Alþýðublaðið - 23.08.1942, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 23.08.1942, Qupperneq 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 23. ágúst 1942? Samningar um 8 stunda vinnndag. Dagkaupið verður kr. 2,10, eftirvinnu- kaupið kr. 3,15 og nætur og helgidaga 4,20 Algenp skipaifinna Innifalin í almennrl vinnn. Samningar nndirritaðir klukkan 4,30 í tyrri nótt flvað er kaup verka- manna i Reykfavík nú? ... ♦ SAMKVÆMT nýja samningnum og núgildandi vísitölu verður tímakaup Dagsbrúnarmanna eins og hér segir: Almenn vinna. Dagvinna Kr. 3.84 pr. Gamli klst. taxtinn. (2.65) Eftirvinna ■— 5.76 — — (3.93) Nætur- og helgidagavinna.. •—■ 7.69 — — (4.94) Salt, sement og kol. Dagvinna Kr. 5.03 pr. klst. (2.65) Eftirvinna — 7.56 — — (3.93) N. & H. — 10.07 — — (4.94) Box og katlar. Dagvinna Kr. 6.59 pr. klst. (4.58) •Eftirvinna — 9.88 — — (6.77) N. & H — 13.18 — — (8.51) Samningsibundinn 8 st. vinnudagur. Helgidagskaup eftir kl. á laugard. á tímalbilinu 1. maí til 30. september. 1. sumardagur helgidagur og helgidagskaup frá hádegi 17. júná og 1. desember. 1. maí skilyrðislaus frídagur. Síðasti dagur Tivolis stúdenta er I dag. ' '♦. Opið verður frá klukkan 4 e.h. og fram yfir miðnætti. SÍÐASTI DAGUR Tivolis stúdenta er í dag. í dag opnar það klukk- an 4 og geta menn þvi gengið Bjarni í Ás~ garði látinn HINN þjóðkunni bænda- höfðingi, Bjarni Jensson í Ásgarði í Dalasýslu andaðist s. 1. föstudag á heimili sínu. Hafði hann verið vanheill um skeið. Bjami var orðinn aldraður, en hress í bragði og hélt kröft- um fram að foanalegunni. Hann hefir um margra áratuga skeið verið eiim hinn kunnasti bóndi á Vesturlandi fyrr gestrisni og höfðingsskap. .Hann var hreppstjóri í Hvammssveit og sparisjóðs- haldari við Sparisjóð Dalasýslu til dauðadags, og hafði gengt mörgum trúnaðarstörfum öðr- um um ævina. Mun því Dala- mönnum og öðrum ,sem þekktu Bjama, þykja héraðsbrestur að fráfalli hans. Ef slys ber að hðndnm BIMar hjé Iðgresiunni LÖGREGLUSTJÓRI hefir í samráði við atvinnnmála ráðherra ákveðið að frámvegis skuli verða til taks á lögr^glu- varðstofunni 2 bifreiðar handa Frh. á 7. aðu. suður í Hljómskálagarð og drukkið miðdegis'kaffið í Blý hólknum svokallaða. í dag mun Tivolí stúdenta starfa að minnsta kosti til miðnættis. Verður sérstaklega vandað til skemmtunarinnar. Galdramaðurinn ameríski, sem hefir galdra sína að atvinnu iheima í Bandaríkjunum mun hafa. þrjár sýningar í Rauðu myllunni. Hafa listir hans vak- ið stórfurðu þeirra sem séð hafa hann í Tivolí og mun hann að því er sagt er auka við þær í kvöld og foæta við nýjum kúnstum. Þá mun Hawaian- sveitin leika á strengjahljóð- færi sín og syngja ýmsa söngva en þeir sem eru í þessari sveit hafa þenna leik líka að atvinnu vestra og þykja mjög góðir. Auk þessa verða ýmsar aðrar skemmtanir og svo margskon- ar veitingar, happdrætti, kúlu- skotaleikur og verða flöskur skotnar niður. Verða verðlaun veitt fyrir mesta og bezta hæfni í þessum leik. Þá er ýmislegt annað til skemmtunar. Verður meðal annars dansað á pallin- um frá kl. 4. í fyrrakvöld var jöfn aðsókn allan tímann, sem Tivolí var opið og mun ekki fjarri lagi að um 3 þúsund manna hafa komið á skemmtistaðinn. Hafa því alls heimsótt Tivolí um 23 þúsundir manna, iþessa 5 fyrstu daga. Aðsóknin var og mjög mikil í gærkveldi. Stúdentum hefir tekizt vel með þetta gróðafyrirtæki sitt. Verður fróðlegt að vita hvað mikið þeim hefir áskotnazt iþegar fyrirtækið verður gert upp á morgun. SAMNINGUR voru undirritaðir milli stjórnar Verka- mannafélagsins Dagsbrún og stjórnar Vinnuveit- endafélags íslands kl. 4% í fyrri nótt. Tókust samningar fyrir milligöngu hinnar stjórnskip- uðu sáttanefndar og má segja að nefndinni hafi tekist að starfa, bæði fljótt og vel. Verkamenn í Reykjavík hafa nú fengið fram hina langþráðu kröfu sína um 8 stunda vinnudag og eaf það stærsta atriði hinna nýju samninga. Hefur sú krafa nú fengist fram fyr en varði og kostað minni baráttu en víða annarsstaðar, enda alveg sérstakir tíma nú hér á Jandi. Verður vonandi þessi réttar- og menning- arbót til handa verkalýðnum aldrei tekin af honum aftur. Aðalatrlði samnlnganna. Samkvæmt samningnum verður allt dagvinnukaup kr. 2.10, þar með talin skipavinna, krafa Dagsbrúnar var kr. 2.00 fyrir almenna dágvinnu og kr. 2.25 fyrir algenga ^cipavinnu. Má segja að þau úrslit sem fengust séu betri fyrir verkamenn en krafa Dagsbrúnar var; því að margar þúsundir verjkamanna vinna al- genga dagvinnu, en aðeins nokkur hundruð skipavinnu. Má og benda á að skipavinnumenn hafa sýnt þegnskap með því að fallast á þessi úrslit, en stjórn Dagsbrúnar sneri sér til þeirra, áður en hún gekk inn á þessa lækkun á kröfunni um kaup þeirra. Sérstakir taxtar gilda um kaup í kola-, salt- og sements- vinnu og verður það kr. 2.75 um tímann. í boxa- og kolavinnu verður kaupið kr. 3.60 um tím- ann. Er þetta í samræmi við samningsuppkast Dagsbrúnar. Eftirvinnukaup greiðist með 50% álagi á dagvinnukaupið og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaupið. Verður eftirvinnukaupið því kr. 3.15 um tímann og nætur- og helgidagavinnukaupið kr, 4.20 um tímann. Er þetta og í sam- ræmi við hið upphaflega samn- ingsuppkast Dagsbrúnar. Dagsbrún hafði farið fram á að byrjaður vinudagur yrði borgaður sem unninn allur. Samkomulag varð um að byrj- aður vinnudagur yrði borgaður sem hálfur vinnudagur unninn, en ef unnin er meira en hálfur vinnudagur þá sem fullunninn. Þá varð að samkomulagi að ef unnið er fyrir hádegi á laugardögum skuli sá tími greiddur með venjulegu dag- kaupi, en ef unnið er eftir há- degi á laugardögum skal sá tími greiddur með helgidags- vinnukaupi. Þetta gildir yfir sumarmánuðina. Kaffitími er 15 mínútur, en ef unnið er í kaffi- eða matartímum skal borga 10% meira. Sumarleyfi skal miðast við það sumarleyfi, sem gert er ráð fyrir í orlofsfrumvarpi Al- þýðuflokksins, sem nú liggur fyrir alþingi. En ,þó að frum- varpið nái ekki samþykki skulu Dagsibrúnarmenn samt hafa sumaxleyfi samkvæmt því. Gera má þó fyllilega ráð fyrir því að frumvarpið nái sam- þykki. 17. júní og 1. desember skulu vera frídagar frá hádegi, en 1. maí og sumardagurinn fyrsti algerir frídagar. Önnur atriði samningsins skipta minna máli, en þau eru öll í samræmi við samnings- uppkast Dagsibrúnar. Báðir aðilar samninganna skuldibundu sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að samningarnir verði haldnir til hins ítrasta af stjórn um og meðlimum beggja félag- anna. Þaðj ,er óþarfi að ræða um það hy$$£ hafi sigrað í þessari deilu. Aðalatriðið er að frjálsir samningar hafa aftur tekizt, verkalýðurinn fengið verulega kauphækkun óg kjarabætur og vinna.er hafin þar sem hún var stöðvuð. Ef verkalýðurinn verð- ur ekki beittur ofbeldi með gegndarlausum verðhækkunum mun hér verða um varanlegan vinnufrið að ræða — og svo mundi hafa orðið upp úr síð- ustu áramótum, ef skrímsli gerðardómslaga Framsóknar og íhalds hefði ekki eyðilagt frið- samlegar viðræður verkalýðs- ins við vinnukaupendur. Allar branðiörur kækka í verði. Hækkanin nemnr rúmlega 15 í0 ALLAR brauðvörur hækka frá og með deg- inum í dag í verði. Mun hækk unin nema að meðaltali um rúmlega 15%. Næstu daga munu allskonar kökur, sem brauðgerlðarhúsm framleiða hækka að minnsta kosti um jafn mikið. Það er dómnefndin í kaup- gjalds- og verðlagsmálum, sem hefir ákveðið þessa hækkun á ibrauðvörunum, en verð þeirra er nú eins og hér segir (síðari talan er verðið eins og það var): Rúgbr. óseydd kr. 1,15 (1,02) Rúgbrauð seydd Noi'malbrauð Franskbrauð Heilhveitibrauð Súrbrauð Vínarbrauð Kringlur Tvíbökur Hallgrímskirkja. Messa í dag kl. 2 í bíósal Aust- urbæjarskólans, síra Jakob Jónss. 1,20 (1,07) — 1,15 (1,02) — 0,82 (0,68) — 0,82 (0,82) — 0,67 (0,56) — 0,27 (0,22) — 2,14 (1,90) — 4,75 (4,20) Hér er um mikla hækkun að ræða, en brauðgerðarhúsin munu telja að þessi hækkun sé óhjákvæmileg vegna hækkunar kaupgjaldsins, sem ákveðin var fyrir nokkru. Worm~Mfi!Ier f boði ríklsstjórnar- innar í Þjörsárdal. Skoðaði fornleifagroftmn par. WORM MULLER prófessor, S. A. Friid blaaðfulltrúi og frú lians eru nýkomin aust- an úr Þjórsárdal, en þangað fóru þau í boði íslenzku ríkis- stjórnarinnar til að skoða forn- leifarnar þar. Barði Guðmundsson þjóð- skjalavörður og frú hans voru með þeim í förinni. Að Stöng fór og Páll Stefánsson bóndi á Ásólfsstöðum. *> S. A. Friid lætur ákaflega vel af þessari för, sem stóð í 2 daga og var veður hið bezta. Worm- Múller, sem er eins og kunnugt er prófessor í sögu, þótti og mjög fróðlegt að skoðá hinar merku fornleifar undir leiðsögn þ j óðsk j alavarðar. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Ragnar Pétursson, skrifst.m. Norðfirði og Hanna Valdimarsdótt- ir skrifstofumær í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.