Alþýðublaðið - 07.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.08.1942, Blaðsíða 7
Föfltodagor 7. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ | Bærinn í Naeturlæknir er Björgvin Finns- son, Laufásvegi 11, sími -2415. Næturvörður er í lyfjabðúinni Iðunni. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—18,00 Miðdegisútvarp. 1925 Þúigfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Úr Þrændalögum (Skúli Skúlason). 20,55 Hljömplötur: Harmóníku- iög. 21,05 íjþróttaþáttúr (Jens Bene- diktsson cand. theol.). 21,20 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett ‘ Op. 54, G-dúr, eftir Haydn. 21,35 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Ágúst Guðmundsson bifreiðarstjóri, Ránargötu 30, er sextugur í dag. Fálkinn, sem kom út í dag, flytur forsiðu- mynd frá Þórsmörk. Þá er grein, sem heitir Mekkir yfir Malta, eftir Arthur Olley, Úfinn sjór, heitir smásaga eftir Ketil, Hann borgaði, heitir smásaga eftir C. E. Hall. Þá eru myndir, smágreinar og margt fleira. Knattspyrnunámskeið. Nýlokið er í Hornafirði knatt- spyrnunámskeiði og handknatt- leiksnámskeiði. Þátttakendur voru úr U.MJ. Mána, 52 að tölu. 14 stúlkur, 38 piltar. Kennslan var bæði munnleg og verkleg. Árang- ur af námskeiðinu var í alla staði ágætur. Kennsluna annaðist sendi- kennari íþróttasambands íslands, Axel Andrésson. Námskeiðinu iauk með samsæti, er nemendur héldu kemiaranum í samkomuhúsinu við Laxá. Ungur maður, sem hefir verið á berklahæli, getur fengið styrk úr minningar- sjóði Gunnars Jacobson. Umsókn sendist til forstöðukonu kvenfé- lagsins Hringurinn, Garðastræti 39. Fasteignamatsnefndin hefir beðið blaðið að geta þess, í sambandi við auglýsingu nefnd- arinnar í gær, að kærum um þar nefnt mat beri að skila til fast- eignamatsnefndarinnar í Reykja- vík fyrir kl. 24 þann 6. sept. n.k. og að skrifstofa ýfirfasteignamats- nefndar sé að Anrytmannsstíg 1, op- in alla virka daga frá kl. 5—7 e.h. Söngur hirðingjans heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það mjög viðburða- rík mynd með kúrekanum og söngvaranum Gene Autry í aðal- hlutverkinu. / a i gær. Hðskólablðið.' Frh. af 2. síðu. miðjann daginn eða fram til kl. 7, en á kvöldin verða sýndar aðrar kvikmyndir til skemmtun ar og fróðleiks. Hefir stjórn kvikmyndahússins fullan hug á að vanda mjög til kvikmynd- anna sem það leigir, enda hefir það þegar tryggt sér góð sam- bönd. Annars mun Tjarnarbíóið leggja alla áherzlu á að fá sem mest af góðum fræðslumyndum og væri full þörf á því að meira yrði gert að því að sýna slíkar myndir en gert hefir verið til þessa. ÍÞað er ástæða til þess að óska háskólanum til hamingju með þetta nýja kvikmyndahús sitt. Vonandi getur það orðið til styrktax fyrir háskólann, eins og happdrættið hefir orðið. Stórhýsin á Melunum verða alls ekki tilbúin fyr en næsta sumar. Byggingafull- TRÚI bæjarins er að semja skýrslu um íbúðarhús- næði, sem nú er í byggingu. Þessi skýrsla byggingafull- trúa mim síðan verða lögð fyrir bæjarráð, sem athugar hana og gerir svo síðan tillög ur um, ef það sér sér fært, hvort hægt sé að hafa ein- hver áhrif um ráðstöfun þess. Húsnæðislaust fólk sækir mjög á skrifstofur bæjarins og til einstakra bæjarfulltrúa til að spýrjast fyrir um hvernig ráð- stafað verði þeim íbúðum, sem bærinn hefir hafið byggingu á á Melunum. Borgarstjóri skýrði frá því á bæj arstjórnarfundi í geer, að það hefði orðið sameiginlegt á- lit bæjarráðsmeðlima, að ekki væri rétt að fara að ráðstafa því fyrr en það væri fullgert. Ekki kvað borgarstjóri hafa verið teknar. ákvarðanir um neinar sérstakar reglur um úthlutun þessara íbúða. Þessar íbúðir verða alls ekki tilbúriar fyr en næsta sumar. Húsnæðismálið er ákáflega erfitt úrlausnar. Fjöldi manna flykkist til bæjarins — jafnvel án þes að hafa nokkurt húsnæði víst. Það’ er vitanlega siðferði- lega sjálfsögð 'skylda bæjarfé- lagsins að hafa forystu fyrir allri aukningu á húsnæði — en það verður jafnframt að krefj- ast þess, að fólk flykkist ekki til bæjarins, án þess að hafa hús næði og bærinn mun að sjálf- sögðu — eða það verður að gera ráð fyrir því, að bærinn reyni fyrst og fremst að leysa vand- ræði heimilisfastra bæjar- manna. Fyrstu {lingmáUii. (Frh. af 2. síðu.) ingin á að ná fram að ganga til fulls á þessu þingi. Þá var og í gæ.r útbýtt í sam- einuðu þingi þingsályktunartil- lögu frá forsætisráðherra um söluverð á síldarmjöli innan- lands til fóðurbætiskaupa. Hljóðar hún þannig: „Alþingi ályktar, að síldar- verksmiðjur ríkisins skuli selja síldarmjöl til notkunar innan lands á árinu 1942 sama verði og síðast liðið ár, enda greiði ríkissjóður síldarverksmiðjun- um mismuninn á þessu verði og almennu markaðsverði erlend- is.“ Enn fremur var útbýtt í sam- einuðu þingi þingsályktunartil- lögu frá Páli Zóphóníassyni, Ey- steini Jónssyni, Jörundi Brynj- ólfssyni og Einari Árnasyni um innflutning á erlendum fóðúr- vörum, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni, í samráði við inn- flytjendur fóðurvara, að sjá um, að flutt verði til landsins á þessu sumri nægilega mikið af erlendu kjarnfóðri, og skal hún leita um það tillagna Búnaðar- félags íslands, hvaða tegundir og hve mikið magn skuli inn- flutt.“ Og loks var útbýtt ,einnig í sameinuðu þingi, þingsályktun- artillögu frá Bjarna Bjarnasyni og Jónasi Jónssyni, um ríkisá- byrgð fyrir rafveitur á Snæ- fellsnesi og í Suður-Þingeyjar- sýslu og er þar gert ráð fyrir, að ríkið láni fyrir eftirtaldar rafveitur: Fyrir Ólafsvík og Hand allt að IV2 milljón króna, fyrir Stykkishólm allt að 1 milljón, fyrir Húsavík allt að 700 þúsund krónur og fyrir Múla- og Grenjaðarstaðabyggða hverfi við Laxárfossa allt að 75 þúsund krónur. FASTANEFNDIR ÞINGSINS. (Frh. af 2. síðu.) Sigurður Kristjánsson, Sig- urður Bjarnason, Finnur Jóns- son, Skúli Guðmundss., Pálmi Hannesson. Iðnaðarnefnd: Sigurður E. Hh'ðar, Ingólfur Jónsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Björn Fr. Björnsson, Pálmi Hannesson. Menntamálanefnd: Gísli Sveinsson, Sigurður Bjarnason, Ásgeir Ásgeixsson, Bjami Bjarnason, Páll Þor- steinsson. Allsherjarnefnd: Garðar Þorsteinsson, ' Gunn- ar Thoroddsen, Stefán Jóh. Stefánsson, Jörundur Brynjólfs son, Gísli Guðmundsson. FJALLAHERSVEITIRNAR í JÚGÓSLAVÍU. (Frh. af 5. síðu.) ið aðskildum frá hinum reglu- lega, serbneska Iher. Miklum birgðum var safnað. Fjallaveg- irnir, sem herinn átti að fara eftir upp í fjöllin, voru merkt- ir leynilegum táknum. Önnur merki táknuðu hella og skúta. Sendistöðvum var komið upp, ■sem engir vissu hvar voru, nema þeir, sem áttu að nota þær. Þ’egar þýzku hersveitirmar nálguðust, klæddi Mihailovitch sig bóndabúningi og flýtti sér til höfuðborgarinnar, til þess að hefja hina „ósýnilegu styrjöld“ Leiðtogarnir voru á sínum stöð- um, tilhúnir. En ekki var hægt að búa alla eins vel að vopn- um og vistum og til var ætlazt, þvi að í stað 30,000 manna liðs, sem við var búizt, gáfu 100,000 Jarðarför móður okkar ELÍNAR SÆMUNDSEKJTTUR, íragerði, fer fram frá Stokkseyrarkirkju, sunnudaginn 9. þ. m. kl. 2 e. h. Guðný Benediktsdóttir. Guðrún Benediktsdóttir. Sæmundur Benediktsson. illir neir, sei starfa í þágu loftvarnanna, eru alvarlega áminntir um að mæta strax á bækistöðvum sínum þegar hættumerki er gefiS. Loftvarnanefnd. Tilkynning um skotæfingar. s s s s s s s s s s s s s s s s s * s $ s HÆTTUSVÆÐI. Setulið Bandaríkjanna mun halda skotæfíngar í nágrenni S S Reykjavíkur, og verður skotið á skotmörk, sem dregin verða á C S ’ ■ s, sjónum. Æfingarnar munu byrja kl. 9 á morgnana. Hættusvæð- • • in og dagarnir, sem æfingarnar verða, munu verða eins og að S ? S S neðan greinir: s S s s s s s V s s s s s s s Víostri takmdrfc. Hægri tafcmðrfc. 10. \ \ s ín- s s S 12. s s SS13. S S ý4- s s S 15. S s s Dagar Vestlæg legdar tiorðlæg breidd. Vestlæg legdar Norðlæg breidd ág- ’42 (i) 22° 1.9' 64° 10.4' (3) 21° 58.9' 64° 10.4' (2) 22° 5.15' 64° 12.25' (4) 21° 57,25' 64° 12.25' ág. ’42 (1) 22° 10.6' 64° 2.86' (3) 22° 6.55' 64° 5.78' (2) 22° 3.8' 64° 3.5' (4) 22° 2.32' 64° 4.55' ág- ’42 (1) 21° 59.25' 64° 15.92' (3) 21° 56.5' 64° 17.74' (2) 21° 44.7' 64° 16.27' (4) 21° 53.18' 0 Tb co 17.09' ág. ’42 (1) 22° 51.2' 64° 18.76' (3) 21° 44.92' 0 co 20.75' (2) 21° .47' 64° 19.32' (4) 21° 44.8' 64° .20' ág. ’42 (1) 22° 5.2' 64° 13.13' (3) 21° 57.35' 64° 11.75' (2) 22° 2.4' 64° 11.34' (4) 21° 58.7' 64° 10.43' ág. ’42 (1) 22° 10.6' 64° 2.86' (3) 22° 6.55' 64° 5.78' <2)i.22° . 3.8' 64° 3.5' (4) 22° 2.32' 64° 4.55' ág- ’42 (1) 22° 2.95' 64° 11.15' (3) 21° .56' 64° 14.16' (2) 21° 57.25' 64° 10.67' (4) 21° 55.7' 64° 11.4' ág. ’42 (1) 22° 1.7' 64° 15.73' (3) 21° 56.5' 64° 17.75' (2) 21° 57.25' 64° 16.07' (4) 21° 55.9' 64° 17.09' sjálfboðaliðar sig fram. Þegar leynisveitimar voru tilbúnar, létu þær hendur standa fram úr ermum. Þær fóru eins og logi yfir akur. Skemmdarverk voru hafin og allt járbrautarkerfi landsins úr lagi fært. Nazistarnir stóðu uppi gersamlega ráðþrota. En í hefndarskyni réðust þeir á frið- sama foorgara. Gestapo gat ekki heldur við neitt ráðið. Milan Nedich her- foringja, hinum serbneska Quisling, var skipað að ráðast á leynisveitirnar með 50,000 manna liði og hjálp þýzks stór- skotaliðs. / Þegar hann var á leiðinni, var lið hans allt í einu um- kringtt leynisveitum. Af liði hans féllu 25,000, en hinir flýðp og létu eftir allar birgðir sínar á yígvellinum. Nazistarnir hafa reynt að svelta leynisveitirnar út úr grenjum sínum. Þeir halda 200,000 júgóslavneskum föng- um og halda, að við það hljóti framleiðslan að stöðvast. En Mihailovitch lætur niutíu hundr uðustu af hermönnum sínum. vinna landbúnaðarvinnu milli þess, sem hernaðaraðgerðir eru framkvæmdar. Það er erfiðara að útvega hernaðartækin. Það er ekki alltaf hægt að taka þau her- fangi frá Þjóðverjum. Nauðsyn- legt er að fá aðstoð frá banda- mönnum. Og menn eru sam- mála um, að ekki verði vopn- um varið betur en á þann hátt að fá þau í hendur þessu til- tölulega fámenna liði leyni- sveitanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.