Alþýðublaðið - 26.08.1942, Page 5

Alþýðublaðið - 26.08.1942, Page 5
Miðvikudagur 26. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLA0IÐ 5 VOPNAHLÉSSKILMÁL- ARNIR, sem Vichystjórnin gekk að í júní 1940, lögðu Trakklandi erfiðan fjötur um. fót. í iþeim voru t. d. iþessi á- kvæði: 1) Þjóðverjar skyldu hafa í haldi verulegan hluta vopnfærra karlmanna á her- skyMualdri — nærri því IVz milljón manns — þangað til stríðinu við Breta væri lokið. 2) iFrakklandi var skipt í tvo hluta, stjórnarfarslega og fjár- ‘hagslega, og er ógreiðara um samgöngur og samibönd milli þeirra heldur en tveggja sjálf- stæðra ríkja. 3) Frakkar skyldu •taka á sig allan kostnað við her- námið og greiða óheyrilega háar skaðabætur. Fyrsta atriðið, sem hér er minnzt á, er iþungbærara fyrir Fi'akka en orð fá lýst. Frariski herinn, sem er í haldi ’njá Þjóð- verjum, gerir þeim enn betur kleift að mergsjúga frönsku þjóðina. iHvað eftir annað hefir Hitler kvalið franskar mæður og eiginkonur með því, að lofa þvíf áð föngunum verði sleppt, ■en það hefir alltaf verið svikið. Vegna þessa er Frakkland svipt um 1200 000 landbúnaðar- verkamönnum, og matvæla- framleiðslan hefir af sömu á- stæðum minnkað um 16 af hundraði. * Við það, að talsvert á aðra milljón franskra karlmanna á íbezta aMri eru fjarri heimilum .sínum, dregur enn fremur að verulegum mun ur fólksf jölgun- inni í landinu. Var þó hin laga tala ibarnsfæðinga í Frákklandi þegar orðið mikið áhyggjuefni fyrir stríðið. Mun láta nærri, að ibamsfæðingum fækki af þess- um sökum nálægt 100 000 ár- lega, og er það mjög alvarlegt atriði. Og það er enginn efi á því, að þetta er ein ástæðan fyrir . því, að Hitler heMur frönsku föngunum í Þýzkalandi. Hin umrædda skipting Frakk- lands hafði lamandi áhrif á allt athafnalíf. í Frakklandi ríkti fyrir stríð fjárhagslegt jafn- vægi, sem var til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir; og var vel og viturlega hagað hlutfallinu milli landbúnaðarins og iðnað- arins. Franskur iðnaður getur því að eins blómgazt, að frjáls viðskipti ríki þjóða á milli, því að Frakkar þuffa að flytja inn mikið af hráefnum. Hins vegar hafa þeir verið sjálfum sér því mæ:r nógir um matvælafram- leiðslu, því að fyrir stríð fram- leiddu þeir yfir mutíu af hundr- aði af öllum matvælum sínum. Og ef Viohystjórninni hefði ver- ið leyft að stjórna öllu landinu fjárhagslega, þá hefði fram- leiðsla og dreifing matvæla verið mjög svo viðráðanlegt við- fangsefni, þrátt fyrir iþað, að svo Sjómannaskólinn í Annapolis. Frægasti skóli ameríkska flotans er í Anhapolis og hafa margir þekktustu flotaforingjar Am- eríkumanna hlotið menntun sína þar. Fyrir nokkru voru útskrifaðir frá skólanum 600 ný- liðar og sýnir myndin hersýningu, sem þeir héldu. lí'’ Þrælatak Hitlers á Frakklandi. margir landlbúnaðarverkamenn séu stríðsfangar hjá Hitler. Þá hafði það og mikla truflun í för með sér, að fjórar eða fimm milljónir manna flýðu frá hin- um hernumda hluta til hins frjálsa hluta landsins. Enn frem- ur þurfti að slátra miklu af kvikfénaðinum og eyðileggja uppskeru vegna þess, að barizt var í laffidinu, en það hefði ekki valdið, nema stundaróþægind- um, sem hefði fljótlega mátt ráða fram úr að mestu leyti, ef landinu hefði ekki verið skipt í tvo hluta, sem voru stranglega einangraðir, eins og áður er lýst. Þessi skipting landsins hindraði ekki aðeins, að það næði sér aftur að mestu leyti, iheldur kom hún á fjárhagslegu öngþveiti og hallærisástandi í landinu. Nú skulum við líta á rökin fyrir þessu. Hinn hemumdi hluti Frakk- lands nær yfir tvo þriðju hluta landsins. Þar er framleiddur meginhlutinn af kvikfjárafurð- unum, korni, grænmeti og ann- arri uppskeru. Við skulum hafa í hyggju, að í vopnahlésskilmál- unum var bannað að flytja af- urðir og vörur frá hemumda hlutanum til hins óhemumda. „Með þessu er átt við,“ segir í einni grein vopnahlésskilmál- anna, „að þýzka stjómin mun taka tillit til lífsnauðsynja íbú- anna í hinum óhernumda hluta landsins." Ef til vill er nauðsyn- legt að bæta því við, að þetta tillit hefir ekki verið tekið. Llfstykk|abáðlD Hafnarstræti 11 tilkynnir: Nýkomið mikið og gott útval af enskum lífstykkjum. Teygjubelti og korselett. Nýjasta tízka. LÍFSTYKKJABÚÐIN, HAFNAKSTRÆTI 11. Sími 4473. Fyrir utan þessa afarkosti, sem nú hefir verið rætt um, þurfa Frakkar að bera kostnað- inn af setuliðinu í landinu og auk þess kostnaðinn af þeim her, sem Hitler hugðist að senda til innrásar inn í England. Þýzka setuliðið var vel birgt að papp- írspeningum — svo kölluðum „hemámsmörkum". Og með þeim tæmdu hernienninnir búð- irnar að vörum. Ráðamenn þýzka hersins lögðu hald á matvæli, sem framleidd vom í hinum óhemumda hluta lands- ins og ráðstöfuðu þeim í þágu ■hersins eða sendu þau heim til Þýzkalands. Tollar voru lagðir á korn og kjöt og enn fremur á sykur og kartöflur, þó að þýzk yfirvöld hefðu skuldbundið sig til þess að leggja engar hömlur á tvennt hið síðast nefnda. Fyr- ir aðrar vörur var jgreitt með iþeim upphæðum, sem iþeir kúg- uðu Frakka til að greiða sér í skaðabætur. Til viðbótar við þetta allt saman fengu Þjóðverjar og ítalir mikið af vörum frá hin- um óhernumda hluta Frakkl- eða um 70—80 af hundraði af þeim vörum, sem fluttar eru til Marseilles frá Norður-Afríku. Þá urðu Frakkar að fá Þjóð- verjum í hendur yfirráðin yfir járnbrautunum. Og loks voru lögð á þá skaðabótagjöld, sem námu 400 milljónum franka á dag, það er að segja 144 millj- örðum frahka á ári, og er það helmingi hærri upphæð en tekj- urnar á frönsku fjárlögunum voru árið 1939. Eru þannig skaðabótagjöldin á einum mán- uði hærri en allir áætlaðir beinir skattar til franska ríkis- ins árið 1939. Til þess að verða við þessum gífurlegu kröfum hefir stjómin orðið að grípa til stóraukinnar seðlaútgáfu, og við það hefir verðgiMi pening- anna farið ört lækkandi. Það er greinilegt, að þessir örðugleikar eru 'beinar afleið- ingar af vopnahlésskilmálunum. Þeir standa ekki í neinu sam- bandi við hafnbann Breta. En er það hugsanlegt, að Vichy- stjórnin mundi hafa verið svo fús á að ganga að þessum afar- kostum, ef hún hefði gert sér fulla grein fyrir því, að Bretar mundu halda baráttunni áfram? Mjög fljótt eftir að Vichystjóm- inni var komið á laggimar full- vissuðu hernaðarsérfræðingar ■henfftar hana um það, að Bretar mundu neyðast til að semja um uppgjöf eftir hálfan mánuð til þrjár vikur eða í hæsta lagi eft- ir nokkra mánuði. Og vafalaust var það í sömu trú, að Þjóðverj- ar kröfðust ekki, að Frakkar af- hentu þeim flota sinn og yfir- ráð yfir frönskum höfnum I Norður-Afríku til þess að nota þær sem flotastöðvar. Enn frem- ur hétu þeir Frökkum því, að þeir skyldu „fljótlega“ verða burtu af Atlantshafsströndmni, og sögðust skyldu leyfa þeim, hvenær sem væri, „að flytja að- setur ríkisstjómarinnar til Pa- rís, ef iþess er óskað“. Þessum loforðum hélt Hitler sem agni fyrir Vichystjórnina, meðan hann gerði sér miklar vonir um það, að þýzkar hersveitir mundu taka London innan skamms. í fjóra mánuði beið Vichy- stjómin og stuðningsmenn hennar árangurslaust eftir hruni Bretlands. Þegar hver vikan leið af annarri og Bretar börðust alltaf af sama kappinu, urðu Vichymennirnir stöðugt kvíðafyllri. Hvenær ætluðu Þjóðverjar að láta verða af inn- rásinni? Og eftir því sem lengra leið höfðu Frakkar alltaf minna og minna að bíta og brenna, og atvinnuleysið varð æ tilfinnan- legra. í lok septemlbermánaðar 1940 var útlitið mjög ískyggilegt Þess vegna ákvað Petain mar- skálkur að leita annarra ráða til 'þess að losa um kverkatök vopnahléssamninganna á frönsku þjóðinni. Hann valdi samstarf við Þjóðverja. í októ- bermánuði :1940 átti hami fund með Hitler í Montoire. Þegar marskálkurinn kom frá þeim viðræðum, þá skýrði hann fyrir frönsku þjóðinni, hvaða hagn- aðar hann vænti af hinni nýju stjórnarstefnu sinni. Hann fór samstarfsleiðina, sagði hann, „til þess að létta þjáningarbyrð- unum af landi voru, til þess að bæta hlutskipti fanga vorra, til Iþess að draga úr útgjöldunum við hernámið, til þess að fá hag- kvæmari landamærasamninga og til þess að auðveldara verði að stjórna landi voru og birgja Frh. á 6. síðu. IBÚI VIÐ SKERJAFJÖRÐ skrif- ar mér eftirfarandi: „Nýlega fékk ég tilkynningu frá Pósthúsinu um að ég ætti þar ábyrgðarbréf. Átti ég vitanlega að fara með til- kynninguna í Pósthúsið til að fá bréfið afhent. Ég brá fljótt við, fór í Pósthúsið og afhenti tilkynning- una. Bjóst ég nú við að fá.bréfið. Maðurinn tók við tilkynningunni og leitaði að bréfinu. Var leitað í öllum hillum, en ekki fannst bréf- ið. Töluðu póstmennirnir hver við annan, hristu höfuðin og skildu eitthvað illa.“ „KOM NÚ SÁ, er ég hafði af- hent tilkynninguna og sagði mér með mikilli kurteisi að bréfið fyr- irfyndist ekki. Sagði hann að lík- ast til væri það annaðhvort suður á Grímsstaðaholti eða suður í Skerjafirði. Ég spurði þá hvort ég gæti ekki fengið að vita hvar póst- húsið hefði útibú, en maðurinn svaraði því neitandi. Sagði hann að því miður gæti hann ekki orðið við bón minni, því að harin vissi það ekki sjálfur.“ „ÉG FÓR VH) SVO BÚIÐ. Ég hóf þegar leit að bréfinu. Ég leit- aði um allt Grímsstaðaholt og síð- an í byggðkini við Skerjafjörð. Hvergi fann ég pósthúa á þessum slóðum. Elís kaupmaður hafði pósthús hér við Skerjafjörð. Skyldi hann hafa flutt það með sér inn á „Sand“? — En nú spyr ég: Hvaða stjórn er þeta eiginlega á póstmál- unum? Er sama óstjórnin á þess- um málum hér í bænum og er víða um land?“ „VERKAMAÐUR“ skrifar: „í útvarpsumræðunum nýlega talaði Eysteinn Jónsson mjög um lúxus- íbúðir, sem verið væri að byggja hér í bænum. Ég játa að til eru hús, sem verið er að byggja, sem kalla má lúxusíbúðir. En þetta er aðeins örlítill hluti af þeim bygg- ingum, sem nú eru í smíðum. Að- albyggingamar, sem nú er verið að vinna að, eru verkamannabú- staðirnir í Rauðarárholti, stórbygg- ingar hlutafélagsins við Hring- braut og stórbyggingar bæjarins á Melunum. Kallar E. J. þetta „lúx- us“-byggingar? Ég geri það ekki. En er þetta þá aðeins viðleitni þessa Framsóknarmanns til að ljúga að sveitamönnum og sverta okkur Reykvíkinga?“ „OPINBER STARFSMAÐUR" skrifar: Mér telst svo til, að um næstu mánaðamót eigi kaup mitt. (Frh. á 6. síöu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.