Alþýðublaðið - 21.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.08.1942, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. ágúst 1942. ALbÝHURUDia Rússar verjast enn í Don bugðunni. Bpmr"-'_____3 | Særðir ! hérmenn. ' ÞJóðverJar gera tilraunir til að komast yíir fljótið. —— ■ • ' ♦.. Rússar gera loftárás á Varsjá. LONDON í gærkveldi. RIJSSNESKAR hersveitir berjast enn vestan við Don, í bugðunni miltlu, þótt Þjóðverjar séu á stóru svæði komnir að ánni og reyni nú þegar að komast yfir hana á mörgum stöðum. Segir í miðnæturtilkynninngu Rússa, að hersveitir þeirra eigi í orrustum suðaustan við Kletskaya og á fleiri stöðum. Þjóðverjar gerðu í gær miklar tilraunir til þess að koma.st yfir fljótið, en ekki er ljóst, hvort þeim hefir enn tekizt að ná fótfestu. Þeir gerðu í fyrradag fyrstu tilraun- ina til þess að ná fótfestu á austurbökkum Don. Tókst þeim að komast yfir á eystri bákkann, en þá gerðu rússneskir skriðdrekar áhlaup og brutust inn í fylkingar Þjóðverja, drápu og eyðilögðu á báða bóga og gerðu ógurlegt tjón meðal Þjóðverja, sem ekki voru við þessu búnir og höfðu ekki komið sér fyrir. Var hersveitin, sem þannig komst fyrst yfir fljótið, gereyðilögð. Herfræðingur einn í London sagði í gær, að Klets- kaya væri „önnur Verdun“, þar sem Þjóðverjar hefðu fórn- að þúsundum manna til þess að komast yfir fljótið. Her- foringinn Palm hefir gert æðisgengin áhlaup, en aðeins fekizt að komast að bakkanum á örfáum stöðum. Norðmenn skutn nið- ar lðlflugvélar við Dieppe. London, í gærkveldi. Tyf ORSKAR jlugsveitir tóku ™ þátt i loftorrustunni miklu yfir Dieppe í fyrradag. Voru það örrustuflugvélar, sem norsk ir flugmenn flugu, og tókst þeim að skjóta niður 12 þýzkar flugvélar, svo að vitað sé með vissu, og enn fremur voru 6 laskaðar. Sjálfir misstu Norð- menn tvo flugmenn, en þrír björguðust á þann hátt, að þeir köstuðu sér út í fallhlíf og hafa þeir því alls misst fimm flug- vélar, en tvo flugmenn. Hug- hréysti Norðmanna er mjög róniuð í orrustum þessum. * Manntjón var mjög mikið á báða bógi í orrustunum við Dieppe. Þjóðverjar hafa viður- kénnt, að þeir hafi misst 400 manns, en það er talin allt of lág tala. Bandamenn draga enga dul á, að þeir hafi misst mikinn fjölda manna. Hafa einnig allmargir verið fluttir til Englands særðir. Bretar hafa útvarpað þökkum til Frakka fyrir það, að þeir fóru að ráðum þeirra og létu sig árásina engu skipta. Því miður, segja Bretar, létu nokkrir Frakk ar lífið, en þeir gerðu yfirleitt hermönnunum hlutverk sín léttari með því að halda sig á Öruggum stöðum. Flotaforingi einn, sem var í einu af skipunum, sem fluttu her Bandamanna til Dieppe, hefir lýst nokkru hlutverki flot- ans. Hann sagði, að tundur- duflaslæðararnir hafi farið á undan aðalflotanum og hreinsað sjóinn af þýzkum duflum. Var það mjög erfitt verk, serr^ þeir leystu af hendi með snilli, sagði hann. * Rússar gerðu í fyrrinótt mikl- ar loftárásir á Varsjá, höfuð- borg Póllands, á herstöðvar í Efri-Slesíu og í Austur-Prúss- landi. í Varsjá komu upp mikl- ir eldar á 14 stöðum og sprengj- ur sprungu í námunda við aðal- járnbrautarstöðina í borginni. Mikill fjöldi sprengjuflugvéla tók þátt í áxýsunum. Þjóðv. sækja enn fram án af- láts og eru hafnarborgir Rússa í aukinni hættu. Fregnir hafa borizt af því, að komið hafi til sjóorrustu úti fyrir ströndum Kaukasus. í sókn sinni til Groz- ny olíulindanna hefir Þjóðverj- um miðað nokkuð áfram. Á Leningradvígstöðvunum hafa Rússar unnið staðbundna sigra og náð á sitt vald þorpi einu. Það er um þessar mundir ár liðið frá því er Þjóðverjar bjuggust til þess að hefja úr- slitaáhlaup á borgina, en hún hefir alla tíð varizt. RÚSSAR SÖKKVA SKIPUM Rússar hafa tilkynnt, að þeir hafi sökkt tundurduflaslæðara á Bahrentshafi og tveim eftir- litsskipum. í Eystrasalti hafa þeir sökkt 15 000 smálesta flutningaskipi fyrir Þjóðverj- um. London. — Roosevelt forseti hefir aðvarað möndulveldin við illvirkjum þeim og fantaskap, sem herir þeirra hafa sýnt í her- teknu löndunum. Segir hann, að þeir, sem fyrir slíku standi, megi eiga von á að standa fyr- ir dómstólum og svara til saka. London. — Tólí Tékkar hafa verið drepnir fyrir „njósnir og föðurlandssvik1^ eins og nazist- ar orða það. Voru þeir teknir af lífi eftir eins dags málaferli. * New York. — Þingmenn Ar- gentínu hafa staðið upp á fundi til minningar um menn þá, sem Brasilía hefir misst með skip- um þeim, sem sökkt hefir verið Margir hermenn særast daglega á austurvígstöðvunum. og margir særðust við Dieppe. Oft verða þeir að liggja á óþægilegum sjúkrabörum langan tíma, áður en þeir komast í sjúkra- 'hús til þess að fá fullnægjiandi hjúkrun. Mynd þessi er gÖmul; var tekin af ,særðum her- mönnum á Bataanskaga. Amerikskt lið á land á Fljngandi virki sbjóta aiðúr 6 Fw-190. LONDON, 21. ágúst. LLEFU ameríksk fljúgandi virki úr ameríkska flug- hernum í Bretlandi háðu í dag loftorrustu við 20 til 25 þýzkar orrustuflugvélar af nýjustu gerð. Tókst þeim að eyðileggja eða laska sex af orrustuflugvél- unum, en komust allar til stöðva sinna. Fljúgandi virkin voru á flugi yfir Norðursjó, þegar þau mættu 20 til 25 orrústuflug- vélum af Focke-Wulf 190 gerð- inni, en það eru nýjustu flug- vélar Þjóðverja. Kom þegar til orrustu, og stóð hún um 20 mínútuy. Kúlur frá einni af þýzku flugvélunum lentu í stýrishúsi einnar ameríksku flugvélarinn- ar og drápu varaflugmanninn, en særðu fyrsta flugmanninn. Engu síður komst flugvélin og allar hinar heilu og höldnu til lands. í fyrrinótt var brezki flugher- inn yfir Norðursjónum. Hud- son-flugvélar, sem stjórnað var af kanadiskum og hollenzkum flugmönnum, gerðu árás á þýzka skipalest, sem var ræki- lega varin af fylgdarskipum. Að minnsta kosti þrjú skip- anna voru hitt sprengjum. Flug- vélar Bandamanna komu allar aftur. Þjóðverjar gera stöðugt smá- árásir á ýmsa staði í Bretlandi. Venjulega er tjón smávægilegt á hinum ýmsu stöðum og mann- tjón lítið. fyrir þeim. Talið er, að amer- íksk flugvél hafi sökkt enn ein- . um kafbát úti fyrir strönd Suð- ur-Ameríku. Smíða Smeríhomenn 200 smðl. fingbðt? Washington, 6. ágúst. RAMLEIÐSLUNEFND Bandaríkjanna hefir á- kveðið að láta byggja 500 risa- flugbáta af Larsgérðinni til ílutninga og enn fremur að gerð skuli tilraun með smífei 200 smálesta flugbáts, sem hafi tvö- faldan skrokk. Henry J. Kaiser, sem er skipasmiður á vesturströnd Bandaríkjanna, mun fá pöntun á flugvélunum. Framleiðslan mun að nokkru fara eftir því, hversu fljótt og vel tekst með smíði 150 fyrstu flugbátanna. Til þess að flytja 450 000 smálestir á ári mundi aðeins þurfa 180 af 200 smálesta flug- bátunum og mundi til smíði þeirra aðeins þurfa 18 000 smá- lestir hráefna. Til þess að flytja sama magn í skipum mundi þurfa 235 000 smálestir hráefna. (N. Y. Times.) New York. — Nýlega var skipi einu, 10 000 smálesta flutn ingaskipi, hleypt af stokkunum í Ameríku. Hafði kjölurinn ver- ið lagður 27 dögum áður, en skipið var tilbúið til brottfarar eftir 7 daga. London. — Þjóðverjar eru nú farnir að flytja börn frá héruð- um þeim, sem Bretar hafa gert mestar árásir á. Hafa 60 000 börn verið flutt til Slovakiu og Ungverjalands, en innan skamms verða fleiri send til Rúmeníu. | Lady Hamilton er enn sýnd kl. 9 í Tjarnarbíó við mikla aðsókn, og seljast að- göngumiðar að hverri sýningu upp á skömmum tíma. Er mikið dáðst að leik Vivien Leigh og Laurence Suðurhluti Saló- monseyja á valdi Bandamanna. New York, í gær. APANIR tilkynntu í dag, aS Bandaríkjamenn hefðu gert tilraun til landgöngú á einni af Gilbertseyjum, sem eru um Í600 km. norðaustan við Salo- monseyjar. Segjast þeir hafa hrundið tilraun, sem 200 amer- íkskir hermenn gerðu til þess að komast á land á einni af syðstu eyjunum í klasanum. Frá Washington hafa engar fréttir borizt um þetta og er sagt, að tilkynningar muni koma frá Nimitz aðmírál, ef ein- hverjar eru. Bandaríkjamenn hafa nú á sínu valdi syðri hluta Salomons- eyja og sækja þeir áfram norð- ureftir. Þeir hafa sennilega á sínu valdi Guadalkanal, Florida og Tulagi, en þar er flugvöllur og flotastöð eyjanna, sem tak- markið var að ná af Japöhum. Búizt er við, að til sjóorrustu komi á hverri stundu, því að allt er undir því komið, hvorir hafa yfirráðin á sjónum. Er talið víst, að Japanir muni gera til- raun til þess að ná aftur þeim yfirráðum, en þá mundi her Bandaríkjamanna á eyjunum illa staddur, því að allir aðflutn- ingar til hans mundu teppast. Samgöngur milli Ástralíu og Ameríku verða mun öruggari við það, að Bandaríkjamenn ná þessum eyjum á sitt vald, því að á þeim höfðu Japanir stöðv- ar til þess að gera árásir á skipa lestir, sem þar færu á milli. Ástralíumenn hafa viður- kennt, að þeir hafi misst beiti- skip í orrustum við Salomons- eyjar. Er það þriðja beitiskipið, sem þeir missa í stríðinu. Olivers, en þau eru hjón, eiits og margir bíógestir munu vita.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.