Alþýðublaðið - 25.08.1942, Page 5

Alþýðublaðið - 25.08.1942, Page 5
Þriðjudagur 25. águst 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ s ERNST BEVIN UM Framtsðarþjóðfélogið GREININ, sem fer hér á eftir, er útvarpsræða, sem hrezki jafnaðarmaðurinn Ernest Bevin, hinn frægi núverandi vinnumálaráðhetra Churchillstjórnarinnar, flutti 30. janúar 1934, réttu ári eftir að Hitler brauzt til valda. Þessi ræða hins mikla brezka verkalýðsleiðtoga er enn í fullu gildi og jerður það ekki hvað sízt eftir stríðið. Enda hefir hún nú nýlega verið endurprentuð bæði í merkilegri bók um vanda- mál tímanna, sem út er komin á Englandi, svo og í ýmsum tímaritum og blöðum. Meðal annars birtist hún í tímaritinu „World Digest“, og er hér þýdd uvp úr því. H\ZER var leiðin, sem þjóð- •, irnar völdu eítir síðasta i stríð? Endurreisn, stríösskuldir, ‘ refsingarkvaðir á hinar sigruðu i 'þjóðir og sköpun ótraustra ríkja ‘ eir.s og Austurríkis. Þetta Ieiddi j til öryggisleysis Evrópu, inni- ! lokunarstefnu í fjármálum, j Mlfgerðrar eyðileggingar á j verzlunarflota Breta og brasks j og fjármálaspillingar af verstu j tegund. Með þessu hófst hxeint paradísarlíf fyrir ófyrirleitna og glæpahneigða braskara, þá verstu, sem nokkru sinni hafa upp komið. Það voru menn, sem létu sig þjóðina engu skipta, né heiður hennar, var sama um hvern iþeir féflettu og hvaða uppiausn þeir kæmu af stað í alþjóðamálum. Margir þeirra urðu frægir rnenn, náðu miklum áhrifum í fjármálum og stiórn- málum. Þeir sköpuðu sundrungu og glundroða í alþjóðafjármál- um í stað iþess sem friður þurfti að komast á. Það kom þeirri hugsun inn hjá mörgum þjóð- um, að þær gætu því að eins lifað sæmilega, að þær gætu haldið öðrum þjóðum niðri. í þessum hrunadansi náði fas- isminn tökum á Mið-Evrópu. Fasisminn hefir enga lausn að íbjóða á fjárhagsvandamálum þjóðanna. Hungur og atvinnu- leysi vaxa undir stjórn *hans. Aðalvopn hans eru harostjórn, spilling og þrenging lífskjar- anna, hefting fólksins, eyðilegg- ing frelsisins og aukning stétta- mismunarins Slík stefna hlýtur að leiða til glöturiar * En getur þjóð, sem byggir á lýðræðisskipulagi, hafið sig upp úr þessu eymdarástandi? Eg er sannfærður um, að ef lýðræðið fær. að rei^a réttlæti sitt á traustum •grundvelli, án flaust- urs, munum vér ekki einasta finna. ráð til hjargar, keldur og ' leiða heiminn til frjálsra stjórn- Ernest Bevin. arhátta Þess vegna er það fyrir mestu, að halda rígfast við lýð- ræðið í öilum myndum Það verður að gefa ríkinu traust og, stoð^ sem er ómetanleg Ég trúi ekki á ofurmennið. Ég hefi lifað meðal venjulegra verkamanna og er einn þeirra. Ég hefi séð þá standa andspænis erfiðustu viðfangsefnum. Segið þeiin sannleikann, vondan eða góðan, og þá munu þeir sýna skilning, hæfni og hugrekki, sem er undirstaða vizku mikil- mennanna svo kölluðu. Það er þarflaust að viðhafa nokkra leynd. Ég tel, að þjóðaleiðtog- arnir ættu hiklaust að leggja markmið og viðfangsefni utan- ríkisstjórnmálanna fyrir þjóð- ina. Sama á að gilda um milli- ríkjafjármál. Þjóðin á heimt- ingu á því, að vita hvað gert er gagnvart öðrum þjóðum með peningum hennar sjálfrar og í nafni hennar. Burt með leynd- ina í fjármálunum og alla skrif- stofumennskuna, setjum stjórn- málin undir eðlilegt og opinbert eftirlit. Menn gera sér leik að þv.í að varpa hulu yfir fjár- málin. Eg mundi, af sálfræðilegum og hagrænum ástæðum vilja leggja milli Bretlands og ííslands halda áfram, eins og að undaníörnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cnlliford’s issociníed Llies, Ltð. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD Drotning flotans. fyrir þjóðina þá tillögu, að hún ibeitti sér fyrir því að afnuminn yrði mismunur stérlingspunds- ins, dollarsins, frankans og yensins, en öllum myntum heimsins yrði skipt í. tvo flokka — annar flokkurinn alþjóðleg- ur, hinn flokkurinn til notkun- ar innanlands. Alþjóðamynt sé notuð í milliríkjafjármálum og fjalli alþjóðabanki þar um. Inn- lenda.myntin sé notuð í innan- landsviðskiptum og þannig, að kaupgetan vaxi með aukinni framleiðslugetu. Þá kem ég að hráefnunum. Ég er viss um, að tilraunirnar til að einoka hráefnin eru ein aðalorsök ágreinings milli þjóða. Gera ætti djarfa tilraun til að setja traustar reglur^ sem allar þjóðir viðurkenni, og sé þar svo ákveðið, að öll hráefni séu ríkis- eign í hverju landi, en alþjóða- stofnun hafi eftirlit’ méð allri hráefnavinnslu, og verði sam- þykkt, að hver þjóð, sem greiða vill fyrir iðnaði sínum, skuli fá nægilegan aðgang að hráefnum, gegn sanngjörnu gjaldi. Þá er að minnast á fram- leiðslu og neyzlu. Auk allra framfaraskrefa, sem hægt er að stíga hér 'heima, vil ég æskja þess, að Bretland gangi á undan með djörfu fordæmi, fyrir milli- göngu alþjóða verkamálaskrif- stofunnar, um áð bæta lífskjör- in um allan heim. Launakjör verkalýðsins eru mikilsverður þáttur í framleiðslunni. Veru- legar Ibætur á lífskjörum um all- an heirn mundu greiða götu þjóðanna út úr ógöngunum. Ef t. d. kaupgeta milljónanna í Ind- landi ykist sem svaraði tveim penningum á mann vikulega mundu örðugleikar indverska markaðarins hverfa að mestu. Vér, eins og aðrar iðnaðarþjóð- ir, virðumst hafa verið að svip- ast um eftir einhverjum dular- fullum mörkuðum fyrir fram- leiðslu vora. Eini varanlegi markaðurinn er hjá fjöldanum, sem framleiðir. Söfnun auðsins á einstakra manna hendur eyk- ur ekki framleiðsluna. Þá víkur sögunni heim. í landsmálum vorum ber að setja jafnaðarhugsjónina efst. Ég við- urkenni, að mismunur hlýtur að vera á gáfum og hæfni, en vísindamaðurinn, sem leggur nýjan skerf til menningarinnar, og verkamaðurinn, sem fram- leiðir vörurnar, eiga að mínum dómi meiri heiður skilinn en f jármálamaðurinn, sem einungis notfærir sér gáfur og fram- leiðslu annarra. Þessarar jafn- aðarhugsjónar vil ég að gæti í allri löggjöf vorri og þjóðlífi. '* Ég vil, að mannúðin sé ihvar- vetna í öndvegi d Bretlandi. Stór bæjarfélög verða að hafa möguleika til að sjá sér farborða til þess að auka iðnað sinn og rækta jörðina umhverfis, fá lífs- möguleika fyrir fólk sitt. Þau mega ekki bera nein höft ein- staklingshagsmuna og sérrétt- inda, auðjarlarnir mega ekki draga úr lífsmöguleikum fjöld- Bandaríkjaflotinn er nýlega búinn að kjósa sér fegurðar- drottningu. Þessi varð fyrir valinu: Það er leikkonan Marta Scott. ans. Með því að taka tillit til krafna auðjarlanna sviptum vér oss stórtekjum í skattlagningu. Vér höfum ekki efni á því. Þá eru það uppeldismálin frá því sjónarmiði að jöfnuður ríki og börnum fjöldans séu gefnir þeir beztu líf:möguleikar, sem hægt er að ná, og hvað sjáum vér þá? Vér sjáum/það, að þjóð- in hefir — með linkind í skatta- Frh. á 6. síðu. Bréfið frá ungfrú „L“ og skoðanir annara. — Nokkrar glefsur úr bréfakörfunni minni. UNGFRÚ, sem skrifaði mér ttý- lega og kallaði sig „L“, hefir vakið storm og strið. Ég hefi f'eng- ið sar.d af bréfum út af bréfi henn- ar. Henni er í þessum bréfum bent á margt og hún er sett í gapastokk. Hún er sökuð um Ianðráð, um undirlægjuhátf við útlendinga, urn níð um landa sína og þjóð, um ó- sannindi og róg og ótal margt fleira. EINN BRÉFRITARINN tekur málið svo alvarlega að tileinka henni vísu Jóns Ólafssonar:,... þeir fólar, sem frelsi vort svíkja .... daprasta formæling ýli þeim strá . . . . “ Hann segir henni að ís- lenzkir karlmenn muni hvorki blikna né blána fyrir níði hennar og sami bréfritari lýsir viðskiptum sínum við hina hreinu, vellyktandi „héiðursmenn“. ANNAR BRÉFRITARI segist ekki skilja að mikil samkeppni muni verða milli íslenzkra karl- , manna og erlendra um ungfrú „L“. Þar muni íslenzkir karlmenn draga ,sig í hlé og láta hana eftir hinum erlendu gestum. Svona eru bréfin — enginn vill viðurkenna til fulls þá ágalla, sem „L“ taldi vera í fari íslenzkra karlmanna og það tel ég galla á bréfunum. Reiðin sýður í mörrnum, svo að þeir gæta ekki orða sinna eins og skyldi. ÉG GET EKKI BIRT öll þessi bréf, enda er innihald þeirra líkt þó að orðbragðið sé dálítið ólíkt. Ég ætla að birta eitt bréf núna fyrst. Það er kurteislega orðað og hefir þann kost, að fela í sér að- alatriðin úr öllum hinum bréfun- um. Hinir bréfritararnir verða að gera sér að góðu þær glefsur, sem ég liefi birt úr bréfum þeirra P.-SON skrifar eftirfarandi „Ég var að lesa smáklausu eftir unga ,,ástands“-mey, sern nefnir sig „L“, í pistlum þínum. ár hún með þessum línum sínum að vanda um við „minnihluta11 íslenzkra karl- manna, eins og skýrt kom fram í grein hennar. Þessi óhamingju- sami minnihluti hafði unnið sér það til foráttu, að drekka, reykja, taka í nefið og upp í sig og anga allur af óþrifnaði, með sorgarrend- ur undir nöglunum o. s. frv. (Já, nú er það svart, maður!)“ „ÞAÐ ER ábyggilega þjóðrækin stúlka, sem setur sig svona í fram- línu til þess að vanda um við þennan minnihluta íslenzkra karl- manna og á hún þakkir skilið fyrir það. En! Því reynir þessi „þjóð- rækna“ íslenzka stúlka ekki að ná sér í einhvern íslenzkan karlmann af betra taginu, úr því svo mikið er til af því, heldur en að vera að bregða sér í ástandið, og það bara með „hiv og sving“. Hún þekkir sem sagt alveg nýrakaða Englend- inga, ameríkska yfirrnenn og verka menn!“ „HAFA ALLIR þessir siðprúðu íslendingar, sem hún hælir svo mjög, farið fýrir ofan garð og neð- an, eða kannske að telputetrið sé ekki alveg eins þjóðrækin og máður skyldi halda við fyrstu at- hugun? Þetta er þá bara „púður“, sem hún reynir að púðra með yfir svörtustu letti sálar sinnar, svo vel líti út í fjarlægð. Væri ekki reynandi fyrir hana sjálfa að fara í bað, ég meina andlegt bað, áður en hún ktmur aftur til Hannesar með heilræði um þrifnað?“ /

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.