Alþýðublaðið - 23.08.1942, Page 6

Alþýðublaðið - 23.08.1942, Page 6
6___l___________________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagœ' 23. ágúst 194?- Gerd Grieg. Framh. af 4. síðu. skilningi, þótt meiri kraftur og hreyfing mætti stundum fylgja þessari stórbrotnu persónu. Úr frú Elvsted, sem togast á við Heddu Gaibler um sál Löv- borgs, má gera merkilegt hlut- verk, en Ólafía G. Jónsdóttir veldur því ekki; þessi þjáða kona verður tilþrifalítil og dauf. Brynjólíuf Jóhannesson sýnir margt gott í hlutverki Bracks assessors, en þó virðist áhorf- andanum hann líkari góðlát- legum heimilisvini en hinum kaldrifjáða heimsmanni, sem Brack Ibsens er. Annars er lefkujr allra ís- lenzku leikaranna lofsverður, þegar litið er á það, að þeir urðu að leika á erlendu máli,. því að það er augljóst, að því fylgir aukin áreynsla, að þurfa auk þess sem leitazt er við að samræma áherzlur og raddblæ efni hlutverksins, að gæta rétts framburðar málfræðilega. Sönn list er nátengd Mfi hverrar þjóðar, runnin frá hjartarótum hennar, eins og móðurmálið. Þessvegna hafa þeir Íslendingar, sem hafa nú átt þess kost að njóta listar frú Gerd Grieg og túlkunar henn- ar á norskum viðfangsefnum, kynnzt norsku þjóðinni og and- legu lífi hennar betur en þeir höfðu áður. Ássessor Brack (Brynjólfur Jóhannesson og Tesman (Valur Gíslason). Og það er líka mögulegt — og skiljanlegt, að aldrei hafi norskum Mstamönum utan iNoregs tekizt betur að flytja list þjóðar sinnar en einmitt nú. Nú hafa augu þeirra opnazt betur en nokkru sinni áður fyr- ir gildi alls, sem norskt er. Þessvegna glampar æfintýra- Ijómi þjóðsögunnar í augum þeirra, og þessvegna syngur þytur hinna norsku skóga í rödd þeirra, þegar þeir flytja öðrum Mst ættlandsins, sem bíð- ur þeirra, og enginn níðingur fær frá þeim tekið að fuMu. rjóh. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. ai' 4. síðu. Verð erlendra vara stjórnast, eins og kunnugt er, alls ekki af kaupgjaldi hér innanlands nema flutningsgjöld að örlitlu leyti, enda höfðu skipafélögin hækkað farm- gjöldin um 100% áðru en farmenn hækkuðu grunnkaup sitt úm einn einasta eyri. Og hvert sém litið er sést það, að það eru allt önnur öfl en hækkað kaupgjald, sem Meistaramóti Í.S.Í. í frjálsu-m íþróttum lýkur um þessar mundir. Hér sjást nokkrir frægir ameríkskir hlauparar. Til hægri sjást úrslitin í 4 mílna hlaupi í India, og var síðasti maður Indiana háskólans,, Campell Cane (vinstri) rétt á undan Donald Burnham. Tíminn var 17:31,5. — Að ofan sést hinn frægi míluhlaupari Leslie MacMitchell frá New York sigra sama Burnham í stúdentameistaramótinu ameríkska. Frjálsar íþróttir. Eitt orð frá konu. ♦ '' — ÞEGAR ég las greinina í 172. tbl. Morgunblaðsins með fyrirsögninni, „Við Aust- urvöll“ spurði ég sjálfa mig þess arar spurningar: Geta íslenzkir karlmenn, með rólegri og góðri samvizku stað- ið álengdar og kastað hnútum að þeim ungu stúlkum sem nú virðast eftir sögn þeirra er bezt vita, ætla að lenda í straumiðu hiris erlenda setuliðs? Ef ég mætti leyfa mér þá dirfsku, að sýna íslenzkum karl mönnum, og um leið íslenzkri þjóð fulla hreinskilni, þá er ég á allt annarri skoðun. Ég get ekki betur séð, en að þessar frjálsu ,,tízkudömur“, sem kunna að brosa á báðar hendur, sitja á kaffihúsum, sækja hvers- konar skröll og skemmtanir, reykja, drekka og drabba, séu skilgetnar óskadætur þeirrar kynslóðar, sem nú setur mest- an svip á borgaralegt Mf. Þar hafa karlmennirnir ekki síður en annarsstaðar leitað uppi eiginkonur og mæður þjóð arinnar. Ég geri ráð fyrir, að það, að 'biðja sér konu með förnum hætti þykki ekki leng- ur sennilegt. Það er að segja, ibiðja þeirrar konu, er hann tel ur færa um að gerast eiginkona og móðir^ sem telur sitt stolt að hljóta hana hreina og ó- spilta, og forðast að leiða hana út í daður og léttúðugt samlíf við fjöldann. Hvað skildum við eiga marga riddara, sem þora að ríða vafurlogann til þess að lenda í örmum ósnortinnar unn ustu? Við eigum meira en nóg af stjórna verðinu á framleiðslunni“. En stríðsgróðabraskararnir í Sjálfstæðisflokknum og hinir öruggu hjálparkokkar þeirra, Framsóknarforingjarnir, vita að þessi staðreynd má ekki breið- ast út, vegna sérréttinda þeirra. Þessvegna er blekkt og logið í dýrtíðarmálunum. mönnum, sem kjósa sér að kafa eftir perlu ástarinnar í skolp- pollum da"ðurs og léttúðar. Og er vart að undra þótt sú perla reynist oft svikin. Að mínum dómi eigum við Íslendingar allt of lítið af lotn iragu fyr'ir samMfi manns og konu. Allt, allt of lítið af virð- ingu fyrir hjónabandinu, gildi þess fyrir þjóðlífið og allt menn ingarlíf yfirhöfuð. Hjónaibandið er, og á að vera heilög stofnun, með gagnkvæm um skilningi manns og konu á þjónustu sinni í þarfir eilífa lífsins. Maður og kona þurfa að skilja það, að það eru ekki ein ungis þau, sem þurfa hvers annars við til sannrar lífsfyll- ingar, heldur er það líka drott- inn, sem þarfnast þeirra dyggu þjónustu, til þess að ná tilgangi sínum með mannlegu lífi. Ég vil fullyrða, að hefðu börn þjóðar vorrar alizt upp í réttu andrúmslofti á heimilum og í skólum, væri allt öðru vísi um að litast á sviði velsæmisins. Ég býst við, að ef við, sem ekki erum lífsreyndari, hefðum átt meira af kærleika, en minna af ábyrgðarleysi gagnvart hin- um yngri, væri íslenzk æska nú betur farin, en orð er á gert. Geta kennarar og uppeldis- frömuðir ekki kennt sér um neitt? Ég spyr, hafa þeir aldrei sofið, þegar þeir hefðu átt að vaka? Hefir börnunum ekki ver ið talið nytsamara nú á síðari árum, að þau fengju tilsögn í kynferðismálum, en að þau lærðu bænir sínar, lœrðu að fela guði vegu sína í einfaldleik barnshjartans, og reyndu af fremsta megni að varðveita sakleysi sitt samkvæmt vilja Jesú Krists, og reyndu að þroska vilja sinn samkvæmt vilja hans? Þó vita allir skyni gæddir menn, sem nokkuð vilja vita, t hverju hreinn og einlægur vilji í fær til vegár komið. Ég get ekki fengið mig tilv að kasta steinum að afvegaleiddri æsku. Mér finnst hún líkust hjörð, sem skil in hefir verið frá hirði sínum og reikar vegvillt um hrjóstur lendi sjálfsþótta og nautna. Og svo að ég komi aðeins að Austurvelli eins og Morgun iblaðið: Minnumst þess, að við Austurvöll stendur Alþingishús ið, þar sem leiðtogar þjóðarinn ar hafa samið þau lög, að kon- um er heimilt að hafa börn sín föðurlaus. Er það ekki sýnileg velþóknun valdhafanna á laus- ung og daðri. Við íslendingar erum nógu illa staddir, með úr- kynjunar-hættuna, sem stafar af skyldleikagiftingum í okk- ar fámenna og afskekkta landi, þó að við eigum það ekki á hættu að systkini auki kyn sitt saman án þess þó að reynt sé að koma í veg fyrir það. Að síðustu langar mig til að spyrja Morguniblaðið, hvort því sé alvara með að bæta siðferð ið? Ef svo er, vildi það þá ekki hætta þeim ljóta sið, að flytja því nær á hverjum degi skrítl- ur, sem gera gys að sambúð manns og konu; og sýna hina megnustu fyrirlitningu fyrir hjónabandinu. Hvaðan eigum við að taka þetta heilbrigða al- menningsálit, sem fært sé um að snúa æskunni frá villu síns vegar? Ég skal segja ykkur það, að þeirri þjóð, sem lítilsvirðir sanna ást, trú og siðgæði, þýðir ekkert að hrópa á þjóðrækni. Það verður dauður bókstafur, sem engan megnar að frelsa. Sigr. Anna. TILKYNNING Ameríkski herinn heldur stórskotaliðs- æfingar á bannsvæðinu á Reykjanesi þann 25. og 26. ágúst 1942. Skotæfingum með rifflum á þessu svæði hef jast sunnudaginn 23. ágúst og munu standa yfir í nokkra daga. SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Golllford’s Assoeiated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD S s s s s s s s s s s s s s s

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.