Alþýðublaðið - 26.08.1942, Síða 8

Alþýðublaðið - 26.08.1942, Síða 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. ágúst 1942. ■BrjARNARBlÚ kl. 9: ladjf Hanilíoi Aðalhlutverk: Vivien Leigli Laurence Olivier. Kl. 5 og 7 MILLI TVEGGJA ELDA Áðalhlutverk: Merle Oberon. Melvyn Douglas Burgess Meredith. Leikstjóri: Ernst Lubitsch. AUKAMYND: STRÍDSFKÉTTIR Sala aðgöngum. hefst kl. 11. SENDIMAÐUR erlends ríkis kom einu sinni í heimsókn til Bismarcks gamla. Meðal ann- ars spurði sendimaðurinn Bis- marck, hvernig hann færi að losna við gesti, $em honum væri lítið gefið um. Kanslarinn svar- aði: „Það er ósköp einfalt mál. Konan mín þekkir úr alla þá gesti, sem ég kæri mig lítið um. Og þegar hún veit, að slíkir fuglar eru staddir hjá mér, þá kemur hún inn að lítilli stundu liðinni og kallar á mig út undir einhverju yfirskini.“ — Bis- marck hafði varla sleppt orð- inu, þegar dyrnar opnuðust og frúin brunaði inn og sagði: „Jæja, elsku Otto minn, þú ætt- ir að fara að koma fram og taka inn meðulin þín. Eiginlega áttir þú að vera búinn að því fyrir klukkutíma síðan.“ EINHVERJU sinni, þegar verið var að æfa óperuna „Salome“ lenti Richard Strausz í harðri orðasennu út af ein- hverjum smámunum við hljóm- sveitarstjórann. Að endingu hrópaði Strausz æstur: „Hefi ég samið óperuna, eða hafið þér samið hana?“ „Svo er nú guði fýrir að þakka, að þér hafið samið hana,“ svaraði hljómsveitar- stjórinn. ÚR STÓLRÆÐU Á sumrin söfnum vér verald- legu brauði. Á vetrum söfnum vér andlegum auði. Guð gæfi að það væri'alltaf sumar. E.s. Ég nota tækifærið til að kaupa mér ný föt (ég er alveg fatalaus), svo að ég býst við að dveljast hjá þér nokkuð lengi.“ Eðvarð kom inn litlu síðar og virtist vera mjög ánægður með sig. Hann leit undirfurðulega á Bertu og fannst hann hafa stað- ið sig svo vel, að hann átti bágt með að stilla sig um að hlæja. Hann hugsaði með sjálfum sér: Það er um að gera að hafa strangt taumhald á kvenfólk- inu, Ef-þú lætur þær einhvern bilbug á þér finna er ómögulegt, að tæta með þær. Berta var þögul undir borð- um, hafði enga matarlyst. Hún sat andspænis manni sínum og gat ekki skilið hvernig hann fór að því að háma svona í sig, þeg- ar hún var reið og döpur. En þegar á daginn leið kom matar- lystin aftur, hún fór fram í eld- hús og borðaði ósköpin öll af brauði, svo að hún hafðr enn enga lyst þegar að kvöldverði kom, og snerti því ekkert. Hún vonaði að Eðvarð mundi taka eftir þessu og verða áhyggju- fullur. En hann borðaði á við tvo og tók ekki eftir því, að kona hans fastaði. Um kvöldið þegar Berta fór að hátta lokaði hún sig inni í herbergi sínu. Eðvarð kom bráðlega upp og reyndi að opna. Er hann fann að það var lokað, barði hann á) dyrnar og bað hana að opna. Hún svaraði engu. Þá barði hann fastar og' skók snerilinn. — Ég vil hafa herbergið ein, hrópaði hún. — Ég er lasin. Reyndu ekki að komast inn. — Hvað? Hvar á ég að sofa? — Þú getur sofið í einhverju öðru herbergi. — Hvaða vitleysa, sagði hann og setti án frekari umsvifa öxl- ina í hurðina. Hann var sterkur maður og gamla hurðin lét fljótt undan. Hann gekk hlæj- andi inn. — Ef þú ætlar að loka mig úti, ættirðu að umgirða þig ein- hverjum húsgögnum. Berta gat ekki tekið þessu glaðlega. — Ég ætla ekki að sofa hjá þér, sagði hún. — Ef þú kemur inn, fer ég út. — Onei, það gerirðu ekki. Berta fór á fætur og fór í morgunkyrtil. — Þá sef ég á legubekknum, sagði hún. — Ég kæri mig ekk- ert um að rífast við þig meira. Ég er búin að skrifa Pálu frænku og fer til hennar næstu daga. — Ég geri ráð fyrir, að þú hafir gott af því að lyfta þér upp, svaraði hann. — Þú ert eitthvað slöpp á taugum. — Það er mjög fallegt af þér að hugsa um taugaástand mitt, sagði hún háðslega, og hreiðr- aði um sig á legubekknum. — Ætlarðu annars að sofa þarna? sagði hann og fór upp í rúmið. — Það lítur helzt út fyrir það. — Ég held þér verði kalt. — Ég vil það heldur en sofa hjá þér. — Þá verðurðu kvefuð í fyrra málið. En sennilega snýst þér hugur innan klukkustundar. Góða nótt. Berta svaraði engu. Hún hlustaði nokkra stund á hrotur hans og var bálreið. Gat hann fengið af sér að sofa? Var hon- um þá alveg sama um það að hún gengi úr rúminu frá hon- um og væri á förum frá hon- um? Það var svívirðlegt, að hann skyldi sofa svona vært. — Eðvarð, kallaði hún. Ekkert svar. Hún gat ekki trúað því að hann væri sofnað- ur. Hann var sjálfsagt að stríða henni. Hana langaði til að snerta hann, en þorði það ekki, hann mundi þá fara að hlæja. Henni var mjög kalt og hún reyndi að skýla sér með fötum og ábreiðum. Það kostaði mikla sjálfsafneitun að læðast ekki' upp í rúmið. Nú varð hún líka sárþyrst og píndi niður í sig sopa úr vatnskönnunni, þótt það væri volgt og vont. Hún reikaði um herbergið og hafði hátt til að vekja Eðvarð. Hún velti borði um koll með miklum hlunk, en t^ærð manns hennar virtist ekki truflast við það. Hún horfði á rúmið og átti í baráttu við sjálfa sig um hvort hún ætti að voga því að fara upp í, í trausti þess að vakna á undan honum. Henni var svo kalt, að hún ákvað að voga þessu, þóttist viss um, að hún mundi aldrei geta sofið lengi, svo að hún fór upp í rúmið. — Ertu komin í rúmið aftur? spurði Eðvarð syfjaður. BS NÝJA BfÓ ■ Undraverður . lðgreglumaðuf (The Amazing Mr. Williams) Gamansöm leynilögreglu- mynd. Aðalhlutverk leika: MELWYN DOUGLAS og JOAN BLONDELL Aukamynd: ÍSLANDS-KVIKMYND Máttúrufegurð — atvinnulíf. (Sýnd að tilhlutun Ferða- félags íslands.) Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. Hún nam staðar og varð bilt við. — Ég er að sækja koddann minn, svaraði hún gröm. Hún sneri sér aftur að legu- bekknum, og nú lét hún fara vel um sig og sofnaði brátt vært. Hún svaf allt til morguns og vaknaði við það, að Eðvarð dró gluggatjöldin frá. — Hefirðu sofið vel spurði hann. „Mér hefir ekki komið dúr á auga.“ „En hvað þú getur skrökvað. Ég hefi verið að horfa á þig síð- asta klukkutímann.“ „Ég hefi haft augun lokuð í svo sem tíu mínútur. Kannske þú kallir það svefn.“ Bertu þótti það miklu miður að eiginmaður hennar skyldi koma að henni sofandi. Henni (Rhythm on the River) Ameríksk söngvamynd með Bing Crosby Mary Martin Basil Rathbone. Framhaldsýning kl. 3V2—6¥z. FSðnrhefnd owboymynd með Tim Halt. Bönnuð hörnum innan 12 ára. fannst hún standa hálfu verr að vígi en áður. Svo var Eðvarð hress og fjörugur eins og ung- lamb, en henni fannst hún vera gömul og farlama og kveið fyrir að sjá sjálfa sig í speglinum. Laust fyrir hádegið kom. skeyti frá Pálu frænku, þar sem. hún bað Bertu að koma, hvenær sem henni bezt hentaði. Enn fremur sagðist hún vona, að Eð- varð kæmi líka. Berta lét skeyt- ið liggja á glámbekk, þar sem Eðvarð gat ekki komizt hjá þv£ að sjá það. „Þér er þá alvara að fara?“" sagði hann. „Ég sagði þér, að ég gæti haldið orð mín alveg eins og þú.“ „Jæja, ég held, að þú hafir lítið upp úr því. Hvað ætlarðu að vera lengi í burtu?“ HJALTI HJALPFÚSI og gekk inn. Vesalings Benni! Þarna sat hann við arininn og grét beizklega. „Já, ég tók til heima hjá þér,“ sagði hann snöktandi við Hjalta. „Þú getur ekki gert þér í hugarlund, hvað ég blygðast mín fyrir framkomu mína. Ég varð að gera eitthvað til þess að bæta fyrir brot mitt. Heldur þú, að konungurinn muni nokk- urn tíma fyrirgefa mér? Ó, Hjalti minn, ég er svo illa inn- rættur!“ Hjalti komst við af þessum orðum Benna. Hann gekk til hans og reyndi að hugga hann. „Ef þú iðrast inniléga mis- gerða þinna, þá er allt gott“,. sagði hann. „Vertu hughraust- ur, og við skulurrí. halda áfram að vera jafngóðir vinir og við' höfum alltaf verið. Ef til vill verður þú einn góðan veðurdag herra Benni, eins og ég er nú herra Hjalti. Og ég veit, að þú getur orðið það, ef þú leggur þig fram um að vanda dagfar þitt.“ Svo fór Hjalti heim að hátta. Alla nóttina dreymdi hann um, hvernig konungurinn hefði far- ið að, þegar hann dubbaði hann til riddara. Hjalti var líka vel að upphefð sinni kominn — eða finnst ykkur það ekki? ENDIR.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.