Alþýðublaðið - 16.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.08.1942, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBUVÐIÐ Afurðaverð bænda. Njösnarar Framh. af 4. síðu. trú, að Ihægt væri að thalda niðri láfskjörum launastéttanna, sam- tímis því sem stráðsgróðinn var látinn flæða yfir landið, iþað var eins og að setja stáflu í straum- vatn og 'halda, að það myndi stöðvast, en ekki leita sér nýs farvegar. ■Þetta hefir einn af aðalfor- ingjum Framsóknar, Jón Árna- son forstjöri, sem til þessa hefir ekki verið talinn neinn sérstak- ur vinúr verkalýðssamtakanna eða Alþýðuflokksins, játað í grein í Tímanum 11. ágúst s. 1. Jón Árnason segir þar um stráðsgróðakattinn, sem Fram- sókn hafði gumað mest af að ætti að stöðva stríðsgróðaflóðið: „Hann kemur að mjög litl- ums, notum, þar sem hann tekur ekki úr umferð nema efsta kúfinn af stórtekjum fyrirtækja og einstaklinga, og vinnur því lítið á móti verðbólgunni, þar sem stríðs- gróðaskatturinn Iætur ó- hreyfðar allar tekjur undir 50 þúsundum króna.“ (f>ess skal í þessu sambandi getið, að í hinum nýju skatta- lögum, sem Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn sömdu um í vetur, „skattalögin inán“, sem Ólafur Thors kallaði svo í útvarpsumræðunum, var skatturinn á tekjubilinu ca. 30 —60 þúsund kr. lækkaðúr veru lega.) Og um lögbindingu kaup- gjalds og afurðaverðs segir Jón Árnason: „Ég hefi aldrei -haft veru- Iega trú á þessum leiðum ein- um saman. Ég henti á það strax, þegar fyrst var minnzt á að fastbinda kaupgjald og verð landbúnaðarafurða með lögum, að SLÍK LÖGGJÖF MUNDI AÐEINS VERÐA Á PAPPÍRNUM, en ekki valda neinum verlegum hótum á þeim erfiðleikum, sem verið var að glíma við. I»að var ber- sýnilegt, að TILGANGS- LAUST VAR AÐ LÖG- FESTA KAUPGJALD, með- an eftirspurn eftir vinnu væri meiri en hægt væri að full- nægja. Kaupið myndi hækka í einhverri mynd. .. “ Þetta er nú dómur eins af helztu forystumönnum Fram- sóknarflokksins um gerðardóms löggjöfina, eftir að Tíminn er búinn að svívirða Alþýðuflokk- inn í hálft ár (og iheldur því á- fram ennjþá) fyrir að hafa verið á móti þessari endemis löggjöf. En gerðardómurinn var ekk- «rt annað en rökrétt áframhald af fyrri stefnu og tillögum Framsóknar i dýrtíðarmálun um. Með henni 'hefir Framsókn algerlega svikið stefnu slna sem frjálslynds vinstriflokks, sem vildi alhliða umbætur á kjörum alþýðunnar til sjávar og sveita. E»da hafa foringjar Framsókn- ar undanfarið kjörtímabil, allt fram að kosningum, lagt á það ríka áherzlu, að Framsókn væri ekki vinstriflokkúr, heldur milli flokkur, sem gæti og ætti að semja ýmist til hægri eða vinstri. Það er valdapólitíkin, sem sett hefir verið í hásætið. Það gerir ekkert til um málefn- in, stefnuna, bara ef hægt er að halda völdunum. Svo villtir eru þingmenn Framsóknar orðnir af þessari valdahugsjón sinni, að þeir segja nú við hvern sem vill heyra: Annaðhvort verður að mynda hér sterka einræðisstjórn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokksins eða sterka vinstristjórn með þátttöku kommúnista. Þeir virðast vera tilbúnir í hvort- tveggja! Um málefni eða stefnu í þessu sambandi er ekki talað. Er ekki tími til kominn að bændur segi við þessa leiðtoga sína: Við viljum enga samn- inga við stráðsgróðamennina, þó að það geti tryggt Hermanni Jónassyni völdin. Við vitum, að þaðan kemur okkur aldrei nein blessun. , Bændur verða í stuttu máli að gera það upp við sig, hvort þeir vilja áframhaldandi tilraunir til þess að þröngva kosti launa- stéttanna undir því yfirskyni, að það sé í þágu bændastéttar- innar, eða ihvort þeir vilja, að striðsgróðaflóðið sé stöðvað með þeim aðgerðum, sem til þess eru nauðsynlegar, og hin bætta að- staða þjóðarinnar nú verði not- uð til þess að tryggja hag þeirra og annarra vinnandi stétta, að svo miklu leyti, sem það enn er hægt, þrátt fyrir þau axarsköft, sem búið er að gera á dýrtíðar- málunum. En það verður að gera sér ljóst, að héðan af er ekki hægt að komast hjá mjög róttækum aðgerðum, ef hægt á að vera að staðnæmast á þeirri óheillavænlegu braut, sem gengin hefir verið hingað til. : HANNES Á HORNINU » Framh. af 5 s.iðu. ameríkskum karlmönnum, sem virtist verða vel til vina. Til gam- ans taldi ég íslenzku piltana, sem þarna voru, þ^ir voru 16, sjálfan mig taldi ég ekki með.“ „ÞARNA FÉKK ÉG mér kaffi og sat og horfði á fólkið. Hannes! Ef þú hefir ekki sjálfur komið á Borgina nýlega, þá blessaður farðu til þess að sjá hvernig ameríksku strákarnir dansa, ja, hver dj. Það eru nú handtök, maður! Ef það. er þetta, sem stelpurnar hafa viljað, þá skil ég að strákarnir hérna heima standist ekki sam- kep»nina.“ „UM ELLEFULEYTIÐ kom inn danskfæddur Reykvíkingur og var í fylgd með. honum enskur flug- maður. Þeir gengu að nokkrum borðanna og töluðu við stúlkurnar. Ég veitti því athygli að þær hristu allar höfuðin, eins og þær væru að neita einhverju. Mér datt margt í hug og þegar ég heyrði einn fs- lendinganna segja við kunningja sinn: ,,Nú hefir N. N. ekki náð neinum stelpum í partí í kvöld,“ styrktist grunurinn. Þegar ég var svo á leiðinni heim kl. 24, sá ég þessa sömu menn koma austan Austurtræti. Og þá varð grunurinn að vissu.“ Hannes á horninu. (Frh. af 5. síðu.) Hún hafði ætlað sér aðra fram- táð en að verða kona kaup- manns. Hún hafði fengið at- vinnu. Butterfly 'hafði komizt að í vinnustofu ljósmyndara og af- greiddi þar auðuga og volduga menn, sem hún seiddi að ljós- myndavinnustofunni. — Hún kunni vel að hagnýta sér fegurð sína, og í fristu.nd.um siínum hafði hún lesið margar bækur og var því sæmilega menntuð, enda bráðvel gefin. Einn þessara manna var Hen- ing Pu-Yi prins. Hann hafði verið keisari í Peking undir nafninu Hsuan Tung, en bylt- ing neyddi hann til að hrökklast frá völdum. Annar af vinum hennar var Chang Hsueh-Liang marskálk- ur, sem þá reði rikéjum í Man- sjúráu. Marskálkurinn var mjög ástfanginn af ihenni og vildi full- nægja öllum oskum hennar, og ekki.stóð á aðstoð hans, þegar hún lét í Ijós þá ósk, að komast að við kínversku kivikmyndirn- ar. Butterfly var kjörin kvik- myndadrottning Kína og var eftirlæti allra kvikmyndahús- gesta. Vetrarkvöld nokkurt iheim- sótti marskálkurinn Butterfly. Þau hittust í nýju leikhúsi, sem hann 'hafði keypt handa henni. Verðir voru um húsið og sagt var, að dauðarefsing -biði hvers, þess, sem dirfðist að ónáða þau. Japnir vissu út í yztu æsar um þetta mót þeirra og fóru inn í borgina. Lykillinn að vopnalbúr- inu var á vasa marskalksins, en enginn þorði að onaða hann.. Þannig féll Mandsjúría. Chang Hsueh-Liang marskálkur var settur af. En Henry Pu-Yi komst aftur til valda. Hann var gerður yfir- stjórnandi Mansjúríu, sem Ja- panir höfðu nú umsjón með. Hann endurnýjaði þegar kunn- ingsskap sinn við litlu leikkon- una. Menn fengu aðeins að heimsækja hann í opinberum erindagerðum, en sögur gengu um það, að Butterfly fengi að heimsækja hann a. einkaerind- um. Hún hafði engum vinsæld- irm glatað, þrátt fyrir japanska hneykslið. Hún lifði í miklu ó- hófi, eyddi of f jár og hafði mik- ið skraut um sig. En Butterfly var mjög raun- hyggin kona. Hún vissi, að hún hafði kveikt á báðum ondum kertisins, og að æska varð ekki verði keypt. í kvikmyndaheim iniim haföi hún kynnzt falleg- um manni, sem var sonur auð- ugra hjóna og var annað for- eldrið frá Asíu, en hitt frá Ev- rópu. Eugen Penn var mörg- um árum yngri en hún og hafði -háskólapróf. Þennan mann gekk Butterfly að eiga. Bretar, sem búsettir er í Shanghai, tala enn þá um 'bazarstúlkuna, sem var gift í ensku dómkirkjunni. — Þúsundir manna hópuðust um- hverfis dómkirkjuna, einkum verkamenn, og -hrópuðu: — Farðu aftur til Ohang mar- Sunnudagur 16. ágást 1942. Innilegar þakkir fyrir sýnda hluttekningu við andlát og jarðarför SKÚLA GÍSLASONAR, lyfjafræðings. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda. Kristín ísleifsdóttir, Gísli Skúlason. Sveinspróf | verða haldin hér í Reykjavík fyrri hluta september- s mánaðar næstkomandi. Umsóknir um píóftöku skulu £ sendar formanni prófnefndar í viðkomandi iðngrein s fyrir 1. september n. k. ^ Lögreglustjórinn í Reykjavík 15. ágúst 1942. ^ Agnar Kofoed-Hansen. S S » s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Tilkynning frá Gjaldeyris- og innflntningsnefnd. Hér með tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli, að nefndin hefir, vegna mikilla og vaxandi flutningaerfiðleika, ákveðið að veita ekki á yfirstand- andi ári frekari leyfi til innflutnings á notuðum fólks- bifreiðum frá Ameríku, en Bifriðaeinkasölu ríkisins hafa þegar verið veitt. — Reykjavík, 15. ágúst 1942. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V Stúlku óskast nú þegar á 1. flokks veitingahús. Gott kaup og kjör. Hugsanlegt er, að húsnæði fyrir væntanlega um- sækjendur geti komið til greina. Uppl. í síma 4906. S s s s s S s s s s s skálks! Fegurð Iþín er horfin! — En hún bar sig eins og drottn- ing. Eftir giftinguna rauf ‘hún samning sinn við kvikmynda- verkbólin í Shanghai, en lék í mörgum japönskuim myndum. Þegar (hún kom aftur, var kast- að grjóti í vagn hennar og fólk- ið hrópaði: — Njósnari! Seinna heimsótti hún flestar höfuð- borgir Evrópu. Butterfly fór til Hong Kong, þegar Japanir tóku Shanghai- svæðið 1937. Þar dó hún í des- embermánuði síðast liðnum í sprengjuregni. Sumir syrgðu hana, en aðrir sögðu, að synda- mælir hennar hefði verið troð- inn, skekinn og fleytifullur. Því að þeir, sem muna eftir heimil- um sínum, sem þeir glötuðu í Mansjúkúó, segja, að öll ógæfa sín sarfi af því að viss kona, sem heimsótti vetraaihöllina, hafi gefið óvinunum upplýs- ingar. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. þess á milli að leika þann ein- dæma loddaraleik, að reyna að telja þjóðinni trú um, að kjör- dæmamálið standi í vegi þess, að heilbrigt samstarf flokka geti haf- ist á alþingi. Hvað er í veginum fyrir því, að slíkt samstarf geti hafizt nú þegar? Vissulega ekkert, enda hafa allir flokkar, er standa að kjördæmamálinu tjáð sig fúsa til slíks samstarfs. En valdahroki Framsóknar er svo mikill, að hún getur ekki hugsað sér samstarf, nema hún hafi áður kúgað hina flokkana í kjördæmamálinu!“ Það mun vera rétt, að Fram- sókn vill láta kaupa sig til þátt töku í þjóðfélagsvandamálum með því að kjördæmamálið verði svikiS. Dýr mundi Haf- liði allur! „Hit Parade“ heitir söngvamynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverki* leika R. Baker, Hugh Herbert og Mary Bo-land.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.