Alþýðublaðið - 12.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.08.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞVÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. ágúst 1942. Sjófær eftir eitt ár. i m Flotamálastjórn Bandaríkjanna telur, að það muni taka heilt ár, að rétta franska hafskip7 ið „Normandie” við í höfninni í New York og gera við tjónið, sem varð á því við brun- ann í vor. 488 menn vinna nótt og dag að þessu verki. A myndinni sést hið risavaxna skip á hliðinni, og til hægri hermað ur á verði við það. StoVnun sjiikrasamlaga. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) finnst mér bera vott um andstyggi- legt skeytingarleysi, andlegan am- lóðahátt og doða. Hvernig geta menn sagt frá svona atburðum án þess að láta í ljós minnsta viðbjóð eða vanþóknun á þeim — og þá sérstaklega á þeim orsökum, sem þeim hafa valdið? Ekki svo mikið að nefna megi nafn mannsins, er slysinu olli, hvað þá heldur að minnzt sé á frumorsökina, áfeng- isnautnina.“ „MANNDRÁP eru í mínum aug- um jafn andstyggileg og refsiverð hvort sem þau eru framin af ölv- uðum manni eða allsgáðum. Ég get ekki séð að ölvun sé eða megi mokkurn tíma talin nein afsökun á neins konar glæpum eða óhappa- verkum.“ - „ÖLVUN er órækur þrældóms- stimpill. Vottur um andstyggileg- asta og auðvirðilegasta þrældóm- inn, sem ég hefi heyrt getið um að nokkur manneskja geti ratað í, því að eins og kunnugt er mun varla geta svo andstyggilegan verknað, að áfengisnautn geti ekki verið frumorsök hans.“ „MÉR FINNST ekki að í neinu tilfelli eigi að reyna að draga fjöð- ur yfir háskalegar afleiðingar vín- nautnarinnar, hver sem hlut lcann að eiga að máli.“ ÉG HYGG að engin orð þurfi til að lýsa hinni hryllilegu óham- ingju unga mannsins, sem var valdur að þessu slysi. Það er á- stæðulaust að fjasa um það. Öll- um, sem hafa lesið um þetta slys, er ljóst hvað olli því. Enginn getur farið í neinar gragfötur með það. Ungir menn geta lært af óham- ingju þessa unga manns. Hegning hans er fullkomnuð — þarf meira? HÚSMÓÐIR skrifar mér: ,Nú er- um við byrjaðar að sjóða niður rabarbara. Það verður víst minna um berin nú en áður. Þess vegna þurfum við líka að taka rneira af rabarbara en áður. — En getur þú ekki sagt mér hvað miklu verður úthlutað af aukasykri næst? Hvað megum við eyða miklu af sykrin- um okkar nú?“ ÉG HEFI SPURST FYRIR um þetta. Nýjum aukasykurskammti verður úthlutað seinnipart mánað- arins, en það er enn ekki ákveðið hvað mikill hann verður. Að gefnu tilefni skal ég geta þess, að þær konur, sem eiga börn sín í sveit á vegum sumardvalamefndar og enn hafa ekki fengið stofnana til að fá aukasykurskammtinn, munu að líkindum fá seðlana um 20. ág. Hannes á horninu. Verkalýösfélag hefnr starfsemi að nýjn í Dala- sýslu. Mikill áhngi á fnndi, sena haldinn vas* á snnnudag. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ „VALUR“ í Búðardal hefir legið niðri síðan 1939. Síðastliðinn sunnudag var starfsemi þess hafin að nýju fyrir atheina nokkurra áhuga samra félagsmanna og for- göngu Gunnars Stefánssonar, sem fékk áskoranir frá verka mönnum um að endurvekja félagið, er hann var í kosn- ingaleiðangri í Dölum um mánaðamótin júní og júlí. Mjög erfitt er að ná saman mönnum þarna vestra á þess- um tíma, en á sunnudaginn var haldinn fundur í félaginu og stjórn kosin til að starfa til reglulegs aðalfundar, en hann mun verða haldinn strax og tækifæri býðst til. í bráða- birgðastjórnina voru kosnir: Þórður Eyjólfsson, Hrútsstöð- um, formaður, Guðmundur Gíslason, Kambsnesi, ritari, Ágúst Sturlaugsson, Fjósum, gjaldkeri. í varastjórn voru kosnir: Ssemundur Bjarnason, Fjósum, Baldvin Sigurvinsson, Hvítadal og Þorsteinn Jóhanns- son, Búðardal. Ákveðið var á fundinum að starfssvið félagsins skyldi ná yf- ir alla Dalasýslu, en áður náði það aðeins yfir 5 hreppa sýsl- unnar. Á fundinum var mikill áhugi í mönnum að hefja nú öflugt EISENHOWER, YFIRMAÐUR BANDARÍKJAHERSINS í EVRÓPU. (Frh. af 5. síðu.) um. Hann er maður með mjög óflókið takmark, og þetta tak- mark er að hafa samvinnu við Breta og aðra bandamenn um að vinna toug á Þjóðverjum. Hann íhefir sagt, að styrjaldir væru unnar með almenningsálit inu ekki síður en í verksmiðj- unum og á vígvöllunum. Eisen- hower kærir sig ekkert um að láta mikið á sér toera og hefir einu sinni isagt, að þessi styrj- öld væri ekki háð í því skyni að varpa frægðarljóma á Ike Eisenhower, og átti með því við það, að hann væri ekki hóti nær því að vinna stríðið, þó að hann slægi mikið um sig. Það hefir ekiki reynt á það enn þá, hvort þessi maður er góður hershöfðingi eða ekki. En svo mikið r víst, að útnefning hans í þessa átoyrgðarstöðu kom ekki á- ó'Vart þeim, sem hafa fylgzt með ihermennskuferli hans, og þegar hann var isendur að heiman, var almennt álitið, að isendur hefði verið hæfasti maðurinn, sem völ var á, til að vinna erfitt verk. Ameríku- menn hafa tekið Breta sér til fyrirmyndar um mjargt. Nú er Ike ásamt brezkum herforingj- um að undirbúa heimsókn til Þýzkalands — landsins, sem for feður hans flýðu frá, til þess að losna við trúarofsóknir. Á bændatoýlunum í Kansas, þar sem Ike er upp alinn, er sagt um menn, sem er.u duglegir og farn ast vel, að þeir bafi farsæla hönd. Og það virðist vera góð lýsing á Ike. félagsstarf til þess að bæta kjör manna þarna vestra og vinna að menningarmálúm alþýðunn- ar. Þarna hefir um alllangt skeið ríkt mikið misrétti í launagreiðslum í samanburði við launagreiðslur í næstu sýsl- um. Verður nú hafizt handa að fá það leiðrétt. Framh. af 4. síðu. leið og almennar sveitarstjórn- arkosnmgar eða alþingiskosn- ingar fara fram. Um stofnun sjúkrasamlag- anna skal að öðru leyti tekið fram: Þegar ákveðið hefir verið að stofna samlag, kýs sveitarstjórn 2 eða 4 menn í stjórn samlags- ins og jafnmarga til vara, en ráðherra skipar formann sam- lagsins og varaformann, eftir tillögum Tryggingarráðs. Þeg- ar stjórnin er fullskipuð, geng- ur hún frá samþykktum fyrir samlagið, sem ráðherra síðan staðfestir, að fengnum tillögum Tryggingarstofnunarinnar. — Tryggingarstofnunin veitir fús- lega allan stuðning við stofnun samlaganna að öðru leyti, t. d. viðvíkjandi bókhaldi, samningu samþykkta fyrir samlögin,. prentun þeirra o. þ. h., sér um útvegun á iðgjaldabókum, leið- beinir um samninga við lækna, sjúkrahús og lyfjabúðir o. s. frv. IV. En hvað græðum við eigin- lega á því að stofna sjúkrasam- lög? spyrj'a menn • eðlilega. Ég skal reyna að svara þessari spurningu í sem allra stytztu máli. Reynslan hefir sýnt það, að sjúkdómar heimsækja hvers manns garð fyrr eða síðar. Þótt menn séu mishraustir, þá munu fáar þær fjölskldur, þar sem þessi vágestur toer ekki alló- þyrmilega að dyrum fyrr eða síðar, og ekki sjaldan þegar menn eru sízt viðbúnir að taka á móti honum. Ef menn legðu árlega úpp vissa fúlgu til að hafa til taks, þegar sjúkdóma ber að höndum, mundi það gera sama gagn og sjúkrasamlagið. Sjúkratryggingarnar eru eigin- lega ekkert annað en sparisjóð ir, þar sem menn eiga inni fram lög sín, þegar á þarf að halda til að borga sjúkrakostnað, — að vísu er sá munur, að innstæð uriíar eru greiddar út að við- bættum ríflegum framlögum frá ríki og sveitarfélögum. Eins og háttað er efnahag meginþorra allrar alþýðu á ís- landi, bæði til isjávar og sveita, megna fæstir að standa undir útgjöldum af lángvarandi veik- indum; og þótt ekki sé um lang varandi veikindi að ræða, getur samt orðið af þeim óþægilegur skellur fyrir fátækt fólk. Sér- staklega er langvarandi sjúkra- húsvist nærri því óbærilegt á- fall fyrir þá, sem fyrir því verða. Mörg heimilin hafa allt að því' — eða jafnvél alveg — komizt á vonarvöl vegna þess, að leinlhver úr fjölskyldunni hef ir orðið að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi. Oft hefir þá orðið að flýja á náðir sveitarfélagsins, og þau sporin bafa verið mörg- um þung. Þátttakan í sjúkrasamlögum skapar einstaklingunum fyrst og fremst öryggi gegn þess háttar áföllum, sem nú ihefir verið lýst. Og þegar það er athugað, að sjúkrasamlögin fá hér um bil einn þriðja hluta af tekjum sín- um friá hinu opintoera, þá ætti , varla að vera vafamál, að ein- j staklingarnir fá ódýrari sjúkra- hjálp, þegar til lengdar lætur, með því að vera í sjúkrasamlagi heldur en ef þeir eiga að greiða allan sjúkrakostnað sinn. Ekki sízt ber að hafa það í 'huga, að þegar veikindi ber að höndum, bregðast um leið vinnutekjurnar, og er því enn erfdðara að standa undir útgjöld um, sem veikindi valda, en öðr- um útgjöldum. En þótt málið líti svona út frá sjónarmiði einstaklinganna, þá má spyrja: Hefir hið opin- bera, Ihafa sveitarfélögin efni á því að styrkja sjúkrasamlögin einis og þeim er skylt lögum sam kvæmt? Það er ékki óeðlilegt, að þeir, sem stjórna sveitarmál- efnum, spyrji sig þeirrar spurn- ingar, áður en þeir leggja til, að stofnuð séu sjúkrasamlög í sveit um þeirra. í fyrista lagi má svara henni með því almenna sjónarmiði, að sveitarfélögin eru fyrst og fremst til vegna einistaklinga þeirra sem innan vétoanda þeirra búa, hagur einistakling- anna er því einnig ihagur sveit- arfélaganna. En við skulum Mta á málið eingöngu frá sjónarmiði þess, sem á að gæta sveitarsjóðsins. Honium er kunniugt um það, að mikið af útgjöldum sveitarsjóðs ins stafar toeint eða óbeint af veikindum. Þetta þarf ekki nán ari útskýringar á þessum vett- vangi. Segjum, að um sé að ræða hreppsfélag í sveit með 300 ítoúum. Gjaldiskyldir með- limir sjúkrasamlags mundu þá samkvæmt reynislunni nema um 200. Ef við gerum ráð fyrir 12 kr. ársgjaldi, mundu iðgjöldin alls nema 2.400 kr.; framlag sveitarfélagsins yrði þá 600 kr. á ári. Ég býst við, að margir af forustumönnum sveitarstjórn armálefna geti hæglega gert það upp við sig, að jafnvel þótt að- eins væri litið á málið frá þessu þrengsta fjórhagssjónarmiði sveitarsjóðsins, þó geti Ihalli hans aldrei orðið stórvægilegur, ef ekki yrði beinMnis um gróða að ræða. En þar við bætist svo öryggi þeirra, isem njóta hlunninda isjiúkrasamlagsins, og almennt betri aðbúnaðar að þeim, sem sjúkir verða, þar sem vitað er, að margir neita sér um nauðsyn lega læknisaðístoð vegna þess, að þeir telja sig ekki hafa efni á því. Og íhverju ihefir þjóðin efni á, ef ekki þvf, sem verða mó til að viðhalda og efla heilsu þjóðar- innar, sem er einn af hennar dýr mætustu fjórsjóðum? J BUl 5 manna Studebaker til sýnis og sölu í Shellporti við Lækjargötu í dag kl. 10—12 1 h. Auglýslð í Alpýðublaðlnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.