Alþýðublaðið - 11.08.1942, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1942, Síða 4
•*** ALÞYÐUBLAÐH) Þriðjudagur 11. ágúst 1942. Alþýíuflokknrinn Bitatjóii: Stefán Pjetuason Ritetjórn og afgreiðsla i Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjómar: 4901 og 4802 Slmar affpreiðalu: 4980 og 4900 Verð i l&usasölu 25 aura. Alþý8u@rentsmiðjan h. f. Indland. pe% «i ... , m — m mm ap ÞEGAR talað er um sjálf- stæðismál Indlands, gera víst fœstir úti um heim sér full (komlega ljóst, hvílíkum vand- kvæðum lausn þeirra mála 'er hundin. Allt of oft hættir mönn «m til þess að Mta á þau mál, sem einhMða togstreitu milM Breta annars vegar og Indverja hinsvegar. Að hinu gæta menn sjaldnast, að Indverjar eru langt frá því, að vera heilsteypt þjóð, <og að máMn eru hvergi nærri leyst; þó að Bretar yrðu á brott aneð embættismenn sína og her menn úr Indlandi. Þvert á móti er ástæða til að ætla, að vand- inn byrjaði þá fyrst að gera vart-við sig í fullri alvöru. Því af þeim 350—400 milljónum manna, sem lifa á Indlandi, er um fjórði partur Múhameðstrú- armenn, sem ekki mega heyra jþað nefnt að verða ofurseldir yfirráðum Hindúa, og gæti því vel farið svo, eins og haldið er fram af Bretum; að sjálfstæðið yrði Indverjum hefndargjöf, að minnsta kosti til að byrja með, og að fyrsta afleiðing þess, að Bretar yrðu á brott frá Indlandi, yrði borgarastyrjöld miMi Múha meðstrúarmanna og Hindúa; og væri vart hægt að hugsa sér méiri sorgarleik þar eystra eins og nú er ástatt í heiminum, þeg ar Japanir og Þjóðverjar bíða þess eins að géta notajö sér hvern veikleika, sem fram kem- !íir í röðum Bandamanna. Af þessum ástæðum hafa kröf Ur hins indverska sjálfstæðis- flokks; Kongressflokksins, á Iþessu augnabliki, vakið mégna andúð meðal lýðræðisþjóðanna um allan heim, enda þótt mikil samúð hafi á öllum öðrum tím- um komið fram á meðal þeirra með sjálfstæðishreyfingu Ind- lands. Mönnum skilst, að hér sé af stað farið af meira kappi en forsjá — og að foringjar Kon gressflokksins geri sér ekki Ijóst, að þeir séu með hinum einstrengingslegu kröfum sín- um um að Bretar sleppi hendi sinni af Indlandi á þessari stundu, að reka erindi öxulríkj anna, sem Indverjum getur þó sannarlega ekki verið neinn akk ur í að verði voldugri í heimin- um en þau eru þegar orðin. Og það er máske einn aug- Ijósasti votturinn um það, hve óheppilegan tíma indverski sjálfstæðisflokkurinn hefir val ið til þess að hefjast handa, að jafnvel blöð þau, sém gerð eru út af Rússlandi úti um allan heim og aldrei hafa sleppt neinu tækifæri til þess að ráð- Framh. á 6. síðu. Önnur grein Qunnars Stefánssonar: Um húsnæðisleysið i Reykja vik og ráðstaf anir til úrbóta. MÉR finnst næst liggja fyrir að athuga, hvort, í þessu tilfelli, Reykjavíkurbæ er skylt að sjá þessu fólki farborða á sviði húsnæðismálanna. Og er þá að athuga einn spurningalið inn, sem hljóðaði á þá leið, hve- nær ■skýrslugefandi hefði flutt til bæjarins. Þetta leiddi í ljós, að ein kona fluttist til bæjarins 1895, önnur 1896, þriðji, sem er karlmaður, 1897 og síðan einn aldamótaárið., Á fyrsta tug aldarinnar flytj- ast þá 1.7 þessara fjölskyldu- feðra (mæðra) að meðaltali á ári. Sum órin fluttist engixm, 1902 og 1903 og 1909. Á árun- um 1910—’20 flytjast að meðal tali 5,2 í bæinn og þá öll árin einhverjir, flestir 1914 (9). 1920 —’30 flytjast hingað búferlum 11,9 fólksins að meðaltali á ári, flest 1928 og 1929; 19 hvort ár- anna. Úr 19, árið 1929, hækkar talan í 28, 1930, og á fjórða tug aldarinnar koma fleiri til bæj- arins aðeins eitt árið, 1937, en þá telja sig 30 hafa flutt. Talan lækkar árið 1938 og er enn lægri 1939, en hækkar svo skyndilega 1940 upp í 33 og síðan 1941 upp í 44 og það, sem af er þessu ári hafa f lutzt í bæ- inn 14 fjölskyldur, sem telja sig húsnæðislausar. I þessu sam- bandi má geta þess, að 8. sept. 1941 voru gefin út bráðabirgða lög, sem m. a. lögðu bann við því að að selja utanihéraðsfólki á leigu húsnæði, svo allir þeir (14) sem flutt hafa á þessu ári, svo og fjöldinn allur af þeim, sem fluttu í bæinn á síðasta ári, má ekki samkv. áðurnefnd- um lögum, fá húsnæði á leigu. Þá télja 122 sig vera fædda í Rvík og uppalda, en fallið hefir niður að tilgreina um 47, eða óvíst, hvort flutt hafa til bæjar ins og þá hvenær eða fæðzt hafa hér. Og 30 töldu sig vera flutta til bæjarins „fyrir löngu síðan“ „fyrir mörgum árum“ o. þ. h., en nokkra þeirra tel ég standa grunsamlega á með, og eflaust einstaka vera flutta nú fyrir mjög skömmu. Einnig kom Hafnfirðingur nokkur ti!l skráning|ar. Hann vildi gjarna flytj-a sig búferlum til Reykjavíkur, því kærastan hans hefði herbergi hér, en þau hygðu á giftingu mjög bráð- lega. * Hver er þá ástæðan til þess, að svo margir eru húsvilltir, sem raun ber vitni? Hvað upp- lýsir fólkið sjálft um ástæðuna til þess, að það telur sig vera á götunni 1. okt. n. k.? Að sjálfsögðu eru öllum kunn Tilkynning um skotæfingar. S S s S s s s s s s s s Setulið Bandaríkjanna mun halda skotæfingar í nágrenni S f Reykjavíkur, og verður skotið á skotmörk, sem dregin verða á sjónum. Æfingarnar munu byrja kl. 9 á morgnana. Hættusvæð- ■ S in og dagarnir, sem æfingarnar verða, munu verða eins og að ) S neðan greinir: S S s s s IÍÆTTUSVÆÐI. Vlnstri íakraörk. Hægri takmörk. s S Dagar Vestlæg lengd Morðlæg breidd. Vestlæg lengd Nor?Slæg breidd S s s 11. ág. ’42 (1) 22° 1.9' 64° 10.4' (3) 21° 58.9' 64° 10.4' s « l s c (2) 22° 5.15' 64° 12.25' (4) 21° 57.25' 64° 12.25' s s S Ssl2. ág. ’42 (1) 22° 10.6' 64° 2.86' (3) 22° 6.55' 64° 5.78' s s (2) 22° 3.8' 64° 3.5' (4) 22° 2.32' 64° 4.55' s i s S 13. ág. ’42 (1) 21° 5^.25' 64° 15.92' (3) 21° 56.5' 64° 17.74' 1 s s; c (2) 21° 44.7' 64° 16.27' (4) 21° 53.18' 64° 17.09' s s Vl4. ág. ’42 (1) 22° 51.2' 64° 18.76' (3) 21° 44.92' 64° 20.75' s s s s (2) 21° .47' 64° 19.32' (4) 21° 44.8' 64° .20' s f \l5. ág- ’42 (1) 22° 5.2' 64° 13.13' (3) 21° 57.35' 64° 11.75' 1 s S s (2) 22° 2.4' 64° 11.34' (4) 21° 58.7' 64° 10.43' s s jl6. ág. ’42 (1) 22° 10.6' 64° 2.86' (3) 22° •6.55' 64° 5.78' s s S (2) 22° 3.8' 64° 3.5' (4) 22° 2.32' 64° 4.55' s s S S 17. ág. ’42 (1) 22° 2.95' 64° 11.15' (3) 21° .56' 64° 14.16' ■s í S s (2) 21° 57.25' 64° 10.67' (4) 21° 55.7' 64° 11.4' s ^ 18- ág. ’42 (1) 22° 1.7' 64° 15.73' (3) 21° 56.5' 64° 17.75' s s (2) 21° 57.25' 64° 16.07' (4) 21° 55.9' 64° 17.09' s s ar ástæðumar til þess ástands, er hér ríkir í húsnæðismálun- um. Fyrst aðf lutningshöft á byggingaefni, þá skortur á því erlendis, og hefir, af þessum tveimur ástæðum, verið byggt miklu minna íbúðarhúsnæði í 'bænum þrjú undanfarin ár þó nú virðist í svipinn vera eitt- hvað lítillega að rofa til hvað snertir byggingar. Mætti í því sambandi minna á sofandahátt bæjaryfirvalda í byggingamál- um íbúanna, en sú vísa hefir ver ið oft kveðin, og af því að hún hvorki er góð né þeim aðiljum til sóma, þá skal henni sleppt hér. Vegna breyttra atvinnuhátta og batnandi afkomu til sjávar- ins, hefir fólksfjölgun gífurleg átt sér stað hér í bæ. Hefir þetta aðkomufólk tekið töluvert af húsnæði bæjarmanna til afnota, og er það að sjálfsögðu eitt af því, sem hinum húsvilltu bæjar mönnum svíður sárast. Einnig hefir aukin átvinna og batnandi fjárhagur ýngra fólksins, stóraukið giftingar í bænum og stofnanir nýrra heim ila. Því þótt sumt þetta ný-gifta fólk sé húsnæðislaust, þá svar- ar það ekki til aukningarinnar. Fjöldi ungs fólks ibíður einnig eftir íbúðum til þess að geta gift sig, að því það telur, og sumt hef ir börn á framfæri sínu, eða aðeins ófædd. * Leigutakar 118 að tölu, telja Isig húsvillta vegna þess, að þeim hefir verið Sagt upp, mið- að við 1. okt. n. k. og þá ein- göngu vegna þess, að Ieigusali Frh. á 6. sfðu. TILLÖGUR þær, sem fram eru komnar á alþingi um launahækkun til handa opinber- u'm starfsmönnum, snerta að- eins embættismenn og starfs- menn ríkisins, svo og starfs- menn ríkisstofnana, að forminu til. Að sjálfeögðu má þó ganga út frá því, að samþykkt þeirra myndi tafarlaust hafa í för með sér sömu launahækkun til handa starfsmönnum bæjarfé- laganna, sem ekki síður þarfn- ast hennar. En hvernig ástæður starfsmanna Reykjavíkurbæjar eru nú orðnar má ofurlítið marka af eftirfarandi ummæl- um, sem birtust í nýútkomnu hefti af Starfsmannablaði Reykjavíkur undir stöfunum L. S.: „Málum er nú svo komið, að starfsmenn bæjarfélagsins og enda velflestir fastlaunamenn horfa með kvíða fram á veginn og spyrja: Hvar stöndum við í dag, og hvað um morgundaginn? Það er svo komið, að launin í Iangflestum launaflokkum hrökkva hvergi nærri fyrir daglegum útgjöldum. Launamaður með fjölskyldu, þó fámenn sé, hlýtur í flestum tilfell- um að safna skuldum, nema hann hafi einhver launuð aukastörf. Á sama tíma hafa ýmsar aðrar stétt- ir þjóðfélagsins fullar hendur fjár. Á þeirri leið, sem farin hefir verið síðan 1939, hefir hagur fast- Iaunamanna farið versnandi. Siðan þá hefir ekki verið að ræða um neinar víðtækar launahækkanir, og verðlagsupþbótin hefir reynzt þeim ófullnægjandi til að vega upp á móti dýrtíðinni á öllum sviðuni. Aðrar stéttir, og þá einkanlega daglaunamenn, komust vandræða- lítið yfir örðugasta hjallann vegna hinnar feiknarlegu eftirspurnar eftir vinnuafli. í þessu sambandi er ekki vert að minnast á stfíðs- gróðamennina, • því við þá þola engir launamenn nokkurn sam- jöfnuð. — Fastíaunamenn gátu ekki og geta ekki, ef allt fer að felldu, selt vinnuafl sitt hæstbjóð- anda eða sett skilyrði um hlunn- indi og ívilnanir fyrir það eitt að koma til vinnu. Og hér er síðasti pierkisteinninn á Jeið vorri. Þegar að honum er komið, eru baggarnir snáraðir um þvert. Það eru ekki lengur fastlaunamennirnir, sem geta horft fram á við í öruggri vissu um það, að launin hrökkvi fyrir nauðsynjum heimilanna. Pen- ingaflóðið streymir fram hjá þeirra bæjardyrum, en þeir einír eru bundnir í báða skó. Svo að segja allir aðrir þegnar þjóðfélagsins hafa einhverja möguleika til að hagnýta sér peningaflóðið og hinir gætnari menn nota tækifærið ým- ist til að losna úr skuldum eða endurbæta hús og aðrar eignir eða afla sér varanlegra verðmæta. Fastlaunamenn sitja í skuldasúp- unni, eða safna skuldum. Þeir rísa ekki undir viðhaldi húsa sinna, hvað þá að þeir eignist verðmæti til vondu áranna.“ Það er alveg óhætt að taka undir þessi ummæli Starfs- mannablaðs Reykjavíkur. Og það má sannarlega ekki seinna vera, að ráðstafanir verði gerð- ar af hálfu hins opinbera til að rétta hlut þeirra, sem hér um ræðir. snap/iuTi; e 1*0 KIMISIMS '■'■l vs. i f. a í „Þormóður Hleður í dag til Súganda- fjarðar, Bolungavíkur og ^ ísafjarðar. — Flutningi veitt \móttaka til hádegis éf rúm leyfir. ÍÞAKA Aukafundur i kvöld (þriðjudag) kl. 8V2. 1. Innsetn- ing emibættismanna. 2. sögð ferðasaga frá ýmsum stöðum á landinu. Nauðsynlegt ,að væntanlegir þátttakendur í skemmtiförinni n. k. sunnuda/g, tilkynni það á fundinum,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.