Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. ágúst 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Bærinn í dag.* Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Norðurlanda- lög. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Frá Lómagnúp á Al- mannaskarð (Eiírkur Helga son prestur). 20,55 Hljómplötur: Létt lög. 21,00 Útvarp frá alþingi: 3. umr. í Nd. um frv. til stjórnskip- unarlaga um breyting á stjórnarskrá konungsríkis- ins ísland (kjördæmaskip- un). Ræðutími hvers flokks 30 mín. — Röð flokkanna: 1. Sósíalistaflokkur. 2. Framsóknarflokkur. 3. Alþýðuflokkur. 4. Sjálfstæðisflokkur. Dagskrárlok um kl. 23,00. Knattspyrnukappleik þeim, sem fTam á(tti að fara í gærkveldi, varð að fresta vegna þess, hve mikið vatn safnaðist fyr- ir á vellinum. Fer hann því fram í kvöld kl. 8 og eigast þá hin góð- og gamalkuúnu félög K.R. og Vík- ingur við. Er þetta næstsíðasti leik- ur mótsins og fer því hver að verða síðastur að sjá spennandi kappleiki á þessu súmri. Jóhannes Oddsson verkamaður frá Seyðisfirði er staddur hér í bænum. Hann var einn af stofnendum fyrsta verka- mannafélagsins á landinu, Verka- mannafélags Seyðisfjarðar. Jó- hannes hefir verið útsölumaður Alþýðublaðsins frá því að það byrjaði að koma út. Landsmót í Ijrsta ílokki knattspyrnu. LANDSMÓT í fyrsta flokki knattspyrnu hefst hér 19. ágúst næstkomandi. Þann dag keppa Yalur og Fram og verður 'Haukur Ósk- arsson dómari. Daginn eftir, 20. ágúst, keppa knattspyrnufélagið Haukur í Hafnarfirði og Víkingur. Dóm- ari verður Friðþjófur Thor- steinsson. Fimm félög taka Iþátt í keppn ánnar dagnr hreiu lætisTibnnnar. Hafið |)ið gert breint fyrir ykkar dyrum? HREINLÆTISVIKAN byrj- aði í gær. Margir hreinsuðu kringum hús sín, en aðrir þver- skölluðust við að gera það. Hér í blaðinu var í fyrradag birtur listi y|ir þser götur, sem lög- reglan ætlaði að fara um í gær, og munu þeir, sem ekki hreins- uðu kringum hús sín, en heima eiga við þessar götur, nú eiga það á hættu að hreinsunin fari fram á þeirra kostnað, nema þeir geri hreint fyrir sínum dyrum tafarlaust. í dag mun lögreglan fara um eftirtaldar götur: Hringbraut, Samvinnubústaðir, Vesturvalla- gata, Sólvallagata, Túngata að Bræðraborgarstíg, Bræðraborg- arstígur, Ránargata, Lindar- gata, Hverfisgata, Rauðarár- holt, Laugavegur, Þingholts- stræti, Ingólfsstræti, Miðstræti, Grundarstígur og Bergstaða- stígur. Það er öllum til mikils sóma, ef þessi hreinlætisvika nær til- ætluðum árangri. Gerið, allt, sem í ykkar valdi stendur til þess að það takist. Hreinsið nú þegar kringum húsin ykkar — og látið lögregluna vita ef þið sjáið að hreinsunin' er einhvers staðar vanrækt. mm. Svefmpokarnir komnir aftur \_ VERZL. C? Grettisgötu 57. Lítlll peningaskápnr óskast Upplýsingar í síma 4905. Geysimikið aðstrey mi fólks tll bæjarios. Og fólk flytur hingað, án f»ess að efga neitt husnæði víst. A SÉÐASTA bæjarráðs- fundi, sem haldinn var á föstudagskvöld, var sérstaklega mikið rætt um húsnæðisvand- ræðin, sem fyrirsjáanlegt er að verða meiri í haust en nokkru sinni áður. Á fundinum voru lagðar fram yfirlitsskýrslur frá manntals- skrifstofunni um aðstreymi fólks til bæjarins, og hefir það verið mjög mikið á síðast liðnu ári. Var ákveðið á fundinum, að fela borgarstjóra að óska eftir þvi við húsaleigunefnd, að hún auglýsti aðvörun til utanbæjar- manna um að flytja ekki til Reykjavíkur, án þess að hafa tryggt sér húsnæði á löglegan hátt. Einnig að brýna sérstak- lega fyrir mönnum ákvæði húsaleigulaganna um, að ekki sé heimilt samkvæmt þeim lög- um að leigja hiúsnæði öðrum en heimilisföstum bæjarmönnum, að þeim; er keypt haf a húsnæði eftir 9. eptemher 1941, sé ibann- að að segja eldri leigjendum upp til iþess að flytja sjálfir í hús- næðið. Jafnframt toeinir bæjarráð til húsaleigunefndar, að ganga ríkt eftir jþví, að ákvæðum húsaleígu laganna um ráðstöfun á hús- næði verði stranglega fylgt, svo og öðrum ákvæðum laganna. Okkar hjartkæra dóttir; SVALA, andaðist 13. iþessa mánaðar. Guðrún Ólafsdóttir. Salómon Loftsson. NiBHhgíiforð did Saoiúel M. fit tilsson. 12. þ. m. • andaðist í Landakotsspítalanum eftir stutta legu Samúel M. Ketilsson framkvæmdastjóri, Barónsstíg oú ner í oæ. <1 Fauni mun hafa komið til hugar að dauða hans myndi svo skjótt að höndum bera. Fyrir fáum vikum var hann glaður og reifur cg ekkert benti til þess að svo skjót umskipti myndu verða á högum hans. En dauð- inn kallar oft fyrr en varir. Samúel var fæddur þ. 31. júlí 1910 í Grimsby í Englandi. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum hér í Reykjavík. Föður sinn missti hann árið 1927 og móður 1938. 14 ára gamall innritaðist hann í Menntaskólann í Reykja- vík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1930. Stundaði síðan efna- fræðinám erlendis um skeið, en hvarf þá frá því námi og réðst sem fagmaður að sápugerð á Akureyri. Ekki undi hann til langframa fyrir norðan og flutti aftur búferlum til Reykjavíkur. Gerðist hann aðalhvatamaður að stofnun verksmiðjunnar Trausti og veitti henni forstöðu til dauðadags. Árið 1937 kvæntist hann eft- irlifandi danskri konu sinni Renathe fædd Farmsö og eiga þau eina dóttur barna. Nokkuð mun hafa verið þröngt í búi á heimili Samúels á uppvaxtarárum hans og mun það hafa nokkru ráðið um, hve snemma hann hætti námi. I allri framkomu var Samúel hinn alúðlegasti og prúðmann- legasti, svo fáir voru hans lík- ar. Eignaðist hann marga og góða vini, enda þótt hann gerði sér lítið far um að láta á sér bera. Var eðli hans frekar að stunda störf sín af alúð og sam- vizkusemi, en að berast mikið á. I öllum félagsskap var hann hrókur alls fagnaðar og mun kunningjum hans þykja vand- fyllt það skarð, er orðið hefir við fráfall hans. Sár er söknuður ástvina og skyldmenna við fráfall Samúels Ketilssonar, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að bróðir hans Gunnlaugur fórst með Reykj aborginni s.l. ár. Sérstak- lega mun vera sár sorg á heim- ili hans hjá eftirlifandi konu og barni, sem nú hafa misst forsjá ástkærs eiginmanns og föður, en kona hans er nú í ókunnu landi, langt frá öllum nákomnum skyldmennum sínum. Við höfum nú kvatt þig, vinur, í síðasta sinn. Þín er sárt saknað af öllum, sem þekktu Hringið i sima 4900 og gerist áskrifendur að Alþýðnblaðinn. þig. Eftir er aðeins minningin um drengskaparmanninn og prúðmennið, sem gerði sér far um að rækja störf sín af alúð og trúmennsku og fylgdi í hví- vetna því, er sannast var vitað og bezt. Minning þín mun lengi lifa. P. H. Sfldarverksmlðjnr rikisins. Frh. af 2. síðu. sendi ríkisstjórninni tilmæli um nýjar verksmiðjur, og fylgdi þeim tilmælum greinargerð, þar sem segir meðal annars: „Þegar síldarverksmiðjur rík- isins hófu starfsemi sína 1930, voru afköst 'verksmiðjanna í landinu, að með talinni fyrstu verksmiðju þeirra, um 9500 mál á sólarhring. Síðan hafa afköst síldarverksmiðjanna í landinu verið aukin smám saman, svo að þau eru nú rúm 40 þús. mál á sólarhring, þar af nema afköst síldarverksmiðja ríkisins um 50%. EnHa þótt afköst verksmiðj- anna hafi vaxið svona mikið, .hefir komið greinilega í ljós, að enn þá vantar mjög mikið á, að nægilegur verksmiðjukostur sé fyrir hendi til þess að taka við bræðslusíldarafla síldveiðiflot- ans í góðum veiðiárum. Samkvæmt útreikningi Jóns Gunnarssonar framkvæmda- stjóra síldarverksmiðja ríkisins [ hefði afli síldveiðiflotans sum- arið 1940 getað orðið a. m. k. 75% meiri, hefði hann ekki taf- izt frá veiðum sökum losunar- biða og veiðibanna. Þar sem afl- inn það ár nam 1 651 167 mál- um, hefir veiðitapið samkvæmt þessu orðið á þeirri síldarvertíð ca. 1 240 000 mál síldar. Til þess að taka á móti því síldarmagni hefði þurft aukin afköst síldar- verksmiðjanna á Norðurlandi um 25 þúsund mál á sólarhring. Nú í sumar hafa biðir skip- anna eftir losun verið mjög miklar, þrátt fyrir það, að þátt- taka í veiðunum er nú með minnsta móti. Veiðin ekki stunduð nema með 101 herpi- nót, þar af einu færeysku skipi, á móti 171 herpinót af íslend- ingum, 28 af Norðmönnum og Færeyingum, sem veiddu fyrir íslenzku verksmiðjurnar 1940. Bræðslusíldaraflinn á öllu landinu nam hinn 8. þ.m. um 800 þúSund málum. Þar af höfðu síldarverksmiðjur ríkis- ins tekið á móti rúmlega 50%. Biðir skipanna eftir löndun hafa orðið mjög miklar í sum- ar. Stjórn síldarverksmiðja rík- isins hefir tvisvar sinnum neyðzt til þess að setja á fjög- urra daga veiðibann í hvort sinn. Hjá öðrum verksmiðjum hafa einnig orðið miklar af- greiðslutafir. Fram til 8. ágúst teljum vér, að afli viðskiptaskipa síldar- verksmiðja ríkisins, sem eru með 71 síldarnót, hefði getað orðið 80—100% meiri en hann er orðinn, ef skipin hefðu haft tafarlausa löndun.“ Lannanppbætnr handa verzlnnar- fólkf. T T NDANFARIÐ hafa farið ^ fram samningaumleitanir milli fulltrúa Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og atvinnu- rekenda um launabætur handa verzlunarmönnum. Er sagt að þessum samning- um sé langt komið og muni beir verða undirritaðir innan skamms, en ekki hefir verið látið neitt uppi um það, hvern- ig kaup verzlunarmanna breyt- ist. einnig á Abnreyri. FIMMTÍU hús eru nú í smíðum á Akureyri. Árið 3941 voru byggðar þar um 30 íbúðir, en fyrir stríðið voru byggðar þar 25 íbúðir á ári að meðaltali. Þrátt fyrir þessar stórauknú byggingaframkvæmdir er sýni- legt að húsnæðisvandræði verða á Akureyri með mesta móti í haust: Um 20 fjölskyldur með 79 manns á framfæri sínu telja sig húsnæðislausar 1. októ- ber og hafa leitað aðstoðar bæj- arins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.