Alþýðublaðið - 11.08.1942, Side 3

Alþýðublaðið - 11.08.1942, Side 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ JÞriðjudagur 11. ágúst 1942. Amerikumenn setja lið á land á Salomons K mni- krðaðar. Þjóðverjar faka Maikop, Srasno» das* og Pyatigorsk UBANHER RÚSSA hefir verið afkróaður og nu Þjóðverjar sækja hratt fram í tvær áttir í Kaukasus: Til flota stöðvarinnar Novorossisk, sem er við Svartahaf, og til stranda Kaspíhafsins, en þar er stytzt yfir Kaukasusfjöllin eða fram hjá þeiín til avýðugustu olíu- Svæða í heimi við Baku. Aukatilkynningar voru gefn- ar út í Berlín í gær: Þjóðverj- ar hafa tekið olíuborgina Mai- kop með áhlaupi, þeir hafa iekið Krasnodar, þeir hafa tek- Íð Pyatigorsk. Krasnodar er skammt frá strönd Svartahafs- ins og mikilvæg járnhrauta- borg. Maikop er, sem kunnugt er, annað olíusvæðið norðan við fjöllin og Pyatigork ,er miðja vegu milli Maokop og Groznau olíusvæðanna. Á öllu þessu er bersýnilegt, að Þjóðverjar vaða mótstöðu- lítið yfir landið og eru þeir komnir í næsta nágrenni við Kaukasusfjallgarðinn. Fréttarit arinn Paul Winterton segir í skeyti frá Moskva, að það sé bersýnilegt, að Kubanher Rússa sé innikróaður og hafi ekkert samband við austurhér- uð landsins. í krikanum á Don halda Rússar að því er virðist ve’xli og hafa Þjóðverjar enn hvergi komizt yfir fljótið. Hafa Þjóð- verjar á þessum slóðum haldið uppi stórkostlegum loftárásum Lið á land . . . Bandamenn hafa nú í fyrsta sinni hafið sóknaraðgerðir til þess að vinna lönd af Möndul- veldunum með því að fara yfir sjó og setja lið á land. Þessi mynd er að vísu ekki af am- eríkskum hersveitum, sem nú hafa gengið á land á Salomonseyjum, en hún sýnir skozka hermenn stökkva út úr landgöngubát. Óelrðlr i Indlandl eftir handtðkn * Gandhis og féiaga hans á stöðvar Rússa og má á hvorri stundu búast við því, að peir geri tilraun til þess að brjótast til Stalingrad. Þjóðverjar tilkynntu í gaér, að þeim hefði tekizt að innikróa mikinn rússneskan her á svæð inu við Kalatsch. Segjast þeir hafa hrundið miklum tilraun- um Rússa til þess að rjúfa hringinn, sem þýzku hersveit- irnar hafa myndað um þá. Þýzki flugherinn heldur uppi stór- kostlegum árásum á hinar inni- króuðu hersveitir. Hræddir við innrás? Þjððverjar lýsa II strandsvæði Noregs í hernaðarástand. Hóta að taka hvern mann af lífi, sem uppvís verði að pví, að hjálpa ,óvininum‘ BLÖÐIN í STOKKHÓLMI fluttu í gær, undir stórum fyrirsögnum, þá frétt frá einkafréttariturum sínum í Osló, að öll strandsvæði í Noregi hefðu verið lýst í hernaðar- ástandi og verið undir herlögum síðan 1. ágúst. Því var samtímis yfir lýst af þýzku herstjórninni, að ef íbú- arnir á þessumsvæðum hjálpuðu „óvininum“, eins og komist var að orði, á einn eða annan hátt, yrðu þeir, sem sekir yrðu álitnir um það, teknir af lífi tafarlaust. Lögreglan skýtur á mugmn, margir særðir og drepnir. --------------- .. ♦..... EFTIR að indverska stjórnin fyrirskipaði handtöku Gandhis, Nehrus og um 40 annarra leiðtoga Kongress- flokksins, hafa miklar óeirðir átt sér stað í Indlandi. Mestar hafa þær orðið í Bornbay, en einnig allmiklar í Allahabad, Ahmedbad og Poona, en þar eru hinir handteknu leiðtogar Kongressflokksins hafðir í haldi. Fylgismenn Kongressflokksins hafa farið hópgöngur í trássi við fyrirskipanir stjórnarinnar, þeir hafa reynt að eyðileggja síma og póstkerfi Bombay, þeir hafa slitið síma- línur, og eyðilagt járnbrautalínur. Hefir lögreglan gripið til öflugra gagnárása og hvað eftir annað skotið á mann- fjöldann. Hafa 15 manns verið drepnir, og 159 særzt, ekki aðeins af Indverja hálfu, heldur og meðal lögreglumanna. Hafa tveir þeirra látizt af sárum og aðrir 27 liggja meira eða minna særðir á sjúkrahúsum. Þá skýrðu Stokkhólmsblöðin einnig frá því í gær, samkvæmt fregnum frá Oslo, að Quisling sé í kyrrþey farinn til Þýzka- lands til fundar við Hitler. — Þetta hefði þó strax vitnast, og væri búizt við, að Þýzkalands- för hans myndi hafa ýmsar mik ilvægar ákvarðanir í för með sér, sem sennilega yrðu birtar norsku þjóðinni þ. 25. sept. n.k. — en þá eru tvö ár liðin frá því, að Terboven, landstjóri Hitlers í Noregi, gerði Quisl- ing að forsætisráðherra í Oslo. Margir af ,,hirðmönnum“ Quislings hafa verið dregnir fyrir rétt fyrir að ræna hús manna, segir í fregn frá Oslo. Svenska Dagbladet í Stokkh. hefir fyrir nokkru^ birt áskor- unarskjal frá „Hinum frjálsu verkalýðsfélögum,“ þar sem skorað er á norska verkamenn að neita að vinna að virkja- byggingum fyrir Þjóðverja. — Stjórn Indlands; sem tók á- kvörtunina um handtöku Kon- gressmannanna og hinar öflugu gagnráðstafanir lögreglunnar, er skipuð 11 Indverjum og 2 Bretum, og er annar þeirra vara konungur landsins. Smáhópur stúdenta og ann- arra Kongresssinna hafa ráðizt á ýmsar stöðvar Breta, þar á meðal lögreglustöðvar og grýtt Segir þar, að /það sé tilgangur nazista að gera Noreg að óvinn- andi virki, og hafi þeir orðið að þvinga menn til vinnu, þar eð þeim hefir ekki tekizt að fá nægan vinnukraft á annan hátt. í skjalinu er skorað á menn að „láta Þjóðverja sjálfa heyja sitt stríð .... hjálpa þeim ekki að þvinga Norðmenn .... og neita að vinna fyrir þá, án til- lits til eigin hagsmuna“. Segir Svenska Dagblaðið að lokum um skjal þetta, að mótstaða Norðmanna muni harðna, ef þetta komi til framkvæmda. þær. Þá hefir komið til vinnu- stöðvunar í nokkrum baðmull- arverksmiðjum. — Kaupmenn hafa verið hvattir til þess að loka verzlunum sínum, og jafnvel neyddir til þess á sum- um stöðum. Kona Gandhis, sem er sjötug, tveim árum yngri en hann, hef- ir einnig verið handtekin. Var henni boðið að fylgjast með manni sínum, ef hún vildi, en ella ganga laus. Vildi hún ganga laus, en þá komust Bretar að því, að hún hélt beina leið til fundar, þar sem Gandhi ætlaði að vera. Brugðu þeir þá fljótt við og tóku hana líka fasta. í tveim borgum hefir komið til alvarlegra óeirða, svo að um hreint múgæði var að ræða. — Kornverzlanir hafa verið rændar og Önnur ódæðisverk framin. Jinnah, leiðtogi Muhammeds manna hefir skorað á menn sína að láta sig baráttu Kon- gressflokksins engu skipta. eyjum. ■ ■ * . \ Stórorrustur geísa þar. Fréttip Japana um skipatjón banda* manna stórýktar. AMERÍKSKAR hersveit- ir hafa gengið á land á Salomonseyjum norðaustur af Ástralíu, og eru háðar þar stórorrustur við Japani, sem hafa eyjarnar á sínu valdi. Þetta er fyrsti vottur um sókn af hálfu Bandamanna £ Kyrrahafi og er eðlilegt, að þeir snúi sér fyrst að Sal- omonseyjum því að þaðan geta Japanir gert árásir á samgönguleiðina milli Bandaríkjanna og Ástralíu, en eftir henni flytja Ameríku menn hergögn og lið til Ástralíu. Fregnir eru mjög af skorn um skammti um viðureign- ina á eyjunum, en flotinn mun bera hita og þunga dagsins og stjórnar Nimitz, aðmíráll hernaðaraðgerðum. Yfirforingi ameríkska flot- ans, King, aðmíráll, hefir gefið út yfirlýsingu um inn- rásina á Salomonseyjar, og segir hann þar, að Japanir hafi sýnt harðvítuga mót- spyrnu. Ameríkumenn komu þeim fyrst á óvart, en þeir jöfnuðu sig brátt og gerðu mikil gagnáhlaup. Hafa stór- kostlegar orrustur verið háð- ar og munu þær geysa enn. King skýrði frá ,því, að ó- mögulegt hefði verið að fram- kvæma hernaðaraðgerðir þess- ar án þess að verða fyrir nokkru skipatjóni. Hefir einu ameríksku beitiskipi verið sökkt, tvö verið löskuð, tveir tundurspillar laskaðir og eitt flutningaskip. Japanir hafa birt fregnir um mikið skipatjón Ameríkumanna en King kvað þær fjarstæðar. Japanir sögð- ust hafa sökkt 21 skipi: orustu- beitiskip, fimm beitiskipum, fimm tundurspillum og tíu flutningaskipum. Ennfremur segjast þeir hafa skotið niður 41 flugvél. Um tjón Japana eru Ameríkumenn fáorðir, og var þetta tilkynnt: Fjölda margar flugvélar skotnar niður og skip- um sökkt. Japanir hafa sett lið á land á Kiska í Aleuteyjum, og hafa ameríkskar flugsveitir gert loft- árásir á stöðvar þeirra. Áður höfðu Japanir náð eynni Attu á sitt vald. Matvælaástandið í Noregi er mjög slæmt og segir málgagn Quislings, „FrittFolk", að það sé svo alvarlegt sem það geti orðið og verra en nokkru sinni fyrr. Vegna skyrbjúgs og ann- arra sjúkdóma hefir vinnu- máttur verkamanna minkað mjög og gera framleiðendur ráð fyrir því, að heildarfram- leiðsla landsins minnki innan skamms um 30 af hundraði. ■i.ini’

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.