Alþýðublaðið - 14.08.1942, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 14.08.1942, Qupperneq 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 14. ágúst 1942, Roosevelt og Molotov. Mynd þessi var tekin af þeim Molotov, utanríkisráSherra Rússlands, og Roosevelt, þegar Molotov var á ferð sinni í Washington. Hann gerði þá samninga yið Breta og Bandaríkja- sem frægir eru orðnir. menn, HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. sína og umlbjóðendur með út á það? Eða Jheldur Jónas frá Hriflu, að menn séu búnir að gleyma því, hvernig Framsókn arflokkurinn tók með brögðum verðlagið á innlendum afurð- um út úr gengislögunum sæll- ar minningar til þess eins að geta hækkað það ilangt umfram bæði kaupgjaldið og flestar er- lendar nauðsynjar? ❖ Fyrir utan hrakspár Jónasar frá Hriflu birti Tíminn í gær eftirfarandi klausu um Al- þýðublaðið og viðburðina á Ind- landi: „Oft hefir Alþýðublaðið skriðið fyrir Bretum, en sjaldan hefir það verið eins áberandi og sl. þriðju- dag. Þá birtir Alþýðublaðið for- ystugrein til að svívirða Gandhi og aðra sjálfstæðismenn Indlands. Fer íslendingum það vissulega illa, að ámæla sjálfstæðishreyfing- um meðal undirokaðra þjóða og skiptir þ áeinu hvaða þjóðir eiga hlut að máli.“ Það er sannarlega erfitt að sjá, ‘hvað Táminn meinar með slíku aðkasti. Af fréttum utan úr heimi er ekki sjáanlegt, að framferði Gandihis og Kongres- flokksins á Indlandi hafi hlot- ið neina samúð annarra en öxulríkjanna. í öllum löndum Bandamanna hdfir það verilð fiordæmt, engu síður í Amer- íku en á Englandi. Er Tíminn máske að búa sig undir það með þessari fíflslegu árás á Aiþýðu- blaðið að fara yfir í herbúðir Hitlers og Japanskeisara? Vinnudagur Roosevelts. Karlmanna náttföt! (í öllum stærðum). VERZL Grettisgötu 57. Framh. af 5 s.íðu. vinum sínum til kvöldverðar og á eftir sýnir hann þeim kvik- mynd í kvikmyndasal Hvíta hússins. Hann fer í rúmið klukkan 11.30. Og sagt er að stríðsá- hyggjurnar valdi honum ekki andvökunóttum. Svo byrjar hann nýjan vinnudag hress og endurnærður eftir 8 tíma svefn. Þeir, sem þekkja forsetann, segja, að hann hafi áhyggjur, en sé þó vongóður. Hann veit, að mikið er framleitt á hverj- um mánuði af flugvélum, skrið drekum og skipum, en það þarf líka mikils við, þegar átt er í styrjöld gegn óvini, sem árum saman hefir verið að búa sig undir styrjöld. Síðan styrjöldin hófst hefir forsetinn aukið mikið afköst ráðuneytisins og öll smámál hafa orðið að víkja af skrifborði hans sem höfðu hrúgazt þar upp af því að deilugjarnir ná- ungar höfðu aldrei getað komið sér saman. Hann tekur varla á móti öðrum mönnum en þeim, sem á einn eða annan hátt eru tengdir við styrjöldina. Hopkins er sá maður, sem forsetinn hefir oftast hjá sér, bæði vegna þess, að hann á heima í Hvíta húsinu og vegna þess trausts, sem forsetinn ber til hans og þeirra þýðingar- miklu embætta, sem hann hefir hlaðið á hann. Oftast tekur forsetinn á móti heimsókjnuím utanríkisráðherr- ans, Cördell Hulls. Ennfremur tekur hann oft á móti yfirher's- höfðingjanum George E. Mars hall, Ernst J. King flotaforingja, Frank Knox flotamálaráðherra og Henry L. Stimson hermála- ráðherra. Þessir menn og fáein- ir fleiri sleppa oft inn til hans utan áheyrnartíma. Við Marshall hershöfðingja og King flotaforingja .ræðir for setinn í stórum dráttum um hernað og hernaðaraðferðir í heimsstyrjöld. Hann ber ágætt skyn á hernaðarleg málefni og hefir löngun til að vita meira. Hann fylgist af áhuga með hverri stöðubreytingu á skák- borði styrjaldarinnar og er á- gætlega að sér í landafræði. Enda þótt margir hafi ótt- azt þegar styrjöldin 'hófst, að forsetinn myndi reyna að stjórna styrjöldinni að miklu leyti frá skrifborði sínu í Hvíta húsinu, segja þeir, sem bezt vita, að hann taki enga þýðingar- mikla ákvörðun án þess að ráð færa sig fyrst við hermálasér- fræðinga sína. Er fátt Mkt með núverandi húsbónda Hvíta hússins og fyr irennara hans, sem bjó þar á meðan fyrri heimsstyrjöldin var háð, Woodrow Wilson, en hjá honum var hann sem aðstoðar flotamálaráðherra. Jafnvel á friðartímum tók Wilson sjald- an á móti heimsóknum, og eft ir að styrjöldin hófst tók hann naumast móti nokkrum heim- sóknum. Roosevelt hefir gam- an að því að taka á móti heim- sóknum og honum hefir þótt leið inlegt að þurfa að synja mönn- um um viðtal. En höfuðmunurinn á þessum mönnum liggur þó í iþví, 'hve mismunandi tökum þeir taka styrjaldarvandamálið sjálft. Wilson beitti athygli sinni einkum að alþjóðlegum vanda- málum, en hafði lítinn áhuga á hernaðarlegum vandamálum og ræddi sjaldan við yfirmenn hers og flota. Hinsvegar hefir Roose velt mikinn áhuga á hernaðar- vandamálum, og hver veit, nema að hann búi yfir ein- hverju, sem kemur Japönum á óvart og jafnvel Þjóðverjum líka. Hísnæðisvandræðio. Framh. af i. síðu. sveit með öll börnin, en hann til bráðabirgða í N-stræti . . . “ „Leigusali lét í veðri vaka, að sonur sinn þyrfti á húsnæðinu að halda, og því fór leigutaki, en því var síðan breytt í skrif- stofur.“ „Fékk að vera í nokkrar vik- ur í herbergi bílstjóra hjá N. N„ meðan hann er fjarverandi úr bænum, en börnin sendi hann í sveit sumarlangt.“ „Tók næturvarðarstarf á Hótel N. út úr húsnæðisvand- ræðum. Konan og ibarnið í sveit.“ „Skýrslugefandi, sem er ekkja með 3 börn, var í vist hjá N. N. á N-götu og fékk þar hús- næði fyrir sig og' börnin. S.l. vor varð hún að hætta vistinni, heilsu sinnar vegna, og því hús- n^eðislaus um leið. Er í hriplek- um sumarbústað.“ „Er í sumar í atvinnu á N- firði með konu og 2 börn, en hefir ekkert húsnæði að að hverfa, þegar þau koma í haust.“ „Síðan umsækjandi fór út í N-stræti hefir hann hvergi fengið inni, en fengið að skrifa sig á N-vegi. . . . S.l. vetur neyddist hann til að halda til í sumarbústað suður í Fossvogi. I sumay er hann í kaupavinnu og konan og börnin líka í sveit.“ „Leigusali seldi skúrinn í vor, en hinir nýju eigendur rifu ihann Iþegar | sundur till að stækka Ihann. í vor varð N. N. (sem er ekkja með 3 börn) að ’koma börnum sínum fyrir til sumardvalar í sveit, en tók sjálf vinnu hjá fyrirtækinu N, en það fyrirtæki lætur starfsstúlkum sínum húsnæði í té, 2—3 í her- bergi“. „Sumarbústaður við Elliðaár, eign N. N. Býst við að geta ver- ið í þessu plássi rúsnæðisins vegna, en vegna aðstöðunnar til vinnu, sem ihann (hafir í bænum, getur ihann ekki notað þetta pláss í vetur“. ,,í áðurnefndum sumarbú- stað“. „Húsið á að rífast (smáskúr), er ekki íbúðarfært“. „Leigusali þa'rf húsnæðið handa giftri dóttur, sem er hús næðislaus og hefir sagt leigu- taka upp húsnæðinu frá og með 1. okt. n. k„ en þó með þeim ummælum, að hann léti leigu- taka ekki fara út á götuna“. Þessi leigusali er einn af þeim fáu, sem frá var skýrt, að hefði þó að minnsta kosti lótið í ljós, að þeir vildu ekki hrekja leigutaka sána ibeinlínis ó göt- una. Niðurlag næst. Skúli Skulason ritstjóri flytur erindi, er hann nefnir Jötunheima, í útvarpið í kvöld klukkan níu. Háskólastndentar Beðnir að mæta í Háskólanum í kvöld (föstu- dagskvöld) klukkan 8%. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) var það síður en svo á íslandsmót inu, og þarf ekki að vera að hafa slíkt í flimtingum eða að reyna að gera það hlægilegt, eins og grein- arhöf. gerir tilraun til, slíkt er ekki dáð eða drengskapur heldur hið öfuga. IJM LEIKINN á Reykjavíkurmót inu milli Fram og Víkings, sem Fram vann með 3:0 fer greinarh. hinum háðulegustu orðum um, tal ar um „vesaldóm" í sambandi við hann, kallar hann flattootnaðann. Samlíkingin er snjöll! Það má kannske tala um flatbotna skrif jafnvel flatbotna menn eins og margt bendir til um Vallsæk- inn, en flatbotnaðan leik, það er meiri snillin og andríkið! Það má kalla leikinn fremur daufan, eða í daufara lagi, og margur leikur milli Fram og Víkings hefir verið mun skemtilegri það skal játað, en að hann hafi verið svo léleg- ur sem „Vallsækinn“ vill vera láta nær ekki neinni átt“. ÞAÐ ER ENGINN vafi á því, að ríkjandi ástand á sinn þátt í því að erfiðara er fyrir knattspyrnu- menn okkar að stunda æfingar en áður var, og því skyldi ríkjandi á- stand ekki koma niður á félags- málum knattspyrnumanna eins og annarsstaðar? Hér er því ekki um neina sjálfsafsökun að ræða fyrir knattspyrnumenn eins og Vallsæk inn vill vera láta, heldur er hér um raunveruleikann að ræða, öll félagsstarfsemi í landinu um þess ar mundir er erfið, mjög erfið, jafnvel fyrir knattspyrnufélög, sem önnur félög. Svo er sagt að ,,sá er vinur sem til vamms segir“ ég ef- ast ekki um að knattspyrnumenn séu þakklátir fyrir gagnrýni og leiðbeiningar, en gagnrýnin verð- ur þá að vera með sanngirni og á rökum reist og leiðbeiningar gefn ar af viti og góðvild, en hvort tveggja þetta vantar að mestu hjá „Vallsæknum". ÁHUGI hans fyrir íþróttum er efalaust mikill, en skilningur tak- makaður, og vinsemd hans í garð vina hans ,,á vellinum", sem veita honum „einhverja þá beztu skemmtun, sem h'ann á völ á,“ — mjög af skornum skammti ,meira en búast mætti við af svo ástföng um manni af knattspyrnunni. Að vísu fer hann nokkrum viðurkenn ingarorðum um knattspyrnumenn — en það varð aðeins til þess að ádeilan verði áhrifameiri.“ „AÐ LOKUM minnist „Vallsæk- inn“ svo á blöSin og þeirra þátt í þessum málum, finnst þau léleg, eins og annað í þessu sambandi. Hann niðrar Frímanni Helgasyni, sem hann segir, að líti á sig sem mikinn íþróttafrömuð á pappírn- um. Þoir, sem einhver afskipti hafa haft af íþróttamálum kann- ast allir við Frímann, ódrepandi áhuga hans í þessum. málum, — dugnað og starfsþrek, hann er eng inn pappírsíþróttafrömuður, það er áreiðanlegt, hann er sannur í- þróttamaður og dugmikill for- göngumaður um þessi mál, og væri betur, að margir slíkir væru til. Hann minnist líka á mann, sem rit ar um þessi mál í Mgbl. af góð- girni, skilningi og áhuga, og kallar hann „íþróttaprest“ af því hann er guðfræðingur að menntun, slíkt er ekki skammaryrði, síður en svo, hvorki fyrir prestastéttina eða í- þróttamenn, annars er Jens Ben. ekki búin.n að taka prestsvígslu, en hann hefir staðist vel þá eld- vígslu að rita um íþróttamál, því greinar hans um þau mál, og er- indi, sem ha-nn hefir flutt í út- varpið, þykja íþróttamönnum á- gæt — og þau eru það.“ SVO HELD EG að þetta sé nóg um knattspyrnuna í bráðina. Hannes á liorninu. íþróttaflokkar Ármanns fara hópferð í Jósepsdal nú um helgina, munið að tilkynna þátt- töku í síma 2165.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.