Alþýðublaðið - 23.08.1942, Síða 8

Alþýðublaðið - 23.08.1942, Síða 8
« ALÞÝOUBLAQIl) ---~~ Smmudagnr 23. fifcást 194« BrjARNARBSOI kL 9: lady Haniltoe -Aðalhlutverk: Vivieit Leigí; Laurence Olivier. kl. 3, 5 og 7: MILLI TVEGGJA ELDA Aðalhlutverjk: Merle Oberon Melvyn Douglas Burgess Meredith. Leikstjóri: Emst Lubitsch. AUKAMYND: STRÍDSFRÉTTIR Sala aðgöngum. hefst kl. 11. „J ÓLASNJÓR“ Liggur yjir landi litprúður snjóadúkur, hreinn eins og heilagur andi hörundsbjartur og mjúkur. ELLISTYRKUR Nú er ég kominn, eftir marga raun, með ótal kaun, yfir lífsins Ódáðahraun á eftirlaun. KIRKJAN VIÐ FJÓSIÐ Mikið er, hvað mállaus dýr meta trúarljósið. Það hljóta að vera kristnar kýr með kirkjuna bak við fjósið. (Valdimar Pálsson.) UNGT tónskáld kom einu sinni til Richards Strausz með nýsamið tónverk eftir sig og bað Strausz að segja álit istt á því. Þegar Strausz hafði hlust- að á verkið, sagði hann við unga manninn: „Vinur minn, yður væri fyrir beztu að hverfa sem fyrst af tónlistarbrautinni og freista frama yðar á einhverjum öðr- um vettvangi.“ Unga tónskáldið varð ókvæða við þennan dóm og rauk á dyr. En Strausz kállaði á eftir hon- um: „Heyrið þér, ungi maður, ég skal gefa yður annað ráð í við- bót: Leggið ekki of mikið typp úr dómi mínum. Nákvæmlega þetta sama var einu sinni sagt við mig.“ hennar, þá fór hann smámsam- an trúa þessu. — Kvenfólk hefir ekkert vit á búskap, sagði hann, — og það er bezt, að ég hafi óbundnar hendur. Umsýsla hans bar góðan ár- angur, allt var í röð og reglu og búskapurinn bar sig í fyrsta sinn um tuttugu ára skeið. Sól og regn virtust snúast í lið með þessum duglega og vel hæfa manni. Velgengnin óx með álit- inu. Óðalsbændurnir í nágrenn- inu þreyttust aldrei á að óska Bertu til hamingju með það, hve snilldarlega Eðvarð stýrði óðali þeirra hjóna, og Eðvarð lét aldrei undir höfuð leggjast að segja henni frá höppum sín- um og sigrum. En það var ekki einasta, að Eðvarð væri virtur af vinnumönnum sínum og leiguliðum, sem húsbóndi og óð- alseigandi, heldur leit jafnvel vinnufólkið í Court Leys svo á, að Berta stæði honum skör neð- ar, og bæri aðeins að hlýða skip- unum hennar, ef svo stæði á, að það væri vel hægt. í fyrstu þótti henni bara gam- an að þessu, en þótti loks nóg um. Hún þurfti að brýna raust- ina oftar en einu sinni við garð- yrkjumanninn, vegna þess að hann hikaði við að hlýða skip- unum hennar, af því að það var ekki húsbóndinn, sem skipaði fyrir. Stolt hennar óx jafnframt því sem ástin fékk áföll, og nú fór Bertu að finnast staða sín óþolandi. Hún var nú reiðubúin til uppreisnar og vildi gjarnan fá tækifæri til að sýna, að hún væri hæstráðandi á Court Leys þrátt fyrir allt. Tækifærið kom bráðlega. Fyrir löngu hafði einhver óhag- sýn persóna af Leys-ættinni lát- ið gróðursetja sex beykitré í túninu. Þau höfðu nú fyrir löngu náð miklum þroska, orð- in stóreflis tré og dáðust allir gestir að þeim. En einn dag þeg- ar Berta gekk þarna um sá hún ljótt skarð vera komið í röð- ina: eitt beykitréð var horfið. Ekkert óveður hafði geisað, og ekki hafði það fallið af sjálfu sér. Hún gekk nær og sá, að tréð hafði verið höggvið upp, og mennirnir, sem höfðu gert það voru að búa sig undir að fella annað. Stigi hallaðist upp að því og maður var að binda reipi um það. Engin sjón er svo dapurleg og gamalt fallið tré, skarðið eftir það er svo tómt og eyðilegt. En Berta var frem- ur reið en hrygg. — Hvað eruð þið að gera, Hodgkins? spurði hún verkstjór ann reiðulega. — Hver sagði ykkur að höggva þetta tré? — Húsbóndinn, frú. — Það hlýtur að vera mis- skilningur. Craddock hefir ekki átt við það. — Hann sagði okkur ákveðið að höggva þetta tré og þessi þarna líka. -— Hvaða vitleysa! Eg skal tala um þetta við Crad- dock. Takið þetta reipi þarna 'burt. Eg harðbanna ykkur að snerta fleiri tré. Maðurinn í stiganum góndi á hana, en gerði sig ekki líklegan til að fara að orðum hennar. — Húsbóndinn sagði, að það mætti til að taka þessi tré burt í dag. — Viljið þið gera strax eins og ég sagði ykkur, sagði Berta og gerðist nú reið. — Burt með þennan kaðal, takið stigann burt. Eg banna ykkur að snerta þetta tré. Verkstjórinn endurtók skipun Bertu fyrir mönnum sínum, hálf tregur þó, þeir vildu gjarnan ó- hlýðnast, en þorðu því ekki, af því að húsbóndinn gat reiðst því. — Jæja, en ég ber enga á- byrgð á því að hætta, sagði Hodgkins. — Þegið þér og gerið þetta eins fljótt og hægt er. Hún beið meðan mennirnir tóku saman verkfæri sín og hypjuðu sig burtu. XXI. Berta gekk heim bálvond. Hún vissi vel, að Eðvarð hafði gefið þessa fyrirskipun, sem hún hafði nú riftað, en var glöð yfir því, að hún hafði þó sýnt vilja sinn. Hún sá hann ekki í nokkra klukkutíma. — Heyrðu, Berta, sagði hann þegar hann kom inn. — Hví í ósköpunum léztu mennina SS NÝJA BfO n Undraverður lðgreglumaður (The Amazing Mr. Williams) Gamansöm leynilögreghi- mynd. Aðalhlutverk leika: MELWYN DOUGLAS og| JOAN BLONDELL Aukamynd: ÍSLANDS-KVIKMYND NTáttúrufegurð — atvinnulíf. (Sýnd að tiihlutun Ferða- félags íslands.) Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. BtÖ Óþekkta tónskáldið (Bhythm on the Bever) Ameríksk söngvamynd með Bing Croshy Mary Martin Basil Rathbone. Sýnd kl. 3, 5. 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11. hætta við að höggva beykitrén? Þú hefir eyðilagt hálfö dags verk. Ég ætlaði að láta þá gera annað á morgun. Nú tefjast þeir fram á föstudag. — Eg stöðvaði það af því að ég vil ekki hafa, að beykitrén séu tekin burt. Mér þykir fyrir því að eitt þeirra skuli vera horf' ið. Þau eru einu beykitrén hér. Eg skil ekkert í þér að spyrja mig ekki fyrst. — Góða mín, ekki get ég spurt þig um alla hluti. — Á ég þessa jörð, eða átt þú hana? — Þú auðvitað, svaraði Eð- varð hlæjandi. — En ég veit betur hvað gera skal, og þú átt ekki að vera að skipta þér a£ því. Berta roðnaði. — Framvegis óska ég eftir því, að við mig sé talað. HJALTI HJALPFÚSI með mér heim til hallarinnar og drekka kaffi hjá mér í dag, af því að ég þykist vita, að þú eigir óhægt með að sinna fleiri gestum heima hjá þér í dag en þú hefir þegar gert. Öll börnin hennar Býflugna-Gunnu koma líka. — Við skulum svei mér skemmta okkur vel saman!“ Hjalti ætlaði ekki að trúa sín- um eigin eyrum og augum. Hon um flaug í hug, að þetta væri allt saman draumur. En þegar hann hafði sannfærzt um, að þetta var sjálfur raunveruleik- inn, varð hann svo ofsaglaður, að hann fleygði af sér svunt- unni og setti á sig húfuna. Reyndar setti hann hana upp öfuga, hann var svo utan við sig í gleðivímunni. Svo gekk hann með konunginum niður stíginn frá húsinu, og konung- urinn tók undir armlegg hans og leiddi hann. Benni hafði hypjað sig inn í húsið sitt, en horfði á þá kon- unginn og Hjalta gegn um rifu á gluggatjaldinu. Hann stóðst ekki mátið lengur og fór að gráta. Hann iðraðist nú harðn- eskju sinnar við Býflugna- Gunnu og börnin, en það var um seinan. Konungurinn lét ekki einu sinni svo lítið að líta. heim að húsinu hjá honum. Hjalti og fjölskylda Býflugna. Gunnu skemmtu sér prýðisvel í konungshöllinni. Allir voru glaðir og reifir. Börnin fóru í feluleik, risaleik og skollaleik, og það endaði með því, að Hjalti, Býflugna-Gunna og kon- ungurinn sjálfur slógust með í leikinn, og í raun og veru fannst engum nóg komið, þegar hætt var. „Eg skal láta byggja fyrir þig nýtt, snoturt hús“, sagði kon- ungurinn við Býflugna-Gunnu. Og auðvitað gladdi það gömlu konuna stórlega að eiga víst húsaskjól innan skamms fyrir the p/rty pogs/ mrr mt I’M/N 9IGHTCFH0MÍ ANP —ITHEN WINGME! i——' 'MACHINE GUN FIRE/ r—" P’lugmaðurinn Bölvaðir hund arnir, þeir bíða, þangað til ég er rétt kominn heim og gera svo árás . . . Örn: Tóni, heyrirðu þetta? Tóní: Vélbyssuskothríð. Kúlnahríðin lendir í vélinni á ókunnu flugvélinni. Örn: Hann hefir einn mögu- leika af þúsund til þess að bjarg (HE'9 GOTOkE CHANCP A' a ThOUGANP 3:JT... STEP ON /T TOA/// THEPB MAY 8E ' 5CMETHING WECAN 90! ast, en hettu á bílnum Tóni, hér er eitthvað fyrir okkur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.