Alþýðublaðið - 26.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.08.1942, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAÐiÐ j Bærinn í dag.j Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Afnám gerðar- 12,10- 15,30- 19,25 20,00 20,30 20,45 21,10 21,30 21,50 ÚTVARPIÐ: —13,00 Hádegisútvarp. —16,00 Miðdegisútvarp. Hljómplötur: Klassískix dansar. Fréttir. Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson): Chacconne eftir Vitali. Upplestur: ,,Vogrek“, sögu- kafli eftir Remarque (Har- aldur Sigurðsson). Hljómplötur: íslenzkir ein- söngvarar og kórar. Auglýst síðar. Fréttir. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara skemmtiför inn að Hagavatni um næstu helgi. Lagt á stað á laugardaginn kl. 2 og ekið um Gullfoss, austur fyrir Einifell, sem er skammt frá vatninu. Gist í hinu nýja sæluhúsi félagsins. A sunnudaginn verður gengið út á jökul og á Hagafell, Jarlshettur og Fagradalsfjall og víðar, eftir veðri. Farið hefir verið brúa ðog er hægt að ganga kringum vatnið. Skriðjök ullinn fellur niður í Hagavatn og á vatninu eru fljótandi ísborgir. Allt svæðið umhverfis vatnið er mjög stórbrotið. Viðleguútbúnað Og mat þarf að hafa með sér. Áskriftar- listi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, og séu farmiðar teknir fyrir kl. 4 á föstudag. Hlekkjuð þjóð heitir nýútkomin bók eftir rússneskan mann, Iwan Solone- witsch, að nafni. Er bókin lýsing höfundar á lífinu í Rússlandi, eins og það kemur honum fyrir sjónir, í dag. Höfundurinn er af bænda- ættum, en lauk prófi í lögfræði við háskólann í St. Pétursborg, og tel- ur hann sig í formála bókarinnar, tala í nafni rússneska bóndans og verkamannsins. — ísafoldarprent- smiðju gefur bókina út. Breinlætisvikan. Frh. af 2. síðu. að láta hreinsa á kostnað iþeixra, sem ekki nota þennan frest. Vonum við að það verði sem allra fæstir.“ — Hafið þið nokkuð nýtt á prjónunum? „Okkur langar til að koma af stað hreyfingu meðal húseig- enda með að mála húsin sjálf. Við höfum dálítið athugað það mál. Ég hef haft tal af máln- ingarverksmiðjunum .um þetta og hafa 'þær gefið mér góðar vonir um að þær vildu gefa- mönnum 15—20% afslátt á málningarvörum í eina viku eða svo til þess að mála hús sín. Álit ég að mjög gott væri ef þessi hreyfing yrði dálítið al- menn. Mörg hús eru mjög illa útlítandi og ekki vanþörf á að mála þau. En ég mun skýra ykkur iblaðamönnum nánar frá þossu, þegar við erum komn ir lengra á veg með undinbún- inginn.“ dómsins. (Frh. af 2. síðu.) vinnusilt við hina flokkana í ríkisstjórninni var stríðið gegn lögunum hafið. Síðan hefir Al- þýðuflokkurinn haldið uppi markvissri baráttu gegn þess- um flokkum og þá fyrst og fremst fyrir þessi lög, og hon- um tókst meira að segja, að rjúfa stjórnarsamstarf þeirra, sem höfðu haft samvinnu um setningu þessara laga. Var það stórkostlegt spor í áttina. Eng- inn flokkur hefur sýnt jafn skelegga baráttu gegn þessum kúgunarlögum gegn verkalýðn- um og Alþýðuflokkurinn, og hef ir hann því verið köllun sinni trúr sém verkalýðsflokkur. Og fyrir þessa baráttu Alþýðu- flokksins, Alþýðusambandsins og verkalýðsfélaganna hefir tek izt að hrinda þeirri árás, sem gerð var á samtök verkalýðsins 8. janúar. Mun þessi barátta seint gleymast og marka tíma- mót í verkalýðshreyfingunni. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- sambandið, svo og verkalýðs- félögin í mótmælum sínum, lýstu því strax; yfir, að þau myndu gera allt, sem löglegt mætti teljast, til að vinna gegn þessum lögum. Það hefir líka verið gert. Baráttan hefir oft verið hörð. En ég vil við þetta tækifæri minna á það, að eng- in stjórn í lýðfrjálsu landi myndi leyfa sér að setja slík lög. Ríkisstjórnin, sem sat 8. janúar réð baráttuaðferðunum. Hún skildi verkalýðnum að eins eina leið eftir. Hana hefir hann farið og unnið sigur. Eg hygg nú að þeir lærdómar hafi feng- izt, að ekki verði aftur höggvið í sama knérunn“. En hvað er nú framund- anr „Við Haraldur Guðmundsson fluttum tillögu í efri deild um að verkalýðsfélögunum og at- vinnurekendum yrði gefin heimild til að segja upp samn- ingum, sem bundnir hafa verið af gerðardómslögunum og skyldi uppsagnarfresturinn vera minnst ein vika. Þetta fékkst samþykkt bæði í efri deild og neðri deild. Þetta er því í gildi nú. Þetta var mjög þýð- ingarmikið atriði. Fjöldi verka- lýðsfélaga, sérstaklega úti um land, mun nú notfæra sér þessa heimild og segja upp samning- um. Tel ég sjálf sagt að þessi fé- lög segi upp samningum sínum sem allra fyrst eftir að lögin hafa fengið staðfestingu og fái grunnkaup hækkað, svo að það samræmist launagreiðslum ann arsstaðar, þarmig að meiri jöfn- I uður komist á um kaup launa- * stéttanna en vérið hefir“. Bifreiðaviðgerðamaðnr getur fengið atvinnu og gott húsnæði nú þegar eða 1,, október. — A. v. á. Loftárásin á „Vörð“. Frh. af 2. síðu. morgun. Skyggni var þannig, að ekki sást langt. Allt í einu sáu fjórir menn, sem uppi vóru, en hinir voru þá rétt sloppnir nið- ur til að fá sér kaffi, flugvél svo sem í einnar sjómílu fjar- lægð frá skipinu í vesturátt. Áttuðu mennirnir sig ekki á því fyrst í stað, hvers konar flugvél þetta var. Mennirnir veittu flug vélinni nánari athygli, er þeir sáu, að hún beindi stefnu sinni skyndilega á móti skipinu og skipti það engum togum: Þegar flugvélin var komin í skotfæri hóf hún harða vélbyssuskothríð að skipinu, en við teljum alveg víst, að hún hafi líka skotið af fallbyssu að okkur, að minnsta kosti teljum við að sprengju- brot, sem við höfum fundið í skipinu sanni það. Þegar þessi árás var gerð voru, eins og áður segir, að eins fjórir menn á þil- farinu. Voru þeir við fiskað- gerð. Sigurjón l'ngvarsson, sem var hinn mesti hraustleikamað- ur hljóp burtu frá borðinu og sneri baki við flugvélinni. Var hann staddur rétt fyrir framan ,,trollspilið“, er hann var hæfð- ur vélbyssuskotum og féll hann fram yfir sig, komu skotin í bak honum og fóru út um magann. Einn leitaði sér skjóls við „hval- bakinn“ en hinir tveir leituðu sér hlífðar undir flatningsborð- inu, sem þeir stóðu við. Skal þess getið, sem dæmis um það, hve mjóu munaði, að karfa, sem stóð á þessu borði var sund- ur skotin, er síðar var að gáð. Sprengjmmi kastað. Flugvélin tók strax eftir þessa fyrri árás snarpa beygju, skáhalt yfir skipið. Skipið nötr- aði stafna milli, er sprengjan sprakk. Rör klofnaði í vélarúm- inu og lóðvél stöðvaðist og stafir fóru úr lýsistunnum, sem stóðu á þilfarinu. Meðan árásin stóð lét ég skip ið halda áfram á fullri ferð. Beygði ég nokkuð þannig, að vindurinn kom á skipið þvert, en þannig eiga flugvélar erfið- ast að hafa sig í árásum á skip- in. Að þessu búnu hvarf flugvél- in. Hún var stór, fjögurra hreyfla, og eftir því sem við teljum líklegast, var hún af Focke-Wulf-gerð. Neyðarmei*ki sent. Loftskeytamaður okkar var í brúnni, þegar árásin hófst. Þar féllu mörg skot, en þrúin er vel útbúin og brynklædd og unnu skotin ekki á henni. Loftskeyta- klefinn er aftur í káetu á ,,Verði“ og hljóp lofskeytamað- urinn þangað. Komst hann þang að meðan síðari árásin stóð og sendi neyðarskeyti. Strax eftir að árásin var af staðin var rannsakað hverjir særzt höfðu. Kom í ljós, að eng- inn hafði særzt, nema Sigurjón Ingvarsson. Honum var hjúkr- að, eins og í okkar valdi stóð. Við stefndum strax til Önirnd- arfjarðar, þó að Tið værum á leiðinni heim til Patreksfjarðar, Kvenhershöfðingi. Hún heitir Mrs. William P. Hobby og er yfirmaður hjálpar-S sveita kvenna í Bandaríkjunum. ^ en þegar við áttum ófarið til Flateyrar um 15 mínútur lézt Sigurjón. Skemmdir urðu litlar á skip- inu en víða sjást kúlurnar og förin eftir þær á því“. Þannig sagðist skipstjóranum frá. Þegar Vörður kom hingað til Patreksfjarðar um klukkan 6 í gærkveldi var múgur og marg- menni á bryggjunni. Lík Sigur- jóns heitins var flutt í líkhús sjúkrahússins og fylgdi mann- fjöldinn því þangað. — Sigur- jón heitinn var hinn mesti at- gervismaður. Hann var ókvænt- ur en átti unnustu. Átti hann heima að Geitagili í Örlygs- höfn við Patreksfjörð. VINSSON. bpjaðir aftnr. Bifreiðinni R. 646 stolið i fyrrinótt. VÖRUBIFREIÐINNI R. 646 var stolið í fyrrinótt, þar sem hún stóð fyrir framan hús- ið Víðimel 49. Eigandi bifreiðarinnar, Guð- mundur Gíslason á heima í hús- inu. Þetta er gömul Chevrolet- bifreið. Lögreglan hafði ekki haft upp á bifreiðinni seint í gærkvöldi. Biður hún þá sem verða varir við bifreiðina að gera henni reynt að stela. Undanfarið hefir lítið borið á bifreiðaþjófnuðum, en þeir voru nokkuð tíðir í sumar. Hins vegar virðist þjófnaður á hlut- um úr bifreiðum vera stundað- ur af kappi. Og hafa þó margir verið teknir þegar þeir hafa reint að stela. Washington — Peter Fraser, forsætisráðherra Nýja Sjálands er kominn til Bandaríkjanna í boði Roosevelts. Forsetinn hef- ir einnig boðið Curtin, forsæt- isráðherra Ástralíu og Smutz frá Suður-Afríku að koma til Bandaríkjanna sáðar á árinu. Skemmdarverk á Ausíirlandi. BLAÐIÐ „Tíminn“ segir frá eftirfarandi atviki í gær: Það bar til, er tvær 22 manna fólksflutningabifreiðar voru að flytja fólk frá Seyðisfirði á skemmtun, sem haldin var að Hallormsstað síðari hluta júlí- mánaðar, að stórum fojörgum var velt á hættulega staði á veginum austan í Fjarðarheiði og munaði minnstu að af þessu tiltæki hlytust stórslys. Bílarn- ir, sem fluttu fólkið, voru frá Húsavík. Eru það nýir bílar og hinir traustustu. Þegar þeir voru að faxa með fólkið aftur til Seyðisfjarðar af skemmtunmni urðu þeir varir við, að hjólbarð ar á bifreiðunum tæmdust nærri af lofti, er iþeir nálguð- ust Seyðisfjörð. Var þetta mjög undarlegt, þar sem báðar bif- reiðarnar voru á nýjum hjól- bdrðum. Við athugun kom í ljós að þeir voru allir sundur stungnir af pappanöglum^ og voru yfir 40 naglar í öðru aftur- hjóli annarar bifreiðarinnar. Lögreglan á Seyðisfirði kom nú á vettvang og rannsakaði málið. Uppi í brekkunum urðu lög- reglumennirnir varir við, að að nöglum hafði verið hrúgað í bæði hjólförin á veginum, og ennfremur kom í ljós, að búið var að, grafa imdan stöplum á trébrú, sem er yfir hættulegan skorning þar í brekkunum. Réð tilviljun ein, hvenær brúin dytti niður. Ekki hefir hafzt upp á þeim, sem framdi iþennan svívirðilega verknað, en pappasaumurinn, sem stráð var í hjólförin, er af sömu tegund og saumur sá, er notaður er til að negla einangr- unarplötur innan í skála brezka setuliðsins, sem talsvert er af á þessum slóðum. Pappasaumur hefir verið illfáanlegur á Seyð- isfirði í vor. Aðeins ein verzlun átti slatta af þessum saum, en seldi brezka setuliðinu megin- hluta af honum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.