Alþýðublaðið - 25.08.1942, Side 7

Alþýðublaðið - 25.08.1942, Side 7
Þriðjudagur 25. águst 1942, ALÞÝÐUBLAÐIÐ i jBærinn í dag. ? Næturlæknir er Halldór Stefáns- son Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Valar enn bezta knatt* spjrrnufélag Rvíkur. Vann K.R. i gærkveldi með 3^0. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Lög leikin á Hawaiangítar. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Frá Lómagnúpi á A1 mannaskarð, II (Eiríkur Helgason prestur). 20,55 Hljómplötur: Tónverk eftir Schubert: a) Symfónía nr. 7. b) Rösamunda-forléikurinn 21,50 Fréttir. Gestir í bænum voru um helgina Erlingur Frið- jónsson, Akureyri, Magnús Bjarna- son, Sauðárkróki, Sveinn Halldórs- son, Bolungarvík, Guðmundur G. Hagalín, ísafirði, Stefán Stefáns- son, ísafirði, Kristján Sturlaugs- son, Súðavík, Bjarni Friðriksson, Súgandafirði, Steindór Benjamíns- son, Þingeyri, Sveinbjörn Oddsson, Akranesi, Sveinn Guðmundsson, Akranesi, Ragnar Guðleifsson, Keflavík og Guðmundur Helgason, V estmannaey j um. SíSasta tækifærið til þess að hlýða og horfa ó hina ágætu, norsku söng- og leikkonu, frá Gerd Grieg, er í kvöld! Að því er blaðinu hefir verið tjáð, er ekki að vænta endurtekningar á skemmtun þeirri, er hún stendur fyrir, því atvikin hafa skipast þann veg, þótt á hinn bóginn margir verði eflaust afskiptir þeirrar á- gætu dægrastyttingar. Katrín er nafn á bók, sem ísafoldar- prentsmiðja hefir gefið út. Gerist mestur hluti. sögunnar í Noregi, og lýsir bókin þrá stúlku, af norsk- dönskum uppruna, eftir því landi, og dvöl hennar þar. Er sagan eink- um ætluð ungum stúlkum til skemmtilesturs. Síðasta sýning frú Gerd Grieg er í kvöld kl. 8 og eru aðgöngu- miðar seldir í Iðnó. Lang hæsta verði. Hafnarstræti URSLIT Reykjavíkurmóts- ins urðu :þau. að Vaiur varð hlutskarpasta félagið. Vann mótið með 6 stigum, K. R. hlaut 4, Fram 3 og Víkingur 1. Úrslitakappleikurinn fór fram í gærkvöldi, eins og til stóð, milli Vals og K. R. Lolli var nú kominn á sinn stað í Val og var félagi sínu mjög þarfur eins og vant er. Er ]sitt fyrir Val, að geta ekki haft tækifæri til að sýna þennan á- gæta liðsmann í hverjum leik. K. R. ingum bættist líka góð- ur maður, sem var Björgvin Schram, og hefir hann ekki sést fyr á þessu móti. Var hann nú á sínum gamla stað, og kom fél- agi sínu að góðu liði með sín- um hnitmiðuðu spyrnum og traustu vörn. Bæði félögin sýndu góðan leik, mjög góðan, er óhætt að segja, með ágætu samspili og vel byggðum sóknum á báða bóga. Þó segja megi að heldur hafi hallað á K. R., þegar litið er í heild yfir leikinn, eru úr- slit hans, 3:0, mjög ósanngjörn og gefa ekki rétta hugmvnd um frammistöðu félaganna. 2:1 hefði verið sanngjarnt. Þó K. R. ingar sýndu oft að þeir 'hefðu í fullu tré við Val, voru á köflum þær veilur í leik þeirra, sem ásamt einstakri óheppni, orsökuðu þessi úrslit. Gerðu þeir til dæmis eitt mark- ið hjá sér sjálfir, og varð ekki úr vítaspyrnu, er þeir fengu á síðustu mínútu. Áhorfendur skiptu þúsund- um. Og þó þeir hefðu allflestir kosið meira fjör og sanngjarn- ari úrslit, fengu þeir þó að sjá góða knattspyrnu, er byggðist á samvinnu góðra íþróttamanna eftir látlausa æfingu þeirra og ástundun við íþrótt sína. Hafi þeir þökk íyrir það, svo og fyrir góða skemmtun á þessu móti. Áh. Lok msisíaramóts í. S. í. h ton Björnssoa meistari f tugpraut. Mistaramóti í. s. í. lauk um helgina með keppni í 10,000 m hlaupi og tug þraut. Veður var allgott og gekk mótið giViðlega. Meist- arastigin liafa fallið svo að K. R. hlaut 11, Ármann 5 og F. H. 4. Úrslit í 10,000 m hlaupi og tugþraut urðu sem hér greinir: 10,000 m hlaup: Meistari Har. Þórðars. Á. 35,29,6 mín 2. M. Guðbj.s. K.R. 40,53,6 — Tugþraut: Meistari Anton Björnss. K.R. 4794stig 2. Sverrir Emilss. K.R. 4466 —r 3. Jóhann Bernh. K.R. 4208 — 4. Jón Iijartar K.R. 4206 — 5. Rögnv. Gunnls. K.R. 3793 — Úrslit í einstökum greinum þrautarinnar voru'sem hér seg- ir: 100 m hlaup: 1. Jóhann 11,4 sek. 2. Sverrir 11,8 — 3. Rögnvaldur 12,3 — Tími Jóhanns er sá bezti, sem náðst hefir í 100 m hlaupi í sumar. Langstökk: 1. Rögnvaldur 6,06 m 2. Sverrir 6,01 — 3. Jóhann 5,80 — Kúluvarp: 1. Anton 11,33 m 2. Jóhann 10,54 — 3. Rögnvaldur 9,58 — Hástökk: 1. Jón 1,60 m i. Nýr tundurspillir „1 Mynd þessi sýönir nýjan ameríkskan tundurspillir, Fullam, sem hleypt var af stokkunum í Boston fyrir nokkru. Sama daf var öðrum tundurgpilli hlcypt af stokkunum í sömu skipasmíðastöð. Faðir okkar og tengdafaðir, HELGI SIGVALDASON frá Litlabæ andaðist að heimili sínu Hverfisgötu 21 B, Hafnarfirðix23. þ. m. Börn og tengdabörn.. Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN ÍVARSDÓTTIR andaðist 23. ágúst. Bjarney Bjarnadóttir. Þorkell Sigurðsson. 2. Rögnvaldur 1,55 — 3. Ariton 1,50 —- 400 m hlaup: 1. Jóhann 54,2 sek. 2. Sverrir 56,2 — 3. Anton 58,2 — 110 m grindahlaup: 1. Anton 21,2 sek. 2. Rögnvaldur 22,5 — 3. Sverrir 22,6 — Kringlukast: 1. Anton 32,24 m 2. Rögnvaldur 29,97 — 3. Sverrir 28,28 — Stangarstökk: 1. Anton 2,97 m 2. Sverrir 2,87 — 3. Jón 2,00 — Spjótkast: 1. Jón 50,61 m 2. Anton 43,91 — 3. Jóhann 37,19 — 1500 m hlaup: 1. Anton 4:42,00 mín 2. Sverrir 4:44,2 — 3. Jóhann 4:52,4 — Þetta Meistaramót hefir far- ið vel fram og árangur frekar góður. x y z. Lannatuáí opinberra starfsmanna. Frh. af 2. síðu. varpið í hvorri þingdeild. Frum vörpum þessum hefir verið vís- að til fjárhagsnefnda deildanna, og íhafa þær unnið saman að afgreiðslu þeirra. Nefndirnar hafa orðið sam- mála um að afgreiða þessi mál með þingsályktunartillögu þess- ari, og standa allir nefndar- menn beggja nefndanna að því. Páll Hallgrímsson áskilur sér rétt til að bera fram brtt. við 3. málsgrein.“ Eins og sést á þessu' má gera ráð fyrir að tillagan verði sam- þykkt. Samkvæmt henni eiga laun opinberra starfsmanna að Ihækka um 25—30%. Opiniberir starfsmenn munu sætta sig við þessi málalok, en þó ekki verri. Þeir munu verða óánægðastix með það, hve lágt markið er, sem 30% hækkunin er miðuð við, því að 200 kr. á mánuði er allt of lágt, þegar tekið er til- lit til þeirra tíma sem nú eru. Viðíal við Gaðjðn B. Baidvinsson. Alþýðublaðið spurði í gær ritara Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Guðjón B. Bald- vinsson, um álit hans á iþessari tillögu og sagði hann m. a.: „Miðað við þær grunnkaups- hækkanir, sem ýmsir hópar lau<nþega hafa náð fbam, og nú síðast félögin Iðja og Dags- brún með samningum við vinnu veitendur, verður ekki talið að hér sé farið lengra en góðu hófi gegnir ;sérstaklega er ein- kennandi að hærri prósentan — 30% — skuli vera miðuð við 200.00 kr. grunnkaup á mán- uði, það mark er mjög lágt mið- að við þau launakjör, sem tíðk- ast annarsstaðar, en hjá rík- inu. T. d. hafa hjálparstúlkur nú orðið slík mánaðarlaun auk fæðis og húsnæðis. En með öðr- um endurbótum, sem fást kunna, er þetta góður styrkur. Þó lofað sé í orði kveðnu endurskoðun launalaga, höfum við því miður takmarkaða von um að hún verði framkvæmd -nú; en það er flestum áhuga- mál. í slæmu árferði er okkur sagt að tekjurnar komi þegar batn- ar í ári, en nú þegar vel árar, þá fáum við alltaf uppbætum- ar síðastir, og lægri en aðrir og þá er látið í ljós af sumum, að tímarnir séu óheppilegir til endurskoðunar þar, sem — allt sé „óeðlilega“ hátt. Þings- ályktunartillögur um endur- skoðun launalaga eru árlegir viðburðir, en árferðið þykir aldrei eðlilegt — normalt — til að framkvæma þær. M. a. þess- vegna var lagt á hilluna að mörgu leyti ágætt frv. frá milli þinganefnd er starfaði 1933—34 En við lifum í þeirri vori að þröngsýnin eigi færri formæl- endur nú en áður, og réttindi opin'berra starfsmanna hækki í gengi við hvern unninn sigur stéttarfélaganna.“ KJÖRDÆMAMÁLIÐ (Frh. af 2. síðu.) son, Bjarni Benediktsson, Brynj ólfur Bjarnason, Eiríkur Ein- arsson, Gísli Jónsson, Haraldur Guðmundsson, Sigurjón Á. Ól- afsson, Steingrímur Aðaþsteins- son. Nei sögðu: Bernharð Stefáns- -son, Einar Árnason, Ingvar Pálmason, Páll Hermannsson. Fjórir þingmenn voru fjar- verandi: Hermann, Hriflu-Jón- as, Magnús»ráðherra, Þorsteinn Dalasýslumaður. 3. FLOKKS MÓTIÐ Frh. af 2. síðu. vann Knattspyrnufélag Hafnar- fjarðar Víking með 5:1. í kvöld keppa Valur og Fram í 1. flokki.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.