Alþýðublaðið - 11.08.1942, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 11.08.1942, Qupperneq 7
Þriðjudagur 11. .ágúst 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 S s ^ Bærinn í dag.í Nætúrlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Náetu^vörður er í Ingólfs- Apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 20.00 Préttir-. 20.30 Erindi: Tengslin við Norð- urlönd (Jens Benediktsson cand. theol.). 20.50 Hljómplötur: a) Fiðlusón- ata í f-moll eftir Bach. b) Cellósónata nr. 1 í G-dúr * eftir Baeh. c) Píanósónata Op. 2, nr. 3, eftir Beethov- en. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sigur ástarinnar heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: Fredric March og Betty Field. — Framhaldssýningin heitir Sumar- jól, og leika Ellen Drew og Dirk Powell. Brúðarkjóllinn heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það ameríksk mynd með Marlene Dietrich í aðalhlut- verkinu. Auk hennar leika: Bruce Cabot, Roland Young, Micha Au- er og Andy Devine. Lúðrasveitin Svanur leikur í Hljómskálagarðinum í kvöld kl. 9, ef veður leyfir. — Stjórnandi er Jóhann Tryggvason. Að gefnu tilefni biður Jón Blöndal hagfræðingnr blaðið að geta þess, að hann hafi ekki skrifað greinar þær á móti Morgunblaðsgreinum Ólafs Björns sonar hagfræðings, sem undánfar- ið hafa birzt hér í blaðinu undir bókstafnum p. Hæsti vinningurinn í 6. fl. Happdrættis Háskólans kom upp í umboði Marenar Pét- ursdótbir, Laugavegi 66. Annar var hjá Stefáni Pálssyni í Varðar- húsinu, þriðji hjá Helga Sívertsen í Austurstræti og fjórði hjá, Ein- ari Eyjólfssyni. Ekki kalt! urn fotum, ungfrunni, enda eru þau ætluð til notþunar í pól- ferðum og háloftsflugi. Morg bifreiðaslys og bif- reiðaárekstrar um helgina. . ----------1 - Banaslys í Lækjargötu á laugardag. Bifrelð með 7 menn steypist niður í hyl skammt frá Svanastöðum. 1%/TJÖG MIKILL FJÖLDI Reykvíkinga fór úr bænum ■*■ um helgina og í ýmsar áttir. Var bifreiðanotkunin á laugardag og sunnudag enn meiri en flesta aðra daga sum- arins. Þetta hafði það í för með sér að miklu meira var um bifreiðaárekstra og bifreiðaslys um helgina en áður í sumar og hafa slík slys þó farið vaxandi eftir því sem hefir liðið á sumarið. Á laugardagsmorguninn um , kl. 8.15 var Skúli Gíslason lyfja fræðingur, Laufásvegi 77, að fara á reiðhjóli sínu eftir Lækj argötu. Mun hann hafa verið á leið til vihnu sinnar í Reykja- víkur-Apóteki. Allt í einu varð Skúli fyrir brezkri herflutn- ingabifreið og lenti undir ehnni. Kastaðist hann harka- lega i götuna. Skúli var undir eins fluttur í Landsspítalann. Meiðsli hans voru svo mikil, * að hann létzt í spítalanum kl. 1,30 sama dag. Skúli var sonur Kristínar ísleifsdóttur og séra Gísla Skúlasonar sóknarprests á Eyrarbakka. Hann var fæddur 23. maí 1910 og því rúmlega ! 32 ára er hann létzt. Árið 1937 lauk hann lyfjáfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla. ' í sambandi við þetta slys biður rannsóknarlögreglan alla þá, sem sáu það eða komu að í líkan mund og það varð, að gefa sig fram við hana hið fyrsta. Á laugardagskvöld kl. 21 var fólksbifreiðin 2194, eign Egg- erts Kristjánssonar stórkaup- manns á leiðinni til Þingvalla. Bifreiðin er fyrir f jóra farþega, auk bifreiðarstjórans. Við stýrið var Gunnar, sonur eig- anda bifreiðarinnar. Þarna munaði mjóu að yrði stórslys. Þegar bifreiðin var komin rétt að brúnni við Svanastaði um kl. 21.20 fór hún skyndi- lega út af veginum vinstra meg in og steyptist ofan í hyl, sem \ er þarna fyrir neðan veginn. — Vegarkanturinn er þarna 2—3 metrar á hæð, hlaðinn úr torfi. Stórgrýti er fyrir neðan og áin stífluð. Bifreiðin • steyptist á endann ,en kom þó á réttum hjólum niður í hylinn. Hann var þó ekki svo djúpur, að þak bifreiðarinnar stæði ekki upp úr. Felmtur mikið greip fólkið, sem í bifreiðinni var. Það komst þó fljótlega út um eina aftur rúðuna og upp á þak bif- reiðarinnar, en af þakinu komst það upp á stíflugarðinn. Eng- inn meiddist. Það hefði getað farið öðruvísi, hefði bifreiðin ekki lent í hylnum á réttum hjólunum. Á sunnudagsmorguninn kl. 9 var sendiferðabifreið Alþýðu brauðgerðarinnar, R 2106 að koma eftir Suðurlandsbraut á leið í bæinn. Á undan henni ók önnur bifreið. Allt í einu nam sú bifreið staðar og það svo snögglega, að bifreiðarstjóri í sendiferðabifreiðinni þóttist ekki geta stöðvað bifrpið sína, nema með því að rekast aftán á bifreiðina. Ætlaði bifreiðar- stjórinn því að reyna að sveigja fram hjá bifreiðinni, en um leið og hann ætlaði að gera það, — ók stór herflutninga- bifreið á bifreið hans með þeim afleiðingum, að bifreiðip lagðist saman að framan og bif- reiðarsfjórinn, Ásgeir Þórar- insson, meiddist töluvert í and- liti, á handlegg og á fæti. Þegar Alþýðublaðið hafði tal af rannsóknarlögreglunni í gær- kveldi höfðu henni borizt til- kynningar um milli 10 og 20 árekstra, sem hafa orðið um helgina, en engar slysfarir urðu af völdum þeirra. Reyhjavihurmótið: MM Valor sanrf S. R.| með 2:1 ANNAR leikur Reykjavík- urmótsins fór fram s.l. sunnudagskvöld milli KR og Vals og vann Valur með 2:0 og voru bæði mörkin sett í fyrri hálfleik, áður en 20 mín. voru af leik. Óli B. Jónsson lék með KR í fyrsta skiptið á þessu leikári. Naut hann sín þó hvergi nærri vel og var eins og allt færi í mola fyrir þeim KR-ingunum að þessu sinni. Jafnvel Anton sýndi ekki fyrr en í síðari hluta leiksins hver snilldar markvörð ur hann getur verið. Bommi og Haraldur stóðu sig samt prýði- lega, þó allt kæmi fyrir ekki. Valsliðið var ekki svo sterkt nú, að neitt þrekvirki gæti talizt að vinna það, þótt það sigr- aði K. R. nú. — Þó var vörnin traust og Magnús gat féngið tækifæri til að sýna nokkrar listir leiksins, eins og hann á til, þegar sigurinn virðist auð- veldur. Áh. (Frh. af 2. síðu.) spmninga, þannig að hægt sé að gera nýja samninga, þegar í stað.. Bar Haraldur fram þá fyrirspurn til sjóm- ainnar ,hvört hún vildi beita sér fyrir því, að það yrði gert. Þá kvaðst H. G. vera ósam- mála því, að verðlagsnefndum yrði svo komið fyrir sem á- kveðið væri í frv. þessu. Eðli- legast væri auðvitað, að verð- lagsnefndin væri ekki nema ein. Þgssi blómarós ætlar sýnilega að vera vel við því búin, ef vænn og sprettharður stórlax bítur á öngulinn. Fötin verða henni að minnsta kosti tæplega til trafala. Hún heitir Mary Jane Griffith og er að veiðum í Sólskinsdalnum í Idaho. flinn nýi semflBerra. (Frh. af 2. síðu.) ar af nefndum þingsins, en eng inn vafi er á, að skipunin fær staðfestingu. Mr. L. B. Morris fæddist í Fort Clark í Texas 7. febrúar 1886. Stundaði hann nám í há- skólanum í Pennsylvaníu og George Washington háskólan- um, en gekk í utanríkisþjón- ustu Bandaríkjanna 1910. Var hann þá sendur til Tyrklands, en tveim árum síðar var hann skipaður vararæðismaður í Sa- loniki í Grikklandi, þá aðeins 26 ára að aldri. Næstu ár var Mr. Morris ræðismaður á ýms um stöðum í löndunum við botn Miðjarðarhafsins, þar á meðal í Smyrna í Tyrklandi, í Kon- stantinopel, Aþenu og aftur í Saloniki, ennfremur í Jerúsal- em, Alexandríu og í Kairo. Ár- in 1924—1926 var hann ræðis- maður í Köln. Á alþjóðaráðstefnu um hegn- ingarlöggjöf, sem haldin var í Kairo 1938, var Mr. Morris full trúi Bandaríkjanna. Eftir það var hann ræðismaður í Vín, en var skömmu áður en Evrópu- styrjöldin brauzt út, sendur tii Berlínar. Var hann þar Chargé d’Affaires frá því í okt. 1940 og þar til Bandaríkin sögðu Þjóð- verjum stríð á hendur. Stórfelldar heræfing* ar um alit ísland. MIKLUM HEBÆFINGUM, sem í tóku þátt enskir og am- rískir her- flug- og sjómenn, lauk hér á landi fyrir helg- ina. Fóru heræfingar þessar fram um allt landið og stjórnaði þcim Major-General Charles H. Bonesteel, yfirforingi ameríkska hers- ins hér á landi. í tilkynningu, sem herstjórnin hefir sent út um þetta, segir meðal annars á þessa leið: „í þessum víðtæku heræfingum tóku þátt ameríkskar her- sveitir, flugsveitir og herskip, svp og enskar hersveitir, enskar flugsveitir og herskip. Heræfingarnar féru fram imi allt landið og voru þær hafðar mjög líkar og um verulegan hernað væri að ræða. Fengu lier- mennimir miklu erfiðari verkefni að leysa en nokkru sinni síðan. ameríkskar hesveitir komu til íslands.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.