Alþýðublaðið - 16.08.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.08.1942, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ Simnudagur 16. ágúst 1942.. JARNARBtOI Lady Hamiltoi Aðalhlutverk: Vivien Leigh Laurence Oliver kl. 9. Kl. 3, 5 og 7. FLÓTTI EIGINSMANNSINS AðaJMutverk: Ingrid Bergman og Leslie Howard. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 f. h. Ekki hægt að panta í síma. GERALD B. KLEIN, kenn- ari í Tulsa í Bandaríkjun- um, sannaði fyrir nemendum sínum, hversu hæpið er að trúa því, sem gengið hefir munnlega manna á milli. Hann tók einn nemanda sinn afsíðis og sagði honum eftirfarandi sögu: „Skömmu fyrir dagrenningu einn kaldan vetrarmorgun 1899 heyrðust þrjú skammbyssuskot frá veiðisetri Rudolfs, krónprins Austurríkis. Vinir Rudolfs brut- ust inn í húsið. Þeir fundu allt á tjá og tundri, vínflöskur á gólfinu og kvenmannsföt á bekk fyrir framan arininn. í rúminu lá Rudolf álklæddur, en skotinn gegnum höfuðið. Við hlið hans lá nakið konulík, og andlit hennar var hulið hinu brúna hári hennar.“ Kennarinn sagði nemandan- um að segja sessunaut sínum söguna, og síðan átti hver mað- ur að segja söguna í eyra næsta manns. Klein sagði tuttugasta og fjórða nemandanuml að skrifa söguna á skólatöfluna. Nemandinn skrifaði: „Fjórir karlmenn og fjórar konur fóru inn í klefa kvöld eitt, og er þau kom út aftur, höfðu þau gleymt, hvers vegna þau fóru inn.“ * TVEIR Reykvíkingar lágu við í tjaldi uppi á öræfum um tíma í vor. Einn morgUn- inn, þegar þeir komu út, hafði snjóað talsvert. Varð þá öðrum þeirra að orði: „Nú er það svart, maðurl Allt hvítt!“ Hann var ágætur, ekkert prest- legur. Hann sagði, að honum þætti langmest gaman að heim- sækja mig af öllum sóknar- börnum sínum. Ég þreyti yður vonandi ekki, góða mín? — Nei, nei, alls ekki, góða. — Ég þykist vita að Glover- systkinin hafi verið að tala um eitthvað hátíðlegt við yður. Auðvitað verðum við að fljóta með í því, til að ganga á undan með góðu eftirdæmi fyrir lág- stéttirnar. En mér finnst prest- arnir nú á tímum haga sér ó- skynsamlega stundum. Og það er ófyrirgefanlegt, ef þau hafa talað við yður um trúmál eins og þér væruð venjuleg mann- eskja. í mínu ungdæmi voru prestarnir alltaf heldri manna synir og skiptu sér ekkert af alþýðunni. En nú er skiljanlegt, að heldri menn geti ekki orðið prestar, þeir þurfa að umgang- ast lágstéttirnar svo mikið, enda verða þeir stöðugt ómerki- legri. En nú fór Berta allt í einu að gráta hástöfum, og frú Brander- ton féll alveg í stafi. — Góða mín, hvað er að? Hvar eru ilmsöltin yðar? Á ég að hringja? Berta snökti og b'að frúna að vera ekki með neinar áhyggj- ur. Þessi fína frú var afar til- finninganæm, og hefði fúslega grátið, ef hún hefði ekki þurft að fara í svo margar heimsóknir á eftir og mátti því ekki spilla útliti sínu. En mikið hefði hún líka viljað gefa til þess að fá að vita hvað kom Bertu til að gráta. En hún náði sér aftur á strik með því að lýsa atburðin- um nákvæmlega fyrií Han- cocks-hjónunum skömmu síðar. Og skömmu þar á eftir sögðu þau frú Mayston Ryle frá því. Hún fnæsti og tók málið strax til meðferðar. — Frú Branderton gerir mig stundum hræðilega syfjaða, sagði hún, — en ég get vel skil- ið, áð ef veslings konan hefir ekki verið frísk, hafi frú Brand- erton komið henni til að gráta. Ég hefi að vísu aldrei hitt hana nema þegar ég hefi verið stál- hraust, en ef hún kæmist í færi við mig þegar ég er lasin, er ég viss um að hún kæmi mér til að gráta hástöfum. — En hvað ætli hafi gengið að veslings frú Craddock? sagði frú Hancock. — Ég veit ekki, sagði frú Maýston Ryle. — En ég gæti sjálfsagt komizt að því. Hún þarf sjálfsagt að fá betri félags- skap. Ég skal fara að tala við hana. Og það gerði hún! XIX. Með vaxandi kröftum kom hin gamla ástríða Bertu aftur. Ástin vann sigur að nýju, og Berta vissi, að lífinu var ekki lokið. í einstæðingsskap sínum þráði hún Eðvarð og breiddi faðminn á móti honum með mikilli þrá. Hún iðraðist eftir því, að hafa sýnt honum kulda og grét yfir því, að hann hefði þjáðsú Og hún skammaðist sín fyrir það, að ástin, sem hún hafði talið eilífa, skyldi hafa dofnað um stund. En breyting hafði á orðið, hún elskaði mann sinn ekki með þeim blinda ofsa, sem áður hafði ríkt í huga hennar, nú hafði ný tilfinning bætzt við. Blíðan, sem hafði verið ætluð barninu, snerist nú yfir á hann, og öll þráin, sem nú átti aldrei að uppfyllast. Hjarta hennar var sem hús með tómum herbergjum, sem logi ástarinnar lék um. Berta hugsaði með nokkrum sársauka um ungfrú Glover, en vísaði því frá sér aftur. Ung- frúin hafði haldið heit sitt um að koma ekki til Court Leys, °g 1 þrjá daga hafði ekkert frétzt af henni. — Hvað gerir það? sagði Berta. — Meðan Eðvarð elskar mig er allt í lagi. ' En henni fannst svefnher- bergi sitt nú vera eins og fanga- klefi og henni fannst fábreyti- leikinn óþolandi. Rúmið var henni pínubekkur og hún var viss um, að hún mundi aldrei ná heilsu meðan hún lægi. Hún bað Ramsay lækni um að fá að fara á fætur, en hann neitaði alltaf, og maður hennar var á sama máli. Hún komst ekki lengra en svo, að ljósmóðirin vaí látin fara, en á henni hafði NÝJA BtO „Hit Parde“ Fjörug og skemmtileg músikmynd. Aðalhlutverkin leika: Keimy Baker Hugh Herbert Mary Boland og munnhörpuhljómsveitin fræga undir stjórn Borrah Minevitch Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. Berta fengið sterka andúð. Henni fannst návist konunnar og málæði óþolandi. Berta vildi heldur vera alein en hafa hana nálægt sér. Tíminn var lengi að líða. Berta lá á syæflunum og gat ekkert séð úti nema himininn og skýin. Hún þreyttist á að horfa á húsgögnin og veggfóðr- ið. Loks ákvað hún að fará á fætur, hvað sem hver sagði. ■ GAMLA BfO ■ DrengjabGrgíi (BOYS TOWN) Amerísk stórmynd. SPENCER TRACY MICKEY ROONEY Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 11 f. h. Framhaldssýning á morgun KVENNAGULLIÐ í ■ ÚTVARPINU (Radio Lover) 1 Sunnudagskvöldið eftir rifrildið við ungfrú Glover bjóst Berta við að Eðvarð mundi verða að mestu leyti inni við og uppi hjá henni, en hún þóttist skilja, að honum mundi ekki falla það vel, meðalalyktin og þunga loft- ið, hann mundi fá höfuðverk. Honum myndi þykja það óvænt ánægja, að hún kæmi í dagstof- una, hún ætlaði ekkert að segja honum áður, fara bara á fætur HJALTI HJALPFÚSI sofið þar. Býflugna-Gunna kom sér fyrir í stóra hæginda- stólnum hans Hjalta við arin- inn, en Hjalti hreiðraði um sig í stólnum sínum, sem stóð í svefnherberginu, og sofnaði þar. Það var ekki lítið verk, sem beið Hjalta og Gunnu um morguninn að þvo öllum barna- hópnum og koma honum á fæt- ur. Ekkert þeirra hafði annað en náttfötin, eins og þið mun- ið, en 'Hjálti dró upp úr hizl- um sínum alls konar gamlan fatnað, sem hann átti. Börnin klæddu sig í þessi föt og veltust um af hlátri, því að þeim fannst þau vera svo skrýtin í þeim. Býflugna-Gunna þvoði þeim og sagði þeim, að þau yrðu að vera berfætt, þangað til hún gæti keypt skó handa þeim. Að vísu átti Hjalti talsvert af skóm, sem hann þurfti ekki að nota, en þeir voru allt of stórir á börnin. Svo kom morgunverðurinn. Hjalti átti’ aðeins sex bolla, sex undirskálar og sex diska, og þar sem þau voru nú orðin átta í heimili, gátu ekki allir borðað x einu. Börnunum þótti þetta af- arskemmtilegt og nýstárlegt borðhald. Þau fengu hafragraut með mjólk og smurðu brauði og te á eftir, og það lá svo vel á þeim, að þau borðuðu ein ósköp. Eiginlega fannst þeim þetta lík- ara veizlu heldur en venjulegri máltíð. Rétt um sama leyti og mál- tíðinni lauk, kom systir Bý- flugna-Gunnu heim til Hjalta. Hún átti heima í þorpi alllangt í burtu, en hafði heyrt fregnina um eldsvoðann og brá skjótt við. Hún kom með talsverðan fatnað handa drengjunum, en engan handa stúlkunum, því að hún átti aðeins drengi heima,. en engar stúlkur. „Þið verðið að koma öll með mér,“ sagði hún. „Ég á stórt Ol'ö Örn: Stúlkurnar, stúlkurnar lenda í skriðunni. Nemið þið staðar! Snúið þið við! Lillí: Við verðum öll drepin, við erum dauðans matur! Tóní: Þú ert það ef til vill, en .... Tóní eykur hraðann á bíin- um skyndilega .... .... en uppi í fjallinu er Vil- bur að hrinda bjarginu af stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.