Alþýðublaðið - 25.08.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.08.1942, Blaðsíða 8
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. ágúst 1942. BSF J ARNARBf Ó ¦ kl. 9: My Hamitton Aðalhlutverk: Vivien Leigl: Laurence Oliviert Kl. 5 og 7 MILLI TVEGGJA ELDA Aðalhlutverk: Merle Oberon Melvyn Douglas Burgess Meredith. Leikstjóri: Ernst Lubitsch. AUKAMYND: STRÍDSFRÉTTIR Sala aSgöngum. hefst kl. 11. H ' ÉR er upphafið að forsögn ¦ lögmanna um að setja og griðhelga alþingi, eins og það tíðkaðist á 16. öld: „Friður og blessan guðs fóður álmáttugs og vors Ijúfa lausn- ara Jesu Christi ásamt með heil- ögum anda sé með oss öllum lögþingismönnum nú og jáfnan. Ég N. N.son, lögmann N. og N. á íslandi, set hér almenni- legt Öxarárþing í dag með all- an þann rétt og rentu, stétt og stbðu, veg og virðing, sem lög- fullu lögþingi til ber að hafa eftir lögum. Set ég hér grið og fullan frið allra manna í milli, bæði utan lögréttu og innan. Fyrirbýð ég hverjum manni hér að vekja vig eður vandræði. En ef ein- hver gengur á þessi grið, vegur mann eða veitir lemstrarsár, þá hefir sá fyrirgert fé og friði, landi og lausum eyri og komi áldrei í land aftur. En ef menn fá hér annan óhlut eður vansa af manna völdum og vilja, þá eykst réttur þeirra að helmingi, en kóngi XIII merfcur. Engi maður skal vopn eður drykk til lögréttu bera. En ef borið verður, þá er upptækt. Á konungur hálf vopn og hálfa sekt, en þingmenn hálfa. Þing- menn eiga drykk állan. En ef nokkur slæst í mat eður mun- gát og sækir það meira en þing- ið, hann skal öngva uppreist eiga síns máls á þeim degi, er hann svo gerir, hvað máli sem hann á drífa á Öxarárþingi." ERSEimk '¥K ! ÍRWLEY. $$&Wty$i$ NÝJA BfÓ — Þú hef ir sagt mér ótal sinn um, að gera eins og mér sýnist. — Eg hefi skipt um skoðun. — Nú er það of seint, sagði hann hlæjandi. — Nú hefi ég tekið taumana í mínar hendur og ég sleppi þeim ekki. Berta stillti sig um að segja honum að hún gæti rekið hann burtu eins og hvern annan vika dreng. — Þú verður að skilja það Eðvárð, að ég vil alls ekki að þessi tré séu tekin. Þú verður að segja mönnunum, að þú haf- ir gert vitleysu. — Það dettur mér ekki í hug. Ég ætlaði heldur ekki að láta taka þau öll, bara þrjú. Bæði er það, að þau skyggja á akur- inn og draga úr sprettunni og svo þurfti ég á viðnum að halda. — Mér er sama um akurinn. En þessi tré voru gróðursett fyrir hundrað árum og heldur vildi ég láta drepa mig en fella þau. — Sá, sem gróðursetti þessi tré þarna, hefir verið meiri asn- inn. Tré eru alltaf bölvuð, en beyki er þó alverst, ekkert grær í nánd við það. En svona hátta- lag sér maSur hér um alla jörð- ina. Eg verð alla ævina að kippa því í lag, sem fyrri eigendurnir hérna hafa vitlaust gert. Eðvarð var einn þeirra manna, sem mæla allt með hag- sýni. Og þótt'hann hefði náin kynni af náttúrunni, hefði hann til dæmis ekki hikað við að leyfa að setja upp rosalegt aug- lýsingaspjald á fegursta stað á óðali sínu, ef hann bara hefði verið viss um að það myndi auka tekjur búsins. — Þú verður að taka tillit til mín, þótt þú kunnir að hugsa sitt af hverju um forfeður mína, sagði Berta. — Ég vil ekki láta eyðileggja jórðina mína. — Þetta spillir henni alls ekki. Þetta þarf einmitt að gera. Þú venst því strax að sjá ekki bannsett trén. Ég ætla líka að taka bara þrjú þeirra. Ég hefi mælt svo fyrir, að hih verði felld á morgun. — Er þér alvara að ganga al- gerlega fram hjá vilja mínum í þessu máli? — Ég geri það sem rétt er og sért þú á móti því, þá geri ég það eigi að síður, þótt mér þyki það leitt. — Eg skipa vinnumönnunum að gera það ekki. Eðvarð hló: — Þú gerir þig bara að flóni með slíku. Reyndu bara að skipa þeim gagnstætt því, sem ég geri. og sjáum hvað setur. Berta æpti upp yfir sig í bræði sinni, hana langaði til aS kasta einhverju í hann, en þarna stóð hann rólegur og á- kveðinn, jafnvel glaðlegur. —- Ég held þú sért genginn af göflunum. Þú gerir allt, sem í þínu valdi stendur til að tor- tíma ást minni á þér. Geðshræring hennar var meiri en svo að orðum tæki. Þarna var tilfinningum hans rétt lýst, hann hlaut að fyrirlíta hana óskaplega, ásf hennar hafði ekki haft meiri áhrif á hanh en þetta. Hún spurði sjálfa sig hvað hún gæti gert og komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekkert gert, bara látið undan, Hún vissi upp á hár, að ef skipanir þeirra rækj- ust á, mundi hennar skipunum ekki vera hlýtt, og hann var á- kveSinn í því aS halda sínu fram. Hann taldi það óhjá- kvæmilegt. Hún talaði ekki við hann fyrr en daginn eftir, en spurði hann þá hvað hann ætl- aðist fyrir um trén. — Ójá, ég er búinn að gleyma því, sagði hann. — En ég ætla að gera eins og ég sagði. — Ef þú ætlar að höggva trén 'fer ég frá þér. Ég fer til Pálu frænku. — Og segir henni, að þig hafi langað til að ná í tunglið, en ég hafi ekki viljað gefa þér það, sagði hann og hló. — Hún hlær bara að þér. i — Ég mun verða eins orð- heldin og þú. Fyrir morgunverð gekk hún út að trjánum. Vínnumennirnir voru komnir þarna aftúr og höf ðu fellt eitt tré í viðbót, það þriðja átti sjálfsagt að falla um kvöldið. Mennirnir litu á hana, og henni fannst þeir draga dár að henni. Hún horfði á þá um stund til að finna nógu glöggt Undraverður lögreglumaður (The Amazing Mr. Williams) GamansÖm leynilögreglu mynd. Aðalhlutverk leika: MELWYN DOUGLAS ogj JOAN BLONDELL Aukamynd: ÍSLANDS-KVIKMYND ^Játtúrufegurð — atvinnulíf (Sýnd að tilhlutun Ferða-| félags íslands.) Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. A.ðgöngumiðar seldir frá kl 11 f. hád. til niðurlægingarinnar. Svo fór hún heim og skrifaði frænku sinni eftirfarandi bréf: „Kæra Pála frænka! \ Ég hefi verið svo lasin und- anfarna daga, að Eðvarð minn hefir lagt fast að mér að fara til bprgarinnar til að hitta sér- fræðing. Hann er svo ákafur, að mér finnst eins og hann vilji endilega losna við mig og ég er hálfafbrýðisöm við nýju þern- una mína, sem er gullinhærð og rjóð, rétt eins og Eðvarð vill hafa stúlkurnar. Ég held líka, 8B QAMLA BfO WR Óþekkta tónskáldið (Rhythm on the River) Ameríksk söngvamynd með Bing Crosby Mary Martin Basil Rathbone. Frannhaldsýning kl. 3Y2—SV2. Föðnrhefnd owboymynd með Tim Halt. Bönnuð börnum innan 12 ára. ; að Ramsay læknir hafi ekki hugmynd um hvað gengur að mér, svo að mér finnst rétt að tala við annan lækni, sem reynir aðrar aðferðir. Ég drekk þessi ósköp af kínini og járni, og er hrædd um, að tennurnar í mér verði svartar á því.Ég er því alveg á sama máli og Eð- varð (frú Ryle kallar okkur allt- af turtildúfurnar) og ætla nú að láta að orðum hans og vona að þú getir tekið á móti mér án mikillar fyrirhafnar. . Þín einlæg B. C. HJALTI HJALPFÚSI , Hann sá, að einhver hafði kom sig og öll börnin. „Og Hjalti," hélt konungur- inn áfram og vék sér að honum. „Nú ætla ég að biðja þig að krjúpa á kné sem snöggvast". Hjalti vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en kraup niður orðalaust. Konungurinn sló létti lega á öxl honum með sverði sínu. „Rís þú á fætur, herra Hjalti", sagði hann. „Eg hefi dubbað þig til riddara fyrir drengilega framkomu við lítil- magna". Hjalti hélt heim til sín, glað- ur í bragði. Hann var svo utan við sig, að hann var nærri því dottinn í tjörn, sem varð á vegi hans á heimleiðinni. En hvað haldið þið, að hann hafi séð, þegar hann kom heim til sín? ið, meðan hann var í bur'tu, og tekið til í híbýlum hans! Allf var hreint og spegilfagurt. Gömlu fötin, sem lágu út um allt, þegar hann fór höfðu verið brotin snyrtilega saman og sett á sinn stað. Gömlu gluggatjöld- in höfðu verið tekin fram og hengd fyrir gluggana. Hjalti þurfti ekkert að gera sjálfur. Hjalti varð agndofa af undr- un. Hver hefir verið hér að verki? hugsaði hann. Honum datt ekki í hug nema einn mað- ur — og það var Benni, ná- granni hans. En gat það átt sér stað, að Benni hefði gert það? Hann var venjulega ekki svona góður og hugulsamur. Hjalti hljóp heim til Benna og barði að dyrum. Enginn svaraði. Hann opnaði dyrnar HI1I1M41 Örn: Þarna er flugvélin, Lillí: Flugmaðurinn hafði enga möguleika til þess að kom- ast út. . Örri: Tóní, sjáðu, hann komst út úr flugvélinm. Olíugeymir- inn getur sprungið á hverri stundu. Örn: Heldurðu að hjólbarð- arnir þoli hraðakstur yfir óslétt- una? Tóní: Við skulum sjá til. Haldið þið ykkur. * Tóní setur bílinn á fulla ferð yfir ósléttuna í áttina til flug- vélarinnar til þess að bjarga flugmanninum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.