Alþýðublaðið - 13.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.08.1942, Blaðsíða 3
MiSvíkudagur 12. ágúst 1942. ALÞYÐUBLAÐIO 1 Nýjasti stríðsaðilinn. Nýjasti stríðsaðilinn er Mexikó. Þjóðverjar sökktu fyrir Mexikómönnum skipum, þar til þeir misstu þolinmæðina og lýstu sig í stríði við MöndulveÍdin. Myndin var. tekin í mexik- anska þinginu, þegar forseti ríkisins, Camacho, las stríðsyfirlýsinguna. LandgiSngiiliðið hefur náð fót- festu á prem Salo- monseyjum. Bannað að dansa í Noregi. Stokkhólmur, 12. ág. SAMKVÆMT skipunum frá Þjóðverjum, hefir ver ið bannað að dansa í Noregi, segir í frétt frá Oslo. Léns- Tnenn nazista og aðrir quisling ar lnafa húndelt unga Norð- menn, sem hafa brotið bann þetta. Á nokkrum stöðum hefir þýzk lögregla vopnuð vélbyss- um komið að, þar sem Norð- menn hafa verið að dansi og skipað þeim öllum að halda uppi höndunum. Þjóðverjar hafa nú heimtað, að Norðmenn greiði 200.000 norskar krónur fyrir ofsóknir nazista gegn kennarastéttinni. Á þetta að fara upp í kostnað- inn við flutninga og uppihald þeirra. Nazistar taka ekki að- eins Norðmenn af lífi, heldur senda þeir þeim, sem eftir Jifa kostnaðarreikning. Quisling hefir nú lýst því yf ir, að hin nýstofnaða fríkirkja, sem svo að segja allir klerk- ar lándsins aðhyllast, sé leyst upp. Hann hefir þó ekki gert mikið annað en að lýsa þessu yfir og hinir fimm leiðtogar kirkjunnar ganga enn lausir. Bandamenn í sókn hvarvetna við Kyrrahafið. TILKYNNING frá Washington seint i gærkvöldi segir, að herlið hafi verið sett á land á eynni Tulago og tveim öðrum eyjum skammt þar frá og gangi har- dagar vel. Bardagar hafa verið og eru enn geysiharðir, enda er mótstaða Japana öflug. Fréttir eru af skorn- um skammti, þar eð allt samhand við eyjarnar er notað í þágu landgönguliðsihs. * Hersveitirnar, sem fyrstar gengu á land (U. S. Marines) eru nú að tryggja aðstöðu sína á eyjunum. Sprengjuflugvélar ameríkska í hersins og ástralskar hafa gert loftárásir á flugvelli Japana á eyjunum. London — Ameríkskar flug- sveitir eru nú tilbúnar að taka jþátt í sókft brezka flugfhersins gegn meginlandinu, sagði Spaatz, flugioringi f ameríku- imanna í Englandi. Sagði hann ennfremur ,að <það væri nú að /verða erfitt að fcoma öllum her og flugsiveitum, sem Ameráku- inenn senda fyrir í Englandi. Bandamenn eru í sókn víðs- vegar á 'Kyrrahafsvígstöðvun- um. Á Salomonseyjunum hefir lið verið sett á land, en yfir Timor, Nýju Guineu, og Nýja Bretlandi hafa flugvélar Mac- Arthurs verið á sveimi og kast að sprengjum á stöðvar Jap- ana. Loks hefir ameríkski flot- inn ásamt flugvélum sínum og landhersins farið í árásarleið- angur til Kiska í Aleuteyjum, sem er á valdi Japana. Frekari árásir hafa verið gerðar á skipalestir Jápana í sundunum við Timor, og sprengjur komu niður í flug- skýli við Rabaul. Yfir Nýju Guineu lögðu sjö japanskar or- ustuflugvélar til bardaga við sprengjuflugvélar Banda- manna, en skyttur sprengju- flugvélanna skutu tvær niður, sennilega þrjár tíl viðbótar ög þær tvær, sem eftir voru, voru laskaðar. Áttunda þessa mánaðar hóf-i ameríksk herskip skothríð á stöðvar Japana á Kiska. Árás- in kom Japönum algerlega á ó- vart og héldu þeir fyrst í stað, að um loftárás væri að ræða. Daginn, ef tir gerðu f lugvélar flotans árás á sama stað og komu sprengjur niður í 2 skip. KÍNA Ameríkska f lugsveitin í Kína hefir gert árás á Nanch- ang og komu sprengjur niður í flugskýli. Margar flugvélar voru eyðilagðar á jörðu niðri. Kairo — Ameríkskir orrustu flugmenn eru komnir til Egyptalands til jþess að berjast með hersveitum Auöhinlecks. Eru Iþetta aðeins fyrstu deildirn ar af miklum flugher, sem Am- eríkumenn ihyggjast að senda suður þangað. New Yiork — Laval ihefir um iþessar mundir allar klær úti itil þess að lokka franska verka menn til (þess að f ara tii Þýzka- lands. Hefir hann lofað Þjóð- verjum Iþrem verkamönnum fyrir ihvern f anga, sem iþeir láta 'lausan. Þjóðverjar ihafa enn á sínu valdi 1200 000 Frakka. m miðar litið á- f ram til Stalingrad Vðrn Rússa f er vaxandl á Stórorrustur við Donbugðuna. m • ¦¦¦¦ i ".—¦¦ SÓKN ÞJÓÐVERJA til Stalingrad er nú ákafari en ákafari en nokkru sinni, en engu síður miðar þeim lítið áfram. Sjálfir hafa þeir þó flutt sigurfregnir og ségja, að vörn rússneska hérsins sé lokið í Donbugðunni. Segjast Þjóðverjar hafa sigrazt á Rússum á þessum slóðuni og tekið yfir 57 000 fanga og mikið herfang. Rússar halda hinu gagnstæða fram og segjast verjast við Kletskaja af meiri ákafa en nokkru sinni. Viðurkenna þeir, að hersveit hafi á einum stað orðið að hörfa lítilsháttar, én um almennt und- anahald sé alls ekki að ræða. Sunnan við fljótið, við borgina Kotelnikova, miðar Þjóðverjum heldur ekki áfram og eru háðir harðir bardagar, en Rússar halda hvarvetna velli. I Kaukasus hefir vörn Rússa ?" harnað mjbg og hafa þeir jafn vel gert gagnáhlaup á eiiium stað. — Miðnæturtilkynning Rússa segir frá bardögum við Maikop olíulindirnar og Kras- nograd, þar sem Þjóðverjar nálgast flotastöðvarnar við Svartahaf. Ennfremur munu bardagar vera háðir sunnan við Maikop, á bökkum Kubanfljóts ins. Orusturnar eru nú að fær- ast upp í fjöllin á þeim slóðum og gera menn sér vonir um, að andstaða Rússa aukizt þar. •¦ VALENTINE. Frá því hefir verið skýrt í London, að Valentine-skrið- drekar séu nú notaðir mikið á Rússlandsvígstöðvunum. Mikið af þessum skriðdrekum eru smíðaðir í Kanada og segja menn frá því, að Rússar séu afar fljótir að koma þeim til vígvallanna. Tekur það þá ekki nema nokkrar klukkustundir að aka þeim frá járnbrauta- stöðvunum til vígstöðvánna. Míkil loftárás á fflainz. Þjéðvérjar éttast stérárásir á Berlfin. ÞJÓÐVERJAR búasi, við stórkostlegum loftárásum á Berlín, segir sænska blaðið Stockholm Tidningen. eftir fréttaritara sínum í Berlín. All ir íbúar borgarinnar á aldfin- um 15 til 70 ára hafa orðið að taka þátt í einhvers konar hjálpar eða loftvarnasveitum. Brezki flugherinn hélt í fyrrinótt áfram sókn sinni gegn iðnhéruðum Þýzkalands með harðri árás á borgina Mainz í Rínarhéraðinu. Borg- in er mikilvæg iðnmiðstöð og ennfremur mikilvæg járn- brautárstöð. Mörg hundruð smálestum af sprengjum var kastað á borg- ina, þar af yfir 50.000 eld- sprengjum. Árásin tók aðeins fflóðnnfcipi sökkt. B 71 REZKA flugvélamóður- skipinu Eagle hefir veriS sökkt á Miðjarðarhafi. Var þetta tilkynnt af flotamálaráðu neytinu í dag og þess getið, að einn af kafbátum Möndulveld- anna hafi sökkt skipinu með tundurskeyti. 930 manns af á- höfn skipsins hafa bjargazt, þar á meðal skipstjórinn. í f réttum frá Berlín um þetta efni segir, að skipið hafi verið í tfyigd með skipalest, þegar Iþví var sökkt. Eagle var gamalt skip; upp- (haf'lega smíðað sem orrustuskip fyrir 25 árum, en síðar breytt í flugvé'lamóðurskip. Var það rösklegá 20 000 smálestir. StDkkíhólmur — Talið er ,að um 35 000 manns hafi verið í flokki Quisiings, iþegar innrás- in var gerð, en nú hafa alls 10 000 sagt sig úr flokknum. 46 mínútur og komu miklir eldar upp í borginni. Þegar könnunárflugvélar flugu yfir borgina í gærdag, lagði enn reykjarmekki 5.000 metra í loft upp. Árásir voru einnig gerðar á 'Koiblenz, sem er skammt frá Mainz, og Le Havre í Frakk- landi. Mánuðina júní og júlí köst- uðu Bretar meira sprehgju- magni á Þýzkaland en nokkru sinni fyrr. Var kastað 13,000 smálestum, en sömu mánuði í íyrr vair. aðeinls ikastað 8500 smál. og 1940 aðeins 3500. Á- rásir eins og sú, sem gerð var á Osnabrúck fyrir nokkru eru mjög algengar, en í henni tóku þátt tæplega 200 flugvélar og köstuðu 450 smál. af sprengj- um. í hinni miklu árás á Cov- entry köstuðu þeir aðeins 225 smál. og í stærstuf árásinni á London var aðeins kastað 450 smál. Þegar tillit er tekið til þess, að London er mörgum sinnum stærri en Osnabrúck, fer ekki hjá því, að sú borg sé illa leikin ,svo að um muni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.