa ekki verið starfræktar. Varð þetta til þess, að ríkið varð að skerast í leik- inn og kaupa dr. Pauls verk- smiðjuna á Siglufirið, Sólbakka verksmiðjuna og síðast Húsa- víkurverksmiðjuna. Þó að af- köst ríkisverksmiðjanna séu enn of lítil hefir þróun þeirra verið örari en dæmi eru til um nokk- urt annað fyrirtæki hér á landi. Það eru ekki nema 13 ár síðan fyrsta ríkisverksmiðjan tók til starfa, og afköst hennar voru aðeins 2400 mál á sólarhring. Nú er afkastageta verksmiðj- anna .orðin sem næst 20 þús. mál á sólarhring, en notast því miður ekki að öllu leyti á þessu ári, þar sem Sólbakkaverksmiðj an og gamla verksmiðjan á Rauf arhöfn hafa ekki komizt af stað vegna fólksleysis, og verksmiðj- urnar á Húsavík og Norðfirði eru heldur ekki reknar á þessu ári af öðrum ástæðum. Þrátt fyrir þessa öru aukn- ingu ríkisverksmiðjanna eru þær enn of litlar og fyrir því hefir nú verksmiðjustjórnin gert þessar tillögur um nýja stóra aukningu. Ríkisverksmiðjtumar hafa oft átt í ýmsum vandræðum vegna þess, að þær hafa eigi ávallt notið skilnings og stuðnings hinna ýmsu ríkisstjórna. Hvað eftir annað var t. d. búið að sam þykkja að kaupa löndunartæki fyrir verksmiðjurnar, í fyrsta skipti á árinu 19'37>en þá fékkst ekki gjaldeyrir til þess. Síðar var enn samþykkt að kaupa löndunartæki og voru þau keypt og allt, er til þeirra þurfti, vet- urinn 1939—4JD, í Noregi og Svíþjóð, en þá stöðvaðist flutn- ingur frá þessum löndum, vegna heríöku Noregs. Loks voru lönd unartæki og allt er til þeirra þurfti enn á ný keypt í vetur í Bandaríkjunum um og fyrir ára' mót, en af ástæðum, sem voru verksmiðjunum óviðráanlegar, hefir flutningur á þeim tafizt, og það svo mjög, að enn eru tæk in ekki öll komin til landsins. Full von er þó til, að úr þessu rætist svo snemma, að þau verði loks komin upp fyrir næstu síld- arvertíð og verksmiðjurnar þannig fyllilega samkeppnis- færar við aðrar verksmiðjur. ÍHeístaramót t. S. t. í fimmtarþraut. ¥ GÆRKVELDI fór fram keppni í fimmtarþraut. Keppendur voru fjórir, en einn af þeim hætti þegar fjórar greinar voru búnar. Keppnin hófst réttstundis og gekk greið- lega. Arangur var frekar góður og oft skemmtileg keppni vegna þess hve keppendur voru jafnir. Hvers vegna eru svo fáir hér, sem keppa í fimmtarþraut? Það er undarlegt hvað fáir íþrótta- menn æfa sig svo alhliða í í- þróttum, að þeir séu færir um að keppa í fimmtarþraut. Þrautin í stigum: 1. Anton BjÖrnsson 2466 stig 2. Jóhann Bernhard 2463 —— 3. Rögnv. Gunnlaugs. 2167 — Úrslit í einstökum greinum: Langstökk: 1. Jóhann Bernhard 6,16 m. 2. Rögnv. Gunnl.son 5,80 m. 3. Anton Björnsson 5,72 m. Spjótkast: 1. Anton Björnsson 44,64 m. 2. Jóhann Bernhard 36,38 m. 3. Rögnv Gunnl. 34,44 m. 200 m. hlaup: 1. Jóhann Bernhard 24,0 sek. 2. Rögnv. Gunnl. 26,0 sek. 3. Anton Björnsson 26,6 sek. Kringlukast: 1. Anton Björnsson 33,06 m. 2. Rögnv. Gunnl. 32,77 m. 3. Jóhann Bernhard 26,73 m. 1500 m. hlaup: 1. Anton Björnss. 4,41,2 mín. 2. Jóh. Bernhard 4,45,6 mín. 3. Rögnv. Gunnl. 5,12,2 mín. Keppendur voru allir úr K.R. —IIHIWW *MH rtHm ■Sel skeijasend Uppl. í síma 2395. gtlHIStWS YJ ,ÞormóðHr‘ til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka til hádegis. Athugasemd. IGREIN í Alþýðublaðinu 2. ágúst „Frægir prófessor- ar“, undir dulnefninu p, er sögð saga um, að prófessor Dungal hafi fyrir nokkrum ár- um átt að flytja tvo fyrirlestra við Berlínarháskóla, en að úr síðara fyrirlestrinum hafi ekki orðið vegna þess, hve lélegur • sá fyrri var. Þetta er mjög ómakleg að- dróttun um próf. Dungal, e» flutt hefir fyrirlestra í London, París og Aþenuborg og hlotið mikið lof fyrir, eins og sjá má á því, að gríska stjórnin sæmdi hann stórriddarakrossi sam- kvæmt tillögum vísindamanna þeirra, er stóðu að vísindafund- únum í Aþenuborg. Sagan er rétt sögð þannig: Eftir að prófessor Dungal hafði fliitt fyrra fyrirlestur sinn í Berlín var honum tilkynnt að fresta yrði seinna fyrirlestrin- um, er var ekki haldinn. Ástæð- an var sú, að nokkrU áður kom upp deilumál í Reykjavík milli þýzks stúdents og ræðismanns Þjóðverja, dr. Timmermann, en Dungal var þá rektor og tók mál stúdentsins að sér. Varð stúdentinn að hverfa af landi burt, en ræðismaðurinn kvart- aði undan afstöðu háskóla- rektors í Þýzkalandi, og hafði það þær afleiðingar, er hér er frá greint. Þá er og sagt á mjög vill- andi hátt frá því, að Ólafur Björnsson cand. polit. hefir ný- lega verið ráðinn kennari við Háskólann. Hinn 27. júni setti Magnús Jónsson kennslumála- ráðherra Ólaf Björnsson dósent við laga- og hagfræðideild Há- skólans frá 1. sept. næstk. að telja samkvæmt einróma til- lögu deildarinnar. Ól. Bj. hefir verið stundakennari við Háskól ann, síðan Viðskiptaháskólinn var sameinaður honum, en við Viðskiptaháskólann hafði hann verið kennari í 3 ár. Setning Ól. Bj. fór fram áður en hin nýja reglugerð, sem um er rætt í greininni, var staðfest, og auk þess eiga ákvæði hennar um embættaveitingar einungis við um skipun í embætti, en ekki setningu. Alexander Jóhannesson. rektor Háskólans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.