Alþýðublaðið - 11.08.1942, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 11.08.1942, Qupperneq 8
AlÞtÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur U. ágúst 1942» JARNARBfÓ! Ladjr HamiItOB Aðalhlutvérk: Vivien Leigh Laurence Oliver Sýnd kl. 6 og 9, Aðgöngumiðasala hefst kl. 3. i Ekki hægt að panta í síma. neyddist til að setjast að í sælu- húsi, enda þótt honum væri það þvert um geð, því að það orð jór af því, að þar væri reimt. Þegar hann gekk inn, var þar annar maður fyrir, og er þeir höfðu heilsast, sagði komu- maður: „Trúir þú á drauga? — Ég trúi ekki á þá.“ „Svo!“ svaraði hinn, liðaðist sundur og hvarf. * STÚLKA að nafni Sigríður gaf síra Páli skálda eitt sinn sem oftar í nefið. Hann þakkaði fyrir nef sitt með eft- irfarandi vísu: Nærirðu á mér nefið enn, nálaskorðan dygga, mikill djöfúls merkiskven- maður ertu, Sigga! * ■jyr AC TAVISH var einu sinni boðinn í skírnar- veizlu til fjölskyldu, sem var annáluð fyrir gestrisni. Þegar veízlan stóð sem hæst stóð Mac Tavish upp, gekk að hverjum einstökum gestanna, rétti þeim höndina grafalvar- legur og kvaddi þá alla með mestú virktum. „En Sandy minn góður, kall- aði húsbóndinn til hans, „þú ert þó ékki að fara, þegar veizl- an er rétt að byrja?“ „Nei,“ sagði Mac Tavish og hneigði sig kurteislega, „en ég ætla að kveðja, meðan ég þekki ykkur.“ Já, svaraði læknirinn, hún er úr allri hættu. En mér þykir leitt, að við skyldum tekki getað bjargað barninu. Eðvarð brá. — Er það dáið? — Það fæddist andvana. Þér skuluð fara til Bertu, hún þarf tþess. Hún veit ekkert um barnið ennþá. Berta lá hreyfingarlaus og út- tauguð eftir barnsburðinn. And litið var öskugrátt, augun hálf lokuð, fjörlaus og sljó, kjálk- arnir voru máttlausir eins og á dauðum manni. Hún réyndi að forosa þegar hún sá Eðvarð, en hún var svo máttvana, að var- irnar foærðust varla. — Þér skuluð ekki tala, góða sagði Ijósmóðirin. Eðvarð laut niður að konu sinni og kyssti hana, örlítill roði færðist fram í kinnar henni og svo fór hún að gáta, tárin streymdu niður kinnarnar. —f Komdu nær mér, hvíslaði hún. Hann kraup við hlið hennar, og varð allt í einu mjög hrærð- ur. Hann tók um foönd hennar og sú snerting hafði undraverð áhrif, Berta dró andann djúpt og þreytulegt bros kom fram_ á varir henni. — Guði sé lof, að þetta er liðið, stundi hún. — Ó, elsku Eddi, þú getur ekki gert þér í hugarlund, hvað ég hefi þjáðst. Það var svo hræðilegt. — Já, en nú er það búið, sagði Eðvarð. — Þú hefir þjáðst með mér, Eddi. Það herti mig upp að vita það. Nú verður þú að fara að sofa. Þú varst góður að aka til Tercanfoury fyrir mig. — Ekki að tala, sagði Ramsay læknir, sem kom nú aftur inn, eftir að hann hafði Skilizt við sérfræðinginn. — Mér líður betur núna, sagði Berta, — fyrst ég er bú- inn að sjá Edda. — Já, nú skuluð þér fara að sofa. — Þér foafið ekki sagt mér, hvort það er drengur eða stúlka, segðu mér það, Eddi. Eðvarð leit vandræðalega á lækninn. — Það er drengur, sagði lækn irinn. — Ég vissi að það mundi verða^ sagði hún, og fagnaðar- folær færðist yfir svipinn. — Ég er svo glöð. Hefirðu séð hann, Eddi? — Ekki ennþá. — Það er foarnið okkar. Það borgar sig að þjást til þess að eignast foarn. Ég er svo ham- ingjusöm. — Nú verðið þér að sofna, sagði læknirinn. — Ég er ekkert syf juð, ég vil sjá son minn. — Þér getið ekki fengið að sjá hann núna, hanr^ sefur, það má ekki trufla hann. — Ó, mig langar til að sjá hann eitt andartak, þið þurfið ekki að vekja hann. — Þér fáið ^ð sjá hann eftir að þér hafið sofið, sagði lækn- irinn sefandi. — Annars kom- izt þér í geðshræringu. — Jæja, farðu þá að sjá hann, Eddi, og kysstu hann, ég ætla að sofna. Hún var svo áköf í það, að faðirinn sæi að minnsta kosti son sinn, að ljósmóðirin varð að leiða Eðyarð inn í næsta her- bergi. Þar lá eitthvað á drag- kistunni; sveipað ábreiðu, sem ljósmóðirin lyfti frá. Eðvarð sá barn sitt, nakið og lítið, aumk- unarvert. Augun voru lokuð, augun, sem aldrei höfðu opnazt. Eðvarð horfði á það andartak. — Ég lofaði að kyssa það, hvísíaði hann. Hann laut niður og snerti kalt ennið með vörunum, ljós- móðirin breiddi aftur yfir líkið og þau gengu inn til Bertu. — Sefur hann? spurði hún. — Já. — Kysstirðu hann? — Já. Berta brosti. — Hugsa sér, að þú skyldir kyssa barnið mitt á undan mér. En nú var svefnmeðalið, 'sem læknirinn hafði gefið henni, farið að hafa áhrif, — og Berta féll í fastasvefn. — Við skulum ganga svolítið í garðinum, sagði Ramsay. — Það er víst betra, að ég verði hjá þegar hún vaknar. NÝJA BiÓ (The Fame of New Orleans) Ameríksk stármynd gerð und ir stjórn franska kvikmynda- meistarans RENE CLAIR AðalhlutVerkin leika: MARLENE DIETRICH GAMLA BlÓ n Signr ástarinnar. (Victory) Saga frá Suðurhafseyj um. Fredric March Betty Field. Sýnd kl. 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f.fo. Framhaldssýning kl. 3%—6%. Bruce Cabot Roland Young Mischa Auer Andy Devine Sýnd í dag kl. 5, 7 og 9. Sumarjól. (Christmas in July). Ellen Drew og Dirk Powell Bannað fyrir börn innan 16 ára. Loftið var hreint, þrungið ilmi vorgróðurs og angan jarð- ar. Þeir drógu báðir andann djúpt eftir þungt loftið inni í sjúkrastofunni. Ramsay tók undir handlegg Eðvarðs. — Hressið yður upp, dreng- ur minn, sagði hann, — þér hafið tekið þessu með karl- mennsku. Ég hefi aldrei séð nokkurn mann bera sig svo vel slíka nótt sem þessa, og þér lítið bara vel út núna. — Það er ekkert að mér,. sagði Eðvarð, — en hvað — hvað á að segja um barnið? — Ég býst við, að hún verði hressari eftir svefninn, sagði læknirinn. — En í bili bjóst ég ekki við, að hún þyldi meira, þorði satt að segja ekki að segja. henni sannleikann. Þeir fóru inn, þvoðu sér og; borðuðu og biðu þess síðan, að Berta vaknaði. Loks kallaði ljósmóðirin á þá. HJALTI HJÁLPFÚSI AÐ var ekki lítið; sem á gekik fyrir Hjalta og ná- granna hans, Benna, enda var það engin furða, því að það var von á álfakonunginum í þorpið, þar sem þeir bjuggu. Og 'hann hafði lofað að drekka kaffi hjá öðrum þeirra. „Hann ætlar að senda -þjóna til þess að líta inn í húsin okk- ar, og hann ætlar að drekka kaffi í húsinu, sem verður hreinna og snyrtilegra“; sagði Hjalti. „Ó, ég vona að það verði húsið mitt!“ „Og ég vona, að það verði mitt! sagði Benni. Ég ætla að láta sauma rauð og gul glugga- tjöld og hengja þau fyrir glugg ana. Þau skulu svei mér ganga í augun á álfakonunginum!" Það var nú heldur en ekki við búnaður í foáðum húsunum! Allt var hvítþvegið, sópað og fágað efst sem neðst. Gólfið var svo hreint og gljáandi, að það var engu líkara en að það væri úr góðmálmi. Og iþá var nú ekki amaleg sjón að sjá katlana og könnurnar — og öll búsáhöld- in. Þau blikuðu og tindruðu í sólskininu, svo vel höfðu Benni og Hjalti fægt þau. Daginn áður en ^álfakonung- urinn átti að koma var í raun- inni ekki hægt að gera upp á milli þessara tveggja heimila. Þau voru bæði svo þrifaleg og snyrtileg. Litlu garðarnir við húsin voru ofnir fegursta folóm skrúði, og göturnar voru prýði- lega sópaðar. En um nóttina vildi til sá sviplegi atburður, að eldur kom upp í húsi býflugna- Gunnu. Hamingjan góða, það var hræðilegur viðburður! Hús- ið var allt úr timbíi, svo að' það brann til kaldra kola, þó að) býflugna-Gunna og vinir henn- ar skvettu fötu eftir fötu á log- |ÉWHILE, PAZUP THE /MOUNTAIN, DUMARTIN’S PULL WITTEP BOt, WILBUI?, WOUNPEP TONIi C0ME5T0... |----------------------------- / THI5 TIME WE’LL TUÝ OUE0LLA TACTICS IN5TEAP OF A FKONTAL ATTACK! IFI Dí?AIN HIS0A5 TANK, >*—t HE’S SOT TO STOP! FaQ BELOW, IN THE EXCITEMENT OF THE CHASB' PUMARTIN TAKES A WRONG TuKN... EVEN A5 WIL8UR MAKES HIS VOW, THE. TRAILEe AW THE ROAPSTEI? 5TART P0UBLIN6 BACK ON THEIR COURSE. . . —7 W-WHERE...? WHAT...? TA/AT LAPy/ SHAP/P TH/5 TOMA/F SHA BVHH COMEé BACKAOAM, t’LL.../ ''OOOH/ Né HEAP, smáskæruhernað í staðinn fyrir vígstöðvaárás. Ef ég eyðilegg benzíngeyminn, verður hann að stoppa. Á meðan þessu fer fram rankar Vilbur við sér langt uppi í fjallinu, en Tóní særði hann. Vilbur: Hvar? .. Hvað? ,. Það var þessi kvenpersóna! Hún gerði þetta við mig! Ef hún kemur aftur, skal ég .. í æsingnum, meðan á eltinga- leiknum stendur, beygir Du- martin vitlaust og leikurinn berst aftur upp eftir fjallinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.