Alþýðublaðið - 25.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.08.1942, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. águst 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ \ Bærinn í dag. \ Næturlæknir er Halldór Stefáns- son Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Lög leikin á Hawaiangítar. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Frá Lómagnúpi á Al mahnaskarð, II (Eiríkur Helgason prestur). 20,55 Hljómplötur: Tonverk eftir Schubert: a) Symfónía nr. 7. b) Rósamunda-forleíikurinn 21,50 Fréttir. Gestir í bænum voru um helgina Erlingur Frið- jónsson, Akureyri, Magnús Bjarna- son, Sauðárkróki, Sveinn Halldórs- son, Bolungarvík, Guðmundur G. Hagalín, ísafirði, Stefán Stefáns- son, ísafirði, Kristján Sturlaugs- son, Súðavík, Bjarni Friðriksson, Súgandafirði, Steindór Benjamíns- son, Þingeyri, Sveinbjörn Oddsson, Akranesi, Sveinn Guðmundsson, Akranesi, Ragnar Guðleifsson, Keflavík og Guðmundur Helgason, Vestmannaeyj um. Síðasta tækifæriS til þess að hlýða og horfa á hina, ágætu, norsku söng- og leikkonu, frá Gerd Grieg, er í kvöld: Að því er blaðinu hefir verið tjáð, er ekki að v.ænta endurtekningar á skemmtun þeirri, er hún stendur fyrir, því atvikin hafa skipast þann veg, þótt á hinn bóginn margir verði eflaust afskiptir þeirrar á- gætu dægrastyttingar. Katrín er nafn á bók, sem ísafoldar- prentsmiðja hefir gefið út. Gerist mestur hluti.sögunnar í Npregi, og lýsir bókin þrá stúlku, af norsk- dönskum uppruna, eftir því landi, og dvöl hennar þar, Er sagan eink- um ætluð ungum stúlkum til skemmtilesturs. Síðasta sýning frú Gerd Grieg er í kvöld kl. 8 og eru aðgöngu- miðar seldir í Iðnó. Valur eiin fee^tn knatt* spyrnnfélag Rwíkur. .........."» Vann K.R. í gærkveldi með 3-0. Kn Lang hæsta verði. Hafnarstræti URSLIT Reykjavíkurmóts- ins urðu þau að Valur varð hlutskarpasta félagið. Vann mótið með 6 stigum, K. R. hlaut 4, Fram 3 og Víkingur 1. Úrslitakappleikurinn fór fram í gærkvöldi, eins og til stóð, milli Vals og K. R. ; Lolli var nú kominn á sinn stað í Val og var félagi sínu mjög þarfur eins og vant er. Er leitt fyrir Val, að geta ekki haft tækifæri til að sýna þennan á- gæta liðsmann í hverjum leik. K. R. ingum bættist líka góð- ur maður, sem var Björgvin Schram, og hefir hann ekki sést fyr á þessu móti. Var hann nú á sínum gamla stað, og kom fél- agi sínu að góðu liði með sín- um hnitmiðuðu spyrnum og traustu, vörn. Bæði félögin sýndu góðan leik, mjög góðan, er óhætt að segja, með ágætu samspili og vel byggðum sóknum á báða bóga. Þó segja megi að heldur hafi hallað á K. R., þegar litið er í heild yfir leikinn, eru úr- slit hans, 3:0, mjög ósanngjörn og gefa ekki rétta hugmynd um frammistöðu félaganna. 2:1 hefði verið sanngjarnt. Þó K. R. ingar sýndu oft að íþeir ihefðu í fullu tré við Val, voru á köflum þær veilur í leik þeirra, sem ásamt einstakri óheppni, orsökuðu þessi úrslit. Gerðu þeir til dæmis eitt mark- ið hjá sér sjálfir, og varð ekki úr vítaspyrnu, er þeir fengu á síðustu mínútu. Áhorfendur skiptu þúsund- um. Og þó þeir hefðu allflestir kosið meira fjör og sanngjarn- ari úrslit, fengu þeir þó að sjá góða knattspyrnu, er byggðist á samvinnu góðra íþróttamanna eftir látlausa æfingu þeirra og ástundun við íþrótt sína. Hafi þeir þökk fyrir það, svo og fyrir góða skemmtun á þessu móti. Áh. Lok meistaraméís í. S. í. oii Biornssofl mmtmí í töoBfaul M ISTARAMÓTI í. S. I. lauk um helgina með keppni í 10,000 m hlaupi og tug þraut. Veður var allgott og gekk mótið gi<eiðlega. Meist- arastigin hafa fallið svo að K. R. hlaut 11, Ármann 5 og F. H. 4. Úrslit í 10,000 m hlaupi og tugþi-aut urðu sem hér greinir: 10,000 m hlaup: Meistari Har. Þórðars. Á. 35,29,6 mín 2. M. Guðbj.s. K.R. 40,53,6 — Tugþraut: Meistari Anton Björnss. K.R. 4794stig 2. Sverrir Emilss. K.R. 4466 —r 3. Jóhann Bernh. K.R. 4208 — 4. Jón Hjartar K.R. 4206 —, 5. Rögnv. Gunnls. K.R. 3793 — Úrslit í einstökum greinum þrautarinnar voru'sem hér seg- ir: 100 m hlaup: 1. Jóhann 11,4 sek. 2. Sverrir 11,8 — 3. Rögnvaldur 12,3 — Tími Jóhanns er sá bezti, sem náðst hefir í 100 m hlaupi í sumar. Langstökk: 1. Rögnvaldur 6,06 m 2. Sverrir 6,01 — 3. Jóhann 5,80 — Kúluvarp: 1. Anton 11,33 m 2. Jóhann 10,54 — 3. Rögnvaldur 9,58 —, Hástökk: 1. Jón 1,60 m spillir :¦;¦¦:¦; Aw... .;¦"¦' Mynd þessi sýönir nýjan ameríkskan tundurspillir, Fullam, sem hleypt var af stokkunum í Boston fyrir nokkru, Samá daf var öðrum tundurspilli hl^ypt af stokkunum í sörriu ¦ ¦• ;¦....' skipasmíðastöð. : , ....... Faðir okkar og tengdafaðir, HELGI SIGVALDASON frá Litlahæ andaðist að heimili sínu Hverfisgötu 21 B, Hafnarfirðix23. þ. m. , Börn og tengdabörn.. Móðir mín og tengdamóðir, GUBRÚN ÍVAjRSDÓTTIR andaðist 23. ágúst. Bjarney Bjarnadóttir. Þorkell Sigurðsson. 2. Rögnvaldur 1,55 — 3. An'ton 1,50 — 400 m hlaup: 1. Jóhann 54,2 sek. 2. Sverrir 56,2 — 3. Anton 58,2 —!- 110 m grindahlaup: 1. Anton 21,2 sek. 2. Rögnvaldur 22,5 — 3. Sverrir KTÍ'Wrtíll "Ltí Q~t ' 22,6 — iVí í- íí.\j l tt/'wU.O b. 1. Anton 32,24 m 2. Rögnvaldur 29,97 — 3. Sverrir 28,28 — Stangarstökk: 1. Anton 2,97 m 2. Sverrir 2,87 — 3. Jón 2,00 — Spjótkast: 1. Jón 50,61 m 2. Anton 43,91 — 3. Jóhann 37,19 — 2500 m' hlaup: / 1. Anton 4:42,00 mín 2. Sverrir 4:44,2 —- 3. Jóhann 4:52,4 — Þetta Meistaramót hefir far- ið vel fram og árangur frekar góður. x y z. Immmil opioberra starfsmanna. ¦ Frh. af 2. síðu. varpið í hvorri iþingdeild. Frum vörpum þessum hefir verið vís- að til fjárhagsnefnda deildanna, og ihafa iþær unnið saman að afgreiðsíu iþeirra. Nefndirnar hafa orðið sam- mála um að afgreiða þessi mál með iþingsályktunartillögu þess- ari, og standa allir nefndar- menn beggja nefndanna að því. Páll Hallgrímsson áskilur sér rétt 'til að bera fram brtt. við 3. málsgrein." Eins og sést á þessu' má gera ráð fyrir að tillagan verði sam- iþykkt. Samkvæmt henni eiga laun opinberra starfsmanna að hækka um 25—30%. Opinberir starfsmenn munu sætta sig við þessi málalok, en Iþó ekki verri. Þeir munu verða óánægðastir með það, hve lágt markið er, sem 30% Ihækkunin er miðuð_ við, því að 200 kr. á mánuði er allt of lágt, þegar tekið er til- lit til þeirra tíma sem nú eru. ¦i Viðfal vlð GuðlAn 6. Baldvinsson. •Álþýðublaðið spurði í gær ritara Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Guðjón B. Bald- vinsson, um álit hans á jþessari tillögu og sagði hann m. a.: „Miðað við þær grunnkaups- hækkanir^ sem ýmsir hópar lauintþega hafa raáð ^iiam, og nú síðast félögin Iðja og Dags- bnún með samningum við vinnu veitendur, verður ekki talið að hér sé farið lengra en góðu 'hófi gegnir ;sérstaklega er ein- kennandi að hærri prósentan — 30% — skuli vera miðuð við 200.00 kr. grunnkaup á mán- uði, það mark er mjög lágt mið- að við iþau launakjör, sem tíðk- ast annarsstaðar, en hjá rík- inu. T. d. hafa hjálparstúlkur nú orðið slík mánaðarlaun auk fæðis og húsnæðis. En með öðr- um endurbótum, sem fást kunna, er þetta góður styrkur. Þó lofað sé í orði kveðnu endurskoðun launalaga, höfum við þvi miður takmarkaða von um að hún verði framkvæmd 3iú; en ^það er flestum áhuga- mál. I slæmu árferði er okkur sagt að tekjurnar komi þegar batn- ar í ári, en nú þegar vel árar, iþá fáum við alltaf uppbæturn- ar síðastir, og lægri en aðrir og þá er látið í ljós af sumum, að tímarnir séu óheppilegir til endurskoðunar iþar, sem — allt sé „óeðlilega" hátt. Þings- ályktunartillögur um endur- skoðun launalaga eru árlegir viðburðir, en árferðið þykir aldrei eðlilegt — normalt — til að framkvæma'jþær. M. a. þess- vegna var lagt á hilluna að mörgu leyti ágætt frv. frá milli þinganefnd er starfaði 1933—34 En við lifum í þeirri voh að iþröngsýnin eigi færri formæl- endur nú en áður, og réttindi opinberra starfsmanna hækki í gengi við hvern unninn sigur stéttarfélaganna.'' KJÖRDÆMAMÁLIÐ (Frh. af 2. síðu.) son, Bjarni Benediktsson, Brynj ólfur Bjarnason, Eiríkur Ein- arsson, Gísli Jónsson, Haraldur Guðmundsson, Sigurjón Á. Ól- afsson, Steingrímur AðaJgteins- son. Nei sögðu: Bernharð Stefáns- ¦son, Einar Árnason, Ingvar Pálmason, Páll Hermannsson. Fjórir þingménn voru fjar- verandi: Hermann, Hriflu-Jón- as, Magnús^ráðherra, Þorsteinn Dalasýslumaður. 3. FLOKKS MÓTIÐ Frh. af 2. síðu. vann Knattspyrnufélag Hafnar- f jarðar Víking með 5:1. í kvöld keppa Valur og Fram í 1. flokki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.