Alþýðublaðið - 14.08.1942, Síða 2

Alþýðublaðið - 14.08.1942, Síða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstiidagur 14. ágúst 1942. Ein tilraun Framsóknar enn til að hindra framgang kj ördæmamálsins. Bauð upp á* fjðgurra llokka pjáðstjórn með pví skilyrði að fallið yrði frá sam- pykkt kjðrdæmabreytinóarinnar! ...—.■■■■■—..- En hinir flokkarnir s©fðu nei. Ifjar samniDDanm leitanlr milli Dags- brðnar og atvinnn rekenda. IGÆR komu stjórnir Verka maimafélagsins Dagsbrún og Vinnuveitendafélags íslands saman á fund til þess að ræða um möguleika fyrir nýjum heildarsamningi milli félaganna um kaup og kjör verkamanna. Varð það að samkomulagi sam- kvæmt ósk stjórnar Vinnuveit- endafélagsins, að stjórn Dags- krúnar legði fyrir stjórn Vinnu veitendafélagsins uppkast að nýjum samningi. Dagsbrúnarstjórnin hefir á- kveðið að senda stjóm Vinnu- veitendafélagsins típpkast sitt að slíkum samningi fyrir kl. 9 í dag og mun hún leggja á- herzlu á, að úr því verði skorið fyrir næstu helgi, hvort sam- ingar geti tekist nú eða ekki. Golfklúbbur íslands. Undirbúningskeppni fyrir Af- mælisbikar kvenna fer fram laug- ardaginn 15. ágúst og hefst kl. 3 sd. Þátttaka tilkynnist í Golfskál- ann fyrir kl. 2 sama dag. ÞAÐ ER NÚ ORÐIÐ KUNNUGT, að Framsóknarflokk- urinn hefir á bak við tjöldin gert eina tilraunina enn til þess að hindra framgang kj ördæmabreytingarinnar. Skrifaði hann öllum öðrum flokkum þingsins, Alþýðu- flokknum, Sjálfstæðisflokknum og Kommúnistaflokknum, langt bréf fyrir tæpri viku, þar sem hann bauð þeim upp á myndun nýrrar þjóðstjórnar, sem allir flokkar þingsins ættu fulltrúa í, en gerði jafnframt að skilyrði fyrir myndun slíkrar stjórnar, að fallið yrði frá fullnaðarsamþykkt kjör- dæmabreytingarinnar. Þetta bréf Framsóknarflokksins var dagsett 7. ágúst — og var þess óskað, að Iþví yrði svarað ekki síðar en 12. ágúst. Var frá þessu skýrt í þingskjali, sem fram kom frá Framsóknarflokknm í gær — og því með, að svör hefðu nú borizt frá öllum hinum flokkunum, og væru þau neitandi, enginn þeirra væri fáanlegur til að láta kjördæmabreýt- inguna niður falla. — En samtímis var það kunnugt, að nefnd sú, sem kosin var í neðri deild, til að athuga kjör- dæmaskipunarfrumvarpið, hefði klofnað og skilað tveimur nefndarálitum. Leggur meirihlutinn, fulltrúar Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisfl. og Kommúnistafl. til að kjördæmafrum- varpið verði samþykkt óbreytt, en minnihlutinn, fulltrúar Framsóknarflokksins; að það verði fellt. Farmgjold milli Islands og Ameriku hækka um 50°» ..... » ..-!- Vaxandi örðugleikar á því að fá skip tíl vöruflutninga. ...♦.... EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS hefir snúið sér til dóm- nefndarinnar í kaupgjalds og verðlagsmálum og farið' fram á að mega hækka farmgjöld í siglingum milli íslends og Ameríku um 50%. * Fnn er ekki vitað að dómnefndin, svokallaða, hafi tekið á- kvörðun um beiðni félagsins, en gera má ráð fyrir að hún sam- þykki hana, enda gerir dómnefnd þessi ekki annað en að sam- J t þykkja og getur ekki annað í hverju tilfelli. Má því gera ráð fyrir, að farm gjöldin hækki um 50 af hundr- aði næstu daga. Þetta hefir vit- anlega í för með sér mjög hækkað verð á vörum, sem fiuttar verða frá Ameríku í Bikisðbyroð \á láni til rafveitn tsafjarð- Eyrarhrepps. ar oo FINNUR JÓNSSON flytur tillögu til þingsályktunar í sameinuðu þingi. Er tillagan mn ríkisábyrgð á láni til aukn ingar rafveitu ísafjarðar og Eyrarhrepps. Hún hljóðar svo: ,Alþingi ályktar að heimila ríkisst j óminni að ábyrgjast allt að 1 millj. króna innan- (Frh. á 7. síðu.) næstu ferðum skipanna. Eimskipafélagið mun færa þau rök fyrir þessari beiðni sinni, að kaupgjald á skipum félagsins hafi hækkað svo mik- ið undan farið, að þessi hækk un sé alveg óhjákvæmileg. Þá er talið, að möguleikar okkar til flutninga á vörum frá Ameríku minnki nokkuð á næstunni. Mun ríkisstjórnin hafa fengið einhverjar tilkynn ingar um það, að ekki verði hægt að leigja okkur jafnmik- ið af skipum til vöruflutninga milli landanna og verið hefir undanfarið. Höfum við auk Eimskipafélgasskipanna og ann arra eigin skipa haft skip á leigu samkvæmt samningum við stjórn Bandaríkjanna og jafnvel fengið skip á leigu fram yfir það, sem samið var um á sínum tíma. Það mun nú ekki verða lengur hægt. Bréf Fra'msóknar. í bréfi Framsóknarflokksins — sem 'hér að framan getur og undirritað var af fyrrverandi alþingisforsetum Framsóknar- flokksins, Einari Árnasyni og Jörundi Brynjólfssyni, og birt orðrétt í nefndaráliti Fram- sóknarminnihlutans í stjórnar- skrárnefnd, sem útbýtt var á alþingi í gær, er ástandinu í at- vinnu- og fjárhagsmálum þjóð arinnar lýst sem hinu mesta áhyggjuefni, sagt, að aðalat- vinnuvegir þjóðarinnar séu stöðugt, að dragast saman vegna skorts á vinnuafli, sam- tímis því, sem eyðsla, hvers konar spákaupmennska og gróðabrall fari. stöðugt vax- andi, og viðurkennt — það vekur sérstaka athygíi í bréfi Framsóknarflokksins —■, að því fari fjarri, að enn hafi orðið samtök um að gera fullnægj- andi ráðstafanir til þess að takmarka stríðsgróða einstakl- inga á kostnað almennings, svo sem nauðsyn ber til. Segir svo í bréfinu, að fram úr þessum vandamálum verði ekki ráðið, nema því að eins að kjördæmamálið verði lagt á hilluna og hætt verði við að kjósa á ný í haust. „Framsóknarflokkurinn gerir ráð fyrir,“ þannig heldur hréf- ið áfram, „að þess sé fremur að vænta, að stjórnarskrár- málið verði lagt til hliðar, ef samkomulag verður um það milli þeirra flokka allra, sem að því stóðu á síðasta álþingi. Flokkurinn sendir því erindi þetta til állra þessara flokka með eindreginni áskorun um að þjóðarnauðsyn verði látin sitja í fyrirrúmi og að flokkar þings ins hætti kosningabaráttunni, snúi sér nú þegar að laúsn aðkallandi vandamála — og myndun ráðuneytis til þess að standa að framkvæmd þeirra.“ Svar JMpýlaf lokfesins Alþýöuflokkurinn svaraði þessu bréfi Framsóknarflokks- ins með öðru bréfi, dagsettu 11. ágúst. Er það undirritað af Stefáni Jóh. Stefánssyni og Haraldi Guðmundssyni og hljóðar þannig, orðrétt: „Út af bréfi þingtflokks Fram- sóknarmanna, dags. 7. þ. m., til Aiþýðuflokksins og annarra þingflokka, vill Alþýðuflokk- urinn taka fram fyrir sitt leyti eftirfarandi, sem svar af sinni hálfu. Því fer mjög fjarri að Al- þýðuflokkurimii vilji, né telji nokkra ástæðu til þess að leggja kjördæmamálið á hilluna. Þvert á móti telur hann það alveg rangt og fullkomin brigð við kjósend- lir. Það hefir og komið mjög Frh. á 7. síðu. Vel’zlosarjðfnoðnr- inn er éhagstæðnr En aðeins um 600 oðsund hrónur. VERZLUNARJÖFNUÐUB- INN var óhagstæður í júlílok um 600 þúsund krónur. Innflutningurinn hafði 7 fyrstu mánuði ársins numið kr. 121.6 millj. króna, en útflutningur- inn 121.0 millj. króna. Á sama tíma 1941 var verzl unarjöfnuðurinn hagstæður um 52,2 millj. kr'. í s.l. júní var verzl.-jöfnuð- urinn óhagstæður um 3,5 milj. kr. Nam innflutn. í þeim mán. 18,2 millj., en útflutn. 14,7 millj. kr. Aðalútflutningsvörurnar í júlí voru þessar: ísfiskur 9,6 milljónir, freðfiskur 2,2 millj., þorskalýsi 1,7 millj. og salt- fiskur 0,6 millj. kr. ísafjðrðar gefnr 7008 kr. til Koregssðfn- nnarinnar. Bæjarstjórn ísa- FJARÐAR samþykkti fi einu hljóði á fundi sínum í gær, að gefa 7000 krónur úr bæjar- sjóði til Noregssöfnunarinnar. Er ísafjörður fjórði bærinn á landinu, sem gefur til Nor- egssöfnunarinnar. Áður vora komnir Hafnarfjörður, Reykja- vík og Seyðisfjörður. Norræna félagið, sem eins og kunnugt er,: gengst fyrir Noregssöfnuninni ásamt Norð- Frh. á 7. síðu. "1 Hásetar og kpdarar i llm- shlpaíélagsshlpum segja upp! Mema þefr fái Jafnháa áhæítiíþókn- | iin og yfirmeiinirnir. . UNDIRMENN á skipum Eimskipafélags íslands hafa nú ;; þegar sagt upp eða era að segja upp störfum á skip- um félagsins, nema stjórn þess gangi inn á, að þeir fái 100 krónur í áhættuþóknmi á dag í Ameríkusigíingum, eða ná- kvæmlega hið sama og yfirmenn fengu samþykkt fyrir fá- um dögum. .... Á það skal hent í þessu sambandi, að fyrir nokkru síð- I; an, varð samkomulag milli undirmanna á skipunum og stjórnar Eimskipafélagsins um að þeir fengju 60 krónu áhættuþóknun á dag, eins og yfirmenn fengu þá, var og að- alkrafa undirmanna þá, að þeir fengju sömu áhættuþóknun og yfirmennirnir. Þegar yfirmennirnir fengu hins vegar 100 króna áhættu • þóknun á dag töldu hásetar og aðrir undirmenn á skipun- um sig ekki geta unað við það, að áhætta þeirra væri met- in minna en yfirmannanna og svo miklu minna, sem mun- ar á áhættuþókmminni, og gerðu því hinar nýjn kröfur í gær til stjórnar Eimskipafélagsins. í gær sögðu skipsverjar á Lagarfoss upp störfum, nema að gengið yrði að þessari kröfu þeirra. Er búist við að skipsverjar á Fjallfossi og Brúarfossi muni senda stjórn félagsins sömu kröfur í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.