Alþýðublaðið - 25.08.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.08.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ " Þriðjudagur 25. ágúst 1942» Loftárás;;á íslenzkan togara ferðnr gerðar-I íóffliiriöB afnum- iuu i u% Málíð fér tll 3. mnræðn i gær og tillaga P. Ott. var felld. FRAMHÁLD annarrar um- ræðu um afnám gerðar- dómsins fór fram íneðri deild í gær .og .fór .fram .atkvæða greiðsla að henni lokinni. Var málinu síðan vísað til 3. um- ræðu með 17 samhljóða atkvæð um. Má jafnvel gera ráð fyrir að lögin verða afnumin í dag. Fyrsta grein frumvarpsins var samþykkt með 18 samhTjóða atkvæðum, 2.—16. gr. sam- þykktar með 17 samhljóða at- kvæðum, og atkvæði til bráða- birgða með 16:4 mönnum. Tilraun Péturs Ottesen til að tefja málið með því að þera fram breytingartíllögu við á- kvæðin, sem Alþýðuflokkurinn hafði komið inn, um xippsögn saminga, var nú kveðin niður, svo sem verðugt var. Þó studdi einn Sjálfstæðismaður tillög- una, auk Péturs sjálfs, Ingólfur Jónsson, og (ívær Framsóknar- kempur, þeir Sveinbjörn klerk- ur Högnason og Skúli Guð- mundsson. Sextán þingmenn greiddu at- kvæði móti tillögu Péturs, tólf sátu hjá, en einn var fjarver- andi. Þýzk flugvél réðizt með vél^ byssuskothríð og sprengjum á togarann „Vörð". ......»? Einn básetinn beið bana, en sfcipIO sjálft sakatli lítið. ÞÝZK FLUGVÉL réðist með vélbyssuskothríð og sprengjukasti að togaranúm „Verði" frá Patreks- firði snemma í gærmorgun, þar sem hann var að veiðum úti fyrir norð-vestur-strönd landsins. Einn íslenzkur sjómaður, Sigurjón Ingvarsson, til heimilis á Patreksfirði, særðist svo mjög af vélbyssukúlum frá flugvélinni að hann lézt af sárum sínum nokkru síðar. í tilkynningu, sem Alþýðu- blaðinu barst í gær frá am- eríksku herstjórninni segir þannig frá þessum atburði: „Þýzk flugvél réðst á íslensk an togara úti fyrir norð-vest» ur-strönd landlsins að morgni þess 24. ágúst. Flugvélin flaug tvisvar sinnum- í hring yfir togaranum. í fyrra sinnið Iét hún vélbyssukúlnahríð dynja á togaranum, en í síðara skiptið kastaði hún einnig sprengi- kúlu að ?honum. Sprengi- kúlan lenti í sjónum. Tjón á togaranum varð mjög lítilfjör- legt, en einn af skipshöfninni, Sigurjón Ingvarsson frá Vopna- firði, særðist, og lézt skömmu síðar." Samkvæmt því sem Alþýðu- blaðið frétti frá Patreksfirði í gærkvöldi hafði togarinn farið með hinn særða mann inn á næsta fjörð, en þar lézt hann. Sigurjón Ingvarsson var háseti á togaranujm og átti heim á Patreksfirði. Hann var ungur maður, ókvæntur, en átti unnustu. Þýzkar flugvélar yf ir landinu bæði í gær og í fyrradag Þá hefir Alþýðuiblaðinu bor- ist tilkynning frá ameríksku herstjórninni, sém skýitir \ frá því að þýzk sprengjuflugv. hafi verið yfir suðaustur íslandi á sunnudagsmorgun og önnur yf- ir norð-austur íslandi í gær- morgun. Eru heimsóknir hinna þýzku flugvéla farnar að gerast all- tíðar. Samkomulaf nm bœtt laiina* bfðr opinberra starfsmanna. ¦-¦¦¦•.............? ' \, Latin peirra eiga að hækka um 25 —30°|0. .1 o -------- Sani@i@liBle$| tillaga fniltrúa úv ðllnm flokkum. FULLTRÚAR ALLRA FLOKKA í fjárhagsnefndum beggja deilda alþingis hafa nú lagt fram þingsályktun- artillögu um hækkun á launum opinberra starfsmanna. Höfðu tvö frumvörp verið flutt á þinginu um iaunabætur beim til handa, frumvarp Alþýðuflokksins í efri deild og frumvarp Kommúnistáflokksins í neðri deild. Er í aðalatrið- um fallizt á efni þessara frumvarpa í þingsályktun- artillögunni, þó að um breytingar sé að ræða, en flutnings- menn tillögunnar eru þeir: Haraldur Guðmundsson, Sig- fús Sigurhjartarson, Sigurður Kristjánsson og Páll Hall- grímsson. Hefir sá síðast nefndi þó skrifað undir tillöguna með fyrirvara. Hjördæraamálið fer til sfðustn umræðn. KJÖRDÆMAMÁLIÐ var tíl anruLrrar umræðu í efri deild í gær og var vísað til þriðju umræðu með 8:4 atkvæð- um að viðhöfðu nafnakalli. Já sögðu: Jóhann Þ. Jósefs- Framhald á 7. síöu. ÍÞingsályktunartillagan er svo hljóðandi: ,^Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að lát§ greiða em- bættismönnum og öðrum starfs mönnum iríkisins og ríkisstofn- ana sérstaka uppbót á laun þeirra frá ríkinu eða ríkistofnw unúm fyrir tímabilið 1. júlí 1942 til 30. júní 1943 eins og hér á eftir segir: Á fyrstu 2400 kr. grunnlauna ásaínt verðlagsuppbót af henni, eins og hun verður á hverjum tíma, greiðist 30%. Á þann hluta grunnlauna, sem er ofan við kr. 2400.00, og allt að kr. 10000.00, ásamt verð lagsuppbót, eins og hún verður á hverjum tíma, greiðast 25%. Uppbót þessi greiðist mánaðar- lega. Uppbót greiðist úr ríkissjóði eftir sömu reglum á tímakaup kennara, eftirlaun í fjárlögum og lífeyri úr lífeyrissjóðum embættismánna, barnakenlnara og Ijósmæðra, svo og útborgað skirifstofufé og embættiskostn- að, að undanskilinni húsaleigu og húsaleigustyrk. Enn fremur skorar Alþingi á ríkisstjórnina að hraða endur- skoðun launalaganna svo sem unnt er." í greinargerð( sem fylgir til- lögunni segir: „Á þessu íþingi eru flutt tvö frumvörp um sér- stakar launabætur til handa embættismönnum og starf s- mönnum ríkisins, sitt frum- CÆTh. á 7. síöu.) Hamraþil, ein sérkennilegasta myndin á sýningunni. Iflvertasfntai Kjarvals. ÞAÐ ER jafnan stórviðburð- ur í íslenzku listalífi, þeg- ar Kjarval hefir sýningu á verk- um sínum, og eins og hans er von og vísa, eru margar myndir og góðar á sýningunni, sem hann opnaði á laugardag. Hér í bænum er erfitt að fá gott hús- næði fyrir málverkasýningar, en Kjarval hefir verið heppinn með stað, því að í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar hefir hann gott rúm og bjartan sal. Myndirnar eru 40, en hann hefir þegar selt 25, en mynd- irnar eru métnar og seldar á 400 til 7500 krónur hver. Eins og við er að búast, eru hér aðallega málverk af ís- lenzku landslagi og margar myndir eru frá Þingvöllum, sem! Kjarval hefir tekið ástfóstri við og málar vetur og sumar, kvölds og morgna, ef svo má segja. Er enginn vafi á því, að enginn maður hefir sett litfegurð og tign þessa sögustaðar okkar jafn snilldarlega á léreftið og Kjar- val. Tvær myndir eru af Hesta- gjá, báðar ágætar, og 7500 kr. myndin, sem iheitir ,Vor', vekur athygli og hrifningu allra sem sjá hana. Myndirnar „Vetrar- morgunn" og „Vetrarkvöld" sýna-vel þá litfegurð, sem fram kemur í ljósaskiftum hér á landi að vetrarlagi. Margar aðrar myndir eru þess virði, að þeirra sé getið, en það verður ekki gert, því að „mynd segir meira en 10000 orð," eins og máltæki Kínverjanna segir og á það ekkf sízt við um myndir Kjarvals. Þessi glæsilega sýning Kjar- vals verður að líkindum opin í hálfan mánuð. FlokkstJörnarfnndi AlpfðuflokksiDsslItiB á sunnudaginu. LOKKSSTJORNAK- FUNDI Alþýðuflokksins, sem settur var á föstudaginn,. var lokið á sunnudagskvöld, og munu þeir meðlimir og vara- menn flokksstjórnarinnar, sem mættir voru utan af landi, vera á förum heim til sín. Á fundinum voru rædd stefnumál og skipulagsmál Al- þýðuflokksins svo og núverandi stjórnmálaviðhorf og ályktanír samþykktar. þar að lútandi. Þriðjaflokksmötið hófst á snnnudag» Asunnudaginn var keppt £ þrem leikum á 3. flokksmót inu. KRI. vann Val með 4:0. Fram vann KR II. með 4:0 Knatt- spyrnufélag Hafnarfjarðar vann Víking með 3:0. Þá var háður einn leikur á 1. flokksmótinu sama dag og Frh. á 7. síðU. iiisundkroiia ,a- livoli stiieiía". Borgar iim eioo tíunda hlutá? af bygg- ingarkosínaði nýja Stúdeaíagarðsins. TIVOLI STUDENTA er hætt að starfa. Það siarfaði í eiria viku og varð fjölsóttasta skemmtun, sem nokkru sirini hef ir verið hald in í Reykjavík. Engin áætl- un stóðst hjá forstöðunefnd- inni. Aðsóknin varð miklu meiri en menn bjuggust við og tekjurnar margfalt meiri. GuSlbrandur Jónsson prófés- sor, sem vann einna mest að iþví að koma upp þessari skemt- un til á/góða fyrir Stúdenta- garðinn nýjan með ágætu sam- starfi margra stúdenta úngra og gamalla, skýrði Alþýðufolað- inu svo frá lí gærkveldi; að láta murii nærri, að þessi skemmtun múJiiíi ihoirga um einri tíunda hluta af öllum kostnaðinum við að koma upp Stúdentagarð- mum. Frh. á 6. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.