Alþýðublaðið - 27.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.08.1942, Blaðsíða 7
Fimmluáagttr 27. ágúst 1942. S > 5 Bærinn í dag.S Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Sönglög. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Minnisverð tíðindi (Jón Magnússon fil. kand.) 20.50 Útvarpshljómsveitin: Dans- sýningarlög eftir Massenet. 21.10 Upplestur: Úr gömlum ævin- týrum (Ragnar Jóhannesson magister). 21.30 Hljómplotur: Kirkjutónlist. 21.50 Fréttir. Þingfréttir. Dagskrárlok. JJvíldarvika á Laugarvatni Eins og að undanförnu gengst Mæðrastyrktarnefndin fyrir hvíld- arviku fyrir konur á Laugarvatni fyrri hluta septembermánaðar. Þær konur, sem vilja sækja um dvöl, ættu að snúa sér sem fyrst til skrifstofu nefndarinhar, og ekki seinna en 1. sept. n. k. Skrifstofa nefndarinnar er í Þingholtsstræti 18 óg opin kl. 6—7. Drengja-kápa, merkt, hefir fundizt í Hljóm- skálagarðinum. — Vitjist á afgr. Alþýðublaðsins. I>að rætist úr því (Turned Out Nice Again) er nafn á enskri gamanmynd, sem sýnd verður í Tjamárbíó í fyrsta skipti í dag kl. 5, 7 og 9. Aðal- hlutverkið leikur George Formby. Hann er hálfgerður hrakfallabálk- ur og fremur einfaldur, en það rætist úr því samt fyrir atbeina konu hans, sem leikin er af Peggy Bryan, upprennandi kvikmynda- stjömu enskri. Myndin er gerð eft ir sjónleik (As You Are), sem varð mjög vinsæll- á Englandi. Formby er lítt þekktur meðal bíógsta hér á landi, en á Englandi nýtur hann mikillar hylli og þykir einna snjall astur gamanleikari og gamansöngv ari þar í landi. í myndinni syngur Formby 4 gamanvísur undir smelln úm lögum. Lady Hamilton hefir verið sýnd fyrir fullu húsi til þessa. Myndin verður tekin af dagskrá nú um hríð, en væntanlega verður hún sýnd aftur í næsta mánuði. Gerd Grieg ’og leik- félagar hennar fara tii Mnreyrar. F RÚ GEEID GRIEG og ís- lenzku leikaramir, sem leikið hafa með henni hér í bænum undanfarið leggja af stað norður til Akureyrar í dag Hefir frúin leiksýningar, upp- lestur og söngskemmtanir á Ak ureyri á laugardags- og mánu- dagskvöld. Tilkynning Frá og með deginu í dag hækkar allur akstur um 25%. Bifreiðastöðvarnar í Reykjavík. tmumzzmz&mm AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu. ALÞYÐUBUVÐIÐ 515 pund ... Þessi piltur, sem heitir Heriry Carter Lindsay og er 515 pund, er feitasti skólanemandi í Géorgíuríki í Bandaríkjun- um. Hann er aðeins 17 ára að aldri. BORNIN FARA AÐ KOMA ÚR SVEITINNI. (Frh. af 2. síðu.j eins lengi og nefndin hafði vilj- að. Á þetta þó ekki við öll heim- ilin. Framkvæmdarstjóri Sumar- dvalamefn’darinnar, Gísli Jón- asson yfirkennari skýrði Al- þýðublaðinu frá þessu í gær- kveldi og enn fremur hvaða daga börnin kæmu heim frá hverju heimili. Þau koma hingað til bæjar- ins, eins og hér segir: Frá Menntaskólaselinu 1. sept. — Langamýri 2. — — Hvanneyri 4. — — Sælingsdalslaug ' 4. — — Reykholti 7. — — Brautarholti 9. — — Staðarfelli 10. — — Stykkish. (bæði) 11. — Fólk er beðið að geyma þetta blað, svo að öruggt sé að það muni hvaða daga börnin eiga að koma. Bifreiðarnar, sem börn- in koma með munu staðnæm- ast við Iðnskólann. Sama daginn sem börnin koma , getur fólk fengið upp- lýsingar um það, kl. hvað þau koma í síma Sumardvalarnefnd- ar 1903. Fromrpið m sildor verksmiðiornar kom ið til efri deildar. P RUMVAR.PIÐ um bygg- * ingu nýrra síldarverk- smiðja var til urnræðu í efri deild í gíer, eftir að það hafði fari í gegnum þrjár umræður í neðri deild. Nokkrar breytingar hafa orð- io á frv. í meðferð neðri deildar. Fyrsía grein lítur nú þannig út: ,.Ríkið lætur reisa nýjar síld- arverksmiðjur á þessum stöð- um: 1. Á Siglufirði 10 þús. mála verksm. 2. Á Sauðárkróki 5 þús. mála verksm. 3. Á Raufarhöfn 5 þús. rnála verksm. 4. Á Húsávík 9 þús. máia verksm. 5. Á Skaga- strönd. 5 þús. mála verksm. 6. Á Hóimavík 5 þús. mála verk- smiðju. Enn fremur iætur ríkið reisa verksmiðju tii herzlu síld- arlýsis, þegar rannsóknir sýna, áð það sé tímabært". Þá hefir lánshéimildinni til handa ríkisstjórninni verið breytt þannig, að stjórninni heimilast að taka lán innan- lands fyrir hönd ríkissjóðs, allt að 10 milljónir króna. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefnd- Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför. FRIÐRIKS ÓLAFSSONAR, fyrrum skipstjóra. Systkini hins látna. Herbergi eitt eða fleiri óskast nú þegar. Leigu-upphæð eftir samkomulagi, en tryggt er, að viðkomandi er fullkomlega samkeppnisfær. Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. S s s s s s s s s \ s s s s Hafnarffðrðiir Hafnfirzkar verkakonur, allar þið, sem ekki hafið gert skil við verkakvennafélagið „Framtíðin" eru alvarlega áminntar, að gera iþað nú iþegar. — Gjöldum verður veitt móttaka n. k. fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld kl. 9 í skrifstofu sjó- ma.nnafélagsins við gömlu hafsskipabryggjuna.. Stjórnin. Nýft smásðiuverð á vindlum Útsöluverð á ameríkskum vindlum má ekki vera hærra en hér segir: Panetelas 50 stk. Corporals 50 — Cremo 50 — Golfers (smávindlar) 50 — Do. --------------- 5 Piceadilly (smávindlar) 10 Mxrriel Senators 25 Do. 50 Rocky Ford 50 Muriel Babies 50 Van Bibber 5 Le Roy 10 Royal Bengal 10 kassi pakki blikkaskja kassi pakki kr. 45,00 40,80 40.80 21,00 2,10 2,60 24,60 49,20 34.80 30,00 2,40 4,60 3,50 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsölu- verðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. ATH.: Vegna þess, að kvartanir hafa borizt til Tóbakseinkasölunnar um það, að verzlanir selji vindla stundum með hærri smásöluverðsálagningu en leyfi- legt er samkvæmt lögum, viljum vér hér með skora á allar verzlanir að gæta þess nákvæmlega, að brjóta eigi lagaákvæði um smásöluverðsálagningu, og benda þeim á, að.háar sektir liggja við slíkum brotum. Jafn- framt viljum vér benda almenningi á það, að yfir slík- um brotum er rétt að kæra til næsta lögreglustjóra, hvar sem er á landinu. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS ar með 13 samhljóða atkvæð- um. Athugasemd. Herra ritstjóri! Vegna frásagnar Alþýðublaðs ins í dag um ritstjóm að vænt- anlegu málgagni Sambands ungra jafnaðarmanna, æski ég þess að taka það fram, að það mun á misskilningi byggt, að nafn mitt er við það tengt. Þetta vil ég biðja yður að birta í heiðr uðu blaði yðar. Reykjavík, 22. ág. ’42. Helgi Sæmundsson. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.