Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. ágúst 1942. ALÞYfHIBLA0IÐ « Var fjéra daga á ráðstefnu eystra ásamt Harriman, Wavell og ýms- nm öðrum fulltrúum Bandamanna. 98 afíökur í Nor- egi biugað til. Bara í siðustu viku voru 4 teknir af lífi. FFREGN frá London í gær var frá því skýrt, að Þjóð- ■verjar væru hú búnir að láta taka af lífi 98 Norðmenn, Síð- ustu aftökurnar, sem spurzt hafa, fóru fram í vikunni sem leið. För Churchills var af örygg isástæðum stranglega hald ið leyndri þangað til í gær. ......—...... ÞAÐ var tilkynnt opinberlega síðdegis í gær samtímis í London og Moskva, að Winston Churchill, forsætis- ráðherra Breta, hefði nýlega dvalið fjóra daga austur í Moskva og átt þar, ásamt Averil Harriman, láns- og íeigu- fulltrúa Roosevelts Bandaríkjaforseta, þýðingarmiklar viðræður við Jósef Stalin, forsætisráðherra rússnesku sovétstjórnarinnar. En hingað til hefði ekki þótt rétt að skýra frá því af öryggisástæðum. Kreml í Moskva, iþar sem þeir Churdhill og Stalin hittust. Hin opinbera tilkynning í London og Moskva um þessar ♦ viðræður hljóðaði Iþannig: „Viðræður hafa farið fram í Moskva milli Winston Churc- hills, forsætisráðhojrra Bretlands, Aveiril 'Harrimans, láns- og leigufulltrúa Roosevelts Bandaríkjaforseta, og Jósef Stalins, formanns rússnesku sovétstjórnarinnar. Þátt í þessum viðræðum tóku enn fremur af hálfu Rússlands Molotov, utanríkismálaráðherra, og Vorosjilov marskálkur, og af hálfu Bretlands Sir Archibald Clarke Kerr, sendiherra, Sir Allan Brooke, yfirmaður brezka herforingjaráðsins, og Alexander Cadoggan, aðstoðarmaður í utanríkismálaráðuneytinu. Ákvarðanir voru teknar um ýms mál varðandi ófriðinn, svo og um að halda hinni sameiginlegu haráttu áfram af fullum krafti þar til harðstjórn Hitlers hefði verið þurrkuð út. # Viðræði^rnar fóru frjam í ajnda fullkominnar vináttu og skilnings og staðfestu þau vináttubönd, sem Bretland, Banda- ríkin og Rússland hafa þegar áður bimdizt í haráttunni fyrir sameiginlegum málstað gegn hinum sameiginlega óvini.“ Stalingrad i meiri hættu en nokkrn sinni áínr. ----«---- ÞJéðverjar hafa brotizt inn i vfig~ línn Rússa fi Donkrikanum. FREGNIR frá London í gærkveldi hermdu, að horfumar fyrir Rússa væru nú mjög alvarlegar á vígstöðvunum í Donkrikanum norðvestan við Stalingrad, og sú borg hefði aldrei verið í meiri hættu. Fréttaiht^iji hrezka útva^psins, Paul Winterton, símaði í gær að austan, að Þjóðverjum hefði með ógurlegum skriðdreka- og steypiflugvélaárásum, nú loksins tekizt að brjótast þarna inn í varnarlínu Rússa. En í þýzkum fregnum var fullyrt, að mót- spyrna Rússa hefði verið brotin alveg á bak aftur í norðurhluta Donkrikans og hersveitir Þjóðverja væru þar alls staðar komnar austur að Donfljótinu. Og þaðan eru aðeins 60 km. austur að Fréttastofan í Oslo, sem er undir þýzku eftirliti, tilkynnti að þýzkur lögregludómstóll hefði kveðið upp dauðadóm yf- ir norskum ríkisborgara að nafni Paul Kvamme. Hann var dæmdpr undir því yfirskini, að hann hefði starfað „í þágu lands, sem væri fjandsamlegt Þýzkalandi“. í dóminum segir enn fremur, að Kvamme hafi, þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir, og þrátt fyrir það, að honum hafi verið kunnugt, hvaða refs- ing lá við starfsemi hans, haldið áfram að gefa út æsingarit á móti Þýzkalandi og dreifa þeim út á meðal fjölda manna. Aftak- an fór fram 12. ágúst eftir að bæði yfirmaður þýzku lögregl- unnar í Noregi, Redies, og land- stjóri Hitlers þar, Terboven, höfðu neitað beiðni um að náða manninn. Ennþá nýrri fregnir herma, að Þjóðverjar hafi látið taka af lífi þrjá aðra norska bórgara, Gustav Adolf Söderholm, Ragn- ar Gustav Söderholm og Mark- . us Kornelius Karlsen frá Mag- eröy í Norður-Noregi. Þeir voru einnig dæmdir til dauða fyrir „starfsemi í þágu lands, sem er Þýzkalandi fjandsamlegt11, eins og komizt er að orði í dómin- um. Einn Norðmaður enn, As- björn Söderholm, var og dæmd- ur til dauða, en dómi hans var, æsku hans vegna, breytt í 10 ára fangelsi. Allir þessir fjórir Norðmenn voru sakaðir um að hafa hjálpað tveimur rússnesk- um sjóliðum, sem komust á land á Mageröy. Hinir þrír fyrr- nefndu voru skotnir 10. ágúst. r f * Enn þá einu sinni hafa tveir norskir sjómenn strokið af norsku skipi, sem siglir í þjón- ustu Þjóðverja. Skipið var á leiðinni til Hamborgar og hafði lagzt fyrir akkeri 3 km. frá höfninni í Variberg á strönd Hallands í Svíþjóð. Um tíu leyt- ið að morgni stukku sjómenn- irnir fyrir iborð. Þeir ihöfðu af- klætt sig og stungið fötunum á- sgmt vegbréfum sínum og öðr- um skilríkjum í vatnsheldan poka. Mennirnir voru 28 og 19 ára gamlir. Eftir heimkomuna. í síðari fréttum frá London í gærkveldi var frá því skýrt, að bæði Churchill og Harriman hefðu þegar eftir heimkomuna gert fundinn í Moskva opinber- lega að umtalsefni. Churchill sagði: „Við erum ráðnir í því, að halda áfram baráttunni við hlið bræðra vorra þar til harðstjórn Hitlers hefir verið mölvuð mélinu smærra öllum svipuðum kúgun- artilraunum til aðvörunar og síðari kynslóðum til eftirdæm- is.“ Harriman sagði: „Roosevelt forseti fól mér að vera í fylgd með Churchill í hinni þýðingar- miklu för hans til Moskva á þessu úrslitaaugnabliki ófriðar- ins. Roosevelt forseti mun fall- ast á allar þær ákvarðanir, sem teknar voru, og Ameríka mun halda áfram að standa við hlið Rússlands í baráttunni þar til fullur sigur hefir verið unninn á harðstjórn HitlersN Dvölin í Moskva. Fregnirnar frá London höfðu það eftir fréttastofufregnum frá Moskva, að Churchill og fylgd- arlið hans hefði komið að kvöldlagi til Moskva í þremur sprengjuflugyélum og hefði Molotov verið mættur á flug- vellinum til að taka á móti því. Þegar Churchill var stiginn út úr flugvél sinni, gekk hann fram hjá löngum röðum rúss- neskra hermanna í fullum her- klæðum og með stálhjálmum, sem voru mættir þar til heiðurs honum, en stór lúðrasveit lék þjóðsöng Breta, þjóðsöng Banda ríkjanna og Internationale. Strax fyrsta kvöldið, sem Churchill dvaldi í Moskva, hitt- ust þeir Stalin, og töluðust við í fjórar klukkustundir. Héldu viðræðurnar áfram þrjá næstu daga, en á fjórða degi var Churchill og fylgdarmönnum hans haldin mikil veizla, og voru þar fluttar margar ræður, þar á meðal ein af Stalin. Þegar Churchill fór frá Moskva í flugvél sinni, sendi hann Stalin skeyti, þar sem hann þakkaði honum fyrir vin- samlegar viðtökur og lét í ljós ánægju sína yfir því að hafa haft tækifæri til þess að koma til Moskva og ræða við hann það, sem hann vonaði, að yrði þjóðum þeirra beggja til góðs. Wavell var meO. í öðrum fregnum frá London í gærkveldi var fullyrt, að Sir Archibald Wavell, yfirhershöfð- ingi Breta á Indlandi, hefði verið viðstaddur hinar þýðing- armiklu viðræður í Moskva, svo og ýmsir herforingjar Breta og Bandaríkjamanna í hinum ná- Volgu hjá Stalingrad. Sunnar á Donvígstöðvunum, við Kotelnikovo, telja Rússar sig ihafa hrundið öllum áhlaup- um Þjóðverja, og ekkert bendir til, að sókn Þjóðverja til Astra- kan ihafi miðað neitt verulega á- fram. Hins vegar eru horfurnar einnig sagðar ískyggilegar fyrir Rússa á vígstöðvunum við Mi- neralnii Vodi í Norður-Káka- sus,, þar sem Þjóðverjar eru komnir næst olíusvæðinu við Grozny, aðeins um það hil 210 km. þaðan, og Rússar hafa enn orðið að hörfa undan. Þá var það og viðurkennt af Rússum í gærmorgun, að þeir hefðu orðið að yfirgefa olíu- svæðið við Maikop, sem Þjóð- verjar sögðust þegar fyrir viku síðan hafa tekið. En „þeir fengu enga olíu þar,“ segir í ti-lkynn- ingu Rússa. „Allir olíubrunnar lægari Austurlöndum. Þá var og frá því skýrt, sam- kvæmt fregn frá Capetown í Suður-Afríku, &ð Churchill hefði komið við í Cairo á leið- inni austur og átt þar tal við Smuts, forsætisráðherra Suður- Afríku, sem kominn hefði verið þangað til að mæta honum. og önnur mannvirki á olíusvæð- inu voru eyðilögð.“ Sex norskir sjómenn f Reykjavík heiðraðir HÁKON konungur 7. stofn- aði í fyrra tvö styrjaldar- heiðursmerki, stríðskrossinn og stríðsorðuna, sem eru ekki ein- göngu veitt fyrir unnin afrek í stríðinu, heldur einnig fyrir dygga þjónustu við föðurland- ið. Til þessa eru það fyrst og fremst sjómenn, sem hlotið hafa þessi stríðsheiðursmerki. Um daginn var sex norskum sjómönnum, sem staddir eru um stundarsakir í Reykjavík, afhent stríðsorðan á hátíð, sem haldin var í húsakynnum norska hersins hér. Það var norski aðalræðismaðurinn Hen- ry Bay, sem afhenti heiðurs- merkin fyrir ihönd konungsms Þeir, sem stríðsorðuna hlutu, voru: Jonas Fjörtoft, skipstjóri; Hinrik Bigseth, fyrsti vélstjóri; Niels Eilertsen, fyrsti stýrimað- ur; Sivert Eikseth, bryti; Half- dan Klementsen, bátsmaður og Per Su'lebust, kyndari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.