Alþýðublaðið - 26.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.08.1942, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. ágúst 1942. S s i s \ s s s s s s s s s s Loftför Ameríkumanna Ameríkumenn nota loftför mikið á Atlantshafi og þykja iþau hin hentugustu í baráttunni við kafbáta, þar er þau fara sér hægt og geta miðað sprengjunum nákvæmlega. Gera ipau mikið af iþví að fylgja skipal. áleiðis til hafs. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. um finnist að með samkomu- laginu hafi einhverri stoð verið kjppt undan hrakspám hans og upplausnarskraíi. En hann hugg ar-sig.við deiluna um áhættu- þóknunina á Eimskipafélags- skipunum, sem enn er óleyst. Hann segir: , „Þótt menn vilji slá stryki yfir aílar afleiðingar og fagna því, að „samkomulag" skuli hafa orðið í deilunni við Ðagsbrún, er vert að iriinnast þess, að hásetar á skipum Eimskipafélagsins hafa sagt upp störf um sínum, og sú deila er með öllu óleyst. — Hásetar krefjast sömu áhættuþóknunar og yfir- menn,, og yfirmenn skipanna vilja ekki þola slíkan jöfnuð. — Siglingamál okkar eru því enn sem fyrr í öngþveitL enda þótt vinna hafi verið tekin upp við af- greiðslu skipanna". Þannig er hugarfar Tímans: Þið skuluð ekkert vera að f agna „samkomulaginu" í deilunni við Dagsbrún! Öngþveitið heldur áfram fyrir það! Öngþveitið lifi! HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) út um þann 20. þ. m., að hækka samkvæmt vísitölunni, er gefin var um kr. 45,00. En síðari hluta júlí-y mánaðar voru kjöt- og mjólkuraf- úrðir hækkaðar um 25—30%. Mjólk hækkaði t. d. um kr. 0,23 hver lítri. Af henni nota ég 5 lítra á dag, og nemur sú hækkun í 30 daga kr. 34,50, eru þá kr: 10,50 eftir upp í hækkun á öðrum vör- um og telst mér svo til að þessar kr. 10,50 hrökkvi tæplega að hálfu leyti upp í kjöthækkunina yfir ¦ mánuðinn. Enn fremur finnst mér ýmsar aðrar vörur hafa hækkað talsvert. Og því vil ég spyrja: Hvaða vörur eru það, sem hafa laekkað svona mikið í verði, úr því vísitalan hækkaði ekki meira en þetta?" ÞAÖ ER VON að ,þú spyrjir. Pegat dýrtíðárúpþbótih er skömmt uS á borðið, verður að draga úr eySslunni, þó að ekki sé ætlazt til bess. > s Sunnudausakstnr á Mnnvallaleiðinni. IALÞÝÐUBLAÐINU í dag er- fyrirspurn til póst- og símamálastjórnarinnar frá hr. Arngrími Kristjánssyni skóla- stjóra, varðandi fargjöld í sunnudagsakstri á leiðinni Reyk j avík—Þing vellir. Ég er skólastjóranum þakk- látur fyrir þessa fyrirspurn, því hún gefur mér tilefni til að skýra atriði, sem öllum þorra manna virðist ekki vera ljóst og margir ætla að sé póst- og síma- málastjórninni að kenna. A leiðinni: Reykjavík—Þing- vellir skal eigi veita sérleyfi til fastrá áætlunarferða á sunnu- dögum, samkvæmt 1. gr. laga nr. 36 frá 1936 um breytingu á lögum um skipulag fólksfluth- inga með bifreiðum, og er því hvorki Steindóri Einarssyní né nokkrum öðrum veitt sérleyfi á þessari leið á sunnudögum, sam- anber og „Leiðabók II 1942", ibls. 41. Af iþessu leiðir að ákvæði d-liðs 5. greinar sérleyf- islaganna, þar sem póstmála- stjórninni er heimilt að setja sérleyfishöfunum flutninga- gjaldskrá, nær ekki til þessa aksturs. v Framangreint ákvæði mun á jsínum tíma hafa verið sett inn í lögin að ósk og tilhlutun bif- reiðastjórafélagsins, sem vildi að allir bifreiðastjórar hefðu jafnan rétt til sunnudagsaksturs á Þingvelli. Af því, hvernig hér er komið málum, má ef til vill ráða, hvernig farið hefði eða fara Framtíð sfeitanaa öb sjðvarporpa. Framh. af 4. síðu. skipum. Og fyrir þjóð með tak- morkuðu f jármagni, en með þá möguleika til fiskiðnaðar, sem að verður vikið hér á eftir, virðist einsætt, að höfuðáherzl- an skuli lögð á sem stærstan og að öllu fullkomnastan vélbáta- flota. Við erum nú komnir upp á að smíða sjálfir handa okkur vélbáta, og eru skipasmíðar orðnar, t. d. hér í bæ (á ísafirði), ekki lítill þáttur í atvinnulífi og gjaldgetu bæjarbúa. Liggur beint við, að engir tollar verði á neinu til útgerðarinnar, hvorki .skipasmíðaefni, vélum í skip, veiðarfærum né nokkru öðru. Hvað sem öllu öðru líður, er iþað hin brýnasta þörf, að skipin geti orðið ódýr, um leið og þau eru vönduð og sterk, og rekstur þeirra allur sem hag- kvæmastur. Þá er fiskiðnaðurinn. Leikur ekki á því hinn minnsti vafi, að á sviði fiskiðnaðarins eigum við íslendingar geipilega mikla lítt notaða og ónotaða mögu- leika. Má heita, að allt, sem þar hefir verið gert, sé á hreinu og beinu byrjunarstigi. Það þarf svo að verða á næstu árum, að bera að landi, sé nýtt til fulln- ustu, f iskur af öllum tegundum, bolurinn og roðið, hausar og hryggir, og úr lifrinni unnið svo mikið verðmæti, sem unnt er. Það er hið mikla og ábyrgð- arþrungna hlutverk allra iþeirra er fara með stjórnmálaleg völd hér á fslandi, að ibeina nú straumi fjárins í farveg slíkra framkvæmda í sveit og við sjó — eins og iþeirra, sem hér hefir verið á drepið. Þar eru á húfi einmitt sameiginlegir hagsmun- ir allrar alþýðu í landinu — og heill hennar og menning. Verði fjármagnið tekið til Iþeirra hluta, sem hér hefir ver- ið um rætt, iþarf íslenzka þjóðin engu að kvíða, ef lýðræði ríkir í umheiminum. En verði fjár- magnið notað óskipulagsbundið og án- tilMts til framtíðarheilla (heildarinnar, iþá getur iþað orð- ið til að skapa hér á annan veg inn örbirgð, en á hinn óhófIega og menningarsnauða sóun, á annan veginn jþrældóm og öng- iþveiti, á hinn veginjn .herradóm óþroskaðra auðháka. Kairo — Fréttaritarar skýra frá því, að innan skamms megi búast við að bardagar blossi upp í Egyptalandi. Veður er nú betra þar en verið hefir undan- farið og báðh* aðilar hafa safnáð að sér miklum birgðum. mundi, ef hið opinbera hefði enga íhlutun um fólksflutnings- aksturinn yfirleitt. 25. ágúst 1942. Guðmundur Hlíðdal. Þrælatak flitlers á Frakklandi. Framh. af 5 s.íðu. það að vistum." Þannig fórust honum orð. Nærri því tvö ár eru liðin, síðan marskálkurinn gerði grein fyrir ástæðunum til sam- starfsins. Hann hlýtur að eiga dapra daga um þessar mundir, því að engar af vonum hans hafa rætzt. . Hitler hefir haft hann að ginningarfífli og beitt hann einu af hinum illræmdu brögðum sínum. Honum hefir tekizt að hafa frönsku stjórnina góða, meðaq hann þrautpíndi frönsku þjóðina til iþess að hann gæti háð styrjöld. Heitustu ósk marskálksins — frelsi fanganna — hefir ekki verið fullnægt. í maímánuði 1942 viðurkenndi iþýzka stjórn- in, að enn væru í haldi 1 250 000 Frakkar. Þessir fangar eru not- aðir til þess að leysa af hólmi iþýzka verkamenn í námu- grefti, iðnaði og akuryrkju. Bezta vopn Þjóðverja gegn Frökkum er hið mikla vald, sem iþeir hafa á landbúnaði, iðnaði og verzlun Frakklands. Jafn- framt iþví, sem þessi völd hafa aukizt; hefir orðið minni þörf á að halda hinum hernumda hluta landsins og hinum óher- numda einangruðum hvorum frá öðrum, Hveiti það, sem sent Var til hins óhernumda hluta landsins fyrstu sex mánuði 1941, var aðeins röskur helm- ingur þess, sem venjulega er flutt iþangað á friðartímum. Dreifing birgða er enn mjög al- varlegt vandamál fyrir Vichy- stjórnina. Frökkum h'efir vegnað litlu ibetur á sviði iðnaðarins. Þjóð- verjar hafa algert vald á hrá- efnum iðnaðarins — til dæmis á járninu í Elsass-Lothringen og kolunum í norðurhéröðun- um. Stjórn Þjóðverja á franska iðnaðinum er aðallega í höndum herstjópharinnar. Frá upphafi voru með hinum ýmsu deildum þýzka hersins í hernumda 'hlut- anum hagf ræðingar og her- gagnaeftirlitsm^ sem störfuðu undir stjórn W^irwirtschaft- stab, ^sem er hið hagfæðilega herforirigjaráð þýzka hersins. Eru hráefnin þannig aðeins send til þeirra fyrirtækja, sem koma Þjóðverjum að gagni. Hin miklu málmfélög Frakka í Lothringen hafa Þjóðverjar algerlega tekið í sínar hendur. Að lokum skulum við líta á enn eina ástæðu til þess, að Frakklandi er skipt í tvo hluta. Landamærin hafa verið dregin af mikilli snilld og kænsku og liggja á milli landshlutanna, þar sem talað er Langue d'oil og Langue d'oc, hins gamla mið- alda Frakklands. Áður fyrr voru þetta tvær þjóðir, og var skiptingin á svipuðum slóðum og Leirá rennur. Á miðöldum töluðu þær tvö ólík mál og áttu hvor sína menmingu. Skiptingin Nútíma fól k notar K aupmeun panta v.F fæst allsstaðar fá Heildverzlun f Gttðnt. H. Þórðarsoaar Grandarstíg 11, siml.5369. 11 Esja" í Venjulega hraðférð til Ak- ureyrar síðari hluta iþessarar viku. Flutningi veitt mót- taka í dag. Pahtaðir f arseðl- ar óskast einnig sóttir í dag. TIl SOlll 1 borðstofuborð og 5 stólar úr teak. Enn fremur 2 bókaskápar. Upplýsingar í síma 9243. Kominn heim Karl Sig. Jónassoa læknir. er því ekki ólík þeirri, sem var milli Englands og Skotlands, áður en löndin voru'sameinuð. Sniðmeistarafélag Reykjaviknr NÝTT fagfélag var stofnað hér í Reykjavík mánud. 24. þ. m., er það félag tilskera í klæða- og feldskurði hér í bæn um, og nefnist Sniðmeistara- félag Reykjavíkur. Tilgangur félagsins er, að auka samvinnu og kynningu meðal f élagsmanna og ef la hags muni þeirra. Ennfremur að leit- ast við, í samráði við Klæðskera meistarafélag Reykjavíkur og Klæðskerasveinfélagið Skjald- borg að vinna að og efla hags- muni, klæðskerastéttarinnar í heild, sérstaklega með tilliti til kennslu í faginu. Stofnendur voru allir starf- andi sniðmeistarar í bænum. í stjórn voru kosnir: Guðm. Benjamínsson, form. Jón Jóns- son, ritari. Sæmundur Pálsson, féhirðir. Tveir piltar tefcnir fyrir að ganna slðkkviliðið UM klukkan 7 í gærkveldi var slökkviliðið kallað að horni Smiðjustígs og Hverfis- götu, en þegar kom þángað, kom í ljós að hér var um gabb að ræða. Tveir unglingspiltar voru teknir fastir fyrir að hafa narr- að slökkviliðiö. Játuðu þeir að hafa þrýst á hnapp brunaboð- ans, en fyrr í gær hafði gler boðans brotnað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.