Alþýðublaðið - 26.08.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.08.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐae Miðvikudagur 26. ágúst 1942. Sigur Alþýðuflokksins og launastéttanna: fnuminn. Flestir| plngmenn SJálfstæðlsflokks ins neyddust tll að greiða atkvæði með afnámi hans, Framsðkn sat hjá. Sigurjón Á. Ólafsson. # # r f Sjá viðtal við hann um af- Meira en sjo manaða barattu er lokið. nám gerðardómsins neðar á þessari síðu. Stefán Jóh. Stefánsson, sem hóf baráttuna gegn gerðar- dómslögunum og fór úr stjórn til'þess að berjast gegn þeim og brjóta þau á bak aftur. GERÐARDÓMURINN var numinn úr gildi í gær, rúm- um 7% mánuði eftir að hann var settur með bráða- birgðalögunum, sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn gáfu út. Við úrslita atkvæðagreiðsluna eftir 3. umræðu málsins í neðri deild treystist enginn af þingmönn- um þessara flokka til að greiða atkvæði á móti afnámi gerð- ardómsins: Framsóknarflokkurinn og tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins tóku þann kostinn að sitja hjá, en mestur hluti Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með afnámi hans ásamt þingmönnum Alþýðuflokksins og Kommúnista- flokksins. Alþýðuflokkurinn hefir með afnámi geíðardómslaganna unnið einhvern stærsta málefnasigur sinn. I»að var hann, það í. var fulltrúi hans í þávrandi ríkisstjórn, Stefán Jóh. Stefánsson, sem varaði við setningu laganna, sem neitaði að bera ábyrgð á framkvæmd þeirra og lýsti því strax yfir, að Alþýðuflokkurinn myndi neyta allra löglegra ráða til að fá lögin afnumin og gera þau einskisvirði. Þetta hefir fullkomlega tekizt. Það stoðaði ekki, ■~"*þó að lögin væru ofbeldislög og væru sett með ofbeldi. Ingi Lárusson tön- skáld 50 ára. FIMMTUGUK varð í gær Ingi Lárusson tónskáld. Var hans af því tilefni minnzt í útvarpinu og leikin nýtekin grammófónplata með hinu vin- sæla lagi hans „Nú andar suðrið sæla vindum þýðuml“, sungið af Karlakórnum Geysi á Akureyri. Samtal við Sigurjón Á. Ólafs- son forseta Alþýðnsambandsins í tilefni af afnámi gerðardóms laganna, sem verður að líta á sem merkilegan stjórnmálavið- burð, þar sem þessi lög hafa verið aðaldeilumálið í meira en hálft ár, hefir Alþýðublaðið haft viðtal við forseta Alþýðu- Loftárásin á Vörð: Aðeins tiiviljon að ekki varð mikiD meira manntjðn. Flestir af skipsmönnum voru nýfarnir niður til að fá sér kaffi. Frásögn Gísla Bjarnasonar skipstjóra. -....... ■ ■ ■■ ■■ — Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. PATRERSFIRÐI í gærmorgun. ÞAÐ VAR AÐ EINS tilviljun, að ekki varð stórkostlegt manntjón á togaranum „Verði“ frá Patreksfirði, þegar þýzka flugvélin réðst á hann úti af Vestfjörðum í gærmorg- un. Þetta er álit skipstjórans, Gísla Bjamasonar, sem ég hefi haft viðtal við fyrir Alþýðublaðið, og annarra af skipshöfninni. Árásin kom alveg að óvörum og varð því ákaflega skyndi- leg. Ástæðan fyrir því, að tjón á mönnum varð ekki meira en raun varð á, var sú, að flestir skipsmanna höfðu farið undir þiljur í kaffi, rétt áður en árásin hófst. Höfðu allir áður verið á þilfari og srtaðið þétt við fiskaðgerðir. Gísli Bjarnason skipstjóri skýrði mér að öðru leyti þannig frá atburðinum: „Við vorum staddir rétt út af Barðaatrönd um klukkan 10 á mánucLags- Frh. á T. sí»tt. sambandsins Sigurjón Á. Ól- afsson. Sagði hann meðal ann- ars: „Afnám gerðardómslaganna er stórsigur fyrir Alþýðusam- band íslands og Alþýðuflokk- inn. Undir eins og upp á þess- ari lagasetningu var fitjað af ráðherrum Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins eftir nýjárið í vetur, mótmælti ráð- herra Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, henni harðlega og varaði alvarlega við afleiðingum hennar Áður en lögin voru sett 8. janúar sendi Alþýðusambandið einnig aðvörun til ríkis- stjórnarinnar við því að setja slík lög. Létum við þá skoðun í ljós, að ef lögin yrðu sett, þá væri friðnum í landinu stefnt í beinan voða, þar sem þau væru ótvírætt ofbeldislög gegn verka- lýðnum og samtökum hans. En lögin voru, þrátt fyrir það, sett — og hafa að nafninu til verið í gildi í meira en IV2 mán- uð. Eftír að þau voru sett sendu flest, eða öll, verkalýðsfélög landsins, fyrir atbeina Alþýðu- sambandsins mótmæli gegn þeim til ríkisstjórnarinnar. Voru þessi mótmæli oft kröftug og var áuðfundið, að hugur fylgdi máli hjá hinum vinnandi stéttum, hvar sem var á land- inu. En sterkustu mótmælin gegn lögunum komu frá Alþýðu- flokknum. Með því að ráðherra hans, Stefán Jóh. Stefánss. lét setningu laganna kosta sam- Frh. á 7. séöa. Eftir afnám gepðardémsias Alþýðusambandið hvetur verkamenn til að taka upp heildarsamninga. Og láta smáskærnhern- aðinn niður faUa. STJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS samþykkti á fundi sem hún hélt í gærkveldi, eftirfarandi orðsend- ngu til verkalýðsfélaganna um land allt: „Þar eð gerðardómslögin eru nú afnumin og lögákveðið er, að samningum megi segja upp með minnst viku fyrir- vara, frá gildistöku laganna, og verkalýðsfélögin þannig eru tiú aftur orðið löglegir samningsaðiljar um kaup og kjör með- lima sinna, þá skorar Alþýðusambandið á allan verkalýð, að látá niður falla hinn svonefnda smáskæruhernað, en láta fé- lög sín þegar í stað nota sér hinn aftur fengna rétt, og taka upp heildarsamninga við atvinnurekendur. Jafnframt skorar Alþýðusambandið á félögin, að nota tækifærið til þess að fá hækkun grunnkaups og samræm- ingu á kaupi og kjörum og styttingu vinnutímans niður í átta stundir, þar sem því verður við komið, og hafa um allt þetta samráð við skrifstofu sambandsins.“ HreinlætisvikaK tókst vel en Mr, sem ekki hreinsnði fá enn tiu dap frest Hafin nndirbúningar á alisberjar málningu hása f RejfkJavík. ALMENNINGUR tók hrein- lætisviktmni af mjög miklum skilningi. Hann sýndi mjög mikinn áhuga á henni og virtist yfirleitt fagna því að fá tækifæri til sameiginlegra átaka í hreinlætismálunum. Mjög víða um bæinn hreinsuðu menn til í kringum hús sín — og jafnvel í stórum húsaport- um, þar sem sjaldan hefir verið hreinsað var nú gerð hreingem ing svo að nm munaði.“ Þetta sagði Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri, en hann er jafnframt formaður heil- brigðisnefndar, í samtali við Alþýðublaðið í gærkveldi. Og hann hélt ófram. „Þetta segi ég u*n undir- tektir almennings. En svo eru hinir, sem við verðum að eiga í stríði við, memn sem engu hafa skeytt tilmælum okkar og blaðanna og hafa ekki reynt að iþrífa neitt í kringum sig. Okkur hafa iborizt allmargar kærur og þökkum við iþeim, sem hafa bent okur á mis- fellur. Auk þess hefir heilbrigð islögreglan samið skýrslur. Þessar skýrlur skipta nokkruxn hundruðtun. Það er nú verið að virrna úr þessum skýrslum. Við munum gefa þeim mönnum, sem ekki hafa hreinsað til hjá sér 10 daga frest að gera það. Og vonum við fastlega að það nægi. Hins vegar verðum við Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.