Alþýðublaðið - 08.08.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.08.1942, Blaðsíða 8
Laugardagnr 8, ágúst 1942. ALÞSBCJBLftBtÐ ■BTJARNARBÍÚ HB f Lady Haniltoa Aðalhlutverk: Vivien Leigh ' . ' ' }/ " ' ' i • Laurénce Oliver Kl. 6 og kl. 9. Aðgöngumiðasala hefst kl 3 Ekki hægt að panta í síma. Benedikt Gröndal og Konráði Gíslasyni var grunnt á því góða um skeið, en batnaði þó síðar. Gröndal skrif- aði Konráði svolÓJtandi bréf, dagsett 8. marz 1870: „Með því að herra prófess- ornum er sjálfum kunnugt, að einn stafur hjá licnum hefir meira að þýða en tíu orð hjá öðrum, þá leyfir Gröndal sér að rita bréf þetta sem svar upp á meðteldð, að Gröndals hyggju heldur vinsamlegt bréf, þó fáort væri, sem herra Grön- dal óskar, að mætti verða vís- ir til nokkurs betra eður yl- meira veðráttufars eftir nokkra kalda undanfarna vet- ur og ekJá sízt þar eð herra Gröndal á þeim tíma hefir reynt ýmsa hluti og séð að herra prófessorinn hefir haft rétt að mæla, ■ þar sem herra Gröndal áleit annan veg. Herra Gröndal er nokkuð hranaleg- ur, en hreinskilinn, sem er illt eðli á herra Gröndals tímum, en með því herra Gröndal veit, að herra prófessorinn hefir aldrei mælt honum illt orð á bak eð- ur verið honum óheill, eins og sumir hafa reynzt honum, sem sízt skyldu, þá leyfir herra Gröndaí sér að bera upp fyrir herra prófessorinn þá spurn- ingu, hvort ' eigi sé betra að gleyma hornriðum þeim, er um hafa gengið. Mætti vera, að Gröndal gæti orðið gagnlegur enn og nýtur að nokkru, eink- um, þar sem hann er löngu hættur ólifnaði og lofaður. . . . Herra Gröndal leyfir sér að vona eftir svari frá herra pró- fessornum. . .. stundum er eiginmanninum víst bezt að vera ekki við. Ramsay lokaði dyrum k hæla honum. Skvnsamur ná- ungi er hann! sagði hann. — Mér hefir geðjazt æ betur að honum., Flestir karlmenn mundu æða aftur og fram taugabilaðir og hver veit hvað. — Var þetta Eddi? spurði Berta og rödd hennar titraði eftir nýafstaðna hríð. — Já7 hann kom til að for- vitnast um líðan yðar. — Ó, elsku Eddi! stundi hún. — Er hann mjög óróleg- ur? Segið honum ekki, að mér líði mjög illa. Þá verður hon- um svo órótt. Eðvarð skildist, að það væri ástæðulaust að gera sér grillur — hann settist því í þægilegasta hægindastólinn og las í blaði. Fyrir kvöldverð fór hann aftur upp til að fá tíðindi. Ramsay læknir kom fram og sagðist hafa gefið Bertu ópíum og henni liði nú skár og svæfi. — Það er gott, að þér gerðuð það rétt um matmálstímann, sagði Eðvarð og hló við. Við getum þá rabbað saman. Þeir settust til borðs og höfðu báðir prýðilega matar- lyst. Læknirinn var nú hrifn- . ari af Eðvarð en nokkru sinni fyrr og sagði, að það væri gaman að sjá mann, sem gæti borðað hressilega. En áður en þeir komu að búðingnum komu skilaboð frá Ijósmóðurinni um að Berta væri vöknuð og dokt- ornum þótti fyrir því að þurfa að fara frá borðinu. Eðvarð hélt áfram að borða. Loks stóð hann upp, sæll og mettur, fékk sér í pípu og dottaði í hæginda stól. Kvöldið var langt og hon- um leiddist. — Nú ætlaði þetta að fara verða búið, sagði hann. Ætli ég þurfi að fara upp? Ramsay læknir var áhyggju- fullur á svip þegar Eðvarð kom til hans í þriðja sinn. — Eg er hræddur um, að þetta ætli að ganga erfiðlega, sagði hann. Hún kvelst mikið, veslingurinn. s — Jæja, en get ég nokkuð gert? spurði Eðvarð. — Nei, ekki annað en vera rólegur og óhræddur. — Já, verið alveg óhrædd- ur um það. Eg er taugasterk- ur, þótt ég segi sjálfur frá. * — Þér eruð ágætur, sagði Ramsay. — Mér líkar vel að sjá menn bera sig karlmannlega, þegar svona stendur á. —'Jæja, en ég kom nú til yð- ar til áð spyrjast fyrir um það, hvort .mér sé ekki óhætt að fara að hátta. Að sjálfsögðu vil ég gera allt, sem í mínu valdi stendur, en annars vil ég helzt fara í háttinn. — Já, ætli það sé ekki bezt. Eg kalla á yður, ef með þarf. En þér ættuð að koma inn stund arkorn og segja örfá orð við Bertu, það stappar í hana stál- inu. Berta lá með starandi og óttaslegnum augum. Hún var fölari en nokkru sinni fyrr, var- irnar blóðlausar og kinnarnar innsognar, það var eins og hún væri að deyja. Hún brosti ör- lítið, þegar hún sá Eðvarð. — Hvernig líður þér, góða mín? spurði hann. Það var eins og návist hans kallaði hana aftur til lífsms, daufur roði færðist í kinnarn- ar. — Mér líður vel, sagði hún með áreynslu. Þú skalt vera ó- hræddur, vinur minn. — Hefir þér liðið illa? — Nei, sagði hún hetjulega. Eg hefi ekki kvalizt mikið. Þú skalt vera óhræddur um mig. Hann fór út, og hún kallaði á dr. Ramsay. — Þér hafið, vona ég, ekki sagt honum, hvað mér hefir liðið hræðilega? Eg vil ekki, að hann viti það. — Nei, alveg rétt, ég sagði honum að hátta. — Ó, það er gott. Hann þolir ekki næturvökur. Hvenær verð ur þessu lokið? Mér finnst ég hafa kvalizt heila eilífð og það virðist enn endalaust. — O, þetta er bráðum búið, vona ég. — Eg er viss um að ég dey, hvíslaði hún. — Eg finn, að það dregur af mér. Mér væri sama, ef ekki væri Eddi. Hon- um verður svo mikið um. — Hvaða vitleysa! sagði Ijós- móðirin. — Þið segizt allar vera að deyja. Þú verður eins og nýsleginn túskildingur eftir NÝJA EÍO ras (Gaucho Serenade) fjörug og spennandi „Wildj West“ mynd aðalhlutverk- ið leikur hinn frægi útvarps j söngvari og jCowboy1 kappij GENE AUTSY Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn ýngri en 12 ára fá ekki aðgang. nokkrar klukkustundir. — Haldið þér, að það standi enn í nokkraj klukuBtundir? Ó, ég get það ekki. Læknir, lát ið mig ekki þjást meira. Eðvarð háttaði hljóðlega og sofnaði fljótlega. En svefn hans var eitthvað óvær. Venju lega svaf hann fast og draum- laust, eins og vandi er manna, sem eru hraustir og hafa hreyf \-m QAMLA BtÚ fiLet’s make music) 3ob Crosby — Jean Bogers og )an?hljómsveit Bob Crosby Sýnd kl. 7 og 9. I ?ramhaldssýning 3.30—6.30 |M.AKLEG MÁLAGJÖLD he Monster and the Girl) | Ellen • Drew — Paul Lukas Bannað fyrir börn. ingu, en nú dreymdi hann. — Hann dreymdi, að ekki aðeins ein kýrin væri veik, heldur all- ar og allt búféð. — Þér verðið að láta slátra þeim öllum, um annað er ekki að ræða, sagði dýralæknirinn. — Hamingjan hjálpi mér, þóttist Eðvarð segja. — Eg fæ ekki grænan eyri fyrir þau. En nú truflaði draumur- TÖFBAMOLARNER þó með dálitlu millibili til þess að hann hefði tíma til þess að fyggja þá og renna þeim niður. „Jæja, nú yerður þú aftur HALLI og hættir að verða hæna!“ hrópaði Hanna sigri hrósandi. „Fyrst þú gazt borðað þessa stafi, áður en þú breytt- | izt alveg í hænu, er ég viss um, ; að nú tekst að bjarga þér.“ Svo leið nokkur stund. Eng- in breyting varð á Halla, hvorki til hins betra né til hins verra. Börnin fóru að verða kvíðafull og óttuðust, að snjall 1 ræði Hönnu ætlaði að verða gagnslaust. Þó misstu þau ekki alla von, fyrst Halli fékk ekki fleiri hænueinkenni til viðbót- ar þeim, sem áður voru komin. En svo fóru þau að verða vör við, að ein og ein fjöður fór að fieíta af Halla, bæði af höndum hans og fótum. Brátt tóku fjaðrirnar að falla hraðar og hraðar, og þar kom, að Halli var orðínn alveg ófiðraður. — Jafnframt tóku þau eftir því, að rauði kamburinn, sem vax- ið hafði á höfði hans, fór að minnka, og að lokum hvarf hann alveg. Svo fór röddin að smábreytast, gaggið hvarf, og Halli gat farið að tala eins og hver annar maður. Og eftir drykklanga stund var Halli orð- inn alveg eins og hann átti að sér að vera — öll hænueinkenni voru horfin. Það má nærri geta, að Hanna varð ekki lítið glðö við þessa breytingu, sem varð á Halla. Hún hljóp um og réð sér ekki fyrir kæti, og að lokum faðm- aði hún Halla að sér, ög bæði systkinin grétu og hlógu til skiptis af fögnuði. „Ég er aftur orðinn samur og jafn,“ hrópaði Halli í gleði sinni. ,,Þú ert alveg dásamleg stúlka, Hanna mín. Þér tókst það, sem Fróða fjölvitra og Finnu forvitru tókst ekki með öllum sínum göldrum. Þú ert áreiðanlega vitrasta stúlka í heimimam!11 Svo héldu þau af stað heim- leiðis. Halli henti því, sem eftir j var af brjóstsykrinum, því að iiBmu Þótt Örn fái Dumartin er það búið! Z&L.TH0U6H UNABLH TO WIAKE PUMARTIN STOP THE TKAILEKi SCORCHY HAS SliCCBBPBO IN 5NATCHINS Vé& PZOtA THEMAP D0CT0K... Wide WoflJ Feitire* til þess að stoppa, hefir hann nóð Lillí úr höndum hans. 'Lillí: En hvar erum við? að taka þig frá öllu þessu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.