Alþýðublaðið - 07.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.08.1942, Blaðsíða 3
Föstndagur 7. ágúst 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ 8 Herseitir Rússa í Don - bugðunni eiga á hættu að verða umkringdar. ...... MEÐAN hersveitum Þjóðverja í Don-krikanum miðar ekkert áfram, hefir her sá, sem brauzt yfir fljótið hjá Zymlyanskya haldið norðaustur eftir eystri bakká fljóts ins og muíi að líkindum stefna til Stalingrad. Eiga Þjóð- verjar á þessum slóðum aðeins 160 km; ófarna til horgarinn- ar og stafar henni hin mesta hætta af þessari nýju sókn. Ef Þjóðverjar sækja þannig fram upp með Don, er míkil hætta á því, að þeir komist aftan að hersveitum Timoshenkos, sem berjast við Kletskaya í krikanum á fljótinu og krói þær af. í Kaukasus nálgast Þjóðverjar olíusvæðin stöðugt. Standa nú yfir bardagar við borgina Armawir, sem er um 60 km. norðan við olíuborgina Maikop. Hafa Rússar þarna hörfað frá borgunum Kawkassaya og Belya Glyna, sem er skammt norðan við Armawir. Nokkru austar, sunnan við Voroshilovsk, segjast Þjóðverjar hafa rofið járbrautasam- göngur milli Svartahafsins og Kaspíahafs, Wbb Kongressflokks ins í dag. London, í gær. T ÍU ÞÚSUND manns munu í dag hlusta á Gandhi tala á fyrsta fundinum, sem þing Kongressflokksins heldur í Bombay. Er jafnvel talið, að þingheimur muni verða svo sammála um kröfurnar á hend- Tir Bretum og þær ráðstafanir, sem grípa skal til, ef þeim verð- ur ekki tekið, að þingið verði stytt niður í tvo daga úr þrem, eins og ákveðið hafði verið. Það er enginn vafi á því, að Kongressflokkurinn skorar enn einu sinni á Breta að hverfa úr landinu og láta Indverjum í hendur stjórnina og það er einnig víst, að Bretar taka það ekki í mál. Þá er það enn frem- ur víst, að Kongressflokkurinn mun hef ja óvirka byltingu og al menna óhlýðni, en Bretar hafa þegar lýst yfir, að þeir muni taka á öllu slíku með harðri hendi. FALLHLIFA- BANDARÍKJ- KANADISKIR HERMENN í TJNUM Kanadiskir fallhlífahermenn verða framvegis þjálfaðir í Bandaríkjunum og munu þeir síðar starfa með ameríkska hernum. Er þetta fyrsta er- lenda deildin, sem tekin er í her Bandaríkjamanna. Fyrstu Kanadamennirnir eru þegar komnir til Bandaríkj- anna. Sumir þeirra verða í her- sveitum, sem fluttar verða loft- leiðis, án þess að hermennirnir kasti sér til jarðar í fallhlífum. Bandaríkjamenn eru að koma á fót mörgum slíkum hersveit- um, en í hverri eru um 8000 manns. Margar þeirra munu nota stórar svifflugur. Á Kaukasusvígstöðvunum hafa Kubankósakkar barizt af mikilli hreysti og gert gagná- hlaup, en það hefir ekki dugað til og Rússar stöðugt neyðzt til þess að hörfa. Af öðrum víg- stöðvum hefir það frétzt, að Rússar geri gagnáhlaup við Voronezh, en þar hafa Þjóðverj ar grafið mikið af skriðdrekum sínum niður og nota þá þannig sem virki. Á Leningradvígstöðv unum hafa Rússar tekið mikil- vægt virki úr höndum Þjóð- verja. OLÍAN. Olísvæði Rússa eru í mikilli hættu, sérstaklega þau, sem eru norðan við Kaukasusfjöllin. Er á öllu sýnt5 að Rússar búast ekki við að geta varið þau. Hafa þeir í fréttum búið menn undir það með því að fara skyndilega að tala um allmikla aukningu á olíuvinnslu annars staðar í Rússaveldi. Segja þeir, að olíu vinnslan hafi vaxið um 10% í júlí frá því, sem hún var í júní í héruðunum við Volgu, í Ural- fjöllum og austan við Uralfjöll in. Þá segja þeir eiunig, að olíulindirnar í Baku, sem gefa af sér 75% allrar olíu Rússa séu enn í fullum gangi. Búast má við því, að Rússar reyni að eyðileggja olíulindirn- ar, ef þær falla í hendur Þjóð- verjum, en enn ,hafa engar frétt- ir í þá átt borizt. SENDIHERRAR í MOSKVA. Sendiherrar Breta og Banda- ríkjamanna hafa skyndilega far ið til Moskva frá Kubisjev, þar sem þeir hafa dvalizt um langa hríð. Munu þeir að líkindum ganga á fund Stalins og eiga við hann viðræður. Roosevelt forseti hefir sen-t sérstakan sendimann til Stalins með skila- boð, sem ékki hefir verið skýrt frá, hver séu. Er það Follet Bradley heforingi og á hann að Rússar hafa allmargar hersveitir, sem eru fluttar í skriðdrekum fram til vígvallanna. Hér sjást hermenn ganga fram hjá rússneskum skriðdreka. 6áfu s|ómðnnBim vfn, stálu sbipi peirra. London, í gærkveldi. ÞAÐ eru ekki aðeins Norð- menn, sem flýja frá Nor- egi, heldur eru Þjóðverjar fam- ir að gera það líka. Nýlega hef- ir eftirfarandi saga borizt til norskra yfirvalda í Englandi: Hinn 28. apríl s.l., um sömu mundir og atburðirnir áttu sér stað í Televaag, komu nokkrir þýzkir liðsfor- ingjar um borð í norskt skip í Bergen. Þeir höfðu brenni- vín meðferðis og gáfu norsku sj ómönnunum, og kom eftir skamma hríð að því, að allir Norðmennirnir sofnuðu. Þá tóku Þjóðverjarnir við stjórn inni á skipinu og sigldu því úr höfn. Þegar komið var skámmt frá ströndinni, vöknuðu Norðmennirnir. Hótuðu þá þýzku liðsforingjarnir þeim með skammbyssum sínum, ráku þá í skipsbátana og skipuðu þeim að róa til lands. Hélt skipið síðan vestur á bóginn og endar þar sagan. Ekki hefir verið skýrt frá, hvert Þjóðverjarnir sigldu skipinu. Washington. — Donáld Nel- son hefir skýrt frá því, að 'fram- leiðsla risastórra flutningaflug- véla hafi aukizt um helming í Bandaríkjunum. Munu þær innan skamms taka við allmiklu af flutningum, sem skip nú ann- ast. greiða fyrir aðstoð Bandaríkja- manna við Rússland. Orðrómur, sem breiddur hef- ir verið út um að Churchill væri kominn til Moskva hefir enga staðfestingu hlotið. Mun hann eiga rætur sínar að rekja til áróðurs Öxulríkjanna. Ný Palestinn- >— tiersveiQtofimð Loftárás áNersa* -.-T\ London, í gærkveldi. HIRMÁLARÁÐHERRA Breta, Sir James Grigg, til- Itynnti i neðri deildinni í gær, að stofnuð yrði á næstunni ný hersveit skipuð mönnum frá Palestínu. Munu það aðallega verða Gyðingar, sem hafa gert dllháværar kröfur um að slík hersveit yrði stofnuð. Bretar búast við að fá um það bil 10000 nýliða í hersveit þessa. Verða auk þeirra í henni herflokkar, sem til eru nú þegar og eru skipaðir Gyðingum. ■ ■ ' V' - é \ ' ' EGYPTALAND Hlé er enn á bardögum á víg- stöðvunum á Egyptalandi, að nokkurri stórskotahríð undan- skilinni. Þó hafa flugsveitir Breta verið á ferðinni og gert loftárás á Mersa Matruh. Voru það flugvélar brezka flotans, sem gerðu árás þessa og komu upp allmargir eldar. Fréttir frá Tyrklandi herma, að Þjóðverjar hafi flutt til Grikklands mikið varalið og bíði það þar eftir skipum eða flugvélum, sem geti flutt það yfir til Rommels. Þar að auki eru á Krít margar sveitir fall- hlífahermanna tilbúnar, hvar sem þeirra verður þörf. Hafa Bretar gert allmargar árásir á mannvirkf á eynni undanfarið. Flugvélar og kafbátar Breta hafa gert Þjóðverjum og ftölum mikið tjón með árásum á skip þeirra, sem flytja lið og birgðir til Egyptalands. London. — Brezkar flugvélar fóru í fyrrinótt til árása á Ruhr- héraðið og köstúðu sprengjum sínum á ýmsa mikilvæga staði. Fimm þeirra komu ekki aftur. Nansen heffli ekki verifl nazisti segir ekkja hans í bréfi tll Quislings Washington, 6. ágúst. T^T ORSKA sendiráðið til- -*• * kynnti í dag, að Odd Nan- sen, sonur hins fræga land- könnuðar Friðþjófs Nansen, sé í varðhaldi í myrkvastofu í fang elsi nazista að Grini. Sendiráðið segir að nazistar hafi ekki gefið upp neina skýr- ingu á pyntingum þessum. Áður vann Nansen með öðrum föng- um að hleðslu á þýzkum kola- skipum í höfninni í Osló. Sendiráðið segir að í gær hafi móðir Odd Nansen skrifað Quisling gremjulegt bréf og neitað framburði quislinga um að maður hennar, ef hann væri lifandi, myndi styðja núverandi nazistastjórn. „Ég óska þess að þér héðan í frá notið ekki nafn Nansens,“ skrifaði kona landkönnuðarins. ,,Ég er sannfærð um að hann hefði ekki verið á sama máli og þér í stjórnmálum.“ Washington. (Úr New York Times 24. júlí.) — Flotamála- nefnd fulltrúadeildarinnar til- kynnti í kvöld, að bygging á skipum í flotann hafi aukizt um 360 af hundraði á síðastliðnu ári og flugher flotans, sem mun veita Bandaríkjunum mesta sóknarkraft í sögu flotans, hefir einnig stækkað mikið. Skýrslan sagði frá því, að 3230 herskip, hjálparskip, eftir- litsskip og tundurduflaslæðarar hafi verið í byggingu 30. júní 1942, en sama dag fyrir ári síð- an voru þau aðeins 697. í nán- ari útskýringum áætlunarinnar um skipasmíðar 1941 segir að þá hafi smíði 60 skipa verið lokið. London. — Þjóðverjar og ít- alir hafa nú leyft þrem brezkum skipum að fara til Grikklands til þess að færa hinni bágstöddu grísku þjóð matarbirgðir. Bðrdágár við Armawfr, 50 km. norðan við Maikap. Rússneskir skriðdrekar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.