Alþýðublaðið - 28.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.08.1942, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. ágúst 1942. ALÞYÐUBLADIÐ Loftárás Japana á Dutch Harbor, Alaska. Þetta er fyrsta myndin, sem ameríska flotamálaráðuneytið sendi út af árás Japana á Datch Harbor í Alaska. Sprengjur springa í höfninni og miklir vatnsstrókar gjósa upp. Örin sýnir eina skipið, sem var í höfninni. Þ§éHw@rJar fiafa ©IsM métt fram I 24 klpkkiisfi&Bidfr, ©n Stalíngrad er í sömu hættu og áðun ♦ r olfiusvæðin fi Kaukasus Rússar komnir inn í Rhzev Oötubardagar í borginni. ------...».- . ■ ÞÓTT Þjóðverjar hafi ekki sótt fram norðvestan við Stalingrad síðastliðinn sólarhring, er borgin í jafn mikilli hættu og nokkru sinni áður. Nýjar hersveitir streyma yfir Don og til vígstöðvanna, sem virðast vera um það bil 45 km. frá borginni. Þýzki flugherinn hefir yfirráðin í lofti og hefir hann unnið Rússum mikið tjón með árásum á flutningalestir þeirra. Sókn Rússa á Moskvavígstöðvunum heldur áfram og er borgin Rhezev nú í mikilli hættu. Eru Rússar komnir inn í hana og geisa þar miklir götubardagar. Þjóðverjar munu hafa fengið skipanir um að verja borgina, hvað sem það kostar, enda hafa þeir lagt mikla áherzlu á að treysta víg- girðingar hennar og líta á hana sem einn mikijvægasta stað á miðvígstöðvunum. Rússar segjast hafa eyðilagt hvert steinsteypuvirkið á fætur öðru. Þeir hafa og náð á sitt vald 9 þorpum á þessum slóðum. Japanir setja enn lið á land á Sýja flninea JAPANIR hafa nú gengið á land á einum stað enn á Nýju Guineu, það er við Mil- neflóa. sem er á suðaustur- strönd eyjarinnar. Bandamenn hafa veitt harða mótstöðu, sér- staklega í lofti. Lítil skipalest, sem varð fyrir miklum árásum Banda- manna úr Iofti, flutiti herlið Japana til flóans, Þegar þangað kom, voru enn gerðar harðar árásir á skipin og hefir einu flutningaskipi verið sökkt og eitt beitiskip mikið laskað. Mik- ið af flutningabátum og senni- lega einn tundurspillir hafa einnig verið laskaðir í árásum ameríksku flugvélanna. Kittyhawk orrustuflugvélar Ameríkumanna og Astralíu- manna hafa gert hverja vél- byssuárásina á fætur annarri á landgögnuliðið og unnið því mikið tjón. Hafa Japanir neyðzt til þess að geyma olíugeyma néð ansjávar, en engu síður hafa am erísku og áströlsku flugmenn- irnir fundið þá og sprengt þá í loft upp. Herlið Bandamanna hefir nú lagt til orrustu við landgöngu- liðið, en engar fréttir hafa bor- izt af þeirri viðureign. Takmark Japana er sem fyrr Port Mores- by, en MacArthur hefir nú skipulagt varnir Nýju Guineu vel og hefir þar allmikið her og fluglið. SALOMÖN SEY J AR. Fréttir af orrustunni miklu vil Salomonseyjar eru af skorn- um skammti, en hún mun geysa af fullum krafti. Roosevelt for- seti hefir átt langar viðræður við forsætisráðherra Nýja Sjá- lands, Peter Fraser, og hefir hann sagt, eftir viðræðurnar, að ástandið við Salomonseyjarnar sé gott. Japanir hafa gefið út tilkynn- Það var tilkynnt í útvarpinu í Moskva í kvöld, að Zhukov, herforinginn, sem stjórnar sókn Rússa á Moskvavígstöðvunum, hafi verið skipaður fyrsti vara- ráðherra fyrir landvarnir. Sjálf ur er Stalin landvarnaráðherra. KAUKASUS. Rússar hafa enn hörfað í Suð ur-Kaukasus og segir í miðnæt- urtilkynningu þeirra, að barizt sé á Prokladnaya. Þjóðverjar halda fram, að þeir hafi tekið borgina Moszdok, sem er um 100 km. frá Grozny olíulindun- um. Þetta hefir þó ekki verið ingar um mikla sigra í „annarri sjó- og loftorrustunni við Salo- monseyjar“. Segjast Japanir hafa laskað alvarlega tvö flug- vélamóðurskip og eitt orrustu- skip af Pennsylvania flokknum. Ennfremur segjast þeir hafa sökkt eða laskað mörg önnur beitiskip og tundurspilla. viðurkennt í rússneskum frétt- um. LOFTÁRÁSIR. Rússneskar sprengjuflugvél- ar, sem komu frá flugvöllum á Leningradsvæðinu, , gerðú í fyrrinótt loftárásir á Berlín, Danzig, Köningsberg og aðrar borgir í austurhluta Þýzka- lands. Komu upp miklir eldar í borgunum og tundursprengjur sáust springa í þeim. Allar flug- vélar Rússa komu aftur, segir loks í tilkynningu um þetta frá Moskva. LENINGRAD. Þjóðverjar skýra frá því, að Rússar hafi undanfarna tvo daga gert mikil áhlaup á Lenin- gradvígstöðvunum. Er í tilkynn ingu Þjóðverja viðurkennt, að þeir hafi á einum stað brotizt inn í herlínur Þjóðverjanna. Það kann að vera, að hér sé um aðra sókn að ræða, sem eigi að létta af herjunum á Stalin- gradvígstöðvunum. ASOVSHAF. Þjóðverjar skýra frá því, að rússnesk skipalest, hlaðin her- liði og hergögnum, hafi reynt að komast gegnum Kerchsundið til þess að bjarga liði frá Asovs- hafsströndinni, sem er í hönd- um Þjóðverja. Strandvirki Þjóð verja á Kerchskaga hófu skot- hríð á skipin og sökktu 5 skip- um, en sjötta skipið sneri við, mikið laskað. London — Fljúgandi virki úr ameríkska flughernum gerðu í gær mikla árás á höfnina í Rotterdam. Spitfireflugvélar |ylgdu þeim. Sprengjur komu niður á hafnarsvæðinu og tveim skipum var sökkt. London - Hurricane sprengju flugvélar gerðu í gærmorgim árás á skipalest sem lá undan höfninni í Dieppe. Fjögur skip urðu fyrir sprengjum. New York — Japanir eru nú teknir að yfirgefa borgina Chusien sem er ein mikilveeg- asta 'borgin í sókn Kínverja. Hafa Japanir fljótandi eyjar úr bambus? INN af talsmönnum lier- stjórnar Chang Kai-Sjeks skýrði í gær frá því, að Japan- ir notuðu á Kyrrahafi „fljót- andi eyjar“, sem flugvélar gætu lent á og fiutt gætu olíubirgð- ir. Sagði talsmaðurinn, að eyjar \ þessar væru gerðar úr bambus. ! Ekki gat hann tun, hvar Japanir hefðu notað eyjar þessar, en þær eru ódýr flugvélamóður- skip, sem sennilega eru varn- arlítil, ef óvinaflugvélar sjá til ferða þeirra. 3 Norskir flogmemi yfir Dieppe. i — + „ÞÉR HAFIÐ julla ástæðu til þess að vera stoltur af piltun- um yðar,“ sagði brezki flug- foringinn við Riiser-Larsen, foringja norska flughersins, eftir árásina miklu á Dieppe. Voru það tvær deildir orr- ustuflugvéla mannaðar norsk um flugmönnum, sem tóku þátt í loftorrustunni miklu yfir Dieppe, og liggur nú fyr- ir nákvæm frásögn af þátt- töku Norðmannanna. Þeir eyðilögðu svo vitað er með vissu 14 þýzkar flugvélar, ef til vill 4 til viðbótar, og loks löskuðu þeir 13 flugvélar. Sex af þýzku flugvélunum, sem Norðmennirnir skutu niður, voru sprengjuflugvélar af nýjustu gerð, Do 217, en hin- ar voru orrustuflugvélar, FW 190 og Messerschmidt. Önn- ur norska flugsveitin hefir fengið viðurkennt, að hún hafi skotið niður 8 flugvélar án þess að verða fyrir nokkrii tjóni sjálf, en hin skaut niður 6 og missti tvo flugmenn. ÞAÐ ER EINRÓMA álit allra, að Norðmennirnir hafi reynzt fyrsta flokks orrustuflug- menn. Þegar foringi þeirra, Riiser-Larsen, ávarpaði þá eftir orrustuna, sagði hann: „Við erum stoltir af ykkur og þegar ég nú kem til þess að þakka ykkur, er það ekki sem foringi flugliðsins, heldur sem Norðmaður.“ ÞAÐ VAR 19 ÁRA flugmaður, sem fyrir stríðið var kunnur skíðamaður, sem skaut niður flestar flugvélar. Eyðilagði hann eina Dornier sprengju- flugvél og tvær orrustuflug- vélar. Annar piltur frá Osló skaut niður tvær flugvélar, og tvítúgur flugmaður frá Hardanger skaut niður eina, en varð þá fyrir skotum sjálf- ur og neyddist til þes§ að bjarga sér í fallhlíf. Brezkur mótorbátur bjargaði honum. Enn einn Norðmaður varð fyrir árás átta FW-190 flug- véla og var vélin skotin í spón. Hann bjargaðist í fallhlíf, þótt særður væri, og var tek- inn um borð í enskan bát. Þar tók hann við loftvarnabyssu og var þar skytta það sem eft- ir var dagsins. UM KVÖLDIÐ komu norsku flugmennimir saman og ræddu viðburði dagsins. Þeir voru ekki hreyknir af árangr- inum, heldur ánægðir með góðan vinnudag. Maður, sem sá til þeirra um kvöldið, sagði að þeir hafi verið rétt eins og sjómenn, sem hafa veitt vel. MARGIR NORSKU flugmenn- irnir fóru fjórar ferðir til Dieppe og háðu orrustur í öll skiptin. Þeir komu aðeins til þess að fá benzín og skotfæri og héldu þegar í stað af stað aftur. Yfir Dieppe voru stöð- úgir bœrdagar háðir og mátti sjá hverja flugvélina á fætur annarri steypast í sjóinn og alltaf voru fállhlífar í loft- inu. Brezkir bátar björguðu mörgum flugmönnum, flest- um þýzkum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.