Alþýðublaðið - 14.08.1942, Síða 7

Alþýðublaðið - 14.08.1942, Síða 7
ALÞ7ÐUBLAÐIÐ 7 Föstudagur 14. ágúst 1942. S s iBærinn í dag.; Næturlæknir er Kristján Hann- esson, Mímisvegi 6, sími 3836. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 1925. Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 íþróttaþáttur. 20.45 Strokkvartett útvarpsins: Tékknesk þjóðlög eftir Krassmayer. 21.00 Erindi: Jötunnheimar (Sk. Skúlason ritstj.). 21.25 Hljómplötur: Úr óperUm Wagners (Kirsten Flagstad og Lauritz Melcior). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Vikan, sem 'út kom í gær flytur m. a. þetta efni: Er íslenzki örninn að deyja út, með forsíðumynd, Kon- an, sem aldrei gafst upp, eftir Jerome Beatty. Talaðu, Eric, smá- saga, eftir Frederick Laing. Þið kallið það stritvinnu, eftir Joye Hoekzema, auk þess framhalds- sögurnar, myndir og skrítlur o. m. fl. Flóttí eiginmannsins heitir myndin, sem Tjarnarbíó sýnir klukkan 5 og 7. Aðalhlut- verkin leika Ingrid Bergman og Leslie Howard. Drengjaborgin heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir. Er það ameríksk stórmynd með Spencer Tracy og Mickey Roomey í aðalhlutverkunum. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í Kaupmannahöfn ungfrú Fríða Ól- afsdóttir (fyrrv. prests í Hraun- gerði) og Karl Pétur Símonar- son, frá. Vatnskoti í Þingvalla- sveit. Ólögœæt prestsfeosn m í Isafjarðar- prestabalii. IGÆR fór fram í skrifstofu biskups talning atkvæða tveimur prestkosningum: í ísafjarðarprestakalli í Norður ísafjarðarprófastsdæmi og Sva barðsþingaprestakalli í Norður Þingeyjarsýsluprófastsdæmi. Kosningin í ísafjarðarpresta kalli var ólögmæt. Af 1790 kjós endum greiddu aðeins 844 atkv. Séra Sigurður Kristjánsson, Hálsi, fékk 306 atkv., Ingólfur Ástmarsson cand. theol. fékk 271 atkv. og séra Björn Björns son, Vatnsleysu 261 atkv. 5 seðlar voru auðir og 1 ó- gildur. Kosningin í Svalbarðsþinga- prestakalli var lögmæt. Á kjör skrá voru 321. Séra Hólipgrím ur Jósefsson á Skeggjastöðum var eini umsækjandinn og hlaut 104 atkv. Auðir seðlar voru 65 — en 1 ógildur. Kaupum hreinar tuskur. Húsgagnavinnustofan, Baldurgötu 20. Sími 2292. Svar Alþýðuflokksins við bréfi Framsóknar. Frh. af 2. síðu. skýrt í ljós í síðustu alþingis kosningum, að mikili meiri hluti þjóðarinnar er því sam þykkur og ætlast til þess, að kjördæmabreytingin fái fulln aðar afgreiðslu á þessu þingi. Það verður einnig að ganga út frá því, að 29 af 48 þing- mönnum séu málinu fylgj- andi. Vill flokkurinn því taka það skýrt fram, að hann telur sjálfsagt að kjördæma- breytingin verði afgreidd á þessu þingi, og það sem fyrst Alþýðuflokknum þykir rétt að taka það hér fram, að gefnu tilefni f bréfi Fram- sóknarflokksins, að í þing- ræðis- og lýðræðislandi séu alþingiskosningar síður en svo nokkur þjóðarvoði, held- ur þvert á móti eðlileg leit eftir vilja og stefnu þjóðar- ÍnnaiJ til úírlausnar vanda- málanna. Hitt er þó annað mál, að kosningar má reka með óhæfilegu ofurkappi: illvígum blekkingum og rangfærslum. En Alþýðu- flokkurjnn álítur að kosn- ingar eigi ekki að fara frain með þeim hætti og telur sig fyrir sitt Ieyti ekki þeirri sök seldán. Alþýðuflokknum er það full komlega ljóst, að mörg og vandasöm verkefni bíða úr- lausnar og að ástand í þjóð- málum er að mörgu leyti ugg- vænlegt. Þannig telur flokkur- inn að illa og ógiftusamlega ■hafi tekizt um úrlausn ýmissa mestu vandamálanna, og hefir það leitt til öngþveitis þess, sem nú ríkir. Of seint og rang- lega var tekið á dýrtíðarmál- unum, stríðsgróðanum leyft að flæða yfir landið til fárra manna og fyrirtækja, samtímis því, sem ófullnægjandi ráð- stafanir voru gerðar til þess að halda niðri eða koma í veg fyrir vaxandi verðbólgu. Er flokkurinn alveg samdóma Framsóknarmönnum um það, „að enn Ihafi ekki orðið samtök um það að gera fullnægjandi ráðstafanir til að takmarka stníðsgróða einstaklinga á kostn að almennings, svo sem nauðsyn toer til.“ ®Hefir Alþýðuflokkur- inn alltaf ihaldið iþessu fram, en ekki fengið nægilega áiheyrn, hvorki ihjá Framsóknarflokkn- um né öðrum flokkum, til úr- bóta, ,það telur flokkurinn ekki sána sök. Ennfremur vill hann taka það fram, að með ýms- um aðgjörðum stjórnar og þings, hefir freklega verið gengið á rétt og samtök verk- lýðsins og launastéttanna yfir- leitt. Síðari hluta þess tímabils, sem samstarf þriggja flokka hélst um ríkisstjórnina, gerðu ráðherrar samstarfsfliokka Al- þýðuflokksins ítrekaðar tilraun ir til Iþess, með löggjöf og á annan hátt að hindra eðlilegar kjarabætur launastétítanna, samtímis (því, isem þeir ekki vildu ganga til samkomulags um fullnæ^jandfi. ráðstaf- anir til hindrunar verðhólg- unnar. Hefir hið fyrtalda skýrt komið í ljós með Hutningi frum (varp' r^n að lögbánda kaup- gjald, að hindra greiðslu fullr- ar dýrtíðaruppbótar og leggja á sérstakan launaskatt. Meiri ihluti Alþingis vildi |þó ekki fallast á þessar aðgjörðir vor- ið og haustið 1941, en vor- þingið veitti i þess stað allvíð- tækar heimildir-til þess að gera ráðstafanir gegn aukningu dýrtíðarinnar, sem ríkisstjórn- in ekki notaði, þó fulltrúi Al- þýðuflokksins væri því ein- dregið fylgjandi. Þegar ráðherrar samstarfs- flokka Alþýðuflokksins rufu allt samstarf við flokkinn um síðastliðin áramót, nieð því að gefa út. gegn eindregnum mót- mælum hans, bráðaibirgðalög um þvingaðan gerðardóm í kaupgjaldsmálum og banna grunnkauphækkun, var sú stefna að fullu upp tekin í vinnumálum og fjánhagsmál- um, sem ,að áliti ALþýðuflokks ins, hefir leitt til þeirrar ó- fremdar, er nú ríkir í þessum málujn. í slbað þess að leita vinsamlegra samkomulags við launastéttirnar, völdu Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkur- inn þá leið. að setja þvingunar- lög þvert á móti vilja þessara stétta. og í fullri og ákveðinni andstöðu við þær. En allt þetta hefir leitt til hins mesta ranglætis, og vakið eðlilega andúð og mótspyrnu þeirra. Verkalýðssamtökin hafa verið svipt rétti i'jil heildar- samninga fyrir félög sín, en það Ihefir aftur á móti orðið til þess að grípa hefir orðið til ■hins svonefnda smáskæruhern- aðar, en þetta allt saman hefir skapað glundroða og misræmi. En verkalýðsfélögin eru vissu- lega ein af nauðsynlegustu þátt um hvers menningarþjóðfélags, og er ibrýn ástæða til þess, ekki hvað síst á vandkvæcja og ör- lagatímum að hafa við þau rétt- lát og góð samskipti. En alveg öfug leið hefir verið valin í þessum efnum, og ihefir Alþýðu flokkurinn fyr og síðar varað við þessum háskalegu aðgjörð- um, og reynt tíl lengstra laga að hindra þær, til þrautar með samkomulagi, og þegax það 'hefir ekki dugað, með öflugri andstöðu. En því miður hefir Framsóknarflokkurinn stefnt í öfuga átt til Iþessa. Allþýðuflokknum er það gleðiefni ef Framsóknarflokk- urinn vill nú, þó seint sé, skipta um stefnu í þessum málum, og hverfa að öðrum réttlátari og heillavænlegri leiðum. Er Al- þýðuflokkurinn eins og jafnan fyr, reiðuhúinn til þess að gera nánari grein fyrir sjónarmið- um sínum og tillögum, varð- andi þau vandamál, isem nú eru aðkallandi, og radða um lausn þeirra við aðra flokka.“ NORÍRÆNA FÉLAGH) Frh. af 2. síðu. mannslaget og Rauða Krossin- um ,sendi Hákoni konungi heillasóskaskeyti á 70 ára af- mæli hans. Hefir íélaginu nú borizt þakkarskeyti frá kon- unginum. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför EINARS BJARNASONAR, járnsmiðs. Guðrún Ásgeirsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. StarfsmanDaíélig Keyfcjaiílíar styðnr lannakröfur Banda- lags opinberra starjs maina. T GÆRKVELDI var haldinn I sameiginlegur fundur með stjórn og fulltx)jaíráði Starfs- mannafélags Reykjavíkurbæjar um launamál opinberra starfs- raanna. En þau mál hafa nú verið lögð fyrir alþingi. Á fundinum voru samþkykt- ar tvær tillögur, og er sú fyrri svohljóðandi: ,, Sameiginlegur f undur stjórnar og fulltrúaráðs Starfs- mannafélags Reykjavíkurbæj- ar, haldinn 13. ág. ’42, skorar á hið háa alþingi að hraða af- greiðslu laga um uppbætur á laun til handa opinberum starfs mönnum. Jafnframt vill fund- urinn leggja áherzlu á, að kröf ur Bandalags starfsmarma rík- is og bæja í þessu efni eru lágmarkskröfur.“ Síðari tillagan er á þessa leið: „Sameiginlegur fundur stjórnar og fulltrúaráðs Starfs- m.fél. Rvíkurbæjar ályktar, að fela stjórn félagsins að fylgj- ast vel með aðgerðum alþing- is í launamálum opinberra starfsmanna og bera fram kröfur á hendur bæjarstjórnar Reykjavíkur um launabætur til handa starfsmönnum bæjarins í samræmi við samþykktir al- þingis.“ í Starfsmannafélagi Reykja- víkurbæjar eru nú um 360 manns. Deildir félagsins eru níu og hefir hver deild 1—3 fulltrúa í fulltrúaráði. Form. er fyrir fulltrúaráðinu Lárus Sigurbjörnsson, sem líka er formaður félagsins. Beyltjayíhurmðtið: K.R. vðDD Fram með 3 mörbum gegn 2. "C* JÓRÐI LEIKUR Reykja- víkurmótsins fór fram í gærkveldi milli Fram og K.R. og vann hi§ síðarnefnda með 3 mörkum gegn 2. Þetta var góður leikur. Bæði félögin léku vél og var leikur- inn spennandi og skemmtileg- ur frá upphafi til enda. KR kom nú með nokkuð aðra nið- urröðun en áður, og nú lék Halli Gísla á sínum stað. — Bonni var miðfamhérji ög þó mikið vantaði í vörnina með fjarveru hans, verður ekki ann- að sagt, en að hans hafi verið þörf á hinum nýja stað. Stóð hann sig með afbrigðum vel. Gerði hann öll mörkin fyrir KR — þó vitanlega aðrir ættu þar drýgstan þátt. Yfirleitt var KR liðið mjög gott og nokkuð samstillt, en á það vill oft bresta. Með þess- ari niðurstöðu og sama áhuga hefir það talsverða sigurmögu leika, ég tala ekki um, ef Skúli kæmi í vörnina, eftir góða æf- ingu. Þó mundi unnendum KR þykja það framför, frá því sem nú er, ef Doddi breytti eitt- hvað til, ann&ð hvort í þá átt að gera gagn — eða, ef það er ekki hægt, að gera heldur ekk- ert. Þessi ummæli ber þó að taka aftur, ef eitthvað hefir verið að manninum í gær, sem líklegast er. Anton stóð sig mjög vel í markinu og er mönn um nú ekki farið að koma það á óvart. Framliðið var ágætt og verð- ur ekki annað sagt, en að hver einstakur hafi staðið sig prýði lega. Kantmennirnir, Haukur og Þórhallur gerðu mörkin og voru bæði prýðilega gerð. Vel byggð. upphlaup voru á báða bóga með talsverðum hraða og góðu samspili sitt á hvað. Náði KR að gera fyrsta markið eftir. 20 mín., en Hauk- ur kvittaði, með fallegu skoti úr þvögu skömmu síðar. Á fyrstu .mínútu síðari hálfleiks skoraði Þórhallur mark, KR- ingum á óvart ,eftir snöggt upp hlaup. Jukust nú sigurvonir Fram-manna og spenningur á- hoi'fenda óx. Þegar 15 mínút- ur voru af hálfleiknum kvltt- aði Bonni og skoraði nokkru síðar sigurmarkið með skalla, en þann knött fékk hann af löngu færi frá Har. Guðm., úr frísparki. Er það tvímælalaust bezta einstaklingsafrek móts- ins, enn sem komið er. KR og Fram standa nú jöfn — með 2 stig hvortí Víkingur með 1 og Valur 3. Tveir síð- ustu leikirnir hafa sýnt, að engu móti er hægt að segja fyr ir um úrslit þess. Áh. RAFVEITA ÍSAFJARÐAR Frh. af 2. síðu. landslán fyrir ísafjarðarkaup- stað og Eyrarhrepp til aukning ar rafveitu þeirra við Fossa. Ábyrgð þessi má þó ekki ná'til hærri fjái’hæðar en 80% af stofnkostnaði hirrna auknu framkvæmda." í greinargerð, sem fylgir til- lögunni segir: „Efni þessarar þáltill. var skv. ósk flm. tekið upp í frv. fjárhagsriefndar Nd. alþingis á s.l. þingi á þskj. 322, og vísast til þeirrar greinargerðar, er því fylgdi. Búið er nú þegar að festa kaup á ýmsu efni og vél- um, er þarf til virkjunar þess- arar, og byrjað á verkinu. Ber því nauðsyn til að fá ábyrgð- arheimild þessa nú á þessu þingi.“ /

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.