Alþýðublaðið - 25.08.1942, Síða 3

Alþýðublaðið - 25.08.1942, Síða 3
I»riðjudagur 25. águst 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hættan færist nær St l>jóðverjar streyma yfir Don með skriðdreka og fallbyssur. Þýzkar hersveitir brjótast I gegn h|á Kotelnikovo. ÞJÓÐVERJAR streyma nú yfir Don austan við Klet- skaya, þar sem aðeins eru 60—80 km. til Stalingrad og færast þeir stöðugt nær borginni. Hafa þeir þegar komið allmiklu af skriðdrekum og fallbyssum yfir fljótið, svo að stórorrustur eru vafalaust þegar byrjaðar um borgina sjálfa. Rússar verjast enn vestan við Don og segjast meira að segja gera gagnáhlaup sunnan við Kletskaya, en telja má víst, að Þjóðverjar hafi algerlega yfirtökin, því að ella hefðu þeir ekki haldið yfir fljótið. Norðan við Kotelnikovo hafa Þjóðverjar brotizt í gegn- um jarðsprengjubelti Rússa á tveim stöðum og streyma hersveitir þeirra þar í gegn. Þjóðverjar segjast vera byrjaðir stórskotahríð á járn- brautina milli Stalingrad og Moskva og má telja víst, að hún komi Rússum ekki að miklu gagni, þegar Þjóðverjar eru komnir svo nærri henni. Þessi jámbra’ut er mjög mikilvæg, því að eftir henni hafa hergögnin, sem framleidd eru í Stalin grad, verið flutt norður á bóginn. Rússar geta að vísu flutt allmikið eftir Volgu sjálfri, en Þjóðverjar hafa þegar sökkt allmörgum skipum á henni með loftárásum, svo að ekki er sú leið örugg. Rússneskir skriðdrekar. Mynd þessi, sem var tekin í rússneskri hergagnaverksmiðju, sýnir skriðdreka í smíðum. Rússar áttu í byrjun stríðsins álíka marga skriðdreka og Þjóðverjar, en þeir áttu ekki nógu marga af stærri tegundunum, en það er mjög mikilvægt í skriðdrekaorrustum. Danskír faflhlffa njósnarar. Ghristmas Möllek* / ski*Ifar flugmiða. New York, 24. ágúst. DANSKIR fallhlífanjósnar- ar,\sem starfa fyrir Breta, hafa unnið mikil skemmdarverk í Danmörku, segir % skeyti til New York Times frá Sviss. Köst uðu þeir sér niður í fallhlífum til jarðar í Danmörku, en flug- vélar hrezka flughersins fluttu þá þangað frá Englandi. Allmikið af eldsvoðum, sprengingum og sprengjuárás- um hafa átt sér stað í Dan- mörku, sérstaklega í Kaup- mannahöfn, undanfarið, segir ennfremur í fréttinni. Meðal þess, sem eyðilagt hefir verið er þýzk lögreglustöð og skipastöð í Kaupmannahöfn. Flugmiðum, sem skrifaðir eru af Christmas Möller, hef- ir verið kastað yfir Dan- mörku. Var 1 ávarpi Möllers skorað á Dani að hjálpa Bandamönnum á allan mögu- legan hátt í baráttu þeirra fyrir frelsinu. í gær var minnst á flugmiða þessa í þýzka útvarpinu og var það bersýnilegt, að Þjóðverjar una þeim hið versta, því að út- varpinu fórust þannig orð Það er einkennilegt, að dreifing þessara miða skuli eiga sér stað fyrir framan nefið á lögregl- unni, án þess að hún skuli skifta sér af því. London — Brezkar, amerísk- ar og suður-afríkanksar flugvél- ar hafa gert árásir á stöðvar Þjóðverja á Krít, Sikiley og Libyu. Það mundi sennilega verða alvarlegasta áfall, sem Rússar hafa beðið í styrjöldinni, ef þeir misstu Stalingrad. Borgin er ekki aðeins ein mesta iðnaðar- borg Rússaveldis, heldur og mik ilvæg samgöngumiðstöð fyrir Suður-Rússland. Meginmunur- inn á aðstöðu Rússa nú og fyrir ári síðan er sá, að þá höfðu þeir gott samgöngukerfi á sínu valdi, en nú er það í höndum Þjóð- verja, en samgöngur eru allar lélegar í Austur-Rússlandi. KAUKASUS. Rússar hafa enn orðið að hörfa í Suður-Kaukasus og hafa Þjóðverjar náð til -járnbrauta- stöðvar, sem er sunnan við Byatigorsk. Rússar hörfa til fjalla og austur eftir járnbraut- inni í áttina til Grozny. Mót- staða Rússa virðist ekkert hafa harðnað á þessum slóðum, og hafa Þjóðverjar þar ofurefli liðs. Við Svartahafsströndina sækja Þjóðverjar enn til Novor- ossisk, en stórskotalið Rússa hef ir gert þeim sóknina erfiða. STANLEY OG BRADLEY. Stanley, aðmíráll, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi er farinn frá Moskva til Kubisjev eftir 19 daga dvöl þar. Hann ræddi við þá Stalin og Churchill fyrir hönd Bandaríkjanna og ræddi ennfremur við aðra full- trúa Rússa um hjálp Banda- ríkjgmanna. Bradley, herforingi, sem er sérstakur sendimaður Roose- velts í Moskva, verður þar á- fram og mun ræða við Rússa um aðstoðina. EYSTRASALT. Rússar tilkynna, að þeir hafi sökkt 7000 smálesta skipi á Eystrasalti.^- 10. her Breta stofnað* nr í Irak og Persfn. BRETAR hafa nú stofnað 10. her sinn og mun hann hafa að seturstað í írak og Persíu. Er iþað Ibersýnilega árangur af viðræðum þeirra Stalins og Churchills í Moskva, sem ihér er að koma fram, en ástæðan til stofnunar ners þessa nú er vafalust sú, hve langt Þjóðverjar eru komnir suður í Kaukasus. Chnrcbill hominn til Eegiands aftur. C HURCHILL er nú kominn aftur til Englands úr hinni löngu ferð sinni til Moskva og Egyptalands. Kom hann í Li- berator-sprengjuflugvél til flug vallar einhvers staðar í Bret- landi og kom hann til London rétt fyrir miðnætti. Með Churchill komu í flug- vélinni Harriman, fulltrúi Roosevelts, Sir Allan Brooke, herforingi, Cadoggan, aðstoðar- utanríkisráðherra og aðstoðar- maður Churchills. Spitfireflugvélar flugu á móti Liberator flugvélinni til þess að fylgja henni til flug- vaRarins, þar sem hún átti að lenda. Frú Churchill var fyrst til þess að bjóða hann velkom- inn, en á flugvellinum voru einnig Randolph Churchill, son ur forsætisráðherrans, og Sir Charles Portal, yfirforingi brezka flughersins. Af áhöfn flugvélarinnar voru tveir Ameríkumenn, þrír Kan- adamenn og tveir Bretar. Flug- maður, sem er frá Kaliforniu og hefir að baki sér 5000 flugstund ir, sagði, að Churchill hafi lengstum verið í flugmannsklef- anum hjá flugmönnunum. Sagði hann, að W. C. hafi bent flug- mönnunum á marga staði í Egyptalandi, sem hann þekkti og sagt þeim marga hluti um þá. Sama flugvélin og sömu flug- mennirnir flugu með Churchill alla leiðina til Rússlands og til baka. Þegar Churchill kom til Lond on var margt um manninn á Sir Henry Maitland-Wilson hefir verið skipaður yfirmaður hers þessa og verður hann jafn- hár þeim Alexander í Egypta- landi og Wavell í Indlandi að tign. Wilson, sem er 60 ára að aldri, var hægri hönd Wavells í fyrstu sókninni í Libyu. Síðan var hann yfirforingi brezka hers ins í Grikklandi og loks stjórn- aði hann innrás Breta í Sýrland. Fyrst um sinn verður flug- herinn, sem starfar með 10. hernum undir stjórn Sir Arthur Tedders í Kairo. Sem kunnugt er, hefir 8. her Breta aðsetur í Egyptalandi og 9. herinn er í Sýrlandi og Palestínu. Mikilvægasta hlutverk Wil- sons verður án efa að treysta varnirnar á landamærum Persíu og Kaukasus. Ekki hefir verið um það getið, hvort rússnesku hersveitirnar, sem eru í Persiu, verða undir stjórn Wilsons, en telja má það líklegt. New York — Japanir hafa beðið mikinn ósigur í loftorustu sem varð, þegar þeir reyndu að gera loftárás á Port Darwin. Komu 47 flugvélar til árásar- innar, en 13 þeirra voru skotnar niður af amerískum Kittyhawk orrustuflugvélum. járnbrautarstöðinni til þess að taka á móti honum. Þar voru meðal annarra Mountbatten, lá- varður. og Sir Dudley Pound, flotaforingi. Var Churchill klæddur í búning flugforingja. Segja fréttaritarar, að ekki hafi borið hið minnsta á þreytu hjá honum, þótt hann væri að koma úr svo langri og erfiðri ferð. Qnislings — 15 menu! Júgéslavar i Noregi. London, 24. ágúst. ÞYZKA stjórnin sendi fyrir nokkru flotafræðing til Noregs til þess að fá norska sjó- menn á þýzk skip. Heimtaði hann, að norsk yfirvöld fyrir- skipuðu sjómönnum, sem hafa féngið sér vinnu á landi, að skrá sig á þýzk skip. Norðmenn tóku þessu fálega og lögðu til, að Þjóðverjar sneru sér til hins nýstofnaða „hirð- flota“ Quislings. Þýzki flota- fræðingurinn rannsakaði málið og komst að raun um, að —- 15 manns voru í „hirðflotanum“! Aftontidningen í Stokkhólmi skýrir frá því, að nokkrir Júgó- slavar hafi fyrir nokkru komizt undan frá Noregi til Svíþjóðar. Höfðu þeir verið teknir til fanga í bardögunum á Balkanskaga og sendir til Norður-Noregs, þar sem þeir voru látnir vinna að vegagerð. Þegar þeir komu til Svíþjóðar, sögðu þeir frá hörmu legri meðferð Þjóðverja, en Norðmönnunum báru þeir sög- una afar vel. Þeir sögðu „Norð- mennirnir voru sjálfir svangir, en gáfu okkur mat. Þeir áttu skó sjálfir, en gáfu okkar þó á fæturna, svo að við gætum flúið“. Einn þeirra sagði: „Nor- egur verður fyrsta orðið, sem ég kenni syni mínum, þegar ég kem aftur heim“. VITILLIAM S. KNUDSEN, * * herforingi, sem er fædd- ur . Dani, spáir því, að innan skamms muni Bandaríkin fara fram úr öllum öxulríkjunum hvað framleiðslu snertir, en hann hvatti engu síður til mik- illar aukningar framleiðslunn- ar. New York — Skipasmiðurinn mikli Henry Kaiser hefir sagt, að innan skamms muni skip verða smíðuð í skipasmíðastöðv um hans á 24 dögum. Núverandi met er 35 dagar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.